Vísir - 26.03.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 26.03.1954, Blaðsíða 7
Föstudaginn 26. marz 1954. VISIR T8 ;I;‘Vmm '■■■■'§ 'áiii |i M *■■■■'■■■■' ■ii« |s ‘■iii'fi'i* | CnfiHH tieit áím | Vi æviirn tsas@ :;:í® Æ'fftír JF. vam ffrych 3Has&m0 *s 32 :j;i ::;s s;:; X ■ ■■■■ l l ■■■■ ffll ■■■■ liill ■■■!■■ sp ■■■■ !! ■■■■ ffii ■■■■ fflj ■■■■*.;! „Eg bið afsökunar,“ sagði sjóliðsforinginn, sem spurt hafði og virtist dauðskelkaður. „Eg hefi aldrei séð hann fyrr.“ Vai-pað var niður taug, sem háseti frammi í skut greip snar- lega, og því næst var reipstigi látinn síga niður að borðstokki bátsins. Doane klifraði upp stigann, og var munnsöfnuður hans ekki eftir hafandi.. Já, Ilanimond var gamall dallur, um það þurfti ekki að efast, fúaódaun lagði að vitum manns frá græn- mygluðum viðunum. í bátnum frá Stórtyrkjanum höfðu verið 10—12 menn og fylgdu þeir Doane eftir upp á þilfarið. „Svona, læknir, upp með yður.“ Peter, sem var einn eftir í bátnum greip í reipstigann, en kryplaða höndin bagaði hann og veittist honum uppgangan erfið. Hann renndi augunum í svip yfir skipverja á Hammond og' “ það skein út úr þeim, að þeir bjuggust við hinu versta. Daufir og lúpulegir höfðu þeir safnazt í hnapp við stórsigluna, 12—15 manna hópur. Það var engin furða, að ekki hafði verið reynt að verjast. Og ekki voru fallbyssumar beysnar — 6 þriggja punda fallbyssur. Doane, hressilegur og herðabreiður, gekk til móts við hinn enska sjóliðsforingja. „Eg — eg biðst afsökunar, herra,“ mælti hann skjálfandi röddu. Peter sá, að augu mannsins voru þrútin af vökum, og fingur hans titruðu. „Það eru konur og börn undir þiljum, þér — þér miskunnið yður yfir þær og leyfið ekki mönnum yðar —“ „Hvaða erkifantar haldið þér, að við séum,“ mælti Doane hvasslega. „Jæja, drengur minn, eruð þér skipstjóri á þessari fleytu?" „Ó, nei, hen’a minn, við lentum í fárviðri og stórsiglan brotn- asi. Skipstjóra og fyrsta stýrimanni skolaði fyrir borð?“ „Og hver í djöflinum eruð þér?“ Doane var reiður vegna heigulslegrar framkomu mannsins. „Brandon, herra, annar stýrimaður.“ „Jæja, þá veit'maður það. Eg er smeykur um, að þér verðið að leysa frá skjóðunni. — Burnham læknir, athugið hvort nokk- ur er veikur á skipinu. Það er áhættusamt að taka neitt að her- fangi, þar sem pest hefir komið upp.“ Tveir eða þrír bátverjar fylgdu Peter undir þiljur, en gamall íri af Hammond var þeim til leiðbeiningar. Er niður kom var honurn sagt, að þar væri hópur kvenna og barna á leið til Antigua, Tortola og annarra nálægra eyja. „Hlífið okkur, fyrir guðs skuld látið okkur lífi halda, drepið okkur ekki,“ kveinuðu konurnar. < Þessi neyðaróp komu frá einhverri vistarveru, sem virtist vera afþiljaður hluti lestarinnar. Þarna voru um það bil tíu konur og helmingi fleiri börn, sem héldu dáuðhaldi í konurnar. Börnin voru hágrátandi og skelfingu lostin. Sum reyndu að fela sig. Tvær eða þrjár konur krupu á kné og lögðu biblíur sínar að barmi sér, er þær báðust vægðar. Aðeins ein kvennanna kvart- aði ékki, hún var há og bein í baki og bar sig vel. Ekld varð ótta vart í svip hennar og var auðséð, að hún fann mjög til sín. „Verið rólegar, ykkur verður ekki gert neitt mein,“ kallaði Peter og gekk í áttina til þeirra. Hásetarnir fylgdu honum fast eftir. „Þér, frú mín —“ „Nemið staðar.