Vísir - 23.03.1954, Side 1

Vísir - 23.03.1954, Side 1
44. árg. Þriðjmlaginn 23. marz 1954. 67. ib!. Á myndinni sjást Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri S.V.R. o. fl. gestir, í hinum nýja strætis- vagni bæjarins. Sjá frásögn á 8 síðu. Versnandi hagur togara- útgerðarinnar Erfféleikarnir ræddir við ríkjsstjórnina. Vísi hefir borizt greinargerð frá stjórn Félags ísl. botnvörpu- skipaeigenda um hag togaraút- egrðarinnar. Leiðir hún skýrt í ljós erfið- leikana, sem við er að etja, en þeir eru þess eðlis, að ekki mun verða úr bætt, nema með opin- berum aðgerðum. Stjórn F.Í.B. hefir rætt við rikisstjórnina um málið og má gera ráð fyrir, að hún leggi það fyrir Alþingi til úrlausnar. Að þeim erfiðleik- um, sem hér er um að ræða, hefir nokkuð verið vikið áður hér í blaðinu, en rétt þykir að birta greinargerðina í heild, og fer hún hér á eftir: Á síðastliðnu ári fór hagur togaraútgerðarinnar versnandi. Stafaði það af minnkandi afla- brögðum togaranna, samfara meiri eyðslu á - veiðarfærum og dýrari rekstri, en það mátti rekja sumpart tií útfærslu landhelginnar og aukins ágangs erlendra togara við ísland. Brezki íogarinn, sem strandaði við Akurey náðist á flot Brezkur togari strandaði við Akurey seint í gærkvöldi, og var skipshöfninni, 21 manni, bjargað. Um klukkan 6 í morgun tókst Sæbjörgu og‘ dráttarbátnum Magna að ná togaránum á flot og drógu þau hann inn í Reykja víkurhöfn. Togari þessi heitir Brunham og er frá Hull. Var hann á leið inn til Reykjavík- ur með tvo sjúka menn, þegar hann strandaði. Slysavarnadeildin Ingólfur fékk tollbátinn til þess að fara út að skipinu, og tókst allri á- höfninni að komast úr togaran- um niður í tollbátinn, og kom hann með skipshöfnina til Rvik ur um kl. 1 í nótt, en Sæbjörg og Magni fóru út að hinu strand aða skipi og láu við það í nótt, og tókst að draga það á flot um kl. 6 í morgun. Vegna aflatregðu færðust veiðarnar í það horf, að lengur var haldið áfram veiðum þó veður versnaði, togað á meira dýpi og verri botni og meira vélaafl notað, auk þess sem sækja varð á fjarlægari mið á ísfiskveiðum. stundum með mjög misjöfnum árangrí. Allmörg eða flest skipanna urðu að selja aflann til frysti- húsa að einhverju eða öllu leyti. Var fiskur þessi seldur langt undir framleiðslukostn- aði. Þá hafði verð á saltfiski stórlækkað þ. e. um 15—20%, en tilkostnaður við rekstur skipanna aukizt, útgerðarvörur hækkað í verði, sömuleiðis við- hald skipanna. Mátti rekja tvennt hið síðasttalda til minnk- aðra siglinga skipanna til ann- arra landa og færri kunnáttu- manna um borð í þeim. Mögu- leikar til að verka allan aflann voru ekki fyrir hendi hjá tog- urunum þar sem húsakost vantaði tilfinnanlega fyrir salt- fisk og skreið. Olli þetta að- stöðuleysi togurunum oft og tíðum beinlínis tapi, þar sem ýmist varð að selja aflann beint úr sjó eða geyma hann við ó- fullnægjandi skilyrði, sem leiddu af sér aukinn vinnu- kostnað og lélegri framleiðslu. Vegna tregrar sölu og langrar geymslu varð vaxtakostnaður óeðlilega mikill. Er að hausti kom, var flest- um, sem við togaraútgerð fást„ það Ijóst, að alvarlegir fjár- hagsörðugleikar steðjuðu að togaraútgerðinni almennt.. Benti flest til þess, að úr þeim örðugleikum yrði ekki bætt, nema með opinberum aðgerð- um. Af venjulegri bjartsýni von- uðu eigendur og forsvarsmenn togaranna þó í lengstu iög, að aukinn afli eða hækkað mark- aðsverð á afurðum togaranna og auknar siglingar á e^lenda markaði, kæmu í hlut þeirra þótt fátt benti til þess, þannig að fjárhagssvandræðin læknuð- Frh. á 7. síðu. Höri átök í Kópavogi. Enn standa yfir harðar deilur og furðuieg átök í hópi Alþýðu- flokksmanna í Kópavogi. 1 gær var haldinn aðalfund- ur Alþýðuflokksfélagsins í Kópavogi. Þá bar það til tíð- inda, að borin var upp tillaga um að reka Þórð Þorsteinsson hreppstjóra úr félaginu. Fund- armenn felldu þessa tillögu, og tókst ekki að bola Þórði úr fé- laginu, en við þessi viðbrögð reiddist formaður svo illa, að hann gekk af fundi, og fylgdi honum Hagalín og fleiri and- stöðumenn Þórðar. — Nú mun Þórður hafa í hyggju að efna til fundar á næstunni og hugs- ar hann þeim Hagalín og' Co, þegjandi þörfina. Miklar skemmciir í Slökkviliðínu íókst að afstýra stórbnma. Hörð bridgekeppni bæjarstarfsmanna. Sjöuuda og síðasta umferð í sveitarkeppnni Starfsmannafé- lags Keykjavíkurbæjar var spil uð í gærkvöldi. Keppni þessi ætlar að verða mjög tvísýn, því að sveitir bæj- arverkfræðings og A-sveit Raf magnsveitunnar eru jafnar með 9 stig hvor, og verða að spila til úrslita. Úrslit í gær urðu annars þessi: A-sveit Rafm.veitunnar vann A-sveit slökkviliðsins. A-sveit bæjarskrifstofunnar gerði jafn- tefli við sveit bæjarverkfræð- in"s. B-sveit Rafmagnsveitunn ar vann B-sveit bæjarskrifstof- unnar. B-sveit slökkviliðsins sat hjá. í morgun kviknaði í húsinu Laugaveg 20, og urðu miklar skemmdir á herbergjum á þriðju og f jórðu hæð hússins og innanstokksmunir gereyðilögð- ust í herberginu, þar sem eld- urinn kom upp. í húsi þessu er verzlun Krist- ínar Sigurðardóttur á neðstu hæðinni, og slapp verzlunin al- veg við skemmdir og sömuleiðis íbúðarhæðin næst fyrir ofan verzlunarhæðina. Eldurinn kom upp í herbergi götumegin á 3ju hæð, en yfir því er timburíoft og veggir allir þiljaðir innan og stoppaðir með hefilspónum. Þetta herbergi brann algerlega iog eldurinn stóð út um glugga þéss, þegar slökkviliðið kcm á vettvang. í herberginu var mik ið af innanstokksmunum og eyðilögðust þeir allir. Úr þessu herbergi læsti eldurinn sig upp eftir þiljunum og í loftið fýrir ofan og komst í herbergi beint upp af, og áfram úr því, upp á fimmtu hæð, en þar er þurrk- loft. Varð slökkviliðið að rífa öll þil í þessum herbergjum tii þess að komast fyrir eldinn, enda logaði glatt í hefilspónunum í veggjunum. í herberginu á fjórðu hæð tókst að verja hús- gögnin bruna, en miklar skemmdir urðu þarna af reyk og vatni. Vopnaiir drengir ráðast inn í verzlun. Hóta að skjóta starfsmann fyrirtækisins. Gekk slökkviliðið mjög ötul- lega til starfs o gforðaði þarna stórbruna, enda urðu skemmd- ir minni en áhorfðist í fyrstu, en reykur og eldur var mjög mikill á tímabili. Eigendur hússins að Lauga- veg 20 eru börn Ingvars heitins Sigurðssonar. Ckunnrgt er um upptök eldsins. í gær skeði sá einstæði at- burður inni í einni verzlun bæj aríns, að drengir vopnaðir skammbyssu réðust inn í verzl- unina og hótuðu að skjóta verzl unarmanninn ef hann léti ekki að vilja þeirra. Þessi atburður mun hafa skeð á 5. tímanum í gærdag og átti sér stað í verzlun í einu út- hverfi bæjarins. Drengirnir voru fjórir sam- an, á að gizka á aldrinum iO —12 ára og hafði einn þeirra hlaðna skammbyssu að vopni. Áður en þeir komu inn í verzl- unina höfðu þeir hleypc skoti af utanhúss og að því er sjón- arvottar töldu, hafði það skot farið mjög nálægt telpukrakka, sem þar var úti. Þegar inn í verzlunina kom var þar fyrir starfsmaður fyr- irtækisins, en ekki annað fólk. Sagði þá fyrirliði drengjahóps- ins starfsmanni verzlunarinn- ar að rétta upp hendurnar, ella yrði hann skotinn þar á staðn- um og miðaði um leið á hann byssunni. En maðurinn gerði sér lítið fyrir, réðist á strákana og af- vopnaði skyttuna. Við það lögðu drengirnir allir á flótta, tvístr- uðust sitt í hvora áttina og hlupu sem fætur toguðu. Maðurinn kærði atvik þetta til lögreglunnar og mun henni hafa tekizt að afla upplýsinga um nöfn og heimilisföng drengj anna. Við athugun á skotvopninu kom í Ijós, að það var hlaðið nokkrum kúlum. Var ekki um ölvun að ræða. í frásögn Vísis í gær af mann'. sem ekið hafði á ljósa- staur í fyrrinótt, en síðan horf- ið af staðnum var það rang- hermi að maðurinn hafi verið ölvaður. Var sú frásögn á mis- skilningi byggð og leiðréttisí hérmeð. Ný boðorð K.K. Steínckes. Boðorðin gömlu — og tillögur um ný. í Danmörku eru nú miklar umræður um það, hvort boðorð Móses séu ekki orðin úrelt að ýmsu leyti og hvort ekki sé þörf á að setja ný boðorð. — Nokkrir þekktir menn hafa komið með tillögur í þessu efni, þeirra á meðal einn þekktasti stjórnmálamaður Dana, fyrvv. dómsmálaráðherra, K. K. Steincke. — Boðorð hans eru þessi: 1. Þú skalt ekki trúa neinu aðeins vegna þess, áð aðrir trúa því, en alltaf fylgja sannfæringu þinni. Þú skalt forðast allt kyn- þáttahatur. Sýndu ættjarðarást þína í því einu að fórna landi þínu og þjóð vinnuafli þínu. Þú skalt vinna að borgara- legu jafnrétti án tillits til stétta. Dæmdu aldrei neinn, hvorki menn né málefni nema þú megir til og þá skaltu hlusta vel á mál- efnaflutning deiluaðila áð- ur en þú dæmir. Hlustaðu ekki á slúðursög- ur og verndaðu friðhelgi einkalífsins. 7. Þú átt ekki að ljúga, þ. e. þú mátt ekki dylja þann sannleikans, sem samvizka þín segir þér, að eigi heimt ingu á að fá að heyra hann. Gerðu borgaralega skyldu þína. Hlýddu gildandi lög- um jafnvel þótt þú berjist fyrir að fá þeim breytt. Efndu alltaf það, sem þú lofar, jafnvel loforð, sem þú gefur hinu kyninu. Berstu gegn öllum — líka þínum — tilfinningatrufl- unum og öllu því, sem þeim fylgir, svo sem öfund, nagi, hatri og hefnd. 2. 3. 4. 5. 6. 8. 9. 10. Dagbladet í Oslo segir frá því nýlega að Þjóðleikhúsið hafi sýnt Æðikollirin í tilefni ártíðar Holbergs. Blaðið getur þess að forseti íslands hafi verið meðat áhorfenda, ennfremur haíi Rysst og Bodil Begtrup verið a sýningunni. Meðal annarra á- horfenda voru íslenzka ríkis- stjórnin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.