Vísir - 08.03.1954, Qupperneq 5
Mánudaginn 8. márz 1954.
V I S I It
Hallqrímur Benediktsson stúrkaupmaður.
f dag fer fram útför Hall-
gríms Benediktssonar. Með
honum er horfinn einn braut-
ryðjandi íslenzkrar verzlunar
á þessari öld. Það rúm sem
hann hefir skipað í viðskipta-
málum landsins og ýmsum fé-
lagsmálum, verður vandfyllt.
Samverkamenn hans á lífsleið-
inni sakna hans frá störíunum
og horfa með hryggð í huga á
bak hinum sjaldgæfa dreng-
skaparmanni.
Mestu breytingar, sem orðið
hafa í viðskiptamálum lands-
ins, síðan verzlunin var gefin
frjáls, hafa gerzt frá síðustu
aldamótum. Á þessum tíma
hefir verzlunin breyzt úr
frumbýlisviðskiptum undir
sterkum erlendum áhrifum, í
heimsverzlun sem íslendingar
reka að öllu leyti sjálfir. Hall-
grímur Benediktsson var einn
af frumherjum þessarar bylting
ar óg einn af leiðtogum þeirr-
ar þróunar, sem átt hefir sér
stað í viðskiptamálunum. í
fjóra áratugi stóð hann á
fylkingarbrjósti. Hann hafði til
að bera alla beztu kosti stéttár
sinnar, og var sómi hennar í
öllu lífsstarfi sínu.
Hallgrímur var fæddur 20.
júlí 1885 á Vestdalséyri við
Seyðisfjörð. . Foreldrar hans
voru Benedikt Jónsson tré-
smiður og bóndi að Refstað og
Rjúpnafelli í Vopnafirði og
seinni kona .hans Guðrún
Björnsdóttir, Þorleifssonar
bónda að Stuðlum í Viðfirði.
Átti hann til mætra manna að
telja í báðar ættir. Hann ólst
upp að Dvergasteini hjá frænda
sínum, séra Birni Þorlákssyni,
fram til tvítugsaldurs. En þá
mun hafa verið farin að ná á
honum sterkúm tökum sú
framkvæmdaþrá, er einnkenndi
síðar allt æfistarf hans.
Árin 1905 og 1906 stundaði
hann nám í Verzlunarskólan-
um og bjó sig á þann hátt undir
lífsstarf sitt. Var hann þeim
skóla síðan haukur í horni alla
tíð og átti mikinn þátt í umbót-
um og framförum sem orðið
’hafa í skólanum undanfarna
áratugi.
Eftir að hann iá’ik námi í
Verzlunarskólanum gerðist
hann starfsmaður á þóst.húsinu
í Reykjavík um tveggja ára
skeið. Minntist hann veru sinn-
ar þar jafnan af hlýleika, enda
voru margir ágætismenn sam-
verkamenn hans á pósthúsinu
•um það leyti.
■ t. • ■
Hallerímur stofnaði fýrir-
tæki sit.t, H. Benediktsson &
€o,, árið 1911. Nokkrum ár-
um síðar perðist Hallgrímur
Tulinius félagi hans og
hélst félaesskanur þeirra fram
til ársins 1939. Á fyrsta túg ald-
arinnar var nokkuð ólíkt um
að litast í viðskintamálum
landsmanna en nú er. Margar
stærstu verzlanirnar voru í
höndum útlendinea oe aðai-
mið«töð íslenzkrar verzlunar
var í Kaupmannahöfn. iDanskir
umhoðssalar og stórkaupmenn
höfðu í höndum sér mikinn
IN MEMDRIAM
hluta 'C'erzVmarinnar á þann
hátt, að þeir lánuðu kaup-
mönnum erlendu vörurnar gegn
því að fá sendar íslenzkar af-
urðir þegar þær voru tilbúnar
til útflutnings á hverju ári.
Með þessu móti voru erlendu
vörurnar að mjög verulegu
leyti keyptar frá Kaupmanna-
höfn og íslenzku vörurnar send-
ar þangað.
Hallgrímur Benediktsson var
einn af þeim fyrstu, sem réðist
gegn þessu úrelta og óhag-
kvæma skipulagi. Sjálfstæð,
innlend innflytjendastétt var
þá að byrja að skjóta upp koll-
inum, stétt, sem viðurkenndi
ekki að Danmörk væri miðdep-
ill heimsviðskiptanna og leitaði
nýrra markaða um kaup óg i
sölu. Þeir sem fyrst réðust gegn
hinu úrelta skipulagi hér voru
þeir Ólafur Johson og, Luðvig
Kaaber, er stofnuðu firmað Ö,
Johnson & Kaaber árið 1906;
sem síðan hefir jafnan verið á
fylkingarbrjósti íslenkra inn-
flytjenda. Litlu siðar stofnaði
Garðar Gíslason sitt firma hér
á láhdi,' er Kann'héfir ætíð rek-'
ið míeð miklum dugnaði og
myndarskap.
Hallgrímur skipaði sér við
hlið þesara brautrs’ðjenda að
nýjum verzlunarháttum hér á
landi og það rúm var vel skip-
að sem hann fviÞV Hann va’-
vaskur maðuv að hve’iu sem
hann gekk.
