Vísir - 25.03.1954, Síða 8

Vísir - 25.03.1954, Síða 8
| VlSIR er ódýrasta blaSið og bó bað fjðl- breyttasta. — HringiS í síma 1660 og geríst áskrifendur. VESKlt tfttr Þetr sem gerast kaupendur VÍSIS fcfttr 10. hvers mánaSar fá blaðiS ókeypis til mánaðamóta. — Simi 1660. Fimmtudaginn 25. marz 1954. Lokaorð Molotovs um rússnesku konurnar, sem áttu brezka menn. Fjórum Bretum, sem áttu rússneskar eiginkonur, var ný- iega tilkynnt frá Moskvu, að konurnar jhefðu skilið við bær. Brezka stjórnin hefur marg- sinnis reynt að fá leyfi rúss- neskra stjórnarvalda fyrir þær, til þess að fara til eiginmanna sinna, og horfði um tíma væn- legar, því að leyfi hafði fengist fyrir eina. Seinast hreyfði Eden málinu við Molotov á Berlínar- Færeysku brídgespðar- arnír komu í morgun. Eins og Vísir hefur áður skýrt frá, voru væntanlegir hingað 5 færeyskir bridgespilarar og komu þeir með, Dronning Alex andrine í morgun. Auk þess sem Færeyingarn- ir keppa við Reykvíkinga í hæjarkeppni er hefst á morgun, keppa þeir við Selfyssinga dag- ana 31. þ. m. til 2. apríl, við Akurnesinga 3. og 4. apríl, við Hafnfirðinga 5.—6. apríl og við Keflvíkinga miðvikudaginn 7. apríl og verður það síðasta keppni þeirra hér á landi. Hér í Reykjavík taka Fær- eyingarnir þátt í fjórum keppn um, í fyrsta lagi bæjakeppni milli Rvíkur og Þórshafnar. í öðru lagi parakeppni dagana 28. og 29. þ. m., sveitakeppni mánudaginn 29. þ. m. og loks keppni við bridgekvennameist- ara Reykjavíkur, sem verður háð 30. þ. m. Landlega í verstöðvum. Bátar í verstöðvum hér suð- vestan lands reru ekki í gær vegna óhagstæðs veðurs. Hins vegar reru flestir bátar frá verstöðvunum í gærkvöldi og eru á sjó í dag. Leikarar efna fli kvöldvoku t Þjóðieikhiísiiiu. Eftir helgina efna leikarar til fjölbreyttrar kvöldvöku í Þjóð leikhúsinu. Eins og kunnugt er, hafa leik arar haldið uppi kvöldvöku- starfsemi undanfarin ár, og hafa kvöldvökur þeirra jafnan þótt skemmtilegar og notið mikilla vinsælda, enda hæg heimatök- in hjá leikurum um öflun skemmtikrafta. — Undanfarna vetur hafa kvöldvökurnar venjulega verið haldnar í ein- hverju af samkomuhúsum bæj arins, en að þessu sinni verða þær með nokkuð öðru sniði en tíðkaazt hefur, þar sem þær verða haldnar í Þjóðleikhúsinu og skemmtikraftarnir koma fram á leiksviði þess. Fyrsta kvöldvakan mun verða á mánudagskvöldið, og þar munu koma fram margir af kunnustu leikurum bæjarins og hefur heyrzt, að sumir leikar- anna muni koma fram í kunn- um gerfum Úr leikritum. Mun skemmtiskráin á margan hátt vera nýstárleg og vekja hjá á- liorfendum gleði og kátínu. ráðstefnunni. En það bar ekki árangur. Á undangengnum tíma, með- an þessi barátta stóð, var sex rússneskum konum, sem giftar voru Bandaríkjamönnum, að lokum leyft að fara til þeirra, og einni, sem var gift manni frá Chile. Ekki hafa verið birtar neinar nánari skýringar á þessu, en þar til þetta gerðist var ekki annað vitað í London, en að konurnar vildu fara til manna sinna, eins og þær höfðu lengi þráð. Fyrir nokkru var birt fregn um, að a. m. k. ein þessara kvenna væri í fangabúðum. En nú hef- ur Molotov sem sagt tilkynnt, i að konur þessar hafi skilið við eiginmenn sína, en því er var- lega trúað í Bretlandi, að þær hafi óskað skilnaðar af frjálsum vilja. Líklegast þykir, að þær hafi fengið um það fyrirskpun, fi'á „æðri stöðum“. Föstbræöar fara ntaa í haust. Karlakórinn Fóstbræður efn- ir til söngfarar í haust til meg- inlands Evrópu og Bretlands. Vegna söngfararinnar hefur verið skipuð utanfarar- og fjár öflunarnefnd og ræddi hún við fréttamenn í gær. Á sunnu- dagskvöldið efnir kórinn til íjöl breyttrar kvöldvöku í Sjálf- stæðishúsinu til fjáröflunar fyr ir utanförina, og verða kvöld- vökur þessar haldnar eitthvað fram eftir vorinu, eftir því sem aðsóknin