Vísir - 10.02.1954, Síða 7

Vísir - 10.02.1954, Síða 7
Miðvikudgainn 10. febrúar 1954. VÍSIR T í heildsölu og Hafnarstrœti 19. — Sími 3184. Múrarar — gölfborð Eg þarf að láta fínpússa gólf„ og vil greiða það með sama og nýjum, ágætis gólfborðum, sem tekin eru af gólfunum. Þeir, sem vildu athuga þetta leggi nafn sitt inn á afgr. Vísis merkt: „Góð skipti — 452“. HafsnagnseifrsaB1 Margar stærðir og gerðir. Verð frá kr. 147.00. Véla— @@ Raftæk|aveKhinin Bankastræti 10. — Sími 2852. 6 og 12 volta, hlaðnir og óhlaðnir eru nú komnir. VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN Tryggvagötu 23. Sími 81279. geta ekki haft neitt fyrir stafni. Engir gestir komu allan dag- inn. Henni varð ósjálfrátt hugsað til Juans Parnells. Hann lét ekki á sér bæra. Ilann hlaut þó að gera sér ljósa grein fyrir j hættu þeirri, sem yfir henni vofði, og það kom ekki til mála, að hann mundi láta hana vera þarna eina og varnarlausa, úr því að hann hafði tjáð henni ást sína, enda þótt hann hefði eiginlega ekki ætlað áð gera það. Kannske hann gerði í raun- inni lítið úr hættunni, sem hún var stödd í, eins og hann hafði farið háðulegum orðum um þá skoðun hennar, að demanta- námurnar væru ekki til. Ilvar var þá riddarmennskan og hug- rekkið, sem hann hefði átt að erfa frá hinum spænsku forféðr-: mn sínum? Vonbrigði hennar, að því er hann snerti, og reiði hennar gagnvart honum, fóru jafnt og þétt í vöxt, er á daginn leið, og jafnframt varð hún æ daprari, er það rann upp fyrir henni, að hann hafði brugðizt henni og hún var ein og. yfir- gefin. Hún hafði enga lyst á teinu, sem henni var borið um daginn, og hún frestaði því, að kvöldverður væri borinn á borð, því að hún fann með sjálfri sér, að hún mundi ekki háfa neina matarlyst. Nú fór að dimma úti, og Hepsiba kveikti á lömpunum í hús- inu. Skömmu siðar sagði Hepsiba við húsmóður sína, að hún yrði. að borða eitthvað, og'Anneke játaði því. Hálfri stundu síðar kom Hepsiba með bakka, og var á honum allskonar mat- ur, sem hún gerði ráð fyrir að mundi vekja matarlyst Anneke. Hún hafði tafið nokkra stund hjá henni, til að tala við hana, og var þá enginn niðri til að véra á verði þar. Og af því að húp hafði þurft að nota báðar hendur við að bera bakkann upp á loftið, hafði hún skilið skammbyssuna eftir í eldhúsinu. „Jæja,“ mælti hún eftir nokkra hríð. „Þá er þessi dagurinn víst liðinn.“ „Eg vona, að þeir verði ekki margir honum líkir,“ svaraði Anneke. Svo rak hún upp hálfkæft skelfingaróp, og stöklc um leið á fætur, óttaslegin og með galopin augu. Því að þegar hún hafði litið yfir Öxl Hepsibu til dyranna, hafði hún komið auga á John Slack, sem stóð í dyragættinni. Hann hafði komizt inn í húsið og gengið upp stigann eins hægt og hljóðlega og köttur. Hepsiba snerist eldsnöggt á hælnum, og gekk samtsundis í veg fyrir hann, til þess að reyna að koma í veg fyrir, að hann gæti náð til húsmóður hennar. Slack gekk hægt inn í herbergið, álútur og illúðlegur á svip. I’að var greinilegt, að hann.var þama kominn í ákveðnum tHgangi, að hann var staðráðinn í að hrinda því í framkvæmd, sem hann hafði ætlað sér. Hatur brann úr augum hans. „Eg sagði Phil, að við mundum hnjóta um þig,“ rumdi í hon- um. „Eg átti kollgátuna." „Þú átt Hka kollgátuna," svaraði Hepsiba, „ef þig grunar, að þú mxmir verða hengdur." „Eg var ekki hengdur fyrir að afgreiða enska kjánann,“ sagði Slack. „Farðu frá, Hepsie, eða eg kom þér fyrir kattarnef á undan.