Vísir - 22.01.1954, Blaðsíða 1
44. árg.
Föstudaginn 22. janúar 1954
16. tbL
A kjörtímabilinu hafa veriö
reistar rúmlega 1500 íbúöir.
Fyrir nokkru kom það fyrir frú Walkman í Michigan City í
Bandaríkjunum. að vinstra framhjólið brotnaði undan bifrcið
hennar á ferð. Ekki fór það þó sína leið, heldur fesíist undir
bifreiðinni, eins og myndin sýnir.
Dæntdur í varðhald og sekt ófeyfi-
Eegs áíðngissöb.
BíiVeið.'irstjÍórai* dæindir á 3§ð0-
5000 kr. sckf fyrir svipaðai' sakii'.
Helðu orðið fSeiri, ef Sjálfsfæðlssii©siBi befðu
eíeiir ráðið innfiutningi og fjárfestingu.
Þjóðyiljimi í gær kírtir á öfíustu ?íðu innrammaða.
klansu f>ar sem ráoist er meÖ Iiinu venjulega orðbragöi
þess blaos á borgarstjórann í Reykjavík fyrir grein,.
sem hann ritaði I Mórgunblaðið 20. jb.m. og sagði m.a.
frá |jví, að á vori komanda vrðu lóðir tilbúnar fyrir
1500 íbáðir.
Þegar litið er á allar aðstæður, svo sem gjaldeyrisörðugleika,
lánsfjárskort, fjárfestingartakmarkanir og hið öra aðstreymi
fólks til bæjarins, getur engum blandast hugur um bað, að
bæjarstjórnarmeirihlutimi hefur lyft Grettisíaki í húsnæðis-
málunum á síðasta kjörtímabili, enda hafa andstöðuflokkarnir
ósparí sungið sjálfum sér lof fyrir bessar frainkvæmdir, í ræðu
og riti, þótt nú þyki betur henta að láta sem ekkert hafi vcrið
gert. Þeir hafa t.d. allir stært sig ag frumkvæðinu um bygg-
ingu smáíbúðanna, þótt vitað sé að Sjálfstæðisflokkurinn á
einn allan heiðurinn af því stórmerka átaki.
Kosningti í Kópa-
vogi aflýst.
Hreppsnefndarkosningunni í
Kópavogshreppi, sem auglýst
hafði verið að fram skyldi fara
31. janúar, hefur verið aflýst.
Kosningaundirbúningur þar
hefur verið lýstur ólöglegur og
yfirkjörstjórn fyrirskipað að
aflýsa kosningunni og auglýsa
nýjar lcosningar með iöginæt-
um fyrirvara. Samkvæmt úr-
skurði sýslumanns bér að auð-
kenna lista flokka með þeim
bókstöfum, sem beir eiga réit
til, lögum samltvæmt, og verður
því listi Sjálfstæðismanna anð-
kenndur D, en bað voru Sjálf-
stæðismenn, sem höfðu kært
yíir því, að Finnbogi Rútur
oddviti hafði knúið það fram,
að listi hans og félaga hans var
auðkenHdur með stafnum D.
Geta þeir því ekki notað bók-
stafinn D til að krækja sér í at-
fevæði.
..— 1 ... ——
Maður fótbrotnar
við árekstur.
Urn hádegisleytið í gær fót-
brotnaði amerískur maður í bif-
reiðaárcksri sem varð á mótum
Miklubrautar og Háaleitisveg-
ar.
Bifreiðarnar sem rákust á
voru R-1650 og R-3604, önnur
jeppi, hin sendiferðabifreið. Á-
reksturinn var mjög harður og
skemmdust báðir bílarnir mik-
ið. Farþegi í R-1650 var ame-
rískur maður, sem er starfs-
maður fyrirtækis eins hér í
bænum og fótbrotnaði hann.
Hann var fluttur í Landsspítal-
ann. •J,.a
...—<--—
Erni óvíst uiti
Bárð Danídsson.
Yfirkjörstjórn fjallaði í gær
uni bréf Bárðar Daníelssonar
verkfræðings, har sem liann
afturkallar framboð sitt, eins
og áður hefur verið að vikið.
Viðstaddir fundinn voru um-
boðsmenn flokkanna, og mót-
mælti Jón P. Emils lögfræðing-
ur, fullrúi Alþýðuflokksins því, '
að Bárði yrði heimilað þetta.
