Vísir - 30.04.1954, Page 7
Tarzan gramdist að hafa misst
hnífinn góða og boga sinn, sem hafði
brotnað.
Hann greikkaði þvi sporið, þar til
hann kom að á, því að þar var helzt
manna að vænta.
Hann þurfti að hitta fyrir ein-
hverja menn, sem höfðu vopn, sem
hann gæti fengið.
Fyrst tók hann sér fyrir hendur
að gera sér reipi úr viðartágum og
var það fljótgert.
Þjáningarsvipur kom á andlit Trinu.
„Þú getur verið viss um, að eg ligg kyrr, svo framarlega sem
hann lætur mig í friði. Eg vii, að þetta bam, sem eg veit að er
drengur, hljóti nafnið Gustavus, eftir afa mínum, hinum mikla
hershöfðingja. Einhvern tíma mun hann minna þetta svín, hann
Frydendahl á, að sá hlær bezt, sem síðast hlær.“
Pétur fór nú að horfa í kringum sig og veitti því athygli, að
í herberginu var ekki neitt nema rúmið, borð og stóll. Glugg-
iim var með rimlum fyrir og svo lítill, að lítið loft komst inn.
Þetta var í rauninni fangelsi, — hann var pestarherbergið í kast-
alanum, en þangað voru þeir fluttir, sem tekið höfðu pestina,
til þess að deyja. Pestina, eða holdsveiki eða annað verra. —
Blökkukonan svaf á fleti á gólfinu, að því er virtist. Ekkert
virtist vera gert til að hlynna að Trinu eða hjúkra, — og
drykkjarvatnið, sem henni var ætlað, var fúlt rigningarvatn.
Þegar Pétur hafði gefið konunni, sem hann elskaði, svefnlyf,
sat hann langa stund á rúmstokknum og strauk hendur hennar,
og meðan hún var að sofna sagði hann henni, að hann ætlaði sér
að fara burt með hana frá Armaberg eftir tvo daga. Mundi
Mamma Bellóna vita um nokkurn helli, þar sem þau gætu falizt
um tíma? Mamma Bellóna var lengi hugsi og kinkað loks kolli.
„Mamma Bellóna þekkir vel St. Jan og allar nálægar evjar,“
sagði Trina syfjulega. „Ætlarðu í raun og veru að bjarga mér
héðan, Pétur minn?“
„Eg vona til guðs, að mér auðnist það. Það sem mikilvægast
er, er að þú reynir að hvíla þig og safnir kröftum.“
Og svo bætti hann við eftir nokkra þögn:
„Hann getur ekki staðið á fætur fyrr en eftir 2—3 daga. Eg
held, að eg hafi skotið honum skelk í bringu, svo að hann
þori ekki að óhlýðnast fyrifskipunum mínum.“
Og meðan Pétur sat þarnn í dimmunni talaði hann eins og
flóttinn væri í rauninni þegar ákveðinn.
„Heldurðu, að þú hafir þrek íil þess að gahga til strandar —
það er hálf míla.“
En nú luktust aftur augu Trinu og er hann horiði á haná nú
engilfagra í svefninum, fannst honum, þrátt fyrir umhverfið,
að það væri draumsýn, er hann liti augum. Og þá fyi'st, ei
hún var sofnuð værum svefni, reis hann á fætur. Allan þann
tíma hafði Mamma Bellóna setið á þrífætta stólnum og róið
fram í gráðið. Varir hennar hreyfðust, en ekkert hijóð barst frá
vörum hennar.
„Þú kemur, ef húsmóðir þín þarf á mér að halda. Án tafar.
Láttu engan stöðva þig. Skilurðu það?“
„Já, herra, eg koma. Enginn þjónn stöðva Mömmu Bellónu
Hún er Obeaha — kvenprestur — þeir hræddir.“
„Gott og vel. Eg kem bráðum.“
Pétur lagði nú leið sína inn í borðsalinn og náði þar í fugla-
steik og ávexti og flösku með Madeira og fór með þetta inn í
pestarklefann. Þegar þangað kom virti hann Mömmu Bellónu
vel fyrir sér og datt nú allt í einu í hug, að hún mundi oft hafa
hjálpað konu í bamsnauð, enda var það svo.
