Vísir - 16.02.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 16. febrúar 1954
VÍSIR
7
:■■■■■ n ■■■■ 11 ■■■■ |!| ■■■■ jjjjj ■■■■ ■■■■ jiiii ■■■■ pi ■■■■ jjsj ■■■■
'íhh sieit AÍM
ævina
■ HBH
JEféir JF. s-tiffg JVtgck ftfasom.
: ■■■■ mn ■■■■
j ■■■■ !U!j ■■■■ jjjjj ■■■■■ jjjjj ■■■■ jjjjj ■■■■ }|ÍH ■■■■
óskaði þess með sjálfum sér, að svarti jakkinn sinn væri ekki
alveg eins snjáður og raun bar vitni, eða eins blettóttur. En
hann hafði ekki getað náð blettunum — blek- og blóðslettum
— úr honum, hvernig sem hann þvoði harrn.
„Humm,“ sagði Townsend læknir og litaðist um, „eg vona,
að þér ungu menn viljið taka með mér glas af koníaki. Víkinga-
skipið Prudence tók það herfangi í spænsku kaupfari og mér
sent það að gjöf frá skipstjóranum, Thomas Park, sem er þakk-i
látur sjúklingur minn. Hann er frá Groton í Connecticut, en
góður sjómaður samt. Humm — það er víst bezt að drekka
minni framtíðarinnar. Ekki veitir af að stíga á stokk og strengja
heit, eins og allt er í pottinn búið nú.“
Townsend lagði staupið frá sér og sagði alvarlegur í bragði,
að það væri sér gleðiefni, að hinir ungu menn hefðu gerzt lækn-
ar og síðan virti hann þá fyrir sér, hvern af öðrum — ef til vili í
hinzta sinni. Asa Peabody var hæstur þeirra. Hann var bónda-
ættar, það sást á fötum hans. Sumum kynni að þykja hann
nokkuð langleitur, en bilið millr festulegra augnanna var svo
mikið, að menn veittu því vart eftirtekt.
Peter Bumham virtist hærri en Asa, en það stafaði að líkind-
um af því, að hann var svo þykkur undir hönd og handleggir
og fótleggir svo gildir. Hár hans var eirautt og augun blá. Lækn-
irinn gamli vissi, að Burnham mundi aldrei hika við aðj berjast
fyrir því, sem rétt væri og satt. Af klæðaburði hans mátti greini-
lega sjá, að hann mundi af efnafólki kominn, enda var faðir
hans búsáhaldakaupmaður. Hann var bezt búinn þeirra félaga.
Næst arninum stóð Lucius Devoe -— sárfátækur, ef dæma
mátti af fötum hans. í tilefni dagsins hafði hann sett upp skyrtu
með slitnum og bættum knipplingum. Fátæktin skein úr hverri
flík hans, því að engin þeirra var óbætt, en menn tóku samt
meira eftir snörum, dökkbláum augum hans.
Townsend læknir tók upp eitt skírteinið á borðinu og mælti:
„Eg hefi oft verið þreytandi og langorður undanfarin ár ,svo að
eg ætla að vera stuttorður að þessu sinni“. Hann geldc til Asa
og rétti honum höndina. „Peabody læknir,“ sagði hann síðan,
alvarlegur í bragði, „eg geri mér hinar mestu vonir um yður.
Megi áhugi yðar fyrir líffærafræðinni verða mannkindinni til
góðs.“
„Þér — þér eruð mér mjög góður,“ stundaði Asa upp og óskaði
þess af heilum húg, að sér væri mælska gefin. „Drottinn minn!“
hugsaði hann svo með sjálfum sér. „Eg hefi staðizt prófið —
er orðinn fullgildur læknir. Bara að pabbi vissi það!“
Skírteinið, sem hann hélt á, var ærin sönnun þess, að honum
skjátlaðist ekki, að hann hafði náð langþráðu marki. Hann hafði
orðið að vinna baki brotnu, til þess að safna fé til námsins,
siggið í lófum hans minntu hann enn á áramar á litlu skekt-
unni heima.
