Vísir - 22.01.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 22.01.1954, Blaðsíða 7
.Föstudaginn 22. janúar 1954 vísrR T ^■ww’ivwwwwvwyvwuwivwvwwvvvvwwwwwwun C. B. Kelland. EngiiB eða glæfrakvendi ? si fóru allir að hlæja. Þetta var Anneke Villard, og við hana áttu ekki sömu reglur og aðrar konur. „Hvar er Rolf?“ spurði Amanda allt í einu, þó kannske frek-' ar til þess að beina samtalinu inn á heppilegri brautir en vegna þess, að húfl æskti upplýsinga um þetta. „Eg hélt, að hann hafði einmitt verið hér hjá okkur,“ svaraði Conchita. „Nei, hann héfir verið á einhverju rölti allan tímann, síðan við komum hingað upp. Þessir Englendingar! Þeir eru alveg óðir í einhverskonar líkamsæfingar." i „Kannske,hann kunni ekki við þetta þvaður okkar nýlendu- búanna,“ maslti Brownlee. „Hann er alls ekki þannig,“ sagði Amanda, til að verja gest sinn. „Hann er að vísu frábrugðinn okkur, en samt alveg eins indæll og allir aðrir ungir menn. Hann er gersamlega laus við allan hroka og mont, og hann hefir gaman af öllu.“ „Mundi þig,“ spurði Conchita stríðnislega, „langa til að búa í London, Manda?“ Amanda lét sér hvergi bregða.við þessa nærgöngulu spurn- ingu. „Ef,“ svai’aði hún, „hann bæði mín á hnjánum, fengist eg kannske til að læra God Save the Queen.“ Anneke hafði risið á fætur, og hún skimaði nú allt í kring á hæðarkollinum. Það var ekki alveg eins bjart af tungli og áður. Það óð í skýjum. „Eg get hvergi komið auga á hann,“ sagði hún, og röddin bar vott um kvíða hennar. Juan reis nú einnig á fætur, og síðan hin öll. Þau gátu hvergi komið auga á Hood. „Eg vona, að hann hafi ekki farið að príla,“ sagði Amanda. „Hann hefir klifrað í Ölpunum, eins og þið vitið.“ „Það er liættulegt að vera að leika sér á Merkjahæð í nátt- myrkri,“ sagði Juan snögglega. Síðan bar hann hendurnar upp að munninum og kallaði eins hátt og hann gat: Hood! Hæ. Hood! Hvar eruð þér?“ „Eg gáði þó að honum, þegar er þú hafðir sagt mér frá honum. Hann var ekki í anddyri gistihússins. Þú hefir ekki gott af þessu, Anneke. Þú hugsar allt, of mikið um það. Hugsaðu um eittthvað annað.“ Hann hló við. „Hugsaðu um það, hvernig þú ætlar að fara að sanna, að H. Wattles sé snillingur á fjármálasviðinu.1 Hún svaraði ekki þessari stríðni hans. „Juan,“ sagði hún, „hvernig var skýrslan, sem Colton hershöfðingi gaf varðandi demantanámuna? Eg hefi aðeins heyrt flugufregnir.“ „Hér er ekki um neitt trúnaðarmál að ræða,“ svaraði hann. „Arnold og Slack fóru með Colton hershöfðingja til Rawlins, sem er stöð við braut Union Pacific-telagsins gegnum Wyoming- hérað. Samkvæmt því, sem um hafði samizt, samþykkti Colton, að bundið væri fyrir augu hans, og í fjóra daga samfleytt var haldið áfram á hestbaki, sennilega yfir aunðina til Colorado. Þeir voru staddir efst. á hæð nokkurri, þegar bindið var tekið frá augum hershöfðingjans. Hann segir svo frá, að þar í kring hafi verið mikill fjöldi mauraþúfna. Arnold tók fr'am hníf sinn, rótaði í einni mauraþúfunni með honum og fann þar bráðlega demant. Colton fór að dæmi hans, var einnig fundvís og á ein- um degi fundu þeir hvorki meira né minna en fjörutíu eða fimmtíu demanta og smaragða. Colton er ekki af því tagi manna, sem láta blekkjast, og hann er þar að auki reyndur og kænn námamaður. Allir eru sannfærðir um, að hér sé engin brögð í tafli. Þeir ætla að leggja stórfé í þetta, og sumir þeirra ætla meira að segja til New York, til að fá menn til að leggja fé r fyrirtækið." „Og skartgripasalar hér í borginni hafa metið steina þá, sem þegar hafa fundizt á meira en eitt. hundrað þúsund dali,“ sagði Anneke og hleypti brúnum. „En, Juan, hvort sem hægt er að sanna þetta eða ekki, þá er hér eitthvað, sem er ekki eins og það á að vera. Hvers vegna þyrftu þeir annars að vera að fremja morð?