“ „Það gerir víst engan mun, hvort eg verð á undan eða eftir,“ mælti Hepsiba, og rótaði sér ekki. Slack fór með hægri hendi inn fyrir jakkann sinn, og þegar hún birtist aftur, hélt hann á skammbyssu. Ahneke gat ekki lokað augunum, þótt henni þætti þetta ægUeg. Hún var sannfærð um, að nú væru dagar hennar taldir, og hún afréð að mæta dauða sínum með opin augu. Hún harkaði af sér, og engan ótta sá á andliti hennar. Slack gekk skrefi nær þeim og lyfti skamm- byssunni hægt. Anneke rak upp óp, gat ekki bælt það niður. Það var ekki fyrst og fremst ákall um hjálp, heldur varð henni ó- sjálfrátt á að nefna nafn, sem hún gérði ekki ráð fyrir að hafa tækifæri tH að nefna oftar. „Juan!“ hrópaði hún. „Juan!“ Hún gerði sér ekki grein fyrir því, hvaða játningu hún gerði á þessari stund hættunnar — að hún skyldi nefna nafn hans með síðasta andardrættinum, sem hún gerði ráð fyrir að draga. GJÁLDÐAGÍ FASTEIGNAGJALDA til bæjai- sjóðs Reykjavíkur árið 1954 var 1. FEBRÚAR. Húsagjöld, lóðagjöld og leiga eítir íbúðarhúsa- lóðir er innheimt með 200% álagi, samkv. lögum nr. 29, 4. febr. 1952, sbr. samþykkt bæjarstjórnar 17. september 1953. Vatnsskattur óbreyttur. Gjaldseðlar hafa verið sendir til eigenda og forráðamanna gjaldskyldra eigna, en reynslan er jafnan sú, að allmargir seðlar koma ekki í hendur réttum aðilum, einkum reikningar um gjöld af óbyggðum lóðum, og er eigendum bent á að gera skrifstofu bæjargjaldkera aðvart, hafi þeim ekki borist gjaldseðlar. Gjaldendur í Vogum, Langholti, Laugarási og þar í grennd, er bent á að greiða fasteignagjöldin til tmBOS LANDSBANKANS, Langholtsvegi 43. Opið virka daga kl. 10—12 og 4—Laugar- daga kl. 10—12 og 1—3 e.h. Reykjavík, 9. febrúar 1954. Borgarritarinn ; jt A kvöMvÖkmuH. Atvinnurekendur Mig vantar vinnu. Hef stundað akstur. Margt kem- ur til greina. Tilboð legg- ist inn á afgr. Vísis fyrir föstudagskvöld merkt: „Örugg vinna — 451“. Nýlega var ungur franskur- málari að mála úti á götu Par- ísai'borgar. Allt í einu gall við hás rödd bak við hann: „Málið þér himininn örlítið blárri ungi maður!“ „Haltu kjafti og farðu til andskotans,“ hvæsti listmálar- inn, sem ekki kunni við að láta trufla sig að ófyrirsynju. Um leið leit hann við og var nærri fallinn í öngvit af skelfingu. Á bak við hann stóð enginn ann- ar en Maurice Utrillo, hinn ó- krýndi konungur Parísarmál- aranna. Cíhu Mmi Var.... Þetta var m. a. í bæjarfrétt- um Vísis hinn 10. febrúar árið 1919: Þilskipin. „Valtýr“ (H. P. Duus) lagði út á fiskveiðar fyrir helgina, fyrstur þilskipanna héðan, en úr þessu munu þau fara að leggja út hvert á fætur öðru. Bifreiðin sem fór út af Kóþavogs- brúnni í fyrradag, var náð upp aftur þá samdægurs. Hafði hún hvolfzt alveg við í faHinu, og komið niður á bakið, og skemmdist því ekkert, að öðru leyti én því, að brotnaði ofart. af henni. Sjóvátryggingafélag fslands er nú tekið til starfa og hef— ir skrífstofur í Austurstræti 16.. C. B. ICeiaand Ödýrar kvenkápur úr vönduðum alullarefnum eru seldar með miklum af- slætti. KÁPUVERZLUIMIIM Laugaveg 12. (Efri hæSin).

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.