Vísir


Vísir - 27.01.1954, Qupperneq 8

Vísir - 27.01.1954, Qupperneq 8
S*elr iea x«rast keup-endur VlSIS eftír 19. fevcr* mánaðar fá blaðið ákeypl* UI $ ~ AiatJrÍ ^mFw WV ■fiT é? # * & ' * '■ - mánaSamóta. — Sími 186«. WISI3R Miðivikudaginn 27. janúar 1954. VtSIE er éáýrasta biaðið og j»é það fjðl- breyttasta. — Hringið í síma 1680 «g gerM iskrifendnr. Utanríkisráðherrariiir ræða Mvemœr urðu framsókm tillöpr Molotovs í dag. Bandaríkjamenn vilja ekki sitja fund með kínverskum kommúnistum. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Utanríkisráðherrar stórveld- anna koma saman á þriðja fund sinn í dag og verður á dagskrá íillaga Molotovs um heims- vandamál og fimmveldaráð- atefnu. Molotov boðaði í gær, að hann myndi ieggja til að 3lík ráðstefna yrði haldin í maí eða júní. Vesturveldin gerðu það til þess að girði fyrir að umræður um dagskrártilhögun drægjust óþarflega á langinn, að fallast á að tillögur um heimvandamál og fimmveldaráðstefnu yrði fyrsta mál ráðstefnunnar, frið- .arsamningar við Þýzkaland annað og friðarsamningar við Austurríki hið þriðja. Tekið var fram, að ekki bæri að líta á þetta sem fráhvarf frá yfir- lýstri stefnu í þessum málum á nokkurn hátt, og Dulles sagði í ræðu, sem hann flutti í gær, að hann vildi taka það skýrt fram, sem Molotov vel vissi, að Bandaríkin ætluðu sér ekki að setjast á rökstóla um heims- friðinn almennt með hinum kommúnistisku ofbeldismönn- úm. Molotov gerði að umtalsefnii í gær í ræðu, sem var í vin- samlegri tón en sú, sem hann flutti á mánudag, að það væri misskilningur, að nokkur hætta stafaði af hinni nýju stjórn Kína, og breytingin, sem þar hefði orðið, væri viðburður á heim mælikvarða. Kommúnistai' í Kóreu taka við föngum. Frá Panmunjom hafa bor- izt fregnir, að kommúnistar hafi nú tekið við föngunum, sem ekki vildu hverfa heim til Bandaríkjanna, Bretlands og S- Kóreu, alls 350, þar af 21 Banda ríkjamanni og 1 Breta, eftir að hafa áður þverneitað að taka við þeim. Þá báru þeir því við, að það væri vegna afstöðu ind- verska liðsins, að skila af sér öllum föngunum, en nú tilkynna þeir allt í einu, að Rauði Kross hins kommúnistiska Kína og N- Kóreu taki við þeim —f a mannúðarástæðum. Hafnarfjör&ur ðngi við Sóivang. Ifirlæknisstaðan við sjúkra- b.úsið Sólvang í Hafnarfirði var á fundi bæjarstjórnar í gær- kveldi veitt Ólafi Ólafssyni íækni í Hafnarfirði. Var Ólafi veitt staðan sam- kvæmt tillögu meirihluta bæj- arráðs, Emils Jónssonar og Ósk ars Jónssonar, en fimm Álþýðu- flokksmenn greiddu síðan at- ■ kvæði með veitingu starfsins. Sjálfstæðismenn greiddu. at- kvæði gegn ráðningunni. Aðr- ir umsækjendur um starfið voru þeir Hinrik Linnet, héraðslækn ir í Bolungavík og Jónas Bjarna son læknir í Hafnarfirði. Bæj- arráðsmaður Sjálfstæðismanna, Helgi S. Guðmundsson hafði lagt til, að Jónasi Bjarnasyni yrði veitt staðan, þar sem hann taldi nauðsynlegt, að þar starf- aði sérfræðingur í fæðingar- hjálp, en fæðingardeildin er annar mikilvægasti þátturinn í starfsemi Sólvangs, og Jónas er sérfræðingur í fæðingarhjálp! Tillaga Helga kom ekki til at- kvæða, og var staðan veitt Ói- afi, eins og fyrr segir. Trunan íes fyrit endurminningsr. Harry S. Truman, f. Banda- ríkjaforseti er að semja endur- minningar sínar, sem koma eiga út fyrir næsta haust. Hann hefur þann sið að láta aðstoðarmenn skrifa upp eftir