Vísir - 16.02.1954, Side 4
VISIR
Þriðjudaginn 16. febrúar 1951
VI8XR
D A G B L A Ð ; ■ ; K
, Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Úrslitin í Kopavogi.
Kosið var til hreppsnefndarinnar í Kópavogshreppi á sunnu-
daginn, eins og til hafði verið ætlazt og eru úrslitin nú
alþjóð kunn. Hefur kommúnistum þótt hentugra að kalla sig
óháða við þessar kosningar, en gengu til bardagans undir
merki framfarafélags fyrir fjórum árum — tekizt að halda
meirihluta sínum, og hafa þó ekki eins mikið atkvæðamagn
að tillölu og við kosningarnar 1950.
i íbúum Kópavogshrepps hefur fjölgað á undanförnum fjór-
um árum um það bil 80%, en aukningin á atkvæðum kommún-
ista varð fjórðungi minni eða þar um bil. Hinsvegar juku Sjálf-
stæðismenn atkvæðafjölda sinn um meira en hundrað prósent,
það er að segja þeir eru nú meira en tvöfalt fleiri en þeir voru
við síðustu kosningar. Bendir þetta í sömu átt og flest annað,
sem gerzt hefur í sambandi við kosningar undanfarið, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er sá þjóðmálaflokkur, sem mest ítök á meðal
landsmanna, enda er ' cð í samræmi við stefnu hans og þær
skoðanir,-sem þjóðin h-fur ætíð haft í heiðri, þótt þær hafi ekki
ævinlega haldið velli vegna utan að komandi og óviðráðanlegra
atvika.
- Um krata er það að segja, að þeir bættu aðeins við sig átta
atkvæðum frá síðustu kosningum, en töpuðu auk þess fulltrúa
sínum í hreppsnefndinni. Hefur það því heppnast, sem Hannibal
Finnbogabróðir vildi, nefnilega að kommúnistar hans héldu
velli þar syðra. Hafði það verið ætlun hans, að þar yrði boðinn
fram samfylkingarlisti krata og kommúnista, því að hans
eina bjargráð fyrir Alþýðuflokkinn virðist að vera að geca
hann sem háðastan og undirgefnastan kommúnistum. Hann
fékk þó ekki að ráða þessu, en honum tókst þó að kljúfa krata-
fylkinguna með þeir árangri, sem getið er hér að ofan, cg
hefur sennilega fleytt einum kommúnista til viðbótar inn í
hreppsnefndina með því móti, og má gera ráð fyrir, að hann
uni þessu vel, þótt flokksmenn hans muni ekki allir kunna
honum verulegar þakkir fyrir þetta, og hugsa honum þegjandi
þörfina.
Framsóknarmenn höfðu ekki boðið fram við hreppsnefndar-
kosningarnar í Kópavogi fyrir fjórum árum, svo að ekki var
vitað, hversu fylgi þeirra var mikið. Þeir reyndust þó svo margir,
að það nægði til þess að fella Alþýðuflokksmanninn, þegar
foringi kratanna, Hannibal, hafð spænt utan af flokki sínum,
til þess að spýta í byssuna hjá kommúnistum, en sumir gera
einnig ráð fyrir því, að ýmsir kratar hafi snúið sér að fram-
sóknarlistanum, er þeir voru orðnir þreyttir og hneykslaðir á
erjunum meðal flokksbræða sinna. Hafa því fleiri notið goðs
af umhyggju Hannibals fyrir kommúnistum, og er þetta fróð-
legt dæmi um foringjahæfileika mannsins, er átti að bjarga
flokknum frá hruni.
Sjálfstæðismenn mega una sæmilega við þessi úrslit, þótt
kommúnistar ráði enn í Kópavogi. Þeir unnu flokka mest á,
og hafa því mikla möguleika á að fella þriðja mann kommúnista
við næstu kosningar. Tiltölulega rýrnandi fylgi kommúnista
sýnir' á hinn bóginn, að þrátt fyrir það, að þeir eru grímu-
klæddir, eru ihenn smám saman að gera sér grein fyrir hinu
sanna innræti þeirra og þarf þá ekki að fara í grafgötur um
það, hvernig örlög þeirra verða, er frá líður.