Yfirkjörstjórn frestaði að taka
ákvörðun í rnálinu, og sam-
kvæmt viðtali við Torfa Hjart-
arson, formann kjörstjórnar,
var ekki búið að taka ákvörðun
um þetta í morgun.
Er því enn óvíst, hvort Bárð-
ur Daníelsson verður á lista
þjóðvarnarmanna við kosning-
arnar eða ekki.
Kr. <1655 til ioSks-
íbis á Sleiði.
Eins og kunnugt er gengst
skrifstofa Rauða kross íslands
fyrir söfnun til fólksins á Ileiði.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Vísir fékk í gærkveldi, nemur
hún nú kr. 9655, auk nokkurs
fatnaðar. Söfnuninni verður
haldið áfram.
Nýlega var í Sakadómi
Reykjavíkur kveðinn upp dóm-
ur yfir Elíasi Finnssyni Hólm,
Þverholti 18 F fyrir ólej’filega
sölu áfengis.
Þann 27. nóvember sl. gerði
lögreglan húsleit hjá Elíasi
Hólm, þar eð grunur lék á að
hann seldi áfengi. Við leitina
fundust 30 flöskur af vínanda
og af þeim var helmingurinn
með merki Áfengisverzlunar
ríkisins, en hinn helmingurinn
var annars staðar aðkominn og
m. a. var þarna nokkuð af þýzk
um víntegundum.
Þann 14. janúar sl. var svo í
Sakadómi Reykjavíkur kveð-
inn upp dómur í máli Elíasav
Hólm og bygg'ist dómurinn
meðal annars á því að ákærði
hafi gert sér áfengissölu að at-
vinnu að undanförnu.
Var ákærði dæmdur í 60 daga
varðhald og 8 þúsund kvóna
sekt til Menningarsjóðs, en til
vara 80 daga varðhalds verði
sektin ekki greidd innan 4
vikna frá birtingu dómsins. —
Enn fremur var hann dæmdur
til greiðslu sakarkostnaðar.
Skipastóll Svía
2,6 miilj. lesta.
St.hólmi. — SkipastóII Svía
jókst um nærri 180,000 lestir á
sl. ári og var 2.651.000 Iestir í
árslok.
Skipunum fækkaði þó um 23,
og eru samtals 1859. Ný skip
voru 64, en í stað þeirra voru
87 seld eða rifin eða þau fórust.
Mótorskipum fjölgar jafnt og
þétt og eiga Svíar mótorskip,
sem eru tæpl. 2 millj. lesta.
Olíuskipaflotinn er 29% af öll- J
um skipastólnum. (SIP).
Áfengið var gej't upptækt.
Um svipað leyti og lögregl-
an gerði húsleit hjá Elíasi Hólm
leitaði hún einnig í ýmsum bif-
reiðum leigubílstjóra og fann
áfengi í nokkrum þeirra Jafn-
framt kærði lögreglan nokkra
bílstjóra fyrir ólöglega sölu á-
fengis. ,
Mál þessara bílstjóra hafa
undanfarið verið í rannsókn og
er henni lokið í sumum þeirra,
en önnur bíða frekari rann-
sóknar eða úrskurðar. í þeim
málum, sem þegar er lokið og
dómar verið kveðnir upp i,
hafa bílstjórarnir verið dæmd-
ir í 3000—5000 króna sekt hver,
eftir því hvort um ítrekað brot
er áð ræða eða ekki og sömu-
leiðis voru þeir bílstjórar svift-
ir ökuréttindum um stundar-
sakir, sem gerzt hafa brotlegir
í þessum efnum áður.
Stutt og laggott.
© Elisabeth drottning og mað-
tir hennar hafa lokið 4 daga
hcimsókn í Christchurch,
Nýja Sjálandi. Þau eru á
leið ti! suðurstrandarinnar.
© Brownell dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna ræddi
í gær tillögu Eisenhowers
um að svifta menn borgara-
rétti fyrir þjóðhættulega
starfsemi. Þeir yrðu ekki
gerðir landrækir en yrðu í
rauninni föðurlandslausir.
© John Watkins, sendiherra
Kanada fyrir Noreg og ís-
land, hefur verið skipaður
sendiherra í Moskvu. Kan-
ada hefur ekld haft þar
sendiherra síðan njósnamál-
in voru á döfinni 1948 (er
Gouzenko ljóstaði upp um
njósnahring kommúnista).
