Vísir - 30.04.1954, Qupperneq 4
VISIB
liLffi-i'P
ki
DdGBLAÐ
‘] i Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
í I Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. | -,
Skrifstoíur: Ingólfsstrœti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJ.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sírni 1660 (finun línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
öddiit frá Kreml.
■fwjQðviljinn fræddi lesendur sína á því í fyrradag, að æðsta
ráð Sovétríkjanna hefði endurkosið Georgi Malenkov for-
sætisráðherra með samhljóða atkvæðum og síðan hefði það
samþykkt ráðherralista hans, sem væri lítið breyttur. Allt ber'
þetta vott um ástríka sambúð og einhug á kærleiksheimilinu
í Kreml og er efalaust í augum Þjóðviljamanna sönnun fynr
hinu ágæta lýðræðisfyrirkomulagi í Rússlandi. Ýmsum mun
þó hafa orðið á að hugsa eitthvað á þessa leið þegar þeir lásu
fregnina: Hvað skyldi verða búið að skjóta marga af þessum
.ráðherrum um þetta leyti næsta ár og hve margir verða þa
orðnir uppvísir að svikum og samsæri gegn föðurlandinu, eins
og Bería og allir hinir, sem sömu leið hafa farið?
Fyrsta verk hins endurkjörna einræðisherra var að ávarpa
svokallaðar þingdeildir æðsta ráðsins á sameiginlegum fundi.
Snérist ræða hans aðallega um hernaðarmál og var ekki bein-
línis í friðartón, eftir því sem blöðin segja. Hann talaði um
árásarseggi, sem ætluðu að beita kjarnorkuvopnum gegn Ráð-
stjórnarríkjunum en talaði jafnframt digurbarkalega um að
Rússar gætu stráð yfir lönd og þjóðir svo miklu magni af slíka
góðgæti að það nægði til þess að leggja lýðræðisríkin og allao
hinn frjálsa heim í rústir. Hann gat þess og, að Rússar væru fúsir
til að ganga í Atlantshafsbandalagið „með vissum skilyrðum“,
sem væntanlega eru þau, að Rússar megi halda stríðsundir-
búningi sínum áfram eftir sem áður og ráðast síðan á eitthvert
bandalagsríkið þegar hentugt þykir að finna upp einhverja
tylliástæðu til þess. Og þegar svo væri komið væri auðvitað
jafn sjálfsagt að snúa sannleikanum við, eins og 1950 þegar
kommúnistar sögðu að Bandaríkjamenn hefðu ráðist inn í
Norður-Kóreu, þótt allur heimurinn vissi að það voru Rússar,
sem ginntu Norður-Kóreumenn tíl þess að leggja út í þetta
óheilla ævintýri. Þannig er friðarstefna kommúnista í fram-
kvæmdinni og þannig munu þeir fara að allstaðar, ef ekki
tekst að stöðva stríðsundirbúning þeirra í tíma eða koma uyp
svo öflugum vörnum, að þeir þori ekki í stríð.
Dagur verkalýðsins.
’ \ morgun er fyrsti maí, dagurinn sem verkalýðurinn um
heim allan hefur valið sér sem hátíðis- og baráttudag.
Ekki ber þó þessi dagur eða hátíðahöld sama svip allstaðar.
Þar sem kommúnistar ráða einir er hann notaður til þess að
halda sýningar á drápstækjum, sem þeir þykjast hafa fram-
leitt friðnum og bræðralaginu til verndar.
Vér Íslendingar erum svo hamingjusamir, að verkamenn
vorir vinna að friðsamlegum störfum og eiga það ekki á hættu
að vinnuafl þeirra sé notað til að framleiða tæki, sem síðar
gætu orðið til að tortíma þeim sjálfum. Samt sem áður er það
staðreynd, að verkalýðshreyfingin á íslandi hefur beðið mikið
tjón vegna of mikilla áhrifa kommúnista og mörg óheillaspor
verið stígin fyrir þeirra aðgerðir. Þeir hafa hvað eftir annað'
æst til verkfalla í pólitískum tilgangi, til stórtjóns fyrir verka-
mennina sjálfa, atvinnurekendur og alla þjóðina, þegar hægt
hefði verið að semja, ef sanngirni og góður vilji hefði fengið
að ráða. Hlutverk verkaíýðssamtakanna á að vera það, að
skapa heilbrigðan starfsgrundvöll fyrir atvinnulif í landinu
jafnframt því sem verkamönnum eru tryggð viðunandi kjóv.