“ Það var konan, sem mælt hafði. Hún miðaði á hann skamm- byssu. „Nemið staðar, eða eg skýt“. Það var ekki hótun stúlkunr.ar, sem varð þess valdandi, að Peter nam staðar, heldur hin töfrandi fegurð hennar. Jafnvel í daufri birtunni þarna undir þiljum fannst honum sem geisla-j baugur væri yfir henni. Hár hennar var svo Ijóst og bjart, að , hann hafði aldrei neitt þvílíkt séð. Hún viríist hafa fléttað það í skyndi og brugðið um bláum linda. Hún var klædd gulum silki- kjól og hún minnti hann á fagran fugl, er fangaður hefur verið og í búr settur. „Hvað á eg að gera?“ sagði annar hásetanna. „Ekkert,“ sagði Peter og hélt áfram að horfa á hina fögru konu. „Þér snúið við, herra,“ sagði konan, „þegar í stað — eða eg hleypi af.“ Hún talaði hreina ensku, en með erlendum hreim. „Það get eg ekki. Eg er skipslæknir og er hingað kominn þeirra erinda, að framkvæma læknisskoðun,“ sagði Peter rólega, „en hann var í mikiili hugaræsingu, því að hann var ekki í vafa um, að hann stóð andspænis konu, sem átti eftir að koma mjög við sögu í lífi hans. „Nei, þið eruð allir sjjóræningar. Farið eða eg sky.t.“ Rósemdarbros kom yfir varir Peter. „Byssan yðar er í ólagi. Sjáið sjálfar.“ Hún hikaði andartak og það notaði hann sér, gekk snarlega fram og greip um byssuhlaupið og beindi því upp. Hún þrýsti á gikkinn, en skotið kom í þilfarið yfir höfðum þsirrá. 1 „Guð hjálpi okkur,“ kveinuðu konumar og bömin ráku upp nýjar gráthrinur. Peter til mikillar undrunar réðst konan á hann og greiddi honum högg svo að hann riðaði. Hann hafði ekki búist við, að konur gætu verið svona sterkai’. Hann rétti öðrum hásetanum byssuna, og er konan bjóst til nýrrar árásar, brosti hann og tók hann aftur til máls: „Þér hafið vissulega ekkert að óttast, frú mín,“ sagði hann riddaralega. „Við erum ekki sjóræningjar, heldur víkingar sem fara að lögum.“ „Hvaða munur er á venjulegum sjóræningjum og amerískum víkingum?“ sagði konan-hæðnisröddu. „Þér hafið lesið of margar enskar lygafrásagnir,“ sagði Peter. Hann tók upp læknistösku sína. „Eg er læknir, hvort sem þér trúið því eða ekki.“ „Lýgi“, sagði konan og það kom hörkutillit í blágrá augu hennar. „Að kúga mig skal yður aldrei takast, en þér getið drepið mig ef yður sýnist.“ „Hættið þessum heimskuvaðli,“ sagði Peter. „Eg heitir Peter Burnham og er skipslæknir á ameríska víkingaskipinu, sem stöðvaði skip ykkar. Og hver eruð þér, með leyfi að spyrja?“ Konan varð enn stoltari á svip og svaraði: „Eg er Katrina Varsaa, barónessa, hirðmær Danadrottningar.