Vísir


Vísir - 30.04.1954, Qupperneq 1

Vísir - 30.04.1954, Qupperneq 1
44. árg. Föstudáginn 30. apríl 1954 95. tb.l Hér sjást tveir þeirra þátttakenda, sem mest koma við sögu Cienfarfundinum: Molotov til vinstri, og Chou En-lai, utan- ríkisráðherra Pekingstjórnarinnar til hægri. Á milli sést Gromyko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússa. Tvö umferðar- slys í gær. Tvö umferðarslys urðu hér í bænum í gærkv’öídi og I morg- un. Fyrra slysið varð á 12. tím- anum í gærkvöldi á R'eykja- nesbraut, skammt fyrir neðan Þóroddsstaði. Þar varð öivaður maður fyrir bíl og slasaðist. Var hann fluttur í sjúkrabif- reið á Landspítalann ög kom í ljós, að maðurinn hafði brotnað á vinstri fæti og auk þess hiaut hann sár á höfði. Hitt slysið varð í morgun, nokkru fyrir hádegi innarlega á Hverfisgötu. Blaðinu er ekki kunnugt með hvaða hætti slys- | ið bar að hönaum, en maðurinn sem slasaðist heitir Sveinn Jóns son. Hlaut hann skurð á höfði og skrámur á hendi. Hann var fluttur til aðgerðar á Landspít- alann, en að því loknu fluttur heirn til sín. Veikur hestur. gær var lögreglunni tilkynnt veikan hest á Klambratúni og hún beðin um að gera ráð- stafanir til þess að hestinum yrði lógað. Var það gert. Réttindalaus við akstur. Einn bifreiðarstjóri var tek- inn fastur vegna þess, að hann hafði ekki réttindi til þess að bíl. Almennar umræður um Indókína hefjast í Genf eftir helgina. Mi&iustarsfarfsesni Edens vekur feikna afhygli. Elduríim kcm upp um fd. 5 s morgun 09 varB engu bjarga&/ af fnismiiram. í morgun missiu tvær fjöl- skyldur aleigu sína í bruna inni i Laugarneskampi, og bjargað- íst fólkið nauðuglega út um glugga. Voru tvær íbúðir í braggan- um, sem brann og eyðilögðust þær gersamlega í eldinum, og .engum innanstokksmunum varð bjargað. Níu manns áttu heima í bragganum, hjón um sextugt, dætur þeirra tvær, maður ann- arrar þeirrar og fjögur börn. Það var um klukkan 5 í morgun að slökkviliðinu var tilkynnt um eldsvoðann, og var bragginn alelda að innan ei það kom á vettvang. Allir munu hafa verið í svefni er eldurinn kom upp, en talið er að kviknað hafi í út frá olíukynd- ingu. Komst fólkið nauðuglega út um glugga, en missti í brun- anum aleigu sína, innanstokks- muni, sængurfatnað og annað. Slökkviliðið réð fljótt niður- lögum eldsins, en íbúðirnar voru báðar mikið brunnar inn- an, og mega heita gereyðilagð- ar, enda þótt bragginn sjálfur standi uppi. Braggi þessi var í Laugarnes kampi 7. í annarri íbúðinni bjuggu gömlu hjónin, Árni Gíslason og Kristín Jónsdóttir, en í íbúð þeirra bjó einnig 26 ára gömul dóttir þeirra og börn hennar. í hinni íbúðinni bjó dóttir hjónanna og maður hennar, Kristófer Kristjánsson, ásamt tveim börnum þeirra. ndókína. Bjargar þaö Bianbienfu ? Geysimikil úrkoma var í Norður-Indókína í gær og verði áframliald á, gætu allir aðflntn- ingar til liðs uppreistarmanna við Dienbienfu stöðvast. Enn er þó vafasamt, að aðalrigninga- tíminn sé byrjaður, en þó gæti það versð. Ekki var unnt að' gera neinar loftárásir í gær á lið og stöðv- ar uppreistarmanna,vegna úr- komunnar, en þó var einhverj- um birgðum varpað niður til varnarliðs Frakka fyrrihluta dagsins. Undangengin dægur hefur það aðallega yerið stórskotalið beggja aðila, sem hefur haft sig í frammi við Dienbienfu. Villiöndin, eftir Henrik Ib- sen,var frumsýnd í Þjóðleikhús- inu í gærkveldi fyrir troðfullu húsi og við hinar beztu undir- tektir leikhúsgesta. í leikslok gekk Guðlaugur Rósinkranz Þjóðleikhússtjóri fram á sviðið, og ávarpaði frú Gerd Grieg, sem annazt hafði Þakkaði hann henni komuna og framlag hennar til; íslenzkra leiklistarmála, og færði hemii fagran blómvönd. Fleiri blómvendir bárust leik- stjóra, sem var innilega fagnað. Síðan bauð Þjóðleikhúsið leik- stjóra, Þjóðleikhúsráði, leikur- um og starfsmönnum við sýn- ingu hressingu í kristalsal leik- hússins, en þar fluttu stuttar ræður Þjóðleikhússtjóri og Vil- hjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri, formaður Þjóðleikhúss- ráðs, en frú Gerd Grieg svavaði. Er það mál manna, að leiksýn- ingin í gær hafi verið leikstjóra og leikendum til hins mesta sóma. Vonir standa til, að hinum al- mennu umræðum á Genfarráð- stefnunni um Kóreu verði