sér, en sjálfur situr hann eða gengur um gólf og les þeim fyrir. Veldur það ýmsum leið- .togum demokrata, sem um starfsaðferðirnar er kunnugt, allmiklum áhyggjum, að Tru- man skuli ekki styðjast við rit- aðar heimildir, því að það hef- ur komið sér illa stundum í seinni tíð, að minnið hefur reynst miður traust. En bókin verður vafalaust „innlegg" í kosningabaráttuna á n. k. hausti og því heppilegra, að þar verði ekki staðhæft neitt, sem and- stæðingunum reynist auðvelt að hrekja. armemm Lenti á stein- garði. í nótt rann bifreið á stein- garð við Hafnarfjarðarveginn við Þóroddsstaði með þeim af- leiðingum að. garðurinn brotn- aði og bifreiðin skemmdist verulega. Atburður þessi skeði um þrjúleytið í nótt og misti bií- reiðarstjórinn stjórn á bifreið- inni, er hann var þarna á ferð. Rann hún út af veginum og á garðinn. Varð að fá kranabif- reið til þess að draga bílinn upp á veginn aftur. Ekið utan í bíl. í nótt var kært ’yfir því til lögreglunnar að ekið hafi verið utan í mannlausan bíl, þar sem hann stóð á götu hér í bænum. Varð bíllinn fyrir nokkurum skemmdum. Rúðubrjótar teknir. í gær var brotin stór rúða á Frakkastíg 16. Lögreglan fékk handsamað sökudólgana og fékk þá til að lofa fullum bót- um fvrir skemmdarverkið. Sjálfvirka stöðin gafst upp. Síðdegis í gær kom fyrir sá fátíði eða einstæði atburður, að sjálfvirka símastöðin hér „gafst upp“ við að afgreiða tiltekið símanúmer, svo mikið var á- lagið. Símanúmer þetta var 82345, sem er í miðasölu Þjóðleikhúss- ins. Svo mikil er eftirspurnin að miðum á Pilt og stúlku og Ferðin til tunglsins, að ekki liniiti símhringingum í gær, og náðu þær hámarki með því, að númerið „fór út“, eins og það er nefnt í um 20 mínútur. Stöðin gat ekki annað þessu álagi, og mun þetta vera eins- dæmi eða því sem næst. vimir MSvíkimffa? E.t.v. ieysa þeir iisjsnæðis- vandræðin með hoilenzkum Eitt af bví sem menn undrast mest í kosningabar- áttunni síðustu dagana, er ao ekki skuii vera tii í Fram- sóknarflokknum einhver maður, nógu vaidamikili og vitiborinn, til þess að stöðva hin fáránlegu skrif Tímans um veigerSir Framsóknarflokksins við Reykjavík. Þessum samsetningi er efiaust fyrst og fremst æiiað að hafa áhrif á kjósendur, sem nýiega eru fluttir i bæinn, bví hinir bekkja svo vei til bæjarmálanna, að engin von getur verið um að hægt sé að blekkja bá. En er nokkur von urn hina heidur, ef betur er að gáð ? Kjósendur, sem eru nýlega fluttir til Reykjavíkur utan af landsbyggðinni, einkanlega úr sveitunmn, hljóta að liafa koiniö þar oft á stjórnmálafundi og hlustað á frambjóðendur Fram- sóknarflokksins flytja mál sitt. Þeir hafa líka flestir lesið Tímann og séð, hvað þar hefur verið sagt um „Reykjavíkur- valdið“ og forréttindin, sem Reykvíkingar njóta fram yf»r sveitafólkið. átiirinn nteð alumfnhim kemur í Af?nör af tt/eisns«i' wæEitaísiegiií' tii Haffnar- fjjarllay frá Swsþ|óð) í dag. Hafnfirðingum bætast í dag og á næstunni tveir glæsilegir farkostir, nýir vélbátar, sem smíðaðir hafa verið í Svíþjóð fyrir milligöngu Gísla J. John- sens stórkaupmanns. Bátar þessir eru með alum- iníumstýrishúsum, hinir fyrstu, sem hingað koma þannig gerð- ir, en þetta er talin mikil end- urbót, því að bæði eru húsin mjög sterk og sérlega létt, svo að ,,yfirvigt“ á bátunum verð- ur eðlilega miklu minni fyrir bragðið. REYKJAVIK þarf slerkan ffokk, er