Verkföll eru alltaf til tjóns fyrir heiidina og auka misfellurnar
á sambúð og samstarfi stéttanna, í stað þess að draga úr þeim.
Kbmmúnis.tar ala á stéttahatri og sundrung, og tilgangur þeirra
er ekki að bæta hagsmuni verkamanna, eins og alltof margir
hafa látið þá blekkja sig til að trúa, heldur að eyðileggja
atvinnuveginá og kollvarpa þjóðskipulaginu. Allstaðar sem
kommúnistar hafa náð 'yfirtökum eru kjör' verkamanna miklj
verri en í lj'ðfrjálsum löndum. Rússneskir verkamenn verða
að sætta sig við laun og lífsaðstöðu, sem starfsbræður þeirra
hér á landi myndu ekki telja siðuðum mönnum bjóðandi og
verkamennirnir í þeim löndum, sem Rússar hafa lagt undir sig
eru réttlaus verkfæri í höndum kúgara sinna og verða skilyrðis-
laust að hlýða þeim fyrirmælum og sæta þeim kjörum, sem
yfirvöldin í Moskvu ákveða,
Á hátíðisdegi verkamanna er engin betri ósk þeim til handa
en sú, að þeir losni sem fyrst undan áhrifum kommúnista cg
feli þjóðhollum mönnum að fjalla um mál sín. Það er bezta
tryggingin fyrir því, að vinnufriður og yehnegun skapist, og
um leið mesta öryggí verkamannsins.
★★★
Ágæt grein Norsk-Ámeríkana
vrn ísiand og LoftfeUir h.f.
Köfundur undrast afrek þiékrinnar, —
Lofifeíðír brautryöfendur á faniri Seift,
Fyrir nokkrmn dögum birt-.
ist í blaðinu „Nordisk Tidende“,
sem Vestur-Norðmenn gefa út
í Brooklyn í New York, fróðleg
grein og vinsamleg mn ísiand
og Loftleiðir h.f.
Grein þessi, sem er eftir
Erik J. Friis, aðalritstjóra hins
kunna tímarits, „The Ameriean-
Scandinavian Review“, birtist
undir fyrirsögninni „Með flug-
vél í slóð Leifs Eiríkssonai“, en
í undirfyrirsögn segir, að hið
íslenzka flugfélag, Loftleiðir, séj
brautryðjendur í lofti á hinnij
gömlu norrænu leið milli Nor-
egs og Ameríku um Reykjavík.
Greinin ber það með sér, að
höfundur hefir skygnzt um á
ferðalagi sínu, því að hann'
kemur víða við, segir frá j
Reykjavík og því, sem þar sé!
helzt að sjá, svo sem hið ný-
tízkulega Þjóðleikhús, kvik- j
myndahúsin, þar sem sýndar
séu amerískar, enskar eða
þýzkar myndir, styttur Leifs
og Ingólfs, hinn glæsilegi Há-
skóli og þar fram eftir götunum.
Hann skoðar hitaveitugeym-
ana og skreppur til Þingvalla,
í gróðurhús og víðar, en öll er
greinin vinsamleg mjög. Segir
hann, að menn hljóti að undr-
ast, hve miklu svo fámenn þjóð
hafi getað áorkað, enda sé kjör-
orð hennar „framfarir og sam-
vinna“ (fremskritt og sam-
arbeid).
Síðan segir greinarhöfundur
frá viðkynningu sinni af Loft-
leiðum, rekur sögu félagsins
stuttlega, og greinir frá því, að
þótt undarlegt megi virðast sé
félagið rekið án ríkisstyrks.
