Vísir - 02.03.1954, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 2. marz 1954
VISIB
_vibiJ
VIÐSJA VISIS:
Sl. ár var samdráttur í
utanríkisverzlun
M.a. hefur mjög dregið ur innflutnmgl frá
Fmnlandi og Svfþjóð.
Fyrir um það bil viku voru
birtar í Bandaríkjunum at-
hyglisverðar skýrslur varðandi
innflutning Rússa á nauðsynj-
um frá vestrænu löndunum.
Skýrslna þessara var aflað
með leynd, en einnig voru birt-
ar opinberar skýrslur fyrir ár-
ið sem leið, er sýna, að slíkur
innflutningur var miklu minni
en boðað hafði verið.
Samkvæmt trúnaðarskýrsl-
unum nam innflutningur eftir-
talinna matvælategunda sein-
ustu 7 mánuði 1953 og í janúar
1954 sem hér segir:
Smjör fyrir 40 millj. dollara,
allega frá Hollandi, Dánmörku,
Svíþjóð, Ástralíu og Nýja Sjá-
landi.
Feitmeti fyrir 2 millj. doll-
ara, aðallega frá Danmörku og
Argentínu.
Ostur fyrir 3.7 millj. dollara,
aðallega frá Hollandi og Arg-
entínu.
Síld fyrir 15 millj. dollara
frá íslandi, Noregi, Bretlandi,
Hollandi og Danmörku.
Kjöt fyrir 22 millj. dollara
frá Argentínu, Danmörku, Hol-
landi og UrugUay.
Sj’kur fyrir 1.4 millj. dollara,
aðallega frá Bretlandi.
Vefnaðarvara fyrir 28 millj.
dollara, aðallega frá Belgíu og
Frakklandi.
Ávextir fyrir 7 millj. dollara,
aðallega frá Ítalíu og fsrael.
Með tilliti til þarfanna í
Eáðstjórnarríkjunum fyrir
þessar vörur og afurðir er hér
um svo lítið magn að ræða, að
það mundi aðeins nægja hinum
útvöldu. — Samkvæmt opin-
berri tilkynningu í byrjun des.
sl. var búizt við, að í lok árs-
ins mundi vera búið að flytja
inn nauðsynjar fyrir 1 milljarð
rúblna, sem mundi nema sam-
kvæmt hinni opinberu gengis-
skráningu 250 millj. dollara.
Samkvæmt skýrslum frá frjálsu
þjóðunum nam allur útflutn-
ingur þeirra til Ráðstjórnar-
ríkjanna 1953 milli 325—350
millj. dollara, og talsvert
minna en helmingurinn af því
var neyzluvörur.
Rýrnaði um þriðjung.
Til samanburðar er þess
getið, að útflutningur frá frjálsu
þjóðunum 1952 til Ráðstjórnar-
ríkjanna nam sem svarar til
481 millj. dollara. Alls dróst
utanríkisyerzlun Rússa saman
um einn þriðja árið sém leið,
þótt kaup á neyzluvörum væru
aukin, en þau kaup frá vest-
rænum þjóðum hafa annars
verið að aukast frá 1950, og
voru því byrjuð að aukast áð-
ur en núverandi sókn til að
auglýsa aukin viðskipti hófst.
Heildarviðskipti Rússa árið
sem leið drógust m. a. saman
af eftirtöldum ástæðum: f
fyrs^a lagi dró mjög úr sölu á
ómöluðu rússnesku korni til
Bretlands (sem kann að stafa
af því, að nú er framfylgt
stefhu um aukningu bústofns-
ins og því meiri þörf kornfóð-
urs heima fyrir). f öðim lagi
hafa Finnar lokið skaðabóta-
greiðslum sínum og Rússar
verða nú að borga fyrir vörur,
sem þeir fá frá Finnlandi. Þess
vegna var, í finnsk-rússneska
samningnum frá í haust, í
fyrsta skipti um langt skeið,
gert ráð fyriir minnkandi við-
skiptum, en í þriðja lagi voru
Rússar búnir að fá vörur út á
vörulán þau, sem þeim voru
veitt samkvæmt sænsk-rúss-
neska viðskiptasamningunum.
Útflutningur frá Svíþjóð til
Ráðstjórnarríkjanna minnkaði
um helming fyrstu 9 mánuði
ársins 1953. — Mikilvægust er
þó sú staðreynd þegar um
minkandi viðskiptalán er að
ræða, að á'-atugum saman hafa
valdhaíarnir verið fylgjandi
þeirri stefnu, að Ráðstjórnar-
ríkin gætu verið sjálfum sér nóg
og' það hefur grafið undan þeim
stoðum, seem langvarandi við-
skipti við hin vestrænu lönd
hvíldu á.
