Vísir - 02.03.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 02.03.1954, Blaðsíða 4
VISIR WXSXM. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.í. Þjóðkirkjan njóti réttar síns í hvívetna. Hinir aimennu fdrkpfundtr 20 éra. Hreinsun gatnama. A ð undanförnum hefur snjór legið lengur á jörð hér á suð- -C*- vesturkjálka landsins en menn hafa átt að venjast um nokkur undanfarin ár, og hefur stundum orðið illfært farar- tækjum og gangandi mönnum af þeim sökum. Hefur þó mikill íjöldi manna jafnan starfað að því að hreinsa bæði akbrautirj og gangstéttir, auk þess sem vegheflar hafa verið notaðir, þar sem þeim hefur verið við komið. En véltæknin hefur því miður ekki haldið eins innreið sína á þessu sviði og mörgum öðrum, svo að það eru enn gamlér og frumstæðar vinnuaðferðir, sem algengastar eru i þessum efnum. Það er fyrst og fremst skóflan og handafl verkamann- anna, sem notuð eru, og þar sem þau vinnutæki verða ekki afkastameiri með aukinni notkun eða þjálfun, hefur ekki orðið um neinar framfarir að ræða. Það er álíka tímafrekt nú að setja eina smálest af snjó á b;l og það var að moka sama magni upp á hestvagna, meðan b' arnir höfðu ekki útrýmt þeim. Tæknin hefur því staðið í stað að hálfu leyti, og það er kominn tími til að bæta úr því. í borgum úti um heim, þar sem fannkoma er oft mikil, og Öll nýjustu tæki jafnan tekin í notkun, þar sem þeim verður við komið, eru vélar að.mestu látnar sjá um að safna snjó saman á götunum og lyfta honum á bíla, sem flytja hann á brott. Þar eru götur víðast margfalt lengri en hér, og því J)örf stórvirkra véla, en Reykjavík þarf að athuga, hvað hún getur notað af slíkum tækjum, og hvort ekki sé hagkvæmt að eiga eitthvað af*þeim, því að alltaf má gera ráð fyrir því, að illfært verði á skömmum tíma, eins og kemur fyrir á hverjum vetri. Hér í blaðinu hefur oft verið á það drepið, að nauðsynlegt sé að taka vélar sem mest í þjónustu gatnahreinsunarinnar, því að annað sé ekki viðunandi, þegar Reykjavík er orðin eins geysivíðlend og raun ber vitni. Þótt þeir menn starfi vel, sem við þetta vinna, geta þeir aldrei komizt yfir allt það svæði, sem hreinsa þarf, á nægilega skömmum tíma. Á þetta bæði vij um störf þessi á sumrum og vetrum, þótt viðfangsefnin sé ■ekki alveg hin sömu, hvor árstíðin sem er, en árangurinn á að vera hinn sami, greiðfærar og snyrtilegar götur hvarvetna. Þjónusta við bæjarbúa af ýmsu tagi hefur farið jafnt og *þétt batnandi á undanförpum árum, en gatnahreinsunin heíur að mestu leyti staðið í stað. Til lengdar getur slíkt ekki gengið, því að heilsa bæjarbúa getur jafnvel verið í veði, ef ekki tekst að bæta úr helztu göllunum, fyrir utan hitt, hversu miklum breytingum svipur bæjarins tekur til batnaðar, ef umbótum er komið á í þessu efni, fyrr en síðar og svo að um munar. Væntanlega sjást þess einhver merki, áður en langt líður, að „nýsköpun" verði framkvæmd í þessu efni, svo að Reykjavik standi ekki aðeins öðrum höfuðborgum.framar að því er fagurt útsýni snertir, heldur einnig að því er hreinlæti og ýmsa hollustuhætti áhrærir. Brunatryggingaraar. T Tndanfarið hefur Tímanum og Þjóðviljanum orðið nokkuð tíðrætt um brunatrýggingarnar í bænum. Hefur sú ákvörðu'i verið tekin af bæjarstjórninni, að því er tryggingar þessar snertir, að bærinn skuli taka þær að sér, en þær hafa jafnan verið í höndum tryggingafélaganna, er hafa boðið i þær við útboð. Á sunnudaginn ver Þjóðviljinn forustugrein sinni til þess að bölsótast ;yfir því, að þessi háttur verði á hafður, og að hagnáðúrinri, sem géra megi ráð fyrir, að vérði af trýggjrigj- unum — þar sem iðgjöldin muni verða mun meiri eri gfeiðslur fyrir tjón — renni í eyðsluhít íhaldsins. Megi gera ráð fyrir því, að ef tryggingarnar væru boðnar út, mundu iðgjöldin lækka og bæjarbúar hagnast á því sem þeirri lækkun nemur. Hér er skrifað út frá þeirri reglu að vera bara á móti þvi, áem aðrir gera. Ef ákveðið hefði verið að bjóða út tryggingarnar hefði Þjóðviljinn áreiðanlega bölsótazt yfir því, og heimtað uð bærinn tæki þær í sínar hendur, svo bæjarbúar högnuðust á því. En úr því að það varð ekki, þá er blaðinu snúið við. Aðar- atriðið er að vera á móti, því að enga tryggingu hefur Þjóð- viljinn fyrir því, að tryggingafélögin teldu ástæðu til verulegrar lækkunar og í öðru lagi er hægurinn hjá fyrir bæinn að lækka iðgjöld syo seni hagnaðurinn heimilar, þótt álíkt vaéfi ékki hægt, ef þetta væri buridið föstum samningi. Það er mergur- inn málsins. h., L ■'')*. 