Bendir höfundur á, að á marga
vegu séu Loftleiðir nýmæli í
flutningum yfir Atlantshaf.
Félagið annist bæði fólks- og
vöruflutninga, og sé það ein
ástæðan fyrir því, að fargjöld
.séu svo lág sem raun ber vitni.
Þá getur hann þess, að náin
samvinna sé milii Loftleiða og
Braathen-félagsins norska, t. d.
annist viðgerðaverkstæði Braa-
thens á Sola-flugvelli viðgerðir
og eftirlit flugvélanna. Þá er
þess minnzt, að flugmenn Loft-
leiða, siglingafræðingar og loft-
slteytamenn hafi stundað nám
í Bandarikjunum yio hin
ströngustu skilyrði.
Loks minnist höfundur á
hinar glæsilegu skrifstofur
Loftleiða i New York, en þar
vinnur fólk af ýmsu þjóðerni,
íslendingar, Norðmenn og
Bandaríkjamenn. Minnist hann
á Bolla Gunnarsson, umboðs-
mann Loftleiða í New York og
birtir mynd af honum, svo og
mynd af „Heklu“ Idlewild-
flugvelli.
Klykkir höfundur út með
því, að æ fleiri Vestur-Norð-
menn ferðist með Loftleiðum
til „gamla landsins". Grein
Erik J. Friis er hin vinsamleg-
asta, eins og fyrr greinir, góð
landkynning fyrir ísland, en
jafnframt maklegt lof um Loft-
leiðir, sem heldur uppi áætl-
unarferðum á þessum slóðum
við vaxandi vinsældir og hinn
bezta orðstír.
Gísli Þorleifsson
múre rameista ri.
9
í dag verður jarðsettur frá
Fossvogskapellu Gísli Þorleifs-
son, múrarameistari. Hann
andaðist á sjúkrahúsi Hvíta-
bandsins 23. þ. m. rúmlega 46
ára að aldri.
Við fráfall Gísla Þorleifsson-
ar er stórt skarð höggvið í hóp
stéttarbræðra hans, því að þar
var hann ótvírætt í fremstu
röð, bæði sem fagmaður og fé-
lagi. En þyngst er þó fráfall
hans fyrir fjölskyldu hans:
eiginkonu, börn og aldraða
móður.
Undirritaður átti því láni að
fagsa að. vera félagi og sam-
Gísla Þorleifsson-
ar i Múrarameistarafélagi
Reykjavíkur og Karlakór iðn-
aðannanna, en fyrir þau félög
starfaði hann af miklum áhuga
og var urn langt skeið i stjórn
þein:a og lengst af formaður.
Sýnir það bezt, hve mikið og
maklegt traust hann ávann sér
meðal félaga sinna.
Gísli Þorleifsson var kvæntur
ágætri konu, Brynhildi Páls-
dóttur frá Heiði í Mýrdal. Þau
einguðust þrjú mannvænleg
börn, einn son og tvær dætur.
Heimili þeirra var með miklum
myndai’brag, enda samhent
mjög um að fegra það og prýða.
Mér e?u í minni margar á-
nægjustundir er eg átti. á heim-
ili þeirra hjóna. Risna og glað-
værð skipaði þar öndyegi, söng-
ur og hljóðfærasláttur ómaði
um húsið og sjálfsagt þótti að
„slá í slag“, ,ef tóm gafst til. Á
heimili þeirra varð maður ó-
afvitandi einn af fjölskyldunni.
Eg á næsta örðugt með að
átta mig á því, að Gísli Þor-
leifsson sé fallinn í valinn,
maður á bezta aldri, mitt í önn-
um athafna og heimilislífs. Og
vissulega er sorgin þungbær
fyrir fjölskyldu hans og vanda-
menn, en sú er þó „huggun
harmi gegn“ að minningin um
óvéhjúlééa ásthikan! eiginniánn
ög foðúr, sém lét tíckert tæki-
Föstudaginn 30. aprí!1954
Þess hefnr verið getið í l'rétt-
um blaða, að Grænmetisverzlun
ríkisins hafi undanfarið látið aka
nokkrum birgðum af kartöflum,
sem ekki voru taldar söluhæfar.
vestur á sorphauga. í þessu til-
efni hefur svínabúseigandi skrif-
j aS Bergmáli bréf, sem fer hér á
eftir: „Grænmetisverzlun ríkis-
ins, sem situr uppi með ógrynni
af kartöflum, sem hún hefur
keypa af bqendum viðsvegar at’
landinu, hefur nú tekið 'il þess
ráðs að láta fleygja talsvcrðum
birgðum af karlöflum og hafa
bílar ekið mörgum förmum á
sorphaúgana.
Svínafóður.
Þann kann að vera og er sjálf-
sagt rétt að þessar kartöflur, sem
verið er að losa sig við, séu
skemmdar og' eltki i því ástandi
að þær séu söluhæfar. Og er þá
skiljanlegt að Grænmetisverzlun-
| in vilji losna við þær til þess aö
rýma g'eymsluplássið og koma i
veg fyrir frekari skemmdir á öðr-
um kartöflubirgðum. En skyn-
samlegra ltefði verið, finnst mér,
að leita til nokkurra svinabús-
eigenda fyrst og bjóða þeint að
kaupa þessar skemmdu kartöfl-
ur fyrir lágt verð.þvi þær væru
liægt að nola sem fóður handa
svíuum. En svíuabúseigendur
vxsus ekkert um þessar kariöí'lur
fyrr en þeir lásu um það i dag-
blöðunum.
' Aðrir hirða.
j Og svo er annað, að þegar mat-
vælum er fleygt, semekki er ætl-
j ast til að nokkur notfæri sér, þá
j ætti að ganga svo tryggilega frá,
að ekki sé vaðið i þau, þar sem
þau liggja á sorphaugum. En sú
er reyndin að mikið af þessum
kartöflum, sem fleygt' hefur ver-
ið á sorpliaugana hefur síðan ver
ið hirt af öðrum. Ekki skai þvi
haltlið fram að kartöflurnar hafi
verið hirtar til manneldis, eu
einhver not telja menn sig geta
liaft af þeim fyrst þeir leggjá leiS
sína á sorphaugana lil þess a5
hirða það, sem Graenmeíisverzl-
unin fleygir, scm óseti. Eins var
það með sykurinn um árið, sera
sjón.nn komst í. Talið er, að mörg
bHhlöss hafi verið hirt af hon-
um. Það er ákaflega leiðinlegt að
sjá menn liirða matvæli á ösku-
haugunum, jafnvel þótt þau séti
aðeins ætluð skepnum.
Var.úðarráðstafanir.
En svo ég snúi mér aftur aS
kartöflunum þá hefði verið rétt
að gel'a svínabús- eða hær.sna-
búseigendum kost á því að not-
færa sér þessa v.örii, sem ekki
| var talin lengur hæf til mann-
| eldis, en hefði hentað vel ti) þess
að gefa svínum og öðrum skepn-
um. Aftui’ á móti þegar malvæl-
uniun er fleygt á haugan.i, þá
ætti að ganga svo tryggilega frá
þvi, aðekki væri hgjgt að liirða
þau aflur þaðan, þegar engia
vissa er fengin fyrir því til Iivers
þau á síðar að 'nota. Þarria er
verkefni fyrir borgarlækni. Hitt
cr afíur mál Grænnfetisverzhin-
arinnar að hún ■ dregur að' sér
meii'i birgðir af kartöfium. en
sennilegt er að Reykvikingar geti
lorgað. Læt ég syo útrætt ura
þetta mál. Svinabúseigandi." —
Bergmál þakkar bréfið. — kr.
færi ónotað, að búa sem bezt í
haginn fyrir fjölskyldu sína,
lifir í hugum allra, sem kynni!
höfðu af honum. Um hann er
hægt að segja með sanni: Hanrt
var mikill mannkostamaður.
Magnús Ámason. !