Vísir - 12.02.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 12.02.1954, Blaðsíða 5
i Föstudaginn 12. febrúar 1954. VlSIR JPPWW?-^1. ■_ Leikfélag Reykjavíkur: ,Hviklynda konan% efíir Ludvig Holberg. — Leiksíjóri Gunnar R. Hansen. Leikfélagi Reykjavíkur hefir I um stað. Þetta er maður, sem að sjálfsögðu jþótt hlýða að er sífellt að snuðra uppi krás minnast Ludvigs Holbergs í til- efni af 200. ártíð hans í síðasta mánuði. Félagið heiðrar höfundinn með því, að fluttur er forleikur — Svipmynd í gylltum ramma — þar sem nútímamaður er látinn ganga á vit Holbergs, fræðast af honum og veita hon- um nokkra fræðslu á móti. í forleik þessum, sem leikstjór- inn, Gunnar R. Hansen, hefir samið, er Holberg látinn segja frá högum sínum og kjörum, og er í honum ýmiskonar fróð- leikur, en hann mætti gjarnan vera styttri, án þess að að sök kæmi. í forleiknum koma fram Brynjólfur Jóhannnesson í gerfi Holbergs, Guðný Páls- dóttir sem Maren, ráðskona hans, og gestur, Steindór Hjörleifsson. Þeir, sem sjá bæði Holbergs- leikritin, sem nú eru sýnd hér, munu ósjálfrátt gera saman- burð á þeim. í „Hviklyndu kon- unni“ er ekki sami hraði og í „Æðikollinum“, og þar koma heldur ekki fyrir eins mörg' skringileg atvik, og loks er það, að í „Æðikollinum“ er meira leikaraval. En þar með er ekki sagt, að það sé ekki gaman að „Hviklyndu konunni", því að það er vel hægt að hlæja að henni. Nafn leiksins gefur til kynna, hverskonar persóna það er, sem höfundurinn vill sýna í spé- spegli sínum — hviklynda konu, er skiptir skapi 16 sinn- um á dag, eins og sá segir í leikritinu, sem bezt ætti um það að vita, vikapiltur hennar. Slíkir kenjagripir eru til nú á dögum, svo að hér er ekki á ferðinni efni, sem menn kann- ast ekki við að nokkru leyti, enda er svo um flestar aðal- persónur Holbergs. Lúkretíu, hina hviklyndu ekkju, leikur Erna Sigurleifs- dóttir. Hlutverkið er erfitt á köflum, því að hamskiptin eru svo tíð, og er leikur Ernu nokk- uð misjafn eftir því, í hverjum hamnum hún er. Árni Tryggvason leikur vikadreng hennar, Torben, og gerir það ágætlega. Er hann að verða meðal liðtækustu gam- anleikara. Elín Ingvarsdóttir leikur vin- stúlku Lúkretíu, Öllegaard. Sýnir hún nýja hlið á leik sín- um að þessu sinni, og virðist vel athugandi, að hún fái gam- anhlutverk til að spreyta sig betur á eftir þetta. Per Iversen, lærdómsmahn og biðil hviklyndu kbnunnar, leikur Þorsteinn Ö. Stephensen. Hann er ágætur í fyrsta þætti, en'virðist ekki ná eins góðum tökum á hlutverkinu síðar. Brynjólfur Jóhannesson leikur Franz Sparenborg, hálf- gerðan nurlara, sem er að svip- ast um eftir konu. Brynjólfur er traustur leikari, en hlutverk- ið er varla nógu skemmtilegt fyrir hann, og ekki mikið úr því að gera. Gísli Halldórsson leikur Ap- icius, og virðist þar ekki á rétt- ir og dýrar veigar og hugsar ekki um annað, svo að áhorf- andinn gerir ráð fyrir, að þess sjáist einhver merki, maðurinn sé akfeitur. Spurning er líka, hvort handahreyfingar Apici- usar sé ekki fullýktar, og of líkar því, sem leikarinn hefir sýnt áður. Helenu, systur Sparenborgs, leikur Helga Valtýsdóttir, lítið hlutverk, sem hún fer snotur- lega með. Elín Júlíusdóttir hefir á hendi hlutverk Leónóru, systur Apiciusar, og gerir það vel. Kristófer, þjón Sparenborgs, leikur Steindór Hjörleifsson, og gerir hann hæfilega skringi- legan, en tekur helzti miklum stakkaskiptum undir lokin, þegar hann gerist sáttasemjari og milligöngumaður. Einar Ingi Sigurðsson leikur Espen, þjón Apiciusar, og sýnir í