1 -J M$l £t*1* Á þessu ári eru liðin 20 ár síðan stofnað vai' til Hinna almenn kirkjufunda á íslandi, er haldast skyldu — og haldn- ir hafa verið — annað hvert ár fyrir landið allt, og til þeirra hafa sótt fulltrúar frá söfnuð- um landsins, bæði leikir og lærðir. Hafa fundir þessir látið sig varða öll kirkjuleg velferð- armál og þróun kristnilífs með þjóðinni. — Á milli funda hef ir ávallt starfað stjórnarnefnd (,,undirbúningsnefnd“) 7 aðal- manna og varamanna, til þess kjörin af sjálfum fundunum eftir ákveðnum reglum. Fund- arhöldin, sem ávallt hafa ver- ið fjölmenn, hafa oftast verið í Reykjavík, ,en einnig utan Reykjavíkur (á Akurevri). Mörg áhugamál íslenzku kirkj- unnar hafa að upphafi verið flutt á kirkjufundum þessum og síðan komizt lengra áleiðis í einhverri mynd. Á kirkjufundinum síðastliðið haust (16.—19. okt.) voru, eins og jafnan áður, flutt er- indi og rædd ýmis mál, er varða framkvæmd kirkju og kristin- dóms, svo og almenn menn- ingarmál og fræðslumál, og um þau gerðar ályktanir, er birtar voru í blöðum á þeim tíma og afgreidd til hlutaðeig- andi stofnana. Meðal þeirra þykir ástæða til að néfna sér- ■staklega kirkjubyggingarmálið, sem í fyrra og nú hefir legið fyrir Alþingi, þótt efni þess sé nokkuð með öðrum hætti en áður fyii' hafði verið ætlast til, sem sé lánveitingar í staðinn fyrir beint tillag. Út af því máli var á umræddum funai samþykkt í einu hljóði svo- feld ályktun: „Hinn almenni kirkjufundur 1953 heitir á stjórnarvöld landsins að láta kirkju 'þjóðar- innar njóta réttar síns í hví- vetna, sem henni ber sam- kvæmt stjórnarskránni, svo aS hún verði þess megnug með fullum stuðningi ríkisvaldsins, stjómar og Alþingis að inna af .höndum hið mikla Iilutverk í þjóðlífi fslendinga, sem henni er falið og hún hefir köllun til. líeyrir hér til m. a., að fullur atbeini sé veittur til kirkju- bygginga, svo og að allar á- kvarðanir um mál þjóðkirkj- unnar séu gerðar með ráði fulltrúa klerkdómsins og safn- aðanna.“ Núverandi stjórnarnefnd Hinna almennu kirkjufunda hefir nýlega kosið sér formann, Gísla Sveinsson fv. sendiherra, en hann var upphafsmaður þessara kirkjufunda og forseti þeirra frá byrjun, þar til er hann tók við sendiherraembætti í Noregi. Varaformaður er nú síra Þorgrímur Sigurðsson á Staðastað. — Næsti almennur kirkjufundur verður að for- fallalausu haldinn sumarið eða haustið 1955, en eigi hefir enn verið tekin ákvörðun um fundarstað. Margt er shritiÁ Lögreglan varð að hjálpa Pinkerton-mönnum. Frægasta einkaspæjaraíélagið vestfasa laiafs týsadi mniby.vsisisa. Frægasta einkaspæjarafyrir- tæki heims er í Bandaríkjunum og heitir „Pinkerton National Detective Agency“. Fyrir tæki þetta tekur að sér hverskyns verkefni fyrir menn, leitar uppi týnda menn, gætir dýrra gjafa í brúðkaupsveizl- um heldri manna og þar fram eftir götunum. Það hefir alls 400 menn í þjónustu sinni, og þeir eru harla slyngir, enda hefir félagið tekið sér það einkunnarorð, að „auga“ þess sé sívakandi. En um áramótin gerðist at- burður, sem kom öllum Pinker- ton-mönnum til að roðna upp í hársrætur og vel það, því að afleiðingin varð sú, að fyrir- tækið varð að leita til „lögg- unnar“ og biðja hana að hjálpa sér. Þannig var nefnilega mál með vexti, að byssuleyfi verður að endurnýja vestan hafs um hver áramót, og hefir þetta yfirleitt verið formsatriði — menn þurfa ekki annað en að greiða 5 dollara til þess að allt sé í lagi; . ■■ ’•') 1 ■ Eh nú var korninri; riýr yfir- maður lögregiudeiidar þeirrar, sem átti að endurnýja byssu- . leyfi þeirra Pinkerton-manna. Maður þessi var kunnur fyrir að hafa meira vit á skamm- byssum en flestir aðrir, en þar I að auki heimtaði hann, að allar réglur væru haldnar sam- kvæmt bókstaf þeirra. Þegar kom að ,,skuldadögunum“ hjá Pinkerton, heimtaði lögreglu- foringinn, að hver maður sýndi þá byssu, sem hann hefði borið. Og þá kom bobb í bátinn. Það hafði verið farið fram á endur- nýjun 400 byssuleyfa, en að- eins 386 byssur komu til skjal- anna. Einfaldur frádráttur sýndi, að 14 b.yssur vantaði,) og lögreglumaðurinn benti Pink-i erton á að finna þær byssur eða — — — Jú, leitin bar nokkurn árangur, fimm byssur fundust til viðbótar. Nægir ekki, sagði lögregluforinginn, enn vantar níu. Og þær fundust ekki. Allt í lagi, sagði lögreglu- foringinn, við verðum þá bara að rannsaka málið. Og svo var lögreglan í 13 fylkjum lands- ins látin taka til starfa, en Pinkei-ton-menn setíti dreyr- rauða. Þriðjudaginn 2. marz 1954 Áfengislagafrumvarpið, sem nú er til umræðu í þinginu hefur að vonum vakið mikið umtal manna á milli. Eru skoðanir manna nokkuð skiptar í því rnáli, eins og að líkum lætur. Áfengisinájin liafa lönguni verið mikið deilu- efni á þessu landi, og sannast sagna verið meira deduci'ni en ástæða virðisi liafa verið til. — Bergmáli hafa borizt margir pistlar, eða raddir lesenda um þetta máí og hafa þeir verið bírt- ir. Nú kveður sér hljóðs fullorð- inn verkamaður, sem héfur lengi verið í siglingum, en 'er riú eud- anlega seztur að hér heima. Ilnnn segir: Spyr sá, sem ekki veit. „Spyr sá, sem ekki veit. Eg licf alið aldur minn mestmegnis utan lands núns, aðallega í Bandaríkjunum. Það er kannske það, sem gerir það að verkiun að mér koma þessar úmræður um áfengismálin spánskt fyrir sjóri- ir. Þó að íslendingar geti varla talist frumstæð þjóð í mörgu íii- liti, virðast mér áfengismalin bögglast of mikið fyrir þeirn. Ýmsar þjóðir, sem með réttu geta talizt frumstæðari hafa þó komið sér niður á betra skipulag i þess- um málum, en íslendingar. Það er „Tabu“. Á íslandi virðist mér sæmilegt öl vera, sem sagt er með öðrum þjóðum „Tabu“. Það er eins og við manninn mælt, að óski mað- ur eftir því, að hér á landi sé bruggaður sæmilegur bjór, er eins og komið sé við kaun á ákveðn- um lióp manna, sem sízt skyldi leita til, er talað er um slíkar framkvæmdir. Eg veit ekki við livað ég á að líkja þessum ótta við sæmilegt öl, sem virðist hafa gripið þjóðina, nema ei' vera skyldi geithafurinn hans Mósc hjá Israelsmönnum, sem rekinn var út á eyðimörkina með syndir fólksins. Hér eru sterku drykkirnir. Það verður ekki annað sagt, en að hér sé alltaf hægt að fá sterka drykki. Eg vandist þvi þegar ég dvaldist erlendis að drekka lít- ið af þeim, en þá lieldur meira af góðu öli. Það er skoðim mín að væri liægt að fá hér sæmilegt öl, myndi mjög draga úr drykkju sterkra vína, sem er sjálfsagt meiri nú, en hún hefur nokkru sinni úður verið. Brennivínsguti- ið, sem hægt er að fá hér lieima, er lítils virði ámóts við góða flösku af öli. Þetta tal manna um að sterkt öl muni áreiðanlega kenna æskunni að drelcka, fíririst mér vægast sagt lítt boðlegt fy-rir heilbrigt fólk, sem hefur séð meira en land sitt. Menn reiðast. Það, sem mér finnst skritnast, er að jafnvel fólk, sem drekkur sterka drykki, virðist reiðast ef á það er minnzt, að gott öl ætli að brugga i landínu'. Eg lerili cinu sinni í stælurri út áf bessú í riCocktail“-partíl, sem ég var boðinn í. Mig grunaði þá ekki nð gott öl væri „tabu“ hér á landi. Eg hafði vanist öðru þar sem ég hafði ferðast, og var ég þó á með- al stórra þjóða. En þannig er það. Eg segi svo ekki meira í þessum dúr. B. S. B.“ Bergmál leggur ekkert til mál- anna að þessu sinni, en þákkar bréfið. — kr. ALM. FASTEIGNASALAN Lánastarfsemi: Verðbréfa- kaup. Austurstræti 12, sími 7324.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.