“ „Vertu nú skynsöm, Anneke. Það er ekki til minnsta sönnún fyrir því, að morð hafi verið framið." „En það var þó skotið á mig,“ sagði hún ósveigjanleg'. „Sástu þann, sém hleypti af byssunni?" „Nei.“ , Hann yppti öxlum. „Reyndustu og slyngustu menn San Fran- cisco-borgar ex’U viðriðnir þetta mál. Þeir fara sér að engu óðs- léga. Heldur þú, að tveir menn á borð við Arnold og Slack mundu geta blekkt og svikið Ralston, Harpending og menn áf þeirra tagi?“ „Fai'a Arnold og Sláck til New York með þeim, sem ætla ,þangað vegna námunnar?" spurði hþn. „Já.“ „Mér mun verða heldur rórra, þegar þeir eru farnir,“ sagði hún. Vagninn þeirra ók nú upp að heimili Nettleton-fjölskyld- unnar á Rinconhæð, og'Juan og Anneke gengu upp tröppurnar. Þau voru síðustu gestirnir, sem komu til kvödverðarins. Anneke var leidd til sætis rnilli hávaxins, útitekins ungs manns, er var heiðvirður og gáfulegur á svip, og grannvaxins, laglegs, mjög snyrtilegs manns, og mátti sjá á honum, að hann hafði alið allan aldur sinn í borgum^en hinn var bersýnilega maður, er var vánur útivist fjarri mannabústöðum. Sá, er fyrr var lýst, hét Morton Pease, og var hann námaverkfræðingur að atvinnu, en hinn hét Lester Bowen, og var hann, þótt ekki yæri hann eldri, þegar búinn að fá talsverða ábyrgðarstöðu í Hibernia-bankanum. Bowen var mjög stimamjúkur við Anneke, en Pease var mjög hugsi, og virtist jafnvel hafa áhyggjur mikl- ar. Víst var, að hann hafði ekki neina þjálfun í siðum og hátt- um hins æðra samkvæmislífs. Hann borðaði eins og maður, sem framkvæmdi þá athöfn einungis til þess að seðja hungur sitt. Allt í einu tók Pease til máls, og talaði framhjá Anneke og Lester Bowen. „Eg get ekki fengið neinn til að hlusta á mig,“ sagði hann þungur á brúnina. ,,Eg segi þáð satt, að það er vel hægt að framkvæma þessa áætlun mína, enda þótt Ralston vilji ekki leggja trúnað á það. Forstjórar „Meydrottningarinnar“ hafa orðið fyrir skakkafalli, en vilja ekki leggja eyri af mörk- um. Þeir hafa staðið aðgerðalausir, meðan verð hlutabréfanna hefir fallið úr rúmlega tveim þúsundum dollara niður í tæp- lega hundrað.“ „Við hverju hafðir þú búizt? Náman „Meydrottningm" er full af vatni, Það er ekki hægt að starfa í neðstu göngunum. Það er vonlaust fyrirtæki." „Það er ekki vonlaust fyrirtæki. Eg stai-faði lengi sem verk- fræðingur við námuna, og veg get komið henni af stað aftur, svo að framleiðslan verði meiri en þegar hún var mest. En menn vilja ekki einu sinni hlusta á rök mín um þetta.“ „Það er við ramman reip að draga, Mort. Þú verður að berj- ast við Ralston og Kaliforníu-bankann •— Union-málmbræðslu- félagið, sem ræður öllu á Comstock-svæðinu. Þar er við harð- jaxla að eiga, eins og þér er mætavel kunnugt. Hverri námu hefir verið tilkynnt, að hún verði að senda málmgrýti sitt til hreinsunar í ofnum Union-félagsins, eða þær fái engan fjár- stuðning hjá Ralston og' banka hans. Og félagar þínir vildu ekki sætta sig við það.“ ,,Ralston,“ mælti Pease, „heíir lagt svo mikið fé í Comstock- námurnar, að banki hans má ekki við að leggja meira fram. Öðru máli gegnir með bankann ykkar. Þið eruð heldur ekki of vin- veittir Ralston, þarna við Hibernia-bankann. Hvei's vegna í’eynið þið ekki að ná fótfestu á námasvæðinu? Meydrottningin gefur ykkur tækifæri til þess.