Þegar fyrri heim««i-''’'i‘AMi'n
skall yfir 1914, var þióðmm
mikið happ að hafa eignn«t inn-
flytjendastétt. þótt. fámnnn
væri,! isefnitekki var bundin á
kíafa í einu litlu landi heldur
leitaði viðskipta við umheim-
inn, þar sem bezt bauðst. Nú'vissu að hann var heilsteyptur
kom þeltking og dugnaður
þessara manna að miklu gagni,
þegar rofin voru öll viðskipti
við Danmörku, sem þá voru
enn mikil, og leita varð til
nýrrar heimsálfu til þess að
sjá landsmönnum fyrir lífs-
nauðsynjum.
Síðan 1914 hefir þróunm hér
í viðskiptamálunum að líkind-
um verið örari en í nokkru öðru
landi. í þessari þróun átti Hall-
grímur Benediktsson meiri
þátt en flestir aðrir, í sambandi
við hin margvíslegu störf er
hann hafði á hendi fyrir stétt
sína. Við stofnun Verzlunarráðs
íslands 1917, gerðist hann með-
limur þess og var eftir það ein
styrkasta stoð þess til hins síð-
asta. Hann ,var stjórnarfor-
maður Verzlunarráðsins í 18
ár, en lét af þeipi störfum fyrir
fjórum árum.
t
Þótt lífsstarf Hallgríms væri
að mestu leyti bundið við við-
skiptamálin, var starfssvið hans
miklu víðtækafá og óft undrað-
ist' eg hVersu mikið Var Starfs-
þrék Haris ög’ óþrjótándi éljá;
að sinna verkefnum og málum,
er vinna þurfti að eða b’ðu úr-
lausnar, fyrir félagsheildir eða
tíl almenningsheilla. Hann
skoraðist aldrei undan að
leggja hönd á plóginn, ef hon-
um þótti einhvers við þurfa.
Þess vegna hlóðust á hann
störfin og hann var ósérhlíf’nn
flestum mönnum fremur. En
störfin hlóðust ekki á hann ein-
göngu þ’ess vegna. Heldur vegria
hins, að allir treystu honum tií
drengilégra ákvai’ðana, að allir -
og sanngjarn maður, sem aldrei
lék tveim skjöldum í nokkrú
máli.
Hallgrímur var kosinn í bæj-
arstjórn 1926 og átti þá sæti
þar eitt kjörtímabil. Aftur var
hann kosinn í bæjarstjórn
1946 og átti þar sæti til síðustu
áramóta. Síðustu tvö árin var
hann forseti bæjarstjórnarinn-
ar. Hallgrímur var kosinn á
þing árið 1946 og átti þar sæti
til ársins 1949, sem þingmaður
fyrir Reykjavík. Hann var í
stjórn margra félaga. Meðal
annars átti hann lengi sæti í
stjórn Eimskipafélags íslands
og Vinnuveitendafélags ízlands.
Hallgrímur starfaði jafnan
af mikilli ósérplægni, alúð og
velvild, að hverju sem hann.
gekk. Hann var einn þeirra fá-
gætu manna, sem standa í styr
og berjast á mörgum vígstöðv-
um án þess að eignast óvildar-
menn. Það sem mest einkenndi
Hallgrím, að minni hyggju var
prúðmennska hans og velvild í
allra garð og óbifanleg innri
hvöt að gera engum manni
rangt til. Slíkir menn sá ekki
fræi óvináttunnar þar sem þeir
fara.
t
Hallgrímur var lánsmaður í
einkalífi sínu sem í hinu ytra
lífsstarfi. Hann kvæntist 1918
Áslaugu Geifsdóttur Zoega,
glæsilegri og góðri konu, og
var sambúð þeirra hin farsæl-
asta. Þau eignuðust fjögur börn
og eru þrjú þeirra á lífi, ein
dóttir, Ingileif og tveir synir,
Björn og Geir.
t
Þjóðin dáði Hallgrím Bene-
diktsson sem einn sinn fremsta
íþróttamann á Þingvöllum
1907. Alla tíð síðan var við
brugðið drengilegri framkomu
hans á leikvangi íþróttanna.
Þjóðin metur í dag hið drengi-
lega lífsstarf þessa heilsteypta
og vammlausa manns, sem í
skiptum sínum við aðra menn
gleymdi aldrei leikreglum hins
sanna íþróttamanns.
Vinir hans og samverkamenn
á lífsleiðinni kveðja hann með
trega og senda innilegar kveðj-
ur samúðar til eiginkonu hans
og barna, sem skyndilegur
harmur hefir verið að kveðinn.
Björn Olafsson.
Vegna jarðarfarar
HaSIgnms Benediktssönar, stórkaupmanns
veröa sknfstofur vorar lokaðar frá kl. 1 2—4 í dag.
Váíryggíngaríéla^ið li.í.
K| h
Skrifstofur vorar
ver^a lokaðar í dag vegna jarðarfarar
Hallgríms Benediktssonar, stórkaupmanns.
Vinnuveftendasamband íslands.