“ „Yðar auðmjúkur þjónn, tigna frú,“ sagði Peter virðulega. Loks fór hrokasvipurinn af henni og eifthvað sem líktist brosi kom fram á hinar fögru varir hennar. Versaa ’oarónessa. ’ Þegar Peter Brunham hafði fullvissað sig um, að engin pest væri á skipinu eða alvarleg veikindi, undirritaði hann vottorð þar að lútandi. Nú var siglt áfram og var ekki nema fjórðungur mílu milli skipanna. Enginn efi var, að farmur skipsins var verðmætur, 43 IræSi- ®§ vísíndamenn fá ntenntamálaráðssfyrk. Menníamálaráð hefur út- hlutað styrk til 43 eftirtalinna) vísinda- og fræðimanna, og I nema styrkirnir frá 1000—3000 krónum: Agnar Þórðarson, bókayörð- ur. Arni Böðvarsson, cand. mag. Asgeir Hjartarson, cand. mag. Baldur Bjarnason, mag. art. Barði Guðmundsson, þjóð- skjalavörður. Benjamín Sig- valdson, fræðimaður. Berg- steinn Kristjánsson, fræðim. Bjarni Einarsson, fræðim. Björn R. Árnason, fræðim. Björn Th. Björnsson, listfr. Björn K. Þór- ólfsson, bókav. Björn Þorsteins- son, cand. mag. Eiríkur Hreinn Finnbogason, cand. mag. Eyj- ólfur Guðmundsson, fræðim. Finnur Sigmundsson, lands- bókav. Geir Jónasson. bókav. Gils Guðmudsson, alþm. Guðni Jónsson, dr. phil. Haraldur Sigurðsson, bókav. Hróðmar Sigurðsson, kennari Indriði Indriðason, fræðim. Jakob Benediktsson, magister. Jóhann Hjaltason, skólastj. Jóhannes Örn Jónsson, fræðim. Jóhann Sveinsson, cand. mag. Jón Gíslason, dr. phil. Jón Guðna- son skjalavörður. Jón Sigurðs- son, bóndi. Jónas Kristjánsson, cand. mag. Konráð Vilhjálms- son, fræðim. Lárus Blöndal, bókav. Magnús Björnsson, bóndi. Ólafur Jór.sson, ráðun. Ólafur Þorvaldsson, þingvörð- ur. Sigurður Ólafsson, fræðim. Skúli Þórðarson, mag. art. Stef- án Jónsson, bóndi. Sveinbjörn Beinteinsson, bóndi. Sverrir Kristjánsson, sagnfr. Tryggvi J. Olsson, próf. Þórður Tómas- son, fræðim. Þórnallur Þorgils- son, bókav. Þorkell Jóhannes- son. prófessor. Píanótónleikar Gísla Magnússonar. Krisíján Guðlaugsson, hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—5. Austurstræti 1, Sími 3400. Ungur píanóleikari, nýkom- inn heim frá framhaldsnámi í Sviss, lét til sín heyra á þriðju- dags- og miðvikudagskvöld í Austurbæjarbíó á vegum Tón- listarfélagsins. Á efnisskránni voru partita Bachs í d-dúr, Waldstein-sónata Beéthovens, fjögur píanólög eftir Brahms, sjö stutt lög' eftir Hönegger og f-moll ballaða Chopins. Gísli Magnússon hefur áður látið til sín heyra opinberlega, og uppfyllir hann nú hinar djörfustu vonir, sem menn höfðu gert sér um hann, sökum óvenjumikils námsframa og sjálfstæðs skilnings á verkefn- unum, er hann sýndi þegar í æsku. Hann hefur á undan- förnum árum lagt mesta rækt við lýtalausa og fyrirhafnar- lausa tækni, og leikur hann; sum lögin með svo fáguðum tilþrifum, að minnir á vand- lega skyggðan gimstein. Þvi miður er þroska hans enn svo háttað, að hin hnitmiðaða tækni vill bera anda og inm- : hald verkanna ofurliði. Tókst honum engu að síður að blása