“ Bowen brosti. „Þú getur ekki hugsað um annað en göngin þín, Mort. Og eg er sannfæi’ður um, að ungfrú Villai'd er orðin leið á að hlusta á þetta stagl í þér. Þetta er ekki málefni, sem rétt er að tala um, þegar setið er undir borðum.“ „Nei,“ svaraði Anneke, „mér finnst einmitt gaman að hlusta á þetta. Hvaða göng eru það eiginlega, sem herra Pease hefir svo mikinn áhuga fyrir að grafa?“ „Þetta er ákaflega einfalt mál,“ sagði Pease alvarlegur í bragði. „Námunni Meydrottningunni hefir verið lokað, af því hve mikið vatn sígur inn í hana. Þar er enn gríðarlega mikið silfur, sem ekki er hægt að vinna fyrir bi’agðið. Ef farið væri að mínum ráðum, mundi vatnið verða losað úr námunni, svo að hægt væri að komast að málminum, og auk þess verður dregið úr kostnaðinum við að ná honum upp á vfirborðið. Eg mundi gei'a lárétt göng. Mjög einfalt. Þarna ei’u milljónir dollai'a látnar fara til spillis sakir framtaksleysis." ébií&ir — (Framh. af 1. síðu) þar sem kommúnistar og liinir glundroðaflokkarnir höfSu með óstjórn sinni og sukki gert því ókleift að' hafast við. Forustan um öflun lánsfjór. Það er ennfi’emur staðreynd, að sjálfstæðismenn hafa á Al- þingi beitt sér fyrir lánveiting- um til íbúðabygginga. Gunnar Thoi’oddsen og Jóhann Haf- stein fluttu þingsályktunartil— lögu um það á þinginu 1950, en hin náði ekki samþykki, en var svo flutt að nýju og samþykkt 1951. Var þá ákveðið að, vei'ja 12 milljónum af tekjuafgangi ríkissjóðs f þessu skyni. Árið 1952 var síð' an samþykkt að taka að láni Hfc milljónir kr. til smáíbúðabygg- inga til viðbótar 4 milljónUm. sem til þess var varið af þeim. 12, sem að framan getur. Bæjarsjóður Reykjavíkur hefur greitt 12,1 milljón. vegna Bústaðaliúsanna sem eiiu 212 íbúðir, en 4 milljónir fengust til þeii'ra fram- kvæmda fyrir forgöngu. sjálfstæðismanna, af gengis- hagixaði 1950 og gi'eiðsluaf- gangi 1951. Á kjöptímabilinit Jxafa vcrið reistir 60 verka- mánnabústaðir og 24 eru í smíðum. Framlag bæjarins til byggingarsjóðs verka- manna hefur verið rúmar 4 millj. kr. 200 smáíbúðir eru þegar teknar í notkun og 400 í smíðum. Loks er það staðreynd, þótt Þjóðviljinn lsalli það kosningaskrum, að lóðir fyrir 1500 íbúðir VERÐA tilbúnar í vor og stórfelldra byggingarframkvæmda má vænta á næstu árum undir forystu sjálfstæðismanna. — Það er stefna flokksins, að liver fjölskylda eigi þess kost að búa í sinni eigin íbúð, og að því rnarki verður keppt á komandi árum eins og liingað til. IMýjung Útgerðarmenn — netaverkstæði Höfum tekið að okkur sölu á Jablo plast flotum (flár),*, sem við útvegum til uppsetningar, *, Snurpunotum síklarnetuin þorskanetum o.m.fi. Jablo flotin (f-lárj hafa meira flotmagh -en kork, málm og glerkúlur. r Jablo flotin (flár) fúna ekki né brenna. !j Jablo flotin (flár) hafa margfalda endingu á við kork. Plast flotin (flár) ryðja sér til rúms upi allan hoim og hafa þegar fengið viðtæka reynslu sjómanna í Noregi. > Danmörku, Hollandi, Kanada, Bretlandseyjum og víðar. - Leitið allra frekari upplýsinga hjá einkaumboðsmöxmum Ij Jablo flotanna (flánna). Ólafisr Gíslason & Co h.f. Hafnarstræti 10—12. Sími 81370. „DETTIFOSS" fcr héðan mánudaginn þ. 25. þ.m. til Austur- og Norður- lands. Viðkomustaðir: Vestmannaeyjar, . Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Noi'ðfjörður, Húsavík, Akureyri, DalVík, Siglufjörður. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Fappírspokagerðin Itf. IVitcistíg 3 AUsk.pappirspokarl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.