Vísir - 26.03.1954, Qupperneq 4
VlSIB
Föstudaginn 26. marz 1954.
, íÍj J . DAGBLAÐ
|: j Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
i b | Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (finun línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hvad er í\¥íT¥
/ knikm^4aheitninum ?
•;« ■■■■ íiiii ■■■■ iiiil ■■■■ iiiii ■■■■ líii! ■■■■ li ■■■■ iliii ■■■■ iiiii ■■■■ Siii ■■■■ |
Eiginma&ur gættí barna, —
konan vawi fyrir fjöi
Susan Hayward kunni ekki viö þetta
ástand, og fékk skilnað.
Skattamálón.
TT'ins og vænta mátti var Tíminn fljótur að láta lesendum
sínum í té leiðbeiningar um það, hverjum þakka skuii
breytingar á skattalöggjöfinni, sem felast í frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar. Það eru auðvitað Framsóknarmenn, sem hafa
barist fyrir því máli og ekki unnt sér hvíldar fyrr en þeir
höfðu komið því í gegn í pkisstjórninni! Samkvæmt upplýs-
ingum Tímans hefur flokkurinn „um skeið“ beitt sér fyrir
skattalækkun og endurskoðun skattalaganna. Eysteinn Jóns-
son skipaði nefnd, og flokksþing Framsóknarmanna s.l. ár var
látið gera samþykkt um að vinna að lækkun skatta. Þar með er
augljóst, hverjum heiðurinn ber.
En gleymir ekki Tíminn að geta þess, sem á undan var
gengið þegar þetta ,,skeið“ hófst, sem Framsóknarmenn
hafa haft áhuga fyrir skattalækkun? Voru það ekki Sjálfstæðis-
menn, sem báru fram þingsályktunartillöguna um endurskoð-
un skattalaganna, sem samþykkt var á þinginu 1952? Var
nokkuð annað fyrir Eystein Jónsson að gera en skipa nefndina,:
eftir að þingið hafði samþykkt þessa tillögu Sjálfstæðismanna? i
Sjálfstæðismenn hafa ekki „um skeið“, heldur alla tið barizt
fyrir margskonar leiðréttingum á þessari löggjöf. Erfiðasti (
andstæðingurinn sem þeir hafa átt þar við að etja, hefur alltaf |
verði Framsóknarflokkurinn. Er því skiljanlegt að(
þetta frumvarp, sem nú hefur verið lagt fram, felur ekki ij
sér allar þær leiðréttingar, sem Sjálfstæðismenn telja nauð-(
synlegar og myndu framkvæma, ef þeir hefðu bolmagn til.
Frumvarpið er því aðeins árangur þess, sem lengst varð komistl
til samkomulags við Framsóknarflokkinn, en engan veginn
sú lausn, sem Sjálfstæðismenn hefðu helst kosið. En þar sem
skoðanamunur þessara tveggja flokka í skattamálum er svo
djúptækur sem kunnugt er, var þess vitanlega aldrei að vænta,
að stefna Sjálfstæðisflokksins yrði þar ein ráðandi, ef stjórnar-
samstarfið átti ekki að rofna.
Skattfrelsi samvinnufélaganna er mál, sem Framsóknar-
menn hafa ekki viljað ræða um breytingu á, þrátt fyrir þá'
stórkostlegu breytingu sem orðið hefur á sviði verzlunarmál-1
anna og verzlunarháttum samvinnufélaganna síðan þau ákvæði
voru sett. En meðan engin lagfæring fæst á því misræmi, sem
þessi sérstaða samvinnufélaganna skapar, hlýtur skattalög-
gjöfin að vera ranglát, því einhversstaðar verður að taka þau
gjöld, sem þessi fyrirtæki ættu að greiða.
Susan Hayward, kunn Holly-
wood-Ieikkona sem reykvískum
bíógestum er kunn, fékk nýlega
skilnað frá manni sínum, Jess
Barker, og þykir kþað í sjálfu
sér ekki í frásögur færandi.
Lengi hafði staðið í stappi um
þetta, og báðum mun hafa verið
ljóst, að ekki væri allt með
felldu, en þau munu samt hafa
reynt að leita aðstoðar sér-
fróðra manna, sálfræðinga ým-
islegra, ef ske kynni, að sambúð
þeirra batnaði. •
Nú virðist koma á daginn, að
skilnaður þeirra stafar ekki
nema að litlu leyti af sálrænum
misskilningi og erfiðleikum.
