Vísir - 05.04.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 05.04.1954, Blaðsíða 1
44. arg. Mánudaginn 5. apríl 1954. 78. tbl. ur i Síðdegis á laugardaginn var slökkviliðið kvatt að Góðtempl- arahúsinu, en þar var eldur laus í smá geymsluskúr, sem var á- fastur húsinu. Var töluvert mikill eldur í skúrnum, þegar að var komið, og eyðilagðist hann með öllu. , Siökkviliðið reif skúrinn frá Templarahúsinu, og tókst að verja það, nema hvað júrnið á hliðinni, þar sem skúrinn var, dökknaði nokkuð af hitanum. Brid0é Parakeppnl hófst i gær. I gær hófst parakeppni Bridge fólags Kvíkur og Bridgeféiags kvenna. Þátttakendur eru 28 pör. Eftir fyrstu umferðina — en þær verða alls fjórar — stóðu leikar hjá efstu pörunum þannig: Stig Ásta Flygenr.—Lárus K. 96y2 Margr. Jensd.—Jóh. Jónss. 94y2 Elín Jónsd.—Gunnl. Krist. 91 y2 Laufey Þorg.—Stefán St. 91 Alda Hansen—Stefán Þ. G. 89y2 Magnea Kj.—Eggert. Ben.' 89% Petr. Guðm.—B. Færseth 87 Þorbjörg og Þorst. Thorlac. 86 Luica Þórðars.—Vilhj. Sig. 85 Soffía Theod.—Örn Guðm. 85 Næsta umferð verður spiluð í kvöld í Skátaheimilinu. Einkaskeyti til Vísis frá AP. — Osló í morgun. Það var opinberlega tilkynnt í Osló í morgun, að Márthe krónprinsessa Noregs væri láíin. í gærkvöldi var tilkynnt, að henni væri mjög íekið að þyngja. Ástvinir krónprinsessunnar voru allir nærstaddir viðskilnað hennar. Márthe krónprinsessa var f. 28 marz 1901, dóttir Karls Svíaprins. Hún var gefin Ólafi konungsefni og voru þau gefin saman í Vor Frelsers kirke í Osló 21. marz 1929. — Börn þeirra eru þrjú, Ragnhildur prinsessa, gift Erling Lorentzen útg.m., og er heimili þeirra í Rio de Janeiro, en þau komu heim nýlega vegna veikinda móður hennar, Astríður prinsessa og Haraldur prins. Márthe naut mikillar ástsældar í Norðurlöndunum þremiu-, £T Forsetl IsSands frestar Noregsför sinnL Sslenzktsr hæstaréttar- ’domarí i Marth Dakota. i Vestur-íslenzka blaðið Lög- berg skýrir frá því að nýlega hafi Niels G. Johnson, fyrrum, dómsmálaráðherra, verið skip- aður dómari í hæstarétti Norður Dakotarikis, og sé hann þriðji íslendingurinn, sem slíka sæmd hafi hlotið. Hinir fyrri voru Sveinbjöm Johnson og núverandi hæsta- réttardómari Guðm. Grímsson. Hinn nýi íslenzki hæstarétt- ardómari gegndi lengi ríkis- lögsóknarembætti, en var kos- inn dómsmálaráðherra í N.- Dakota 1944. Niels G. Johnson er fæddur á Akranesi 30. apríl 1896, og er elzti sonur hjónanna Guðbjartar Jónssonar Magnús- sonar frá Hróa í Steingríms- firði og Guðrúnar Ólafsdóttur frá Guðlaugsvík í Hrútafirði, og fluttist hann.vestur um haf með foreldrum sínum aldamóta árið. Silfurbrúðkaupsdagur Márthe krónprinsessu og Olafs konungsefnis var 21. marz og var hátíðahöldum frestað vegna veikindanna. Fyrir nokkru var krónprinsessan talin á bata- vegi, en svo fór hemii aftur að þyngja og þyngdi æ meir þnr til yfir lauk. Vetnisspreflgjai og vörnin vii Ðienbiieitfu efst á baugi. Churchill og Eisenhower flytja ræður í dag. fflé á bardögum við Dienbienfu. '© Úrskurður var felldur um það í Bandaríkjunum fyrir skömmu, að Dick Haymes, skyyldi fluttur úr landi, þar sem !hann hefði komið til landsins ólöglega. — Mál- færslumaður Dick Haymes, og einnig Kita Hayworth, kona Dicks, mótmæltu úr- skurðinum. Dick Haymes er Argentínumaður. ! Londcn AP. Churchill og Eisenhower flytja ræður í dag og mun ræða Churchills íjalla að mestu um vetnissprengjuna, en Eisenhow- er mun drepa á hana og ræða mörg önnur vandamál. Churchill flytur sína ræðu við umræðuna í neðri málstoí- unni um kjarnorkuvopnin, én þær munu að mestu leyti snú- ast um afleiðingar vetnis- sprengjuprófananna og nauðsyn þess, að æðstu menn þríveld- anna komi saman til fundar, Churchill, Eisenhower og Mal- enkov, eins og lagt er til í þings ályktunartill. jafnaðarmanna, sem fyrir liggur. — Vetnis- sprengjan er enn höíuðefni brezkra blaða í morgun. News Chronicle segir, að mannkynio verði að bjarga sjálfu sér úr greipum þeirrar