Þjóðviljinn kvartar um það,
að allar tillögur kommúnista
mn auknar íbúðabyggingar hafi
verið felldar. En um þær gegn-
ir auðvitað sama máli og allar
tillögur þeirra, bæði á þingi og
í bæjarstjórn, að þær eru ekki
framkvæmanlegar, epda ekki
bomar fram í þeim tilgangi að
bæta kjör fólksins, heldur til
þess að skapa óánægju og
glundroða í þjóðfélaginu. Þeir
vilja hvorki bætt húsnæðis-
skilyrði né aðrar framfarir í
félagsmálum, því að þeir vita
sem er, að öll breyting á hög-
um fólks, sem veitir því aukna
aðstöðu til að lifa heilbrigðu
menningarlífi, fjarlægir það
flokki þeirra og gerir því auð-
veldara að átta sig á blekking-
um hinna rússnesku erindreka,
sem eiga þá hugsjón eina, að
reyra íslenzka alþýðu í fjötra
hinnar austrænu einræðisklíku.
Þeirra barátta beinist því öll í
þá átt, að halda lífskjörum al-
mennings niðri, spilla fyrir
framkvæmdum, sem að auk-
inni menningu miða, en þykjast
berjast fyrir bættum lífskjör-
um alþýðunnar, flytja tillögur
og frumvörp, sem á yfirborðinu
eru þannig úr garði gerð, að
fólkið láti blekkjast, en í eðli
sínu svo, að óhugsanlegt er að
framkvæma þau.
Haldlítil
baráttuaðferð.
Það er því eðlilegt að þeim
bregði illa við, þegar þeir sjá
það, að sjálfstæðismenn hafa
undirbúið, að 1500 fjölskyldur
geti átt þess kost á næsta vori
að fá lóðir, þar sem þær geti
byggt yfir sig mannsæmandi
íbúðir. Það er mjög líklegt, að
margt af því fólki gefi ekki
kommúnistum atkvæði sitt
framvegis, þótt svo kynni að
hafa verið um eitthvað af því
hingab til.
Það ætti að vera haldlítil
baráttuaðferð fyrir kommún-
ista, að hamra á því, að sjálf-
stæðismenn vilji ekki gera allt
sem í þeirra vaidi stendur íii
þess að bæta ur húsnæðismál-
um bæjarbúa. Sjálfstæðisflokk-
urinn veit að allar umbætur á
högum fólksins auka fylgi.
hans. Því meiri möguleikar sem
fólki eru veittir til þess að lifa
líkamlegu og andlegu menn-
ingarlífi því tneira og traust-
ara verður fylgi þess flokks,
sem hefur á stefnuskrá sinni, og
framkvæmir allsstaðar þar sem
hann ræður, hugsjónina um
frelsi einstaklingsins og full-
komin mannréttindi.
Það er staðreynd, liversit
illa sem kommúnistum kann
að falla það, að á kjörtíma-
bili því sem nú er að enda.
voru reistar rúmlega 1500-
íbúðir í Rcykjavík og hefðu
orðið fleiri, ef sjálfstæðis-
menn hefðu einir ráðið inn-
flutningi og fjárfestingu —
og miklu fleiri, ef gjaldeyris-
örðugleikar hefðu ekki dreg-
ið úr framkvæmdum á 'þessu:
sviði eins og mörgum öðr-
um. Það er líka staðreynd, að’
margt af því fólki, sem fyrir
forgöngu Sjálfstælisflokks-
ins hefur fcngið möguleika:
og stuðning til þess að koma
sér upp mannsæmandi þaki
yfir höfuðið, er fólk, scm
‘■■Jhcfur hrökklast burt úr
heimkynnum sínum víðs-
vegar um landsbyggðina,
Framhald á 7, síðu.
Cometvél reynd
í langflugi.
London (AP). — Comet-
flugvél lagði af stað í morgun
frá flugvelli á Englandi, til þess
að reyna að setja inet í flugi til
Kharoum í Sudan.
Jafnframt er ferðin farin til
þess að prófa vélina og tæki
hennar í hálofum og við ólik
lofslagsskilyrði, áður en hún
verður tekin í notkun sem á-
ætlunarflugvél. Flugleiðin er
rúml. 4900 km. — Flugmetið á
: þessari leið var sett í Lincoln-
sprengjuflugvél, sem flaug
hana á 14 klst. 26 mín.