Aðalástæðan mun vera sú. að
Susan Hayward hafði um
250.000 dollara á ári, en Jess
ekki nema 500. Hún vann sem
sé fyrir heimilinu með kvik-
myndaleik sínum, en Jess sat
heima og gætti sona þeirra
tveggja. Þetta kunni tæpast
góð”i lukku að stýra, en Jess1
er talinn leikari, og segist ekki’
geta fengizt við annað starf, en
hefir þó ekkert að gera eða því
sem næst.
Upp úr þessu urðu leiðindi, (
sem meðal annars lýstu sér í ^
því, að sögn Susans, að hann
lamdi hana, gaf heijni t. d. j
glóðarauga. Slíkt þykja hvergi J
góðir mannasiðir, enda varð út-
koman sú. að Susan fekk skiln-
að og börnin þar með. Hins
vegar mátti Jess hafa þau hjá
sér um helgar.
Þetta virtist ætla að verða
með þessum hætti, en ekki alls
fyrir löngu. þegar Susan var
stödd í Mexíkó, kom Jess
,.heim“, sagði eldabuskunni að
mati'eiða handa sér og drengj-
unum, hann ætlaði sér að
stjórna heimilinu. Af þessu varð
úlfaþytur mikill, og Holly-
woodblöðin eru öll á bandi
Susans, en telja Jess lítinn
karl. — ■ Svona getur hjóna-
bandio farið.
Ekki hlæja
aö pabba!
Danny Kaye er margt til
lista lagt, meðal annars er hann
sagður sæmilegur hljóðfæra-
leikari.
Danny Kaye skemmti nýlega
í leikhúsinu í San Francisco.
Að sjálfsögðu var honum
klappað lof í lófa, og ýmsir
hlógu sig máttlausa, en einn
tilheyrandi fór að hágráta, og
grét meðan á sýningunni stóð.
Þetta var 7 ára dóttir Dannys,
sem hafði fengið að fara í leik-
húsið til að sjá pabba sinn. Hún
grét vegna þess, að hún vildi
ekki, að hlegið vaeri að pabba
sínum.
Sagt er, að það hafi tekið
Danny Kaye heila viku að
sannfæra hana um, að hann
hafi einmitt viljað láta hlæja að
sér.
Sjálfstæðisflokkurinn lofaði því fyrir síðustu kosningar að,
berjast fyrir réttlátari skattalöggjöf. Að sjálfsögðu hlaut ár-
angur þeirrar baráttu- að fara eftir atkvæðastyrk hans í þing-,
inu. Hefðu kjósendur fengið honum nægilegan liðstyrk til þess!
að koma fram stefnumálum sínum, mætti að einhverj leyti á
hann deila fyrir þetta frumvarp; en eins og aðstæður eru nú, á
hann þakkir skilið fyrir það sem hann hefur komið fram. Og þótt
Alþýðublaðið telji efndirnar litlar og að skattgreiðendur verði
fyrir vonbrigðum, og Þjóðviljinn syngi. sinn gamla söng um
svikin, þá er þó um verulega skattalækkun að ræða á öllum
almenningi og fyrst og fremst fjölskyldufólki. Kommúnistar
kalla frumvarpið að sjálfsögðu svik við alþýðuna. Hinar eilífu
kröfur þeirra um útgjalda lækkanir á öllum sviðum, en jafn-
framt fr;amkværndir áf. hálfu hins opinbera, er hagfræði, . sem
allur þorri fólks er löngu búinn að fá nóg af.-
Ritstjóri Tímans endar leiðara sinn á því í gær, að þessar
skattalækkanir hefðu ekki verið framkvæmanlegar, ef Sjálf-
stæðismenn hefðu ráðið fjármálunum einir. Þá hefðd þurft að
hækka skatta, í stað þess að lækka þá. Þessu Grettistaki hefði
enginn getað lyft nema Eysteinn Jónsson, og þess vegna sé
þjóðinni lífsnauðsyn að hann fari framvegis með fjármálastjórn
ríkisins. , . .
Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér fjármálastefnu þessara
tveggja flokka og muna eftir því öngþveiti, sem fjármál nk-
ins voru komin í þegar Framsóknarflokkurinn á sínum tíma
gafst upp og leitaði aðstoðar Sjálfstæðismanna til þess að bjarga
frá ríkisgjaldþroti, munu sennilega vera tregir til að- trúa, að
Sjálfstæðisflo-kkurin'eigi ekki einhvern þátt í því, að fjárhagur j.títZT Att AUULÍbA I 7ISI
líkissjóðs þolir nú þessa breytingu á skattalöggöfinni. ★★★
Susan Hayward, eiginmaður og
börn, — meðan allt lék í lyndi.
Von Stroheim sagður
undarlegur í kollinum.
Erich von Stroheim, leiksíjór-
inn og leikarinn þýzki, sem
margir munu minnast, ekki sízt
í sambandi við fyrri kvikmynd-
ir Marlene Dietrich, er sagður
eitthvað undarlegur í kollinum.