Asa skipti litum, þegar Sabra leit á hann og brosti hlýju, ein-
lægu brosi. En hvað hún virtist allt í einu fullorðin, þroskuð,
fögur. Asa tók varla eftir því, þegar kennari hans óskaði Peter
til hamingju og spáði honum mikilli framtíð.
„Devoe læknir“. Sabra leit þegar á hann, er nafn hans var
nefnt. Townsend lækriir var alvörugefnafi, er hann talaði við
hann að síðustu: „Þér hafið sýnt mikla ástundun, þrátt fyrir
margvíslega örðugleika. Þér hafið eignazt vini og afíað yður
álits, þótt þér séuð fjarri ættlandi yðar. Eg vil aðeins aðvara
yður að endingu. Vegið hverja ákvörðun yðar með gætni og
íhygli.“
Devoe hneigði síg — hinn eini þeirra — og svaraði: „Towns-
end læknir, eg mun ætíð hafa kemiingar yðar í heiðri.“
Utan af götunni heyrðist söngur drukkins manns og jafnskjótt
mátti heyra að gluggum var lokað í næstum húsum. Sabra leit
ut að glugganum, en hinir létu sem þeir heyrðu ekki drykkju-
lðetin. Tolwrisend læknir lyfti glasi sínu öðru sirini.
„Herrar mínir!“ tók hann til máls. „Drekkum skál fóstur-
jarðar okkar og bregðumst henni aldrei ...Hann lagði glasið
frá sér, tók úr úr vasa sínum og leit á það. „Humm, enn eru
fjórar stimdir til miðftættis. Vill einhver ykkar gera svo vel að
fylgja henrii systurdóttur minni yfir gotuna? Eg verð að
fára — •—“ Hann fór út úr stofunni og kallaði hátt: „Soffíal
Láttu Sókrates spenna fyrir vaginn og koma með hana að úti-
dyrunum."'
„Hm, læknir góður,“ sagði Peter og lagði höndina & öxl Asa,
,,mér virðist dropi eftir á mann í flöskunni þarira. H«að segir
þú?“
Hátíðlegi svipurinn hvarf af andliti Asas, eins og þe.^ar krít-
arstrik er strokið með rakri dulu. „Humm. Já, því ekkt. Sþærtskt
konlak er prýðisdrykkur. Hvað segir þú, Lucius?"
„Gleymum ekki kurteisisskyldunum,“ .evaraíft DeVé*:
um við ekki að biðja ungfrú Stanton um að drekka okkur til?“
„Jú, jú,“ mælti Asa, „en er koniak ekki fullste------“ Hann
stamaði, þagnaði og roðnaði.
„Yður er óþarfi,. læknir,“ sagði Sabra, „að gefa mér heilræði,
fyrr en eg leita til yðar. Auk þess ætla eg að benda yður á, að
eg er átján ára og þoli vel örlítið af veigum frænda míns.“
Júdas Makkabeus! Hún var svo björt og hrein, að hún minnti
Asa á sólarupprásina á Enskaflóa. Já, hann hefði viljað gefa
mikið til að vera eins mælskur og Lucius Devoe. Hann rak alltaf
í vörðurnar, þegar hann ætlaði að slá Söbru gullhamra. Hann
var búinn að læra það af dvöl sinni í Boston, að menn máttu
hvorki vera of háværir né hlédrægir til þess að kómast áfram.
Læknarnir ungu lyftu glösum sínum með Söbru, þegar
klukkan við Hannovertorg sló átta. „Guð sé oss næstur!“ sagði
Sabra, skelfingu lostin, lét glasið frá sér og fór í yfirhöfnina
sína. „Eg hafði ekki hugmynd um, að það væri orðið svona
framorðið. Pabbi verður voðalega reiður., Dgvoe læknir, viljið
þér fylgja mér yfir götuna?“
Asa sagði: „Það væri líklega betra, að hann faðir yðar fyndi
ekki vínlykt af yður.“
Sabra varð óttaslegin. „Nei, almáttugur. Hann mundi fá
aðsvif“.