lok- ið nú í vikunni og geti þá hinar almennu umræður um Indókína hafizt eftir helgina, jafnvel þeg- ar á mánudag. Það hefur greitt fyrir undir- búningi að þeim umræðum, að Bao Dai keisari Vietnam hefur fallist á, að afloknum viðræðum við stjórn sina og fulltrúa Bandaríkjanna og Frakka, að sitja Genfarráðstefnuna um Indókína, þótt fulltrúar Ho Chi Minh sitji hana einnig, en áður hafði Bao Dai harðlega neitað að setjast að samninga- borði með þeim. Langsamlega mestar vonir virðast þó vera við það bundn- ar, að Eden utanríkisráðherra Bretlands hefur haft forgöngu ura það, að hafa sem nánast samband við Colomboráðstefn- una, sem einnig fjallar um Indó kínaráðstefnuna. Hefur verið komið á beinu talsambandimilli Colombo og Genfar, til þess að Eden geti gert þátttakendum þeirrar ráðstefnu grein fyrir öllu sem gerist í Genf jafnharð- an. Eden sendi ráðherrum sam- veldislandanna á þeirri ráð- stefnu (Indlands, Pakistans og Ceylon) fyrirápum um það í gær, hvort þeir vildu taka á sig ábyrgð á því með öðrum að- ilum, að haldið yrði samkomu- lag, sem gert kynni að verða í Genf um Indókína. Casey fulltrúi Ástralíu flutti ræðu í gær og var hún mjög í samkomulagsanda og fær góðar undirtektir í brezkum blöðum. Hann vildi láta athuga gaum- gæfiiega allar tillögur sem fram koma, einnig N.-Kóreu- manna, en gagnrýndi þær þó nokkuð. Molotov flutti einnig ræðu og gagnrýndi tilraunir Bandaríkjanna til þess að koma á varnarsamtökum Suðaustur- Asíuríkja, — slík samtök ætti ekki að stofna nema Suðaust- ur-Asíuþjóðirnar gerðu það sjálfar án utanaðkomandi í- hlutunar. Ræða Molotovs var nokkuð áróðurskennd, en þó var hann miklu hógværari en Chou En- lai. — Bretar hafa minnt Molo- tov á, að Bretland hefur gert miklu meira til þess að Suð- austur-Asíuþjóðirnar fengju sjálfstæði en Ráðstjórnarríkin. 0 63 þingmenn úr flokki jafn- aðarmanna í Bretalandi ó- hlýðnuðust fyrirmælum jþingflokksins varðandi at- kvæðágreiðslu um tillögu, sem var á þá leið að banna framleiðslu vetnisprengna án samþykktar þingsins. Tillagan var felld með 219 atkvæðum gegn 63. Megin- hluti flokksins sat hjá við atkvæðagreiðsluna, • Laust fyrir helgina voru 5 Mau-Mau-menn felldir í Nýeri-héraði í Kenya og 3 handteknir, meðal ’öeirra var kunnur forsprakki. snjóaálaga. Mjólkursamlögíin: Söngfékg verka- lýðsféiaganna efnir Söngfólag verkalýðsfélaganna hefur ákveðið að efna til happ- drættis ti! eflingar starfsemi sinni, og hefst sala miðanna á morgun. Vinningar í happdrættinu eru radiógrammófónn, ísskápur, píanó, gólfteppi, strauvél, mat- arstell með dúk, sófaborð, standlampi, kaffistell og sænsk- ur músíklexikon í 4 bindum. inagn en 3S&9gmieiha.T á söiu úslenshra asta til SBandaruBigamna- Enda þótt kúm hafi fækkað, hér á Iandi bæði árið 1951 og 1952, hafa aðflutningar mjólkur til mjólkurbúanna farið vax- andi ár frá ári og aldrei meir; en síðastliðið ár. Þá nam þyngd innveginnar mjólkur til mjólkurbúanna rösklega 47 millj. kg. eða hálfu sjötta millj. kg. meir en árið 1952. Er þetta mjóikurmagn um það bil helmingi meira, en það var fyrir 9 árum, eða árið 1945, því þá nam heildarmagn innveginnar mjólkur til mjólk- urbúanna röskum 24 millj. kg. Hlutfallslega varð aukningin mest hjá mjólkursamlagi Kf. ísfirðinga árið sem leið, er stafa mun af batnandi samgöngum á Vestfjörðum, auk hagstæðrar veðráttú til flutninganna. Árið sem leið voru framleidd á vegum mjólkursamlaganna 644 lestir af smjðri og er það 9.5% aukning frá árinu næsta á undan. Framleiðslan á skyri nam 1459 lestum, sem er 9.3% aukning frá 1952. Af mjólkúr-' osti var framleitt 451 lest (15.4% aukning) og af mysu- osti 72 lestir, en það er 22.9% minna en árið áður. Þá má ennfremur geta þess að árið sem leið nam magn nið- ursoðinnar mjólkur 284 lestum árið sem leið, en árið á undan var ekkert soðið niður. Til mála hefur komið að selja íslenzkan ost til Bandaríkjanna og telja má öraggt að þar fáist fyrir hann viðunandi verð, þótt eitthvað sé það lægra en hér innanlands. Hinsvegar ber þess að gæta að sala mjólkurafurða fer sívaxandi hér heima með aukinni kaupgetu og því óvíst hvort um nokkra umframfram- | leiðslu verði að ræða á sviði 1 ostagerðar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.