þessu hlutverki, að hann er að þjálfast og fer fram. Auk þess leika Birgir Brýnj- ólfsson, Karl Guðmundsson, Einar Þ. Guðmundsson, Stein- grímur Þórðarson og Einar Þ. Einarsson. Gunnar R. Hansen hefir sett leikinn á svið, og eru honum nokkuð mislagðar hendur í þetta sinn. Þýðing er eftir Lár- us Sigurbjörnsson, vel gerð. H. P. Starfsmannaráð stofnað við Landssímann í fyrrasumar. Markar tímainót í félags- imálaþrdun hér. Á sl. ári var stofnað Starfs- mannaráð Landssímans. Það lætur sig va,*oa kjör starfs- manna og tekur afstöðu til þeirra mála, en lætur sig einn- ig varða rekstur stofnunarinn- ar. — Um stofnun þessa ráðs, sem er merk nýung, hefir verið hljótt í blöðum landsins, nema að hennar hefir verið rækilega getið í stéttarblaði símamanna, „Símablaðinu“. Tíðindamaður frá Vísi átti fyrir skömmu stutt viðtal við Andrés G. Þorrnar, aðalgjaldkera Landssímans, og bar þá Samstarfsmannaráðið á góma. Þykir vel við eiga, að segja frá þessum málum nú, | þar sem símamenn halda aðal- j fund sinn um þessar mundir. Merkisár í sögu F.Í.S. Árið 1935 og 1953 munu verða talin merkisár í sögu Fé- lags íslenzkra símamanna. Hinn 27. febr. 1935, er félagið var tvítugt, gaf þáverandi símamálaráðherra, Haraldur Guðmundsson, út reglugerð, er staðfesti þau réttindi, er sam- tökin höfðu náð til handa síma- mannastéttinni, auk þess sem hún einnig veitti henni mikil- væg réttindi, sem fram á þenn- an dag hafa verið einsdæmi í félagsmálum opinberra starfs- manna hér á landi, en það voru ákvæði um, að félagið var við- urkennt serh samningsaðili gagnvart stjórn stofnunarinnar. Við þetta gerbreyttist áðstaða félagsins. Nýjungar í u félagsmálum. En árið 1954 mun ekki síður verða taftið eitt merkasta árið í sögu félagsins. Á þessu ári eða hinn 20. júlí gaf þáverandi símamálaráðherra Björn Ól- afsson út breytingu við reglu- gerðina frá 1935, — er felur í sér stofnuh starfsmannaráðs, þar sem sæti eiga 2 fulltrúar frá F.Í.S. ásamt 4 fulltrúum frá ríkisstjórninni. -i'’ ’Ákvæði um slíkt’ ráð er al- ger nýjung í félagsmálum opinberra starfsmanna hér á landi, og stéttarsamtaka yf- ileitt, og marka tímamót í félagsmála'þróuninni. Hlutverk ráðsins. Hlutverk starfsmannaráðs skal vera, sbr. réglugerðina: „Að ræða og taka afstöðu til þeirra mála, er varða launakjör starfsmanna, tillögur um breyt- ingar á launakjörum, færslu milli launaflokka, skipun í stöður og frávikningu, svo og önur mál er varða hagsmuni stéttarinnar eða einstakra starfsmanna, hvort sem þau berast póst- eða símamála- stjóra, Starfsmannaráði, eða einstakir ráðsmenn bera þau fram á ráðsfundi. Að kynna sér hag og rekstur landssímans, eftir því sem við verður komið, og gera tillögur til póst- og símamálastjóra um umbætur á rekstrinum, ef því finnst ástæða til Starfsmanna- ráð skal einnig leitast við að auka áhuga starfsmanna á því, sem betur mætti fara í stofnun- inni, og er hverjum starfsmanni heimilt að senda ráðinu tillög- ur varðandi umbætur á rekstr- inum, er orðið gæti til hagsbóta fyrir stofnunina og viðskipta- menn hennar, t. d. um endur- bætur á símaafgreiðslu ,og tækni, hagkvæmari vinnu- brögðum, rekstrarsparnað o. þ. U. 1. Má "1 þessu skyni veita verðlaun á ári samkvæmt nán- ari reglum, er póst- og síma- málastjóri setur, að fengnum tillögum starfsmannaráðs. Starfsmannaráð gerir skrif- legar tillögur um málin til pöst- og ,símamálastjóra.