„Þú gleymir aldrei neinu, Asa,“ sagði Devoe, fór síðan ofan í
vasa sinn og tók upp nokkur sölnuð laufblöð. „Fyrsta lyfið, sem
eg ræð yður til að nota, ungfrú Stanton, eru þessi blöð, sem
munu leyna allri lykt, ef þér tyggið þau.“
Sabra kvaddi Peter og Asa, sem harmaði að fá ekki að taka
þátt í heimfylgdinni. Um leið og stúlkan og Devoe gengu út,
sneri hann sér við og sagði brosandi: „Má eg ekki bjóða ykkur,
piltar, í „Örkina hans Nóa“ á eftir? Það sakaði ekki að væta
örlítið í skírteinunum.“
Peter varð fyrr til svars og kvað þá félaga ætla annað, en
síðan gengu Sabra og Lucius heim til hennar. Þeir horfðu á
eftir þeim alla leið heim að húsi Samúels Stantons, þar sem
þau staðnæmdust fyrir framan dyrnar. Asa fannst þau standa
óþarflega nærri hvort öðru, en svo var hurðinni lokið upp fyrir
þeim og þau hurfu inn.
Peter Burnham hló lágt um leið og hann fór í yfirhöfn og
vettlinga, „Tókstu eftir því, hvernig Lucius ætlaði að vekja
aðdáun Söru? Hafi einhver okkar ekki efni á að fara í Örkina,
þá er það hann. Jæja, skrattinn hirði hann. Við skulum sjá,
hvaða skemmtunar er hægt að afla sér í Krossstræti.“
Þeir gengu út og leiddust niður götuna. Asa reyndi að harka
af sér. Hann minntist orða föður síns um, að ekki sé til neins
að reyna að drekkja sorgum, þeim, sem kunni sundtökin.
„Hver veit,“ sagði Peter upp úr þurru, „nema við rekumst á
Hlsrtavdte fil
ágóða fyrir bamah
spítaiam.
Kvenfélagið Hringurinn efn-
ir á sunnudaginn kemur til
hlutaveltu í Listamannaskálan-
um til ágóða fyrir Barnaspít-
alasjóðinn.
Ónefndur kaupsýslumaður
sýndi Hringnum þá rausn í
fyrra, að gefa félaginu nokkur
hundruð gripi, sem hann hafði
keypt inn í því skyni að stofna
sérverzlun. Stofnun verzlunar-
innar fórst fyrir, en munina,
sem eru nýir og verðmætir
gripir, gáf hánn Hrirignum til
hlutavéltuhalds. Má meðal
þeirra nefna muni úr postu-
líni, silfurplett, kertastjaka o.
fl.
■Af ýmsum ástæðum hefur
tími orðið mjög stuttur til und-
irbúnings þessari hlutaveltu,
en Barnaspítalinn á marga vel-
unnara, og ef þeir vildu gefa
mtmi á hlutaveltuna, verður
þeim þákksamlega veitt mót-
taká í Listamannaskálarium
miðvikúdag og fimmtudag kl.
4—7 e. h.:
Hjálpumst öll að því að búa
upp litlu, hvítú rúmin í Bama-
spitalanum!
Fjáröflunarnefndin.
Getraunaspá
Úrslit leikjanna á laugardag:
Bolton—Preston 0:2 2
Chelsea — Wolves 4:2 1
Liverpool — Charlton 2:3 2
Manch. Utd. — Tottenli. 2:0 1
Middlesbro — Huddersf. 0:3 2
Newcastle — Burnley 3:1 1
Portsmouth — Manch. C. 4:1 1
Sheff. Utd. — Aston Villa
féll niður.
Brentford — Hull 2:2 x
Derby — Everton 2:6 2
Nottingham — Fulham 4:1 1
Plymouth — Leicester 0:3 2
Á 7. seðlinum eru þessir
leikir:
Leyton — Doncaster 2
NorwiCh — Leicester x2
Port Vale — Blackpool 2
Sheff.Wedn •— Everton 1x2
W.B.Á. — Newcastle 1
Aston Villa — Hudderf. x
| Burnley — Manch. Utd. 1 2
| Sundérland — Chelsea lx
j Fulham — Luton 1
j Leeds — Birmingham x
Oldham — Derby 2
West Ham — Nottingham lx
Fyrstu 5 leikirnir cru úr 5.
umf. bikarkeppninnar, eri hinir
úr deiídarkeppninni. — Skila-
frestur til fimmtudagskvölds.