Hann býr nú á herragarði
sínum í Frakklandi og þykja
tiltektir hans undarlegar. T. d.
fer hann ekki á fætur 13. hvers
mánaðar, og hann fullyrðir, að
æviskeið hans sé á enda þá og
þegar. 21. grein erfðaskrár
hans mælir svo fyrir, að ekki
megi birta endurminningar
hans fyrr en að honum Íátnum.'
Þá vitum við það.
Jeanne Crain 'þykíst liafa
komizt að leyndardóminum um
hamingjuríkt hjónaband.
Hún segir, að fyrstu fimm
árin eigi konan að vera mamii
sínum auðsveip, en frá þeim
tíma pigi hún að ráða og hann
að hlýða henni í einu og öllu.
— Þá vitum við það.
Bergmál liefur áður minnzt á
það, að alls konar gluggaskreyt-
ingum.hafi mikið farið fram hjá
ari ár, og kemur það t. d.
mjög greinilcga i Ijós fyrir allar
hátiðar. Kaupmenn gera sér nú
meira far um að laða viðskipla-
vihina að og veldur þar auðvitað
miklu að samkeppnin er orðin
mikil og hefur farið vaxandi með
hverju ári. Ýmsar verzlanir kosia
miklu til að gera verzlanirnar að-
laðandi og vistlegar, og sækja
hugmyndir sínar til tízkuverzlana
annarra landa. Hjá þvi vcrður
ekki komizt að viðurkenna, að
skemmtilegra er að koma inn í
verzlun, sem er smekkleg, björt
og hrein, en þá hins vegar, þar
sem um þetta atriði er lítið sein
ekki hugsað.
Snyrtilegir gluggar.
Eg verð að segja það, og svo
munu margir aðrir gera, að ég hef
alltaf mikla ánægju af þvi að
staðnæmast við snyrtilega glugga
verzlana, hvaða vörur sem eru
þar á boðstólum. Það gleður aug-
að að sjá eitthvað fallegt, og all-
ar nýjungar vekja á sér eftirtekt,
ef snyrtilega er með hugmyndina
farið. Og þá er ég kominn að þvi,
sem olli þvi að ég fór að ræða
um verzlanir í þessum pistli. —
Verzlun ein við Laugaveginn hef
ur riðið á vaðið með nýung, sem
ég minnist ekki að hafa séð hér
áður (enda væri það varla ný-
ung). Verzlun þessi selur eitt-
hvert forláta kökudeig, sem mun
áður óþekkt vara liér. En kaup-
maðurinn, sem virðist hugmynda-
rikur í betra lagi, hefur, til þess
að sannfæra viðskiptavinina, lát-
ið baka kökur úr þeim deigteg-
undum, er hann hefur á boðstól-
um. Og getur hver, sem i verzl-
unina kemur, fengið að sannfæv-
ast um ágæti vörunnar, með því
að bragða á kökunum.
I Hagkvæmt fyrir
viðskiptavininn.
Þefta er auðvitað mjög Iiag-
kvæmt fyrir húsmæðurnar, er
koma þarna og verzla. Þær kaupa
þá ekki „köttinn i sekknum“, eins
og sagt er. Hvernig væri það ann-
ars, að Samband smávöruvérzl-
ana tækju upp þann sið að verð-
launa kaupmenn innan sam-
bandsins fyrir góðar hugmyndir,.
snyrtilegar verzlanir og góðar
gluggaskreytingar? Það eru auð-
vitað margar verzlanir, sem eiga'
lirós skilið fyrir vandaðar glugga
sýningar, og hefur áður verið um
það rætt í þessum dálki, eins og
fyrr segir. En nóg um það.
íslenzkt grænmeti.
Fyrsta íslenzka grænmetið er
nii að koma á markaðinn í Reykja
vík, en fyrir skömmu kom lítils
háttar af radísum, gulrófum og
grænkáli. Þetta er auðvitað gróð-
urhúsagrænmeti, og mun verá'
nokkuð dýrt fyrst i stað, en það
lækkar undir eins er framleiðslan
eykst með vorinu. Á næstunni
má svo gera ráð fyrir að salatið
komi í verzlanirnar. Það er fólki
alltaf ánægjuefni, þegar innlenda
grænmetið kemur á Reykjavíkur-
markaðinum. Flest innlent græn-
meti selst vel, en þó eru flokkar,,
eins og kartöflur og gulrófur,
sem mun vera mikið til af fyrra
árs uppskeru, enda var framleiðsl
an meiri það ár en dæmi eru til.
Lýk ég svo Bergmáli i dag. — kr.