“ . í grein um Starfsmannaráðið II (• . i. !Ii " segir Andres G. Þormar í Síma- blaðinu m. a.: „Eins og reglur þessar bera með sér, hefir orðið sú mikla breyting á meðferð persónal- mála, að þau eru ekki lengur rædd á lokuðum fundi síma- málastjórnarinnar, og út frá meira og minna einhliða sjón- armiði. Hvers eðlis sem þau eru, vérðá þau hér eftir rædd, og til- lögur gerðar á vettvangi, þar sem félagssamtökin eiga full- trúa jafnréttháa fulltrúum stofnunarinnar, — og þar, sem starfsfólk stofnunarinnar verð- ur að treysta því, að enginn sé misrétti beittur. Að vísu ber þess að gæta, að sjálft veitingavaldið er ekki í höndum þessa ráðs. Hins vegar er því gefið það mikið áhrifa- vald, að telja verður víst, að veitingavaldið gangi ekki gegn rökstuddu áliti þess. En verksvið ráðsins er víð- tækara en personalmálin ein. Tvíþætt verksvið. — Það er tvíþætt: — Það á einnig að láta sig skipta rekst - ur stofnunarinnar, — og getur á þann hátt haft mikil áhrif á skipulag hennar, nýtingu starfskrafta, vinnuaðbúnað og alla sambúð yfirmanna og und- ii’gefinna. Einnig þessi skipun mála er alger nýjung hér á landi, — og ber vonandi þann árangur, að til fyrirmyndar verði öðrum opinberum stofnunum. Reglugerðarbreyting þessi var samin af fulltrúum beggja aðila og síðan samþykkt j,f póst- og símamálastjóra og félagsráði F.f.S. Því er ekki að leyna, að F.Í.S. tekur á sig mikinn vanda með þessari nýju skipan. Því ber að sýna, að það sé þess trausts verðugt, sem því nú er sýnt, ekki síður en 1935, og stuðla að því í einlægni, að starfsmannaráðið skapi örygg- istilfinningu innan stéttarinnar og stuðli að fyrirmynd í rekstri stofnunarinnar. Á það hefur símamálaráðherrann treyst. Og því trausti skulum við ekki bregðast.“ Dans- og fimíeikasýn- ingar aS Háfogaiandi. Fimleika- og danssýningar Glímufélagsins Ármann í íþróttahúsi IBR við Hálogaland í gærkvöldi tókust með ágætum og ar margt áhorfenda. í kvöld kl. 8.30 fer fram seinni hluti þessara sýninga. Sýningarnar hefjast með Vikivakadönsum og þjóðdöns- um undir stjóm Ástbjargar Gunnarsdóttur. Þá sýna 60 telpur undir stjóm Guðrúnar Nielsen. 1. fl. karla sýnir fim- leika undir stjórn Hannesar Ingibergssonar. Þá er Blóma- valsinn — danssýning undir stjórn Guðrúnar Níelsen. Síðan verða sýndar skylmingar. Þar á eftir sýnir hinn ágæti Akro- batik-flokkur Guðrúnar Nielsen og að síðustu sýnir 1. fl. karla áhaldaleikfimi undir stjórn Vigfúsar Guðbrandssonar. Síð- asta atriðið verður svo körfu- knattleikskeppni milli Ármanns og Í.R. Ferðir verða með strætis- vögnum Reykjavíkur. © FUfreiðaframleiðendur í Bandaríkjunum játa nú, að þeir hafi sett markið of hátt, er heir ákváðu fram- leiðsluna á bessum árs- fjórðungi 1.700.000. Senni- lega kemur til með að vanta 200.000 bíla á, að markinu verði náð. I © Barnakennarar í Oslo hafa gert verkfall til stuðnings launakröfum sínum. Komið hefur til mála að reyna að fá stúdenta til þess að ann- ast kennslu í stað þeirra meðan verkfallið stendur. Margt er shríiið — (Framh. af 4. síðu) töpuðu Kanada, en margir þeirra settust að í Kanada. Til gamans má geta þess, að þessar greiðslur til Indíána hafa ávallt verið í þessu formi: baðmullardúk, að ósk þeirra sjálfra. Vitanlega er hér um táknræna greiðslu, eða virðing- arvott að ræða, en ekki nein verðmæti, sem máli skipta, fjárhagslega séð. En mál þetta vekur sem sagt talsvert um- tal í bandrískum , blöðum. Reykvíkingar mundu sennilega 'þiggja það að hafa slíkt skíða- land í grennd við bæinn. Annars er myndin tekin í grennd við Falun í Svíþjóð, þar sem heimsmeistarakeppni á skíðum fer fram á næstunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.