Póstmannafélagið
samþykkir ávítur.
Póstmannafélag íslands hélt
nýlega fund til þess að ræða um
breytingar á starfstilhögun í
pósthúsinu, er ákveðnar hafa
verið.
Eftirfarandi samþykkt var
gerð á fundinum:
„Fundur, haldinn í Póst-
mannafélagi íslands þriðjudag-
inn 23. febr. 1954, mótmælir
harðlega vinnubrögðum Magn-
úsar Jochumssonar póstmeist-
ara og Egils Sandholts skrif-
stofustjóra, er þeir viðhöfðu í
sambandi við starfsmanna-
ráðningar (tilfærslu í störfum)
í pósthúsinu nú fyrir skemmstu.
Telur fundurinn að fram-
koma þeirra gagnvart Póst-
mannafélagi íslands hafi veriið
með þeim hætti að óþolandi
sé. —
Þá lýsir fundurinn undrun
sinni yfir afstöðu póst- og
símamálastjóra til þessa máls
og átelur þá afstöðu hans að
vilja ekki á nokkurn hátt rétta
hlut félagsins og tryggja með
því eðlilegt og nauðsynlegt
samstarf póstmannastéttar-
innar og ráðamanna póstsins."
Ennfremur samþykkti fund-
urinn að hefja útgáfu á félags-
blaði, er hafi það markmið, að
samstilla pósttmannastéttina í
sókn og vörn fyrir sínum mál-
efnum og til að vinna að því,
að póstreksturinn megi búa við
örari þróun en nú er, og að
húsakostur hans og annar að-
búnaður verði samkvæmt kröfu
tímans.
Symfóníutónleikamir
á fimmtudagskvöld.
Stjórnandi: Róbert A. Ottós-
son.
Einleikari: Ruth Hermanns.
Sinfóníutónleikarnir á fimmtu
dagskvöld voru mjög ánægju-
legir. Róbert Ottósson stjórn-
aði af mikilli prýði Fidelio-
forleik Beethovens, fiðlukon-
sert Mendelssohns og' Vor-sin-
fóníu Schumanns. Ugfrú Ruth
Hermanns lék einleikshlutverk-
ið í fiðlukonsertinum. Flestir
munu hafa heyrt konsertinn
allmörgum sinnum leikinn af
fremstu fiðlumeisturum aldar-
innar á ágætum plötum. Það
hefur gert ungfrú Hermanns
erfitt fyrir um að „sigrast" á
áheyrendúm. Engu að síður
hlaut hver maðu'r að viður-
kenna, að verkið var flutt af
mikilli kunnáttu og tækni, og
að skilningur ungfrúarinnar
orkaði ekki tvímælis. En í sam-
anburði við meistarana skort-
ir hana tónbreidd til að hafa
við heilli hljómsveit, og má þó
vera að hljóðfæri hennar valdi ‘
nokkru um. Það er einnig vafa-
mál, hvort ekki er heppilegra
á slíkum tónleikum að leika
viðfangsefni, sem liggja nokkuð
fjær alfaraleið en „stærstu“
fiðlukonsertarnir. Ekki er að
efa, að margir myndu heldur
kjósa að heyra þau verk af
þessu tagi, sem sjaldnar heyr-
ast opinberlega eða í útvarpi.'
Hljómleiknum lauk með i
hinni yndislegu ljóðrænu vor-1
sinfóníu Schumanns, sem er1
þrungin af þokka, hugkvæmni
og sköpunargleði. Verður það
mikið tilhlökkunarefni að mega
eiga von á að heyra þetta fagra |
verk aftur í ágætri meðferð
hljómsveitar og söngstjóra
meðal annarra viðfangsefna á
hljómleikunum í kvöld.
B. G.
Nýmæli í ísL viðskiptdífi.
Hinn 1. marz eru tvö ár liðin
frá stofnun nýs fyrirtækis hér
í bæ, sem er einstætt í sinni
röð. En það er Raftækjatrygg-
ingar h.f., sem kaskótryggir
raftæki.
Eg tryggði strax hjá fyrir-
tæki þessu þvottavél, sem
hafði verið næstum stöðugt í
ólagi í 10 ár. Eg hafði greitt
mikið fé á þessu árabili fyrir
viðgerðir á henni og auk þess
kostað standsetningu hennar,
áður en hún var tryggð. En allt
reyndist þetta unnið fyrir gýg.