Eins og vi& mátti búast?
TF|VÍ var spáð hér í blaðinu í síðustu viku, að Berlinarfundi
-*■ utanríkisráðherra stórveldanna fjögurra mundi sennilega
Ijúka fljótlega með þeim hætti, að árangurinn yrði enginn.
Það dr nú kómið ædaginn, að-jráðherrarnir gera ékki ráð fyrir
því„ .að til neins sé, að vera lengur að: þessu þrefi en til næsta
fimmtudags'óg'múriú þá'áð'sjáifsögðu kveðjast með virktum,
eins og gengur og gerist.
Þær eru orðnar legíó, ráðstefnurnar, sem lýðræðisþjóðirnar
hafa setið með fulltrúa kommúnista á undanförnum árum, og
á hverri ráðstefnu hafa fundirnir verið ærið margir. Allar þessar
tilraunir til að finna samvinnugrundvöll milli austurs og vesturs
hafa farið á einn veg, þar hefur verið talað og deilt, en ekkert
gert, sem fram horfir.
Þegar þannig gengur, er ekki að undra, þótt margir ætli,
að bilið milli lýðræðis og einræðis sé óbrúanlegt, þótt kom-
múnistar tali fagurlega um vináttu sína í garð allra þjóða og
einlægan friðarvilja. En vonandi verða andstæðurnar þó aldrei
svo miklar, að í odda.skeri^t, því að þá verður öllum hætt og
enginn sigrar.
Atom-eimreið fullteiknuð.
Þarf 11 pund af uranium á ári.
Allir vita, að Bandaríkja-
menn ætla aö prófa fyrsta
kjarnorkuknúna kafbátinn á
þessu ári, en hann á að geta
verið mánuðum saman í kafi,
án þess að fá nýtt „eldsneyti“.
Nú hafa amerískir verkfræð-
ingar nýlega lokið við uppdrátt
af eimreið, sem knúin yrði með
kjarnorku. Eru það eðlisfræð-
ingar við háskólann í Utah, sem
hafa tekið sér fram um þetta
en verkið hefir staðið í heilt ár,
og var unnið í samvinnu við
fimm járnbrautarfélög, auk.
níu annarra fyrirtækja er smíða
allskonar tæki fyrir eimreiðar.
Er gert ráð fyrir, að eimreið
þessi verði risavaxin, hvorki
meira né minna en 50 m. á
lengd, og hestaflafjöldinn áætl-
aður „aðeins" 7000. En það er
tekið fram, að engin ákvörðun
hafi verið tekin um það, hvort
slík eimreið verður byggð.
Yfirmaður eðlisfræðideildar
skólans, próf. dr. Lyle Borst,
hefir ritað bækling um athug-
anir sínar og manna sinna í
þessu efni, og segir hann þar,
^ að bygging slíkrar eimreiðar
mundi kosta 1,2 milljónir doll-
ara. En hvað kostar eldsneytið
j — uraniummagn það, sem eim-
reiðin mundi þurfa að hafa?
) Borst áætlar, að ekki mundi
þurfa meira magn en 11 pund
af uranium árlega fyrir eim-
reiðina, en verði þess er haldið
leyndu samkvæmt opinberum
fyrirmælum. Hinsvegar hafa
nýlega verið gefnar upplýsing-
ar, sem benda til þess, að uran-
ium kosti ekki meira en 9000
dollara enskt pund, og Borst á-
ætlar, að atom-eimreið geti
keppt við diesel-eimreiðir, sem
| slíkra. farartækja, ef verðlag
uraniums fer ekki fram úr 1100
dollurum á enskt pund. Elds-
neytiskostnaður diesel-eimreið-
ar er um 240,000 dollarar á ári.
