Vísir - 13.03.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 13.03.1954, Blaðsíða 4
s VTS I B Laugardaginn 13. marz 1954. WXSXR D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstoíur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Þjóðleikbiísið : „Sá sterkasti.4i Leikrií i 3 þátium eftír Karen Bramson. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Áfenglsmáíin og heimilin. Tillögur þær, sem fram hafa komiS til breytingar á áfengis- j löggjöfinni, og nú eru ræddar á Alþingi, hafa vakið almenn- | ing til nýrrar umhugsunar um áfengismálið. Áreiðanlega er það ósk og von allra góðra manna, að Alþingi auðnist að afgreiða frumvarpið, sem fyrir liggur á þann veg, að til bóta verði, — að grundvöllur verði lagður að því með frumvarpinu, eins og það verður afgreitt sem lög, að unnt verði smám saman að uppræta það ófremdarástand, sem ríkjandi er í landinu, vegna sívaxandi ofnautnar áfengis. Margt getur orðið f! þess að stuðla að því, að afgreiðsla málsins geti orðið gií iúa nleg þjóðinni, t. d. það, að menn gæli þess að ræða málið af stillingu, á mannfundum og í blöðum, — forðist að gera málið að hita- og æsingamáli. Um fram allt ber að hafa hugfast, allur almenningur, ekki síður en háttvirtir alþingismenn, hver er kjarni. málsins i En kjarni málsins er og verðiur sá, að vernda heimilin í landinu gegn þeirri hættu, sem þeim stafar af áfenginu. Heimilin eru styrkustu stoðir þjóðfélagsins og ef þær stoðir bila eða! bresta er vá fyrir allra dyrum. Öllum er kunnugt, að á undan- gengnum tímum hafa heimili tugum, ef ekki hundruðum saman, verið lögð í rúst hér á landi af völdum áfengisnautnar annars eða beggja foreldra, og framtíð fjölda ungmenna eyðilögð af sömu orsökum. Verndun heimilanna er kjarni málsins. Heimilin eru mikil- vægustu uppeldisstofnanir þjóðarinnar. Það er því mikið, sem er undir því komið, hverja afgreiðslu málið fær á þingi. En jafnvel skynsamleg löggjöf getur ekki ein komið því til leiðar, að stórbreyting verði til bóta í þessum efnum. Það þarf meira til, það þarf að vekja almenning enn betur en gert hefur verið til umhugsunar um það, hverjar afleiðingar verða, fyrir æ fleiri einstaklinga, fyrir æ fleiri heimili, fyrir alla þjóðina, ef ekki tekst að bæta það böl, sem orðið er, og afstýra frekara böli. Þegar athugaðar eru af gaumgæfni allar hinar geígvæn- legu afleiðingar ofnautnar áfengis og auknar útgjaldabyrðar einstaklinga, bæjar- og sveitafélaga og ríkissjóðs af þeirra völdum ætti að liggja nokkurn veginn í augum uppi, að það eru takmörk fyrir hve langt ber að ganga í því, að gera ráð fyrir ríkistekjum af áfengissölu. Ef einblínt er um of á þelta atriði er hætt við, að ekki verði nægilegt tillit tekið til þess, hvað kemur í staðinn í ýmsa útgjaldadálka. Vafaiaust yrði það allra hagur og sparnaður, ef hér yrði unnt að finna hinn gullna meðalveg. Það voru athyglisverð orð, sem sögð voru í ágætu útvarps- erindi í þessari viku um fangahjálpina hér á landi, sem hei'ur unnið stórmikið gagn á fáum árum, en þau orð voru á þá leið, að íslendingar væru ekki að eðlisfari hneigðir til afbrota, heldur væru nærri öll afbrot, sem framin eru hér á landi, af þeiin rótum runnin, að áfengisnautnin hefði náð valdi á mönnum. Sjónleikurinn „Sá sterk- asti“ var frumsýndur í Þjóð- : leikhúsinu á fimmtudagskvöld- : ið, og eftir undirtektunum að j dæma, má ætla að leikrit þeíta 1 geti orðið langlíft á sviði Þjóð- leikhússins. Höfundur leikritsins, Kareri Adler Bramson er fædd í Dan- mörku árið 1875, en fluttist ung til Frakklands, þar sem hún hóf rithöfundarferil sirin og skrifaði á frönsku. Hefir hún skrifað allmörg leikrit og nokkrar smásögur, en kunnast af leikritum hennar er „Sá sterkasti", sem Þjóðleikhúsið sýnir nú, en leikrit þetta hefir verið sýnt víða um Evrópu við agætar undirtektir. Hér á landi hefir það verið sýnt tvisvar áður, fyrst á Aureyri 1927 og ári síðar hér af Leikfélagi Reykjavíkur. Var Ilaraldur Björnsson leikstjóri í bæði ^ ‘skiptin, en hann hefir einnis þýtt leikritið. Að þessu sinni er Haraldur einnig leikstjóri og leikur jafnframt aða'lhlut- verkið. Leikritið er í þrem þáttum og gerist fyrsti þáttur á heim- ili prófessorsins, annar þáttur á báð'Aað ið Miðjarðarhafið og sá þriðji og síðasti í húsi pró- j fessorsins. Efni leikritsins er harm- rænt og heldur huga manns föngnum allt frá upphafi til enda, jafnvel þótt segja megi, að leikurinn sé helzt til lang- dreginn á köflum. Aðalpersóna leiksins er Ger- hard Klenow, prófessor í heim- sepki, en hann er bæklaður og valda líkamslýtin honum mikl- um sálarkvölum, og þar við bætist, að hann er að Trmð= blindur. Er prófessorinn. þrátt fyrir gáfur sínár oe frægð, haldin sterkri minniTT'-'.fvai-_ Guðbjörg Þorbjarnardóttir, sem Agneta og Baldvin Halldórs- son, sem Eiríkur Wedel, mynd- höggvari. kennd, sjálfsmeðaumkun og ekki svo litlum refsskap. Á gam als aldri verður hann ástfang- inn af ungri umkomulausri stúlku, sem hann hefir tekið upp af götunni og svífst þess ekki að hindra hamingju henn- ar til þess að þóknast eigin- girni sinni. Stendur baráttan milli hans og ungs listamanns um þessa stúlku, en hinn bæklaði blindi öldungur verð- ur sá sterkari, — sigrar unga glæsimennið, þótt aldrei nái hann ástum stúlkunnar, sem af ótta þorir ekki að yfirgefa hann, þar til hún fremur sjálfsmorð, þegar hún getur ekki lengur afborið það, að vera eins og fangi í húsi heimspek- ingsins. Þannig er efni leikritsins í stuttu máli. Eins og áður seg- ir leikur Haraldur Björnsson Gerhard Klenow og er leikur hans hnitmiðaður í hvívetna, ekki sízt eftir að prófessorinn er orðinn blindur. Tekst hon- um afburða vel að túlka sál- gerð og viðbrögð þessa bækl- aða manns, og hefir hér enn á ný unnið eitt af sínum stóru leikafrekum. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikur Agnetu Forsberg, mjög sannfærandi, og er skapgerð- arleikur hennar mjög sterkur og geðþekkur. Þessi unga leik- kona vex með hverju hlutverki, og er tvímælalaust komin á bekk með fremstu leikkonum okkar. Baldvin Halldórsson leikur Erik Wedel, liðlega og sköru- lega á köflum. Framsögn hans er skýr, en fasið stundum held- ur yfirdrifið. Valdemar Helgason leikur Theódor Forsberg, vínsala, og skapar þar sérkennilega per- sónu, gaur og glæframenni, enda er mannlýsingin og gerfið í samræmi við þetta. Regína Þórðardóttir leikur Mariu Kristehnsen, ráðskonu hjá prófessornum og er leikur hennar öruggur og smekkvís, þótt hlutverkið sé annars ekki sérlega stórt. Loks leikur Jón Halldórsson Laxdal hótelþjón, lítið hlut- verk — aðeins augnabliks- mynd. Leiktjöld hefir Lárus Ing- ólfsson gert, og ljósameistari var að venju Hallgrímur Bach- mann. Að leikslokum voru leik- endur hvað eftir annað kallað- ir fram á sviðið og þeim þökk- uð góð frammistaða með dynj- andi lófataki. Kolon. En þeir menn, sem dæmdir eru til farigelsisvistar fyrir afbrot, sem þeir hafa framið undir áhrifum áfengis, eru ekki nema lítill hluti þess mikla fjölda, sem er hjálpar þurfi, vegna þess, að lífshamingja þeirra er í rústum eða í veði, af völdurn afengisnautnar. Þab vorar við Reyk- holtshver. f Biskupstungum er nú orðið all vetrarlegt, eins og víðast hvar austan fjalls. Allmikill snjór eftir því sem liér gerist og erfiðleikar með mjólkur- og mannflutninga og alla aðdrætti. Mjólkurbílar hafa þó komið flesta daga, en stundum teppst og einir tveir eða þrír brotnað í þeim hörðu átökum. Þrátt fyrir þetta má segja að vori við Reykholtshver en hér er nú risið upp eitt meðal stærstu gróðurhúsahverfa lands ins, og héðan fá Reykvíkingar fyrstu gúrkurnar og fyrstu tó- matana á vorin, en aðal fram- leiðsla garðyrkjustöðvanna hér eru tómatar og gúrkur. í fyrstu húsin voru gróðursettar tómata plöntur um miðjan janúar. Eru það plöntur sem sáð var til í haust. Þá hefur verið gróður- Sett í gúrkuhúsin fyrir nokkru og þessa dagana er unnið að því að „planta út“ þeim tómata- plöntum sem sáð var til um ára mót. Það má því með sanni | segja að það vori í gróðurhús- j unum, þótt. vindsvalur. vetur sé , utan veggja þeirra. | Fyrstu gúrkurnar héðan i koma svo á Reykjavíkurmark- að í apríl-byrjun og dæmi eru til að þær hafa komið í marz- lqki., Fyrs[tu; tómatarnir koma svo um þkð ’bii mánuði séiriha eða í maíbyrjún. Á s.l. ári átti gróðurhúsa- ræktin erfitt uppdráttar, vegna hins gífurlega ávaxta-innflutn- ings og var það þessari ungu atvinnugrein mikið áfall. í ár c. ,, , , * , , , .............. mm/m mmm - i ■■r— ,erumennþóvongóðir ogtreysta Sjaiuan hefur verið mein þorf a þvi en nu, að islenzka ;KLi«|H m. a. á æðri sem lægri máttar- þjóðin leitist við, samstillt og af góðum hug, að stuðla að því, vuld ; þessum cfnum. að mikill sigur vinnist í þeirri baráttu, að vernda heimilin í st. Þ. landinu. Og um það ættu menn,. hvar í fylkingu sem þeir standa, að geta verið sammála, að stefna beri að því marki, Haraldur Björnsson, sem Gerhard Kienow prófessor og Guð- IBEZTABAUGLTSAIVBI þótt menn greini á um Jeiðirnar. ^ j björg Þorbjarnardóttir, sem Agneta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.