miklu lifi í sum þeirra, við- fangsefna, er mestu máli slciþtu. Sérstaka hrifningu mína "vakti nieðferð hans á| Brahms-lögunum, þar sem | hann laðaði mikið fram af j hinum djúplæga skáldskap, og j hin rösklega, gamansama með- i ferð . hans á smálögum j Honeggers. Með Gísla Magnússyni hefur öfuggur liðsmaður bætzt í hóp j íslenzkra tónlistarmanna, og j má mikilla afreka af honum; vænta, þegar honum vex j reynsla og þroski. Byggir í hann þá á hinum traustasta j , grundvelli: yíirgripsmikilli tækni, vandvirkni og.fágun og miskunnarlausri r j álf sgagn- rýni. B.G. Á kvöldviikunni. Hinar sífelldu fréttir blað- anna víðsvegar um veröld umj kvennamorð, nauðganir, árásiri og rán á einsamlar konur í skógum úti eða á fáförnum strætum, hafa orðið til þess ac$ konur hafa víða um lönd bund- izt samtökum um að læra ogj æfa sjálfsvörn. I Berlínarborg einni erU' hvorki fleiri eða færri en 17' félög kvenna sem hafa það ein -< göngu á stefnuskrá sinni að æfa hina japönsku fjölbragða og sjálfsvarnarglímu „jiu-< jitsu“. Flestir nemendanna taka eig- inmennina með sér og æfa sigl á þeim. Er þá stundum allharð- ar sviptingar, sem lykta jafnan með sigri þess sem kunnáttuna hefur. En einkum þykir það til- komumikil sjón þegar kennar- inn fyrirskipar: „Viðbúnar! Fleygið peyjunum aftur yfin axirnár ó ykkur! Nú!“ CíHU AÍMl Úr Vísi fyrir 35 árum: Eftirfarandi fréttir birtuzt í Vísi 24. marz 1919: Rottuplága. „Rottur eru mesta landplága og skaðræðisdýr, hvar, sem þær ná bólfestu. Bændur á Bret- landi hafa stofnað allsherjar félag til eyðingar á rottum, og’ hefir m. a. komið til orða, að drepa þær með eiturgasi, því að í ófriðnum urðu menn þess var- ir, að þær hurfu úr skotgröfun- um þegar eiturgas komst í þær, en voru annars mjög ásæknar, og illt að verjast þeim. Mörg tormerki eru talin á því, að nota eiturgas í þessu skyni. en líklegt þykir.' að það muni reynast vel, þar sem því verður við komið.“ „Sand og möl er nú verið að flytja sunnan úr sundum á hafnarpramman- um og er haft að ofaníburði á hafnarbakkanum.“ Tapað — fandið. Og hér er að lokum ein aug- lýsing: „Fundist hefir rjól og tóbaksbaukur á landssímastöð- inni. Vitjist þangað gégn borg- un á þessari auglýsingu.“ Útsvörin. Eftirfarandi fréttir birtust í Vísi 26. marz 1919: Útsvörin eru helzta umræðuéfni manna í bænum í gær og í dag. Má bú- ást við að eitthyað verði um þau ritað næst.u dagn. Fundur opinberra starfsmanna lands- ins var haldinn í gær. Þar voru gerðar opinþerar samÞykktir um launahækkun, sem færðar verða stjórnarráðinu í dag og birtast væntanlega á morgun. Afskapleg véikindi eru hér.í þggqum á börnum; veikin byrjar ..ejns qg þungt kvef, er snýst.pft upp í lungna- þólgu. Mörgsbörn hafa ,dáið.“ Ökudrengur. Og hér er loks ejn auglýsing: Ungur piltur, 17—<1-3 ára, trúr og vandaður, sem kevrt getur hestvagn, óskast strax. Uppl. á Vesturgötu 14.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.