Vélin bilaði brátt, er hún hafði
verið tryggð. En þá lét Trygg-
ingin gera svo vel við hana.
að hún er betri en ný og hefir
ekki bilað nær því í heilt ár.
Viðgerðin kostaði Trygginguna
samanlagt mikið á fimmta
þúsund krónur. Ef Raftækja-
tryggingar h.f. hefðu ekki kom-
ið til skjalanna, væri eg búinn
að fleygja vélinni, enda var eg
hættur að nota hana, er Trygg-
ingin lofaði að koma henni í
standsetningu.
Þar sem fyrirtæki þetta
tryggir varanlegt viðhald
tækjanna, þá álít eg vegna hins
mikla gjaldeyrissparnaðar, sem
af því leiðir, að þetta sé þjóð-
nytja fyrirtæki, sem sé sjálf-
sagt að fela viðhald raftækja,
enda útvegar það varahluti,
sem oft eru ella ófáanlegir með
öllu og lætur ábyrga menn gera
við. — Tryggingin kostar við-
gerðina alveg og ber ábyrgð á
að hún beri árangur. — En
verði maður að fleygja ísskáp
og þvottavél,, getur það kostað
14.000—17.00Ó kr. Eg álíl því,
að sízt sé minni ástæða að vá-
tryggja gegn bilunum, en gegn
brunatjóni, enda er er iðgjald
félagsins fyrir bilanatrygging-
ar þessar svo lágt, að úað
nemur trauðla kostnaði við að
líta á tækin einu sinni, ef þau
bila. Eg óska fyrirtæki þessu
allra heilla í framtíðinni og á-
lít, að reykvískir rafvirkjar
eigi þakkir skilið fyrir að korna
á fót ábyrgri viðgerðarstofnun
í sambandi við starfsgrein sína
og sem allir eiga kost á fá ör-
ugga þjónustu hjá fyrir fvrir-
fram ákveðna heldur væga
þóknun.
Jón Fannberg,
kaupm., Garðastræti 2.
Getraunaspá
Úrslit á laugardag urðu:
Arsenal — Tottenham 0:3 2
Blackpool E Charlton 3:1 1
Cardiff — Preston 2:1 1
Huddersfield — WBA 0:2 2
Manch. City — Bolton 3:0 1
Portsmouth — Burnley 3:2 1
Sheff. Utd. — Middlesbro 2:2 x
Sunderl. — Manch, Utd. 0:2 2
Derby — Fulham 3:3 x
Doncaster — Leicester 0:2 2
Hull — Luton 1:2 2
Notts Co — Nottingham 1:1 x
Á laugardag fara fram þess-
ir leikir í deildarkeppni:
Bolton — Sunderland 1
Burnley —. Arsenal Ix
Charlton — Portsmouth 1
Liverpool — Huddersfield 2
Manch. Utd — Wolves 1x2
Middlesbro — Chelsea x
Newcastle — Aston Villa 1
Sheff. Wedn — Blackpool 1
Fulham — Blackburn 1x2
Luton — Notts Co 1
Plymouth — Hull x
Swansea — Everton x2
Skilafrestur seðilsins er til
fimmtudagskvölds.
J.
RF.7T AO AUf.LTSA IVISI
Grímsstaðaholk
Leiðin er ekki lengri en í
Sveinshskð
FáUkagöíu 2
þegar bér burfið að setja
smáauglýsihgu •' Vísi. —
Þær hrífa jafnan —
smáaugSýsmgarnar
í Vísi.
Ameríski leikarinn Danny
Kaye biðlar um þessar mundir
til fyrrverandi húsfreyju sinnar,
Uz. “r'f Í-átí iiát-iámtÉÆÉMi
Sænskir simar
i VersezueSaL
Stokkhólmur. — Venezuela
hefir samið við Ericssons-síma-
fyrirtækið sænska, að það komi
þar upp 'þrem sjálfvirkum tal-
símastöðvum.
Ein þeirra verður í olíuborg-
inni Maracabo, og önnur i
Ciudad Bolviar, borg, sem reist
hefir verið sl. tvö ár í sambandi
við járnfund þar. Alls verða 18
borgir í landinu með Erics-
sóns-miðstöðvar, er þessar bæt-
ast við. (S.I.P.).
(ýiega voru gefin saman í hjónaband Kurt Nielsen, einn
æjallasti tennisjcikari Dana, og ungfrú Helle Ilagemann,
mnusta hans. Hér sjást hjónin koma út úr Friðriksbergs hallar-
drkju, en íþróttafclagar hans mynda heiðursboga með tennis-*
spöðum sínum. - - .