stjórwar vel. Bátarnir eru báðir 35—40 lestir að stærð, smíðaðir í Raa, skammt frá Hálsingborg og Halmstad. Þeir eru að sjálf- sögðu búnir flestum nýtízku tækjum, dýptarmæli, vökva- spilum o. þ. h. Ganghraði þeifra er 9.6 sjómílúr á klst. Annar bátanna, sem hlotið hefur nafnið „Gissur hvíti“, er væntanlegur til Hafnarfjaröar í dag. Gísli J. Johnsen befur átt tal við skipstjórann í ií’ma. Skipstjórinn, sem heitir Guðni Jóhannsson, kvaðst þá vera um 40 sjóm. suðaustur af landi, veður hefði verið heldur slæmt, en báturinn reynzt prýðilega. Afivélar bátanna er af June Munktell-gerð. Eigendur þeirra eru Óskar Yaidiniarsson o,- fi., og Sigurð- ur Lárusson o. fl, -í Hafnarfirði. Dettur þessu fólki í hug, að þeir sem þannig hafa talað og skrifað, séu nú allt í einu orðnir vinir Reykja- víkur, sem æskilegt væri að fela úrslitaaðstöðu í mál- efnum hennar? Þótt allt bendi til að for- ráðamönnum Tímaliðsins hafi þótt skrif blaðsins undanfarið harla góð, telja þeir auðsjáan- lega ekki nóg aðgert, því nú er, til enn frekari áréttingar, ver- að að bera út um bæinn áróð- urslappa frá Framsóknar- flokknum, sem mun vera al- gerlega einstætt fyrirbrigði í sinni röð, þótt mörg hafi furðu- ^leg verið. Eru þetta þrír mis- munandi stórir bleðlar, sá stærsti með myndum af öllum frambjóðendunum, ásamt kosningaloforðum, hóli um Þórð Björnsson, bæjarfulltrúa, ósannindum um Sjálfstæðis- flokkinn og nokkrum myndum af mannvirkjum, sem Fram- sóknarmenn þykjast hafa reist t. d. háskólanum!! Margur mundi nú segja að betta hefði mátt nægja, en við nánari athiigun kem- ur í Ijós að næsti Iappi er enn nauðsynlegri og áhrifa- ríkari, bví að á honum ersi stækkaðar myndir af Þórði Björnssyni og Þórarni Tíma- ritsíjóra, sem, að sögn hins hugmyndaríka höfuntlar lappans, skipar baráttusæí- íð á lisíamim! Undir mynd Þórarins stend- ur að „Drengileg’ barátta hans í fremstu víglínu stjórnmála landsins hafi skapað iionuni virðingu og traust landsmanna“ og að allir muni vera sammája um „að það væri mikill feng- ur fyrir Reykvíkinga að fá harni í bæjarstjórnina.“ Það gæti ef til vill verið nokkur mælikvarði á umhyggj u Framsóknarmanna fyrir Reykja vík og hugmyndum þeirra um drengilega baráttu, að þeir bjóða Reýkvíkingum upp á þennan mann sem bæjarfull- trúa. Hann mun eiga fáa sína líka í ósvífni og rætni í skrif- Framhald á 7. síðu. Yiil komsst aft- ur í f járhagsrái. Bergur Sigurbjörnsson hef- ur unnið sem undirtylla í fjárhagsráði í nokkur ár við lítinn orðstír. Notaði hann aðstöðu sína til að gefa „Frjálsri þjóð“ ýmsar upplýs ingar, sem allir áttu ekki að- gang að. Nú hefur hann olt- úr cmbættinu við andlát fjárhagsráðs. En hann er ekki af baki dottinn. — Þjóðvarnarliðið heimtar nú að nýtt fjárhags- ráð, skipað „sérfræðingum“, sé sett á laggirnar, „Sérfræð- ingurinn“ Bergur teiur sig sýnilega sjálfkjörian i slskt ráð. VWWAAWftWA*AWASW,W«VWW.WJV.ViW.VAW Ifc... A Aðstoðarfélk á k|ör&gi l SJÁLFSTÆÐISFLOKKURÍNN bsiuir þeim tilmælum vinsamlegá t:I þeirra Reykvíkinga, sem vílja veita aðstoð a kjördegi, að þeir tilkýnnl nöfn sín skrifstofú flokksins i Sjálfstæðishúsinu., sími- 7100. Þeir. sem verða við þessum tilmælúm, verða stðar boð- aöÍE til viðtals méð tílkynningu hér í blaðinu. SJÁLFSTÆÖISFLOKKURINN. ■AVVNVVVVVAW.'JWWVVWJWWVV'JW.W.VAnJV.W

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.