Birt hefir verið teikning af
atom-eimreiðinni, sem verður
í tvennu lagi og framleiðir f jór-
um sinnum meiri orku en vélar
diesel-reiða. Fremri hlutinn er
25 m. á lengd og á 24 hjólum.
Þar yrði sjálf uranium-,,vélin“,
sem yrði aðeins 2 fet á breidd,
3 á lengd og 3 á hæð. en um-
hverfis hana yrði-stálhlíf til að
hindra geislaverkánir og mundi
þessi hluti eimreiðarinnar vega
um 200 lestir. í hinum hlutan-
um yrði kæliútbúnaður, sem
nægja mundi 1000 bílum, til að
æla uranium-vélina.
Uranium yrði notað til að
hita vatn, er sneri rafölum.
Vatnið yrði í lokuðum geymum
og leiðslum, og færi í sífellda
hringi, svo að aldrei yrði þörf
á að endurnýja það.
eru hinar sparneytnustu allra
Plastumbúðum
sprautað á sár.
Amerískt fyrirtæki hefir
hafið framleiðslu á sáraumbúð-
um úr plasti.
Sú nýjung er við þessar um-
búðir, að þeim er sprautað á sár
manna, og eru gegnsæar, svo
að hægt er að sjá, hvernig sár
hafast við, án þess áð taka um-
búðirnar af þeim. Umbúðir
þessar eru framleiddar af fvr-
irtæki, sem heitir Aerplast
Corporation, er hafði samvinnu
við uppfinningu þeirra við
ameríska flugherinn, en hann
hafði hugsað sér, að nota slíkar
umbúðir við^brunasár, en þær
koma að gagni við flest sár.
Vatn sótthreinsað
með geislum.
í Bandaríkjunum er komið á
markaðinn tæki, sem dauð-
hreinsar vatn með útfjólubláum
geislum.
Tæki þetta, sem er svo létt,
að tveir menn geta borið það,
sótthreinsar um 30.000 lítra af
vatni á klst. Kostar það 1200
dollara. Einnig er framleitt
minna tæki fyrir heimili, og
kostar það 140 dollara.
Eyðir reyk úr
dieselvéluon.
„Oxycat“ heitir tæki, sem
vcrt væri að fá hingað og setja
á dieselbifreiðar.
Tæki þetta, sem er framleitt
vestan hafs, fjarlægir óþægi-
leg efni og hættuleg úr reyk
diesel-bíla. Er tæki þetta
postulínsfleinar, sem húðaðir
eru með aluminium- og platínu-
blöndu.
VéBarnar vinna
æ meira.
Ný og mjög fullkomin Ford-
verksmiðja hefir verið tekin í
notkun í Cleveland í Banda-
ríkjunum.
Framleiðir hún vél,,blokkir“
og er steypustykkjunum rennt
inn í vélasamstæðu og koma
þau út fullgerð, þegar þau hafa
farið um 26 vélar, en síðan tek-
ur önnur samstæða við og setur
bullur og annað á sinn stað.
Áður voru 117 menn 4V2 klst.
að ljúka við eina ,,blökk“, en
nú gera 40 menn það á tæplega
3 klst.
Virðuteg doktorsvörn
í Háskólanum.
íslenzkri læknastétt hefir
bætzt nýr dr. med., 'þar sem
er Bjarni Jónsson læknir, en
hann varði doktorsritgerð sína
við læknadeild háskóláns sl.
laugardag.
Athöfn þessi, sem var hin
virðulegasta, var mjög fjöl-
menn, og var hátíðasalur skól-
ans þéttsetinn læknum bæjar-
ins, læknastúdentum og öðrum
g’QC'*--' vrrj t
Fýó-r >T:els Dungal stiórnaði
>+höf-«i:nni. RitPerð Bjarna
fhi’i/ír nm skurðaðgprðir við
I fvrvcfgskekkju (Studies on
j Hibbs Spine Fusion in the
| Treatment of Seoliosis).