„Ef fæðingarhríðir byrja verðið þér að kalla á mig' þegai',“
sagði hann.
„Já, herra, en —• ef þrællinn kemur?“
„Það er öllu óhætt í bili — og ef til kæmi, að hann birtist
skal eg annast hann,“
Þegar hann stundu síðar lá í rúmi sínu og virti fyrir sér
stjörnur himinsins fæddust mörg áform í huga hans, en hann
komst jaSnharðan að þeirri niðurstöðu, að þau voru ófram-
kvæmanleg.
Hann hugsaði eitthváð á þá leið, að ef hánn hefði nægan
tíma væri heppilegast að fara kringum eyna og komast til Cor-
alvíkur og leita hælis í einhverju hlutlausú skipi i Coralhaven,
en galdurinn yrði vitanlega sá, að finna skip á norðurleið, sem
væri í þann veginn að láta úr höfn. Til þess að fá upplýsingar
um þetta yrði hann að spyrjast fyrir og Stephén Frydendahl
var voldugri en svo á eynni, að þetta væri öruggt.
En því lengur sem hann hugsaði málið því betur sannfærð-
ist hann um, að öruggast væri að flýja innan tveggja sólar-
hringa, eða meðan hann gat verið nokkurn veginn öruggur
um, að Frydendahl lægi rúmfastur.
Gustavus Varsa.
Síðdegis á þriðja degi eftir uppskurðinn hafði Pétur komizt
að niðurstöðu um margt viðkomandi hinum fyrirhugaða flótta,
en hann gerði sér Ijóst, að hann yrði að haga seglum eftir vindi.
Hann vissi um fiskibát, sem hentaði vel til flóttans, en hann
lá títt fyrir festum og ávallt á sama stað. Þetta virtist traustur
bátur, með seglum, sem voru auðveld í meðförum. Margan
sumardag hafði hann siglt svipuðum bátum við strendur Nýja
Englands.
Pétur var á gangi í skugga trjáa, þegar hann var að hugsa
um þetta. Sólin var að hníga til viðar. Það var svo heitt og
mollulegt, að hann var að hugsa um að varpa af sér klæðum,
er hann heyrði að hlaupið var léttum skrefum 1 áttina til hans.
Þegar hlauparinn, lítill blökkudrengur, sá til hans nam hann
staðar, reyndi að kasta mæðinni og sagði svo:
„Baas, Baas, Mamma Bellóna segja koma strax.“
Pétur beið ekki boðanna. Hann lagði þegar af stað og hljóp
heim að Annabergi sem fætur toguðu. Þegar inn var komið
sá hann þegar að stúlka, óttaslegin á svip, var að hella heitu
vatni í koparpott, og er hann leit inn í herbergi Trinu sá hann
þegar, að hann hafði komið of seint. Blóðblettir voru á öllu,
jafnvel gólfi og veggjum, og á óhreinum koddaræfli lá eitthvað
ir.nvafið í tuskur.
Pétur ýtti gömlu konunni til hliðar og vatt sér að Trinu,
þar sem hún lá stynjandi. Hann varð því sárfeginn er hann fann,
að æðaslátturinn var sterkari c-g jafnari en hann hafði þorað
að gera sér vonir um. Og hann gat ekki orðið annars var en að
Trina væri í engri hættu, en að vísu hafði hann enga reynslu
við að hjálpa sængurkonum, að heitið gæti.
Augu hennar opnuðust hægt,
,.Ó, Pétur, Pétur!“
Hún nefndi nafn hans svo veikum rómi, að hann heyrði það
vart. En er hann kyssti hana kom veikt bros fram á varir heimi.
„Allt fer vel, allt fer vel, sannaðu til. Og nú skaltu hugsa
um það eitt að hvíla þig,“ sagði hann.
Hún taútaði eitthvað á dönsku.
„Hún vill sjá barnið,“ sagði Mamma Bellóna.
„Barnið drengur,“ bætti hún svo við eftír litla þögn.
Það virtist næstum furðulegt, að nokkur líftóra skyldi vera
i barnunganum. Pétur lyfti honum upp og bar hann til Trinu,
sem leit á hann sem snöggvast og sagði:
„Gustavus — Gustavus Varsaa — eg er ánægð.“
Og svo sofnaði hún værum svefni, sem Pétur gerði enga til-
raun til þess að vekja hana af.