verður. Þá hefui kór- inn ákveðið að efna til happ- drættis síðar í vor, en vinn- ingurinn er fallegt sumarhús og norsk snekkja, og mun bæði húsinu og bátnum verða kom- ið fyrir á Lækjartorgi eða þar í grennd, og þar mun kórinn öðru hvoru láta til sín lieyra. Ráðgert er að kórinn far^St- an 1. september og verði ná- kvaémlega mánuð í förinni. — Verður farið beint til Þýzka- lands með flugvél, en enn frcm ur syngur kórinn í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Englandi og Skotlandi. Auk konsertanna mun hann syngja í útvarp í öll- um þessum löndum. — Söng- stjóri er Jón Þórarinsson, ein- söngvari Kristinn Hallsson og undirleikari Carl Billich. Æf- ingar á söngskránni fyrir utan- förina hófust strax upp úr ára- mótum í vetur. 10 myndir seldar á sýningu Magnúsar Arnasonar. í gærdag höfðu 10 myndir selzt á málverkasýningu Magn- úsar Árnasonar í Listamanna- skálanum. Sýningin var opnuð á laug- ardaginn var, og hafa um 500 manns sótt hana fyrir utan boðsgesti, sem voru æði marg- ir. Sýningin er opin daglega írá kl. 11 til 11. 1 Eýkur í kvöid. Seinni hluti sundmóts K.R. fer fram í kvöld og hefst kl. 8y2. Ef dæma má eftir hinum góða árangri, sem náðist á fyrri hluta mótsins s.l. þriðjudag, má ætla, að sundmenn okkar, sem nú eru í mjög góðri þjálfun, höggvi nærri íslandsmetunum, en nú þegar hafa verið sett þrjú íslandsmet á KR-mótinu. Auk þess verða sýndir sund- ballettar og skrautsund, en hvort tveggja vakti mikla hrifn ingu áhorfenda s.l. þriðjudag. í kvöld verður keppt í þess- um greinum: 100 m. skriðsundi kvenna, en þar er keppt um flugfreyjubikarinn, sem gefinn var af Rögnvaldi Gunnlaugs- syni til minningar um systur hans, barn, sem fórst í flugslys inu í Héðinsfirði. Núverandi handhafi er Helga Haraldsdótt ir, KR. Einnig verður keppt i 100 m. skriðsundi karla, 100 m. bringusundi drengja, 100 m. baksundi karla, 50 m. bringu- sundi karla, 200 m. bringusundi kvenna og 4x50 m. skriðsundi kvenna. Eins og fyrri daginn verður aðeins keppt í einum riðli í hverri grein. V.b. Ægi í Þorlákshöfn rak á Sand í ofviðri. I\!æ$t senniiega á fiot iítt skemmdui'. • Innanríkisráðherra Austur- ríkis hafnaði fyrir nokkru kröfu hernámsstjóra Rússa um að fjarlægð yrðu spjöld, er fest höfðu verið upp í rússneska hernámsshlutun- um, í andúðarskyni við Molotov. Frá fréttaritara Vísis — Eyrarbakka í morgun. j I fyrr’inótt skall á austan of- viðri með slyddu og síðar rign- ingu. Veðurhæð var svo mikil, að 11 símastaui-ar brotnuöu milli Selfoss og Eyrarbakka. í Þorlákshöfn rak vélbátinn Ægi á land. Þetta er 22. lesta bátur og skemmdist hann lítið. Hann er ekki talinn í hættu, því að hann rak upp á UnubÖkkum, þar sem staðhættir eru miklu betri en fyrir framan sjálft þorpið. — Tilraun átti að gera til þess að ná út bátnum, en hætt mun hafa verið við það. vegna þess að brimaði. Ekki er kunnugt um skemmd ir aðrar en þær, sem að ofan greinir. Aflabrögð hafa verið mjög léleg að undanförnu. Frá Eyr- arbakka eru gerðir út 4 vélbát- ar, 10—28 lestir, en 6 frá Þor- lákshöfn. Frá Landssímanum hefur Vís ir frétt, að nokkrir staurar hafi lag'zt á hliðina í mýri undir Eyjafjöllum, en þeir brotnuðu ekki. Var þetta í fyrradag og var viðgerð lokið kl. 7 um kvöld ið og fjölsímasamband komið á aftur við Austurland. — Hvergi annars staðar var simatjón í fyrrinótt af völdum veðurs, nenia milli Selfoss og' Eyrar- bakka. Veðurhæð í gærmorgun nam 6—8 stig, en -vafalaust verið miklu hvassara í fyrrinótt, eink um sunnanlands. Norðanlands og austan var mun hægara. Frá haodknatt- leiksmótínu. í gær fóru 7 leikir fram í Handknattleiksmeistaramóti Is- lands að Hálogalandi. f 3. flokki karla B flokki vann Valur Í.R. 4:3. í 2. fl. kvenna sigraði Ármann K.R. 6:2, í meistaraflokki kvenna gerðu Valur og Þróttur