Vísir - 12.02.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 12.02.1954, Blaðsíða 8
VÍSIR er ódýrasta blaðíð og ]>ó það fjöl- ■ry; i breyttasta. — Ilringið > síma 1660 og gerist áskrifendur. Föstudaginn 12. febrúar 1954. Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1660. €5©á3*íaaai2Ís2 Þá hcfst geíraunin, scm boðuð hefur verið, og eins og j menn mun renna grirn í, þegar þeir sjá myndina, sem þessuj fylgir, verður reyn.t á þekkingu manna aði því er leiklist J og leikara snertir. Til þess að geíraunin verði ekki ofj erfið og okki Síeídur cf létt — hefur engin mynd veriðj í valin úr leikritum, sem sýnd Iiafa verið fyrir 1950 ijj helslur engin úr Seikriíum síðustu tveggja leikára. eg; keppittit 1. MYND. Myndin sýnir Þrenn verðlaun verða veitt, en svari fleiri en þrír rétt að öllu leyti, verður hluíkesti að ráða. VERÐLAUNIN ERU ÞESSI: 1. Ritsafn Jóns Trauta, 2. Linnschiff hringbökunarofn, 3. Ársáskrift á Vísi. Geymið myndirnar, þar til getrauninni er lokið, er birtur verðrur seðill fyrir svör við öllum myndunum. Vélbátur sekkur á Faxaflóa. Líiitiweiðai'i sigldi á hann. Um miðjan dag í gær og í fsjörtu veðri varð árekstur tveggja skipa á Faxaflóa, um 36 sjómílur frá Reykjavík, með þeirn afleiðingum, að annað skip ið sökk á skammri stundu. j Skipið sem sökk var Gissur, hvíti, sem var að koma úr róðri og var á leið til Borgarness, en þaðan er skipið gert út á yfir- standandi vertíð. Hitt skipið var Rifsnes, héðan úr Reykja- vík, og var það að leggja af stað í veiðiför. Bæði skipin voru á fullri ferð rétt áður en áreksturinn varð, en þegar skipstjórinn á Rifs- nesinu sá hvað verða vildi, setti hann á fulla ferð aftur á bak, en allt kom fyrir ekki, skipin rákust saman og stefni Rifs- nessins gekk allt að 4 fetum inn í stjórnborðshlið Gissurar hvíta. Gissur hvíti sökk á skammri stundu, en allri áhöfn, 12 : manns, varð bjargað. Komust 7 þeirra milli skipanna áður en ' Gissur hvíti sökk, en hinir 5 • fóru í sjóinn. Náðust fjórir . þeirra því sem næst strax, en skipverji á Rifsnesinu synti með línu til þess fimmta og fékk bjargað honum á þann hátt. Rifsnesið kom með mennina ’ hingað til Reykjavíkur í gær- ■ kvöldi og munu sjópróf fara fram í málinu, sennilega í dag. Skipstjóri á Gissuri hvíta var Bjarni Gíslason, en Gísli Gunn- 1 arsson er skipstjóri á Rifsnes- j inu. Var Gísli sjálfur við stýrið, I þegar áreksturinn varð, en' Bjarni mun hafa verið niðri og háseti í hans stað við stjórn- völinn. ban>EUKskeoi«3iitun Fjölbreytía barnaskemmtun (heldur Glímufélagið Ármann í ! Austurbæjarbíó næstkomandi j sunnudag ld. 1.10, er þetta síð- asti liður 65 ára afmælishátíða- ; halda félagsins. Fara þarna fram fimleika- j sýningar, þjóðdansa, Akro- . batiksýning; danssýningar, I ráúnnhörputríó Ingþórs Har- aldssonar leikur, Anny Ólafs- j dóttir syngur, kvikmynd af j íþróttum verður sýnd, Sigfús j Halldórsson leikur lögin sín og , gert er ráð fyrir að börnin taki I undir. Þess skal getið að öll börnin sem koma þarna fram og skemmta eru úr félaginu og hafa þau öll vakið mjög