Pétur hristi höfuðið og rétti Mömmu Bellónu barnið. í þessu
loftslagi var ekki líklegt, að barnauminginn mundi lifa lengi.
Fjögur af hverjum fimm börnum hvítra manna gátu átt von
á að lifa. Og fyrir barn, sem fæddist fyrir tímann og var veik-
burða sem þetta, gat ekki verið um neina von að ræða. Samt
HMBVB1 hmrtf£MS444fM 6az&
.. Fermingárbörn
í Bústaðaprestakalli fermd í
Fossvogskirkju sunnudaginn 2.
maí kl. 2 af síra Gunnari Árna-
syni.
Ðrengir: Erlingur Þór Þor-
steinsson, Borgarholtsbraut
56 B, Kópavogi. Guðfinnur Ingi
Hannesson, Háveg 7, Kópavogi,
Sturla Snorrason, Kársnes-
braut 20 B^ Kópavogi, Gautur
Gunnarsson, Þingholtsbraut
59, Kópavogi. Jóhann Gunnar
Ásgeirsson, Kársnesbraut 33,
Kópavogi, Arthur Ólafsson,
Hliðarvegi 23, Kópavogi, Geir
Hauksson, Skjólbraut 15, Kópa-
vogi. Ólafur E. Eggerts, Kárs-
nesbraut 441, Kópavogi. Frið-
björn H. Guðmundsson, Digra-
nesveg 30, Kópavogi, Sigurður
E. Þorkelsson, Borgarholtsbraut
9, Kópavogi. Sigurður Kristinn
Haraldsson, Skjólbraut 9, Kópa
vogi. Sigurður E. Þorkelsson,
Borgarholtsbraut 20, Kópavogi.
Wolfgang Assmann, Lundi við
Nýbýlaveg, Kópavogi. Theodor
E. Magnússon, Bústaðahverfi 5.
Stúlkur: Ásthildur J. Sig-
urðardóttir, Kársnesbraut 5,
Kópavogi. Guðrún Finnboga-
dóttir, Marbakka, Kópavogi.
Gróa Jónatansdóttir, Fífu-
hvammsvegi 45, Kópavogi. Jó-
hanna Gísladóttir, Melgerði 7,
Kópavogi. Ragna Freyja Karls-
dóttir, Hófgerði 14, Kópavogi.
Hrönn Árnadóttir, Hólmgaxði
17. Edda Óskarsdóttir, Hvamms
gerði 2. Guðbjörg G. Bjarna-
dóttir,, Hólmgarði 52. Helga S.
Þorsteinsdóttir, Gilhaga, Blesa-
gróf. Steingerður Halldórsdótt-
ir, Melbæ við Sogaveg. Anna
Bjarnason, Fossvogsbletti 5.
Brynhildur Sigurðardóttir,
Fagradal, Sogamýri. Sigrid
Dyrset, Hólmgarði 28. Ingibjörg
Gilsdóttir, Hólmgarði 29. Sig-
rún S. Jónsdóttir, Hólmgarði
31. Edda Á. Baldursdóttir,
Hæðargarði 44. Vigdís G. Guð-
mundsdóttir, Bústaðaveg 8.
Guðrún Lárusdóttir, Lækjar-
túni við Breiðholtsveg. Helga
Sveinsdóttir, Seljalandsveg 15.
Kristniboðsfélag kvenna
hefur kaffisölu 1. maí kl. 3
í kristniboðshúsinu Betanía við
Laufásvég til ágóða fyrir
kristniboðið. Geta bæjarbúar
þannig styrkt gott málefni um
leið og þeir njóta ágætra veit-
inga í. miðdegis-kaffitímanum.
Hátíðisdagur Henriettu
heitir ný kvikmynd, sem
Nýja-bíó er að hefja sýningar
á. Myndin gerist í París, og eru
aðalhlutverkin leikin af Dany
Robin. Michel Roux, Michel
Auclair. Hildegerde Neff og
Paulette Dubost.
mz
Föstudaginn 30. apríl 1954
VISIB