1 Fyrri andmælandi var próf.
Veðurstofan er oft undir smá-
sjá almennings, og ósjaldan heyr-
ir maður gagnrýnda starfsemi
hennar, en það er þá oftast fólk,
sem varla gerir sér fulla grein
fyrir hve nauðsynleg hún er og
hve oft hún kemur að notum fyr-
ir alla landsbúa, svo ekki sé meira
fullyrt. Enda þótt ég sé ekki
sammála því, að Veðurstofan sé
gagnrýnd af mönnum, sem lítið
þekkja til starfa hennar, ætla
ég að birta hér til gamans bréf-
kafla, sem sýnishorn af gagn-
rýninni.
Stormurinn kom of seint.
Maður nokkur, sem mér er
kunnugur, fann Veðurstofunni
það til foráttu i s.l. viku, að hún
hefði dag eftir dag spáð austan
stormi og slagviðri, en það hefði
ekki komið fyrr en í gær. (Eg
umskrifa bréfið og birti að-
eins útdrátt úr því). Fór hann
hörðum orðum um þessa starf-
semi, sem gæti ekki verið ná-
kvæmari í spádómum sínuin um
veðrið. Vildi hann telja það mjög
ámælisvert, að Veðurstofan
skyldi ekki geta sagt ákveðið um
veðrið á hverjum stað, svo ekki
brygði út af. Þannig geta menn
hugsað, og er þá ekki að undra
þótt opinberar stofnanir séu
gagnrýndar.
Stormurinn kom.
Það er þó sannast sagna, að
veður það, sem maðurinn ræðir
um mun hafa komið,, eins og
Veðurstofan spáði, en farið fram-
hjá Reykjavík. Svo það þarf ekki
þess vegna að undra, þótt við-
komandi hafi ekki orðið var við
það. Annars verð ég oft var við
það, að fólk ætlast til of mikils
af ákveðnum stofnunum, sem
reknar eru vegna almennings-
heilla. Hvorki Veðurstofan né
ýmsar aðrar stofnanir eru al-
máttugar, og öllum getur skjátl-
ast.
En veðrið er það sama.
En hvernig sem öllum veður-
stofum líður þá er eitt víst, að
veðurlagið í vetur hefur vakið
furðu hvers manns, sem kominn
er á fullorðins aldur. Sjaldan
munu menn hafa munað jafn
mildan vetur og þann, sem nú er
langt liðinn. Þótt umhleypinga-
samt hafi verið á köflum, og vind
hviður hafi komið, þá verður
ekki annað sagt, en íbúar þessa
lands megi vel við una. Það eru
aðeins fáir dagar síðan fréttir
bárust af því, að verið væri að
taka inn fé á Grímsstöðum á
Fjöllum. Og geta má nærri um
að slíkt tíðarfar getur sparað
mikið héy fyrir bændur, cn þeir
éru, eins og vitað er, bústólpar
þessa lands. Óg sömu sögu má
segja víðá annars staðar. Þetta
er mikilvægasta atriðið, sem við
verðum að liáfa í huga, er við
ræðum um tíðarfar liér sunnan-
lands. — kr.
Snorri Hairgrímssonj en hinn
siðari dr„Gísli Fr.1 Petersen. Að
lökum tók doktorsefnið aftur
til máls. Andmælendur luku
miklu lofsorði á ritgerð Bjarna,
en áheyrendum almennt mun
hafa borið saman um, að at-
höfnin hafi verið virðuleg, og
frammistaða hins nýja doktors
með ágætum.
Erum kaupendur að: Lóðum
i hitaveitusvæðinu, Icyfi
fyrir bifreið fra U.S.A.
ALM. FASTEIGNASALAN, '
Austurstræti 12, sími 7324.