mikla j athygli á hinum glæsilegu sýn- ingum félagsins nú að undan- ! förnu. Kynnir á skemmtuninni verður Sigfús Halldórsson. Sjá 1 nánar augl. hér í blaðinu í dag. Á sunnudaginn hefst sveita- keppni meistaraflokks í bridge hér í Reykjavík og verður þá keppt um Reykjavíkurmeistara tiíilinn. Tólf sveitir taka þátt í keppn- inni, sjö, sem fyrir voru í meist- araflokki auk fimm efstu sveita úr nýafstaðinni sveitakeppni 1. flokks. Sveitirnar sjö, sem fyrir voru, eru sveit Harðar Þórðarsonar, og er hann núverandi Reykja- víkurmeistari, sveit Gunngeirs Péturssonar, Ásbjarnar Jóns- sonar, Einars B. Guðmundsson- ar, Einars Guðjohnsens, Ragn- ars Jóhannessonar o gsveit Ró- bei’ts Sigmundssonar. En þær fimm sveitir, sem færðust úr 1. flokki upp í meistaraflokks, keppnina eru sveitir þeirra nafna Ólafs inarssonar og Ól- afs Þorsteinssonar, sveit Stef- áns J. Guðjohnsen, sveit Her- manns Jónssonar og sveit Hilm- ars Ólafssonar. Keppnin hefst í Skátaheim- ilinu kl. 1.30 e. h. á sunnudag- inn, en sfðan verður spilað þar alla sunnudaga og mánudags- kvöld, þar til keppninni lýkur. Keppninni verður þannig háttað, að einn keppir við alla og allir við einn og verða um- ferðirnar því 11 talsins. Verði efstu sveitirnar jafnar að stig- um keppa þær enn, þar til úr- slit fást. Auk þess sem keppt er um Reykjavíkurmeistaratilitinn er einnig keppt um farandbikar, sem stigahæsta sveitin blýtur. Einn var dæmd ur hstþjófur. Víðkunnugt vikurit í Bandaríkjunum gerir lítið úr sawrileiksgildi fregna um, að fangarnir bandarísku 21 tals- ins, sem neituðu að Ihverfa heim séu eiturnautnamenn og 2—3 kynvillingar. Á einn hefir þó sannazt föls- un á herskjölum og að hann hefði verið dæmdur fyrir bíl- þjófnað og fleira, en minntist ekki á það, er hann útfyllti æviferilsskýrslu, þegar hann gekk í herinn. Ölvun við akstur. í gær tók lögreglan fastan mann sem var ölvaður við akst- ur bifreiðar. PP ÞaS kom maðtir ©§ sétt! mig." Rabbað við Önnu Lísu og Pétur, er leika í „Ferðinni til tung!sins“. Aðsókn að barvr-Ieikriti Þjóð- Mér þykir gaman að því öllu.“ leikhússins, „Ferðin íil tungls- ins“ rriá Iieita dæmalaus, að því er Vísi er tjáð í miðasölu Þjóð- Ieikhússins. I í gær var selt á tvær sýning- : ar, sem verða á sunnudaginn, I og stóð margföld röð gegnum ganga leikhússins og lang't út á götu, enda seldust miðarnir upp á svipstundu, að heita má. Símanúmer miðasölunnar, ! 8-2345, er svo umsetið, að það þarf alveg sérstaka þolinmæði til þess að sitja við símann og freista þess að komast að. Þetta sýnir, að þetta nýstárlega barna leikrit Bassewitz, sem Simon Edwardsen kom með hingað, hefur náð svo föstum tökum á hinum yngstu borgurum þessa bæjar, og raunar fullorðnum líka, að búast má við, að leik- ritið verði árlegur viðburður viðburður hér, elrki síður en í Svíþjóð og víðar. í gær var 11. sýning leikrits- ins, en uppselt er á næstu þrjár sýningar, sem verða á laugar- dag og sunnudag. Með sýning- ^ unni í gær, hafa á 8. þús. manns séð leikritið, en t-r sýningarnar um helgina eru un garð gengn- ar eru áhorfendur orðnir á 10. þús. Tíðindamaður Vísis og ljós- myndari brugðu sér í gær í Þjóð leikhúsið til þess að hitta sem snöggvast að máli þau Önnu- Lísu og Pétur, aðalpersónur leikritsins. Gestirnir komu að búningsherbergjum þeirra rétt áður en sýning skyldi hefjast. Þau voru bæði komin í ,,bún- inga“ sína, náttfötin, því að ’eik urinn hefst á því, er þau eru að fara í háttinn. „Hvað heitir þú, Anna-Lísa, borgaralegu nafni?