J.
BKT A0 ÁUGIYSA! V!S!
íbúð
Vantar einbýlishús eða 5—6 hérbergja neðri hæð, helzt
méð sérhita og sérinngangi. Há leiga í böði. Ársfyrirfram-
greiðsla.
TsÍboS sesitlisi bkðmu fyrir föstiE<kgskvöi<l
merkt: ,.Há léiffa — 4$2“.
Á kvöldvökunni.
Það var troðfullt í leikhús-
inu. Þar voru Evrópumenn,
Ameríkanar og Kóreubúar.
Karlmenn 1 veizlufötum og
fagrar konur, austrænar og
vestrænar í sínu fegursta
skrauti. Og þar var margt af
hermönnum sem voru í orlofi
frá vígstöðvunum. — Þar var
líka ung kona, sem hafði orðið
að taka kornbamið með sér,
því að engum átti hún völ á til
þess að sitja yfir því heima.
En þegar komið var að fag-
urri aríu tók ungbarnið að
gráta hástöfum. Þá varð upp-
nám í leikhúsinu: „Sususs!**
sagði fólkið — „þetta er
skammarlegt!“ Þá stóð upp
hermaður aftarlega í leikhús-
inu og sagði: „Nei, stöðvið held-
ur söngleikinn of lofið okkur
að heyra til barnsins. Eg hefi
ekki heyrt ungbarn gráta ár-
um saman!“ Félagar hans hófu
þegar lófatak þessu til sam-
þykkis.
•
Þegar Nonni kom heim úr
afmælisveizlunni, lét móðir
hans svo um mælt, að hún
vænti þess, að hann hefði verið
kurteis yfir borðum og sagt:
„Já, þakka yðúr fyrir“ og
„nei, þakka yður fyrir,“ eins
og við hefði átt.
Nonni hristi höfuðið alvar-
legur á svip.
„Eg er hræddur um, að eg
hafi aldrei sagt „nei þakka yð-
ur fyrir.“ Eg át allt sem til var.“
•
Flakkarinn: „Viljið þér ekki
vera svo góður að hjálpa vesl-
ins manni, sem á atvinnulausa
konu?“
Cíhu Mmi tiar...*
Meðal bæjarfrétta Vísis hinn.
15. febrúar 1919, Vöru þessar;
Vínföng
nokkur fann lögreglan í Gull-
fossi í gær og flutti þau hróð-
ug í Steininn, og lét drýginda-
leða yfir því, að meira myndi á
eftir fara.
Björgunarskipið Geir
fór héðan áleiðis til ísafjarð-
ar í gær. Meðal farþega voru
Karl Olgeirsson kaupmaður og
Páll Oddgeirsson kaupmaður.
Gullfoss
á að fara til Ameríku aftur
þegar afgi’eiðslu hans er lokiS
hér, en ekki til aupmannahafn-
ar, eins og sagt er í bænum.
Willemoes
á að fara tvær ferðír til Mið-
jarðarháfsins 'með fisk fyrir
Gopland.
Söngflokkur
hefir verið myndaður hér ! i
því skyni að fara til Ðanmerk-
ur, Svíþjóðar og Noregs-í sum-
ar og syngja þar víðsvégar; I
flokknum eru allir beztu söng-
menn okkar, er heimangengt
eiga, en Sigfús' Einarssoií
stjómar. Flokkurinn mun þég-
ar vera byrjaðúr á æfingum.
Kviknað
hafði í bréfarusli í miðstöðv-
arklefanum í pósthúskjallar-
anum í gærkveldi og var slökkö
samstundis; einhver hafði þó
orðið til þess að kalla á hjálp
slökkviliðsins, cn hennar þúrfti
ekki með.