ófreskju, sem það sjálft hafi skapað, engin rf'fnd Sameinuðu þjóðanna eða stofnun geti skapað það and- rúmsloft, sem þarf til þess að hægt verði að leysa málin á hag kvæman hátt, en það gætu hin- ir æðstu menn, að minnsta kosti lagt grundvöllinn. — Times er svinaðrar skoðunar, óg mörg blöðin telja, að þótt afvopnun- arnefndin komi saman, sé sjálf- sagt að reyna þá leið, að fá æðstu menn þríveldanna sam- an á fund. Hin vasklega vörn við Dienbienfw. Næst vetnissprengjunni ræða heimsblöðin nú mest hina vask- legu vörn í Dienbienfu, en upp reistarmenn hafa nú neyðzt til að hörfa og endurskipuleggja lið sitt. Er því hlé á sókninni og franska herstjórnin í Indókína tilkynnir, að öðrum þætti sókn- arinnar sé lokið. Hins vegar megi vænía nýrra árása fljót- lega, því að eftir 2—3 vikur verði rigningatíminn byrjaður og muni uppreistarmenn því reyna að knýja fram úrslit — ella hafi allt verið fyrir gýg. Frakkar hafa 10.000 manna lið, en um 40.000 sækja að virk inu. Sóknin hefur nú staðið í 3 vikur. — í varnarliðinu eru flokkar úr útlendingahersveit- inni — þeirra meðal mjög marg ir Þjóðverjar og Norður-Afríku menn. Um % liðsins eru Wiet- nam-menn. Vegna andláts Marthe krón- prinsessu Noregs vaknaði sú spurning bæði hér og í Noregi hvort af myndi verða af heimsókn forseta fslands til Noregs. Þegar í morgun bárust Vísi fyrirspúrnir um þetta frá dágblöðum * Osló. Sú ákvörðun hefur verið tek- in samkvæmt fregnum, sem bárust laust fyrir hádegi, að ekki verður af Noregsheirnsókn forsetans vegna andláts krón- prinsessunnar. Móttökurnar í Danmörku, er forsetahjónin stigu þar á land, fór fam eftir áætlun. Freigátan Niels Ebbesen mætti Gullfossi fánum skreyttum við Kronborg og var skotið 21 fallbyssuskoti, og eiris er siglt var í höfnina, og var þá skotið úr strand- virki. Konungur og drottning Eldur í samkomuhusi Yestmannaeyja* Aðfaranótt sunnudagsins kom upp eldur í Samkomuhúsi Vest- mannaeyja og skemmdist hús- ið mikið af reyk. Eldurinn kom upp í af- greiðsluborðinu og brann það mikið, en annars var eldurinn fljótt slökktur og urðu ekki miklar skemmdir af honum. — Hins vegar varð húsið kolsvait að innan af reyk, og mun taka nokkurn tíma að koma því í nothæft ástand aftup. Danmerkur tóku á móti for- setahjónunum. Ók fofseti frá skipshlið við hlið konúngi, én forsetafrúin við hlið Ingiríðár drottningar. Hátíðasýningunni í Kgl. leikhúsinu hefur verið frestað vegna andláts Márthe krón- prinsessu. • Bandaríkjastjórn erfiS við SAS. Verið getur, að ekkert verði úr áætlunarferðum norrænu flugfélagasamstyepunnar SAS milli Norðurlanda og Kaliforn- iu um Grænland. Svo virðist sem bandarisk stjórnarvöld ætli að synja SAS um lendingarleyfi í San Francisco og Los Angles. — Vara-utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Walter Bedell-Smith, tjáði nýlega sendiherrum Dana, Norðmanna og Svía þetta, en áður hafði þeim verið gefið í skyn, að SAS gæti þess í stað notað borgina Seattle í Wash- ington-fylki, nyrst á Kyrra- hafsströnd, sem' endastöð á- ætlunarferðanna. Hinsvegar hafa talsmenn Dana, Norð- manna og Svía berit, á, að Seattle hljóta að verða ótrygg- ur fjárhagsgrundvöllur í þessu máli. Vona menn, að bandarísk stjórnarvöld skipti um skoðun og leyfi SAS að fljúga til San Francisco og Los Angles. Stálu bifreið og brutust inn í þrjá sumarbústaði. Lögreglan hefur haft hendur í hári fjögurra manna úr Kvík er á laugardaginn stálu bifreið- inni R-2797, óku henni austur í Grafning, og skildu þar við hana útaf, eftir að þeir höfðu eyðilagt í henni vélina. Tveir af mönnum þessum frömdu einnig innbrot í þrjá sumarbústaði við Þingvallavatn og stálu fatnaði og mat úr ein- um þeirra. Klukkan 3 aðfara- nótt sunnudagsins handtók lög- reglan þessa tvo menn þar sem þeir höfðu lagst til svefns f. einum af sumarbústöðunum. Hinir tveir höfðu komist í bæ- inn með bifreið, og hefur lög- reglan einnig handtekið þá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.