“ spyrjum við. „Bjarndís Ásgeirsdóttir,“ seg ir þessi unga og viðfelldna leik- kona. (Hún er ekki feimin, en hún er heldur ekki framhleyp- in, og leikstarfsemi hennar lief- ur sýnilega ekki stigið nrnni til höfuðs). Svo fáum við að vita, að for- eldrar hennar heita Sigríður Bjarnadóttir og Ásgeir Þor- björnsson, Suðurlandsbraut 11. Bjarndís er 13 ára, og gengur í 1. bekk B í GagnfræðaskóJa Austurbæjar. „Hefur þú leikið áður?“ „Aldrei áður, nema einu sinni' í útvarp með Þorsteini Ö. og Hildi í fyrravetur. Það var voða gaman.“ „Af hverju þykir þér mest gaman í þessu leikriti?" „Eg veit það eiginlega ekki. „Hvernig stóð á því, að þu. fékkst að leika í ,,Ferðinni“?“ „Það kom maður og sótti mig.“ Svo þökkum við Önnu-Lísu, og snúum okkur að ,,bróður“ hennar, Pétri, alias Andrési Ind riðasyni, sem er röskur 12 ára piltur úr 12-ára bekk Austur- bæjarskólans. „Hvar átt þú heima, Pétury eða Andrés?“ spyrjum við. „Eg á heima á MiklulDraut 86.“ „Hvernig stóð á því, að þú. fórst að leika í ,,Ferðinni“?“ ,,Eg var í drengjakór Frí- kirkjunnar, og svo átti að vera barnaópera í fyrra, sem hét „Svarti sótarinn“, og þar átti ég að vera með. Svo varð ekkert úr þessu, en ég var prófaður niðri í Þjóðleikhúsi, og fékk að leika Pétur.“ „Hvað vilt þú helzt verða?“ „Mig langar mest til að verða leikari.“ „Varstu nokkuð taugaóstyrk- ur í fyrsta sinn á sviðinu?“ „Svolítið. Annars finnst mér hann Bessi skrítnastur í leik- ritinu“ (hann leikur Aldinbor- ann). Foreldrar Andrésar eru Jóna Kristófersdóttir og Indriði Jó- hannsson á Miklubraut 86. Nú er tilkynnt í hátalara, að leilcarar eigi að koma niður á svið, og við kveðjum hina ungu leikara. Maður bráðkvadd- ur á götu. f gærkveldi, um sjöleytið, varð maður bráðkvaddur á götu hér í Reykjavík. Maður þessi, Páll B. Jónsson,. Þingholtsstræti 27, var á gangi í Austurstræti þegar hann fékk allt í einu aðsvif og hneig nið- ur. Komst hann ekki til með- vitundar aftur og lézt skömmu: síðar. Bróðir Páls, Böðvar, varð einnig bráðkvaddur hér í bæ fyrir fáum dögum. Drengur týnist. Tekið var áð óttast um 5 ára gamlán dreng, sem hvarf heim- anað frá sér, frá Freyjugötu hér í bæ í gærdag. Hafði hann far- ið að heiman um þrjúleytið, ert þegar hann var enn ókominn um kvöldverðarleytið var tekið að óttast um hann og m. a. lýst eftir honum í Ríkisútvarpinu. Skömmu síðar fannst snáðinn niður á Lækjartorgi. Myndin er tekin í búningsherbergum þeirra Péturs og Önnu Lísu. Til vinstri sést tvöföld mynd Péturs í speglinum (Andrésar Indriða sonar) og á sama hátt er myndin tekin af Önnu Lísu (Bjarndísi) til hægri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.