jafntefli 8:8. í 3. flokki karla A flokki, A- riðli vann Valur F.H. 8:7, og í sama flokki B-riðli vann f.R. Ármann 13:5. í 1. flokki karla vann Valur Fram 9:5 og í sama flokki sigraði Ármann Þrótt 13:10. Næstu leikir fara fram á föstudaginn kemur. Hljómleikar flughersins, Ágóbmn varÖ kr. 40.844.41 í gær var Sambandi ísl. berkla sjúklinga afhentur ágóði sá, er varð af hljómleikahaldi sym- fóníuhljómsveitar Bandaríkja- flughers í mánuðinum sem leið. Athöfnin fór fram á heimili Edwards B. Lawsons, sendi- herra Bandaríkjanna. Björn Jónsson afhenti SÍBS ávísun að upphæð kr. 40.844.41, f. h. Tótx listarfélagsins, sem hafði milli- göngu um hljómleikana. Marí- us Helgason, forseti SÍBS, veitti upphæðinni viðtöku með stuttri ræðu, þar sem hann þakkaði öllum, sem stuðlað hefðu að því, að hin bandaríska hljóm- sveit kom hingað og hélt hljótn leikana, einkum sendiherra Bandaríkjanna, Lorimer Moe menningarfulltrúa Tónlistarfé- laginu, yfirmanni varnarliðs- ins og öðrum aðilurn. Miklar hveitíbirgðir í Kanada og lágt hveitiverð áhyggjuefni. Kanadamenn eiga miklar þveitibirgðir, sem þeir geta ekki komið út. Hveitisalan hefur gengið mjög erfiðlega, í fyrsta lagi vegna þess að uppskeran í Evrópulöndum var ágæt, og Bre+ar hafa haldið að sér hend- inni með hVeitikaup, í von um verðlækkun. — Hinar miklu hveitibirgðir stafa af því, að uppskeran hefur orðið feikna rnikil tvö ár í röð. Veldur þetta bændum állmiklum áhyggjum, en Howe atvinnumálaráðherra og Mclvor yfirmaður Hveiti- ráðsins, revna að hugga bænd- ur með því, að það sé þó betra að hafa meiri birgðir en hægt er að selja, heldur en að geta ekki fullnægt eftirspurninni. Auk framleiðslunnar 1953, sem nam 614 miílj. skeppa átti Kanada 362.700.000 skeppa eftir af uppskerunni 1952. — Hinn 1. janúar sl. voru óseldar birgðir 700 millj. skeppur, en um áramótin næstu á undan 585 millj. Hveiti seldist fyrir $2.03' í ágúst, en er nú $1.79 og kann enn að lækka. í Bandaríkjunum er annað fyrirkomulag en í Kanada. Þar var innanlandsverð hækkað, þrátt fyrir hlutfallslega eins miklar umframbirgðir og í Kanada. Enginn innflutningur á hveiti á sér stað í Bandaríkj- unum. Bandarískir bændur, sem selja ríkisstjórninni hveiti, fá $2.20 dollara fyrir skeppuna, þótt verð á innanlandsmarkaði sé 2 dollarar. Flytja Banda- ríkjamenn út umframbirgðir af niðurgreiðslugrundvelli, til þess að geta keppt við Kanadamenn. Kanadiskir bændur verða ekki neinna niðurgreiðslna aðnjót- andi og Hveitiráðið selur hveiti á innanlandsmarkaði fyrir sama verð og er á heimsmarkaðinúm. Framtíð New York — Frh. af 1. síðu. staðfesting á réttinum til þess að koma fram fyrir hönd hafn- arverkamanna í New York væri hið raunverulega deiluefni. Samt gerðist það skömmu síð- ar, að Bradley forseti ILA hvatti verkamenn til þess að hverfa aftur til vinnu sinnar. Félagið kann að verða fyrir 100.000 dollara sekt og forsprakkarnir eiga það yfir höfði sér, að fá fangelsisdóm, segja blöðin hér. Vinna við afgreiðslu skipa lagðist niður við allar hafnar- bryggjur nema fjórar og mörg skipafélög sendu skip sín til annara hafnarborga. Menn hafa nú orðið miklar áhyggjur um framtíð hafnar- innar. Úrskurðar um aðaldeilu- efnið er vart vænst fyrr en eft- ir 5—6 vikur og þar til kunna verkföll að valda stórkostlegum erfiðleikuni, þótt hitt sé einnig til í dæminu, að úr leysist fyrr. Meðal skipa sem tafist hafa af völdum verkfallanna er Eim- skipafélagsskipið Tröllafoss... • Bandai'ísk kona, Dianna Bixby, ætlar að gera tilraun til þess að setja nýtt met C hnattflugi. Hún hefur verið í æfingaflugferðum að und- anförnu í Kaliforniu. Hún flýgur í umbyggðri Moqu- ito-sprengjuflugvél, og flýg- ur ein síns liðs. Hún er gift, 31 árs, og tveggja barna móðir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.