Vísir - 30.04.1954, Side 8
ylSlB er ddýrasta blaSið og þó þaS fJ3I-
breyttasta. — HrlngiS ! sima 1863 œg
Tl gerist áskrifendnr.
Föstudaginn 30. apríl 1954
Þelr sem gerast kaupendur VlSIS eftir
10. hvers mánaSar fá blaSið ókeypU tfl
mánaðamóta. — Sámi 1660.
,;Uppstilling“. Þetta er mynd af einu málverka beina, sem
Jóhannes Geir Jónsson sýnir í Listvinasalnum við Freyju-
götu. Sýning hans hefur verið ágætlega sótt og hafa selst þar
níu myndir. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld kl. 10.
Tsðarl ferðlr FSugfélags
íslands á innaniaiuðsleiðum.
Flugfélag íslands hefur nú
■fíirt sumaráætlun sína, og færir
félagið enn út kvíarnar með
tíðari flugferðum á ýmsum
leiðum, en hyggst auk þess
bæta við sig einni Ðakota-vél,
sem keypt verður fró Englandi.
Frá og með morgundeginum
verður flugferðum til Akureyr-
ar fjölgað upp í tvær á dag, en
frá 1. júní verða ferðirnar þrjár
daglega. Til ísafjarðar verður
flogið alla virka daga, en aúk
þess verður flogið til fimm
annarra staða á Vestfjörðum.
Til Egilsstaða verður flogið
fjórum sinnum í viku, en til
Fáskrúðsfjarðar verður flogið
vikulega, svo og til Neskaup-
staðar. Tvisvar á dag verður
T'logið til Eyja og Skógasands
tvisvar í viku, en einu sinni í
viku milli Eyja og Hellu.
Þá verða þrjár ferðir í viku
til Sauðárkróks, en tvær til
Blönduóss, Siglufjarðar, Fag-
urhólsmýrar og Kirkjubæjar-
klausturs. Til Hornafjarðar
verður flogið þrisvar í viku og
oinu sinni til Hellissands.
sfyllii má6.
® Óryggisráð Bandaríjanna
kom saman á fund í gær-
kvöldi. Kadford flotaforíngi
gerði grein fyrir viðræðnm
þeim, sem hann íók þátt í-
er hann fór skyndiferðina
til London og Parísar fyrir
nokkrum dögum. — Eisen-
hower sagði í gær, að Banda-
ríkin lýstu ekki yfir styrj-
öld án undangenginnar sam-
þykktar þingsins.
© Fulltrúadeild Bandaríkja-
þings hefir fellt með 214:37
atkv., að takmarka vald for-
setans til að senda herlið til
annarra landa. Eisenhower
hafði lagst fast gegn tillögu
í þessu efni.
© Franskar flugvélar hafa gert
miklar sprengju- og vél-
byssuárásir á flutningalest-
ir uppreistarmanna á leið frá
kínversku landamærunum
til Dienbienfu. — Engar
stórbreytingar hafa orðið á
vigstöðvunumþ ar.
Fiskviatnsiieshiivar hafa
ekki ladas í Reykjavík.
Svó mikið hefur borizt að af
fiski hér í bænum undanfarna
daga, að menn hafa ekki und-
an að gera að aflanum.
Fréttamaður Vísis tjáði blað-
inu í morgun, að t. d. mætii geta
þess í þessu sambandi, að bv.
„Egill Skallagrímsson“ hefur
legið hér síðan í fyrradag, án
þess, að unnt væri að taka afl-
ann til verkunnar. Þá hefur og
borizt að mikið magn af báta-
fiski, og hefur. t. d. Fiskiðjuver-
ið ekki haft undan. Hefur orð-
i J að flytja fisk héðan á bílum
lil Suðurnesja til verkunar þar.
—- í gær fengu bátarnir yfirleitt
5—8 lestir, og er það talið gott.
Keflavíkurbátar öfluðu mis-
jafnlega í gær, og þótti aflinn
heldur tregari en undanfarria
claga. Flestir voru með 8—9
lestir, en tveir bátar voru með
yfir 10 lestir. — Dettiícss lest-
ar nú freðfisk í Keflavík íyrir
Russlandsmarkað. Þá liggur þar
útlent skip, sem losar asfalt til
flugvallarins.
Sandgerðisbátar öfluðu ágæt
lega í gær, eða 8—14 lestir á
bát. Hæstir voru „Hrönn“ og
„Mummi“, en þeir hafa yfirieitt
aflað mjög vel á þessari vertíð.
Afli Eyjabáta var misjafn
eins og fyrri daginn. Flestir
munu hafa verið með 9—13 lest
ir, en sá hæsti var með 3200
fiska, eða um 30 lestir upp úr
sjó. Veður var ágætt í Eyjum,
og allir á sjó, sem það gátu.
Hörgull er á fólld til fisk-
vinnu í Eyjum. Hafa menn oft
unnið til kl. 10 og 12 á kvöldin,
en dugar ekki til.
Námskeið í háfjaliaíþrðtt-
orn hefst á morgun.
Fjallamenn efna til nám-
skeiða í háfjallaíþróttilm, aðai-
lega irteð tiiliti til björgunar og
aðstoðar við slys í íjalllendi.
Námskeið þetta hefst á morg
un og stendur fram í seinni
hluta júnímánaðar. Fer kennsl
an aðallega fram um helgar og
verður fyrst kennt í nærliggj-
andi fjöllum, en síðar haldið
austur á jökla og mun nám-
skeiðinu ljúka austur á Fimm-
vörðuhálsi um jónsmessuleyt-
ið.
Þátttakendur í námskeiðinu
verða 10 talsins, og var ekki
hægt að veita fleirum viðtöku.
Eru þeir frá björgunarsveitun-
um hér í bænum (Flugbjörgun-
arsveit, Slysavarnafélagi) og
verður þeim til að byrja með
kennt að fara með öryggis- og
björgunartæki viðerfiðar að-
stæður í fjallendi, kennt að fara
með línu og að klifa.
Guðmundur Einarsson frá
Miðdal ve'rður kennari á nám-
skeiðinu. Var upphaflega gert
ráð fyrir að fá hingað einnig
erlendan kennara, en það fóist
fyrir í ár. Hins vegar gera
Fjallamennsér vonir um að
seinna verði hægt að fá hingað
góða fjallagarpa til kennslu,
jafnvel á næsta ári.
Lömunarveikin vm* skæð
1
Ðansmsr víd óperassia famaMst, en er m
affur tekin a) æfa dans.
Mikil athafnasemi
Sviffiitgféiagsins.
Aðalfundur Svifflugfélags ís-
lands var haldinn fyrir
skömrnu,
Starfsemi félagsins á síðast-
liðnu ári var að ýmsu leyti
hagstæð, sérstaklega hvað
snerti árangur af svifflug-
kennslu, þar sem alls voru flog
in um 1400 flug á vegum fé-
lagsins, sem er rösklega helm-
ingi fleiri flug en áður hafa ver-
ið flogin á einu ári í sögu fé-
lagsins.
Félagið gerði tilraun með
rekstur svifflugskóla á Sand-
skeiði og var árangur svo góð-
ur að nú er í athugun að koma
upp á Sandskeiði föstum skóla
fyrir svifflugmenn.
Stjórn félagsins hefur ýmiss
áform á prjónunum svo sem
byggingu húsnæðis á Sand-
skeiði, aukningu á svifflugum
og ýmislegt annað,er kann að
verða sviíflugmálum til fram-
dráttar.
Stjórn félagsins skipa nú:
Ásbjörn Magnússon, formaður;
Árni Valdemarsson, varaform.;
Ólafur Magnússon, gjaldkei’i;
Axel Aspelund, ritari; Hilmar
Kristjánsson, meðstjórnandi. —
Varamenn eru: Gunnar Zebitz,
Sigurður Kristjánsson, Harald-
ur Ágústsson.
Aðalkennari félagsins er eins
og áður Helgi Filippusson.
Nú eru rétíur aldarfjórðung-
«r liðinn frá bví er fyrsta ferð
Ferðafélags íslands var farin.
Var sú ferð á Reykjanes og
var Helgi Jónsson frá Brennu
þá fararstjóri. Á sunnudaginn
kemur efnir Ferðafélagið til
ferðar út að Reykjanesvita og
verður Helgi þá aftur farar-
stjóri.
Stokkhóimi í apríl.
Frá fréttaritara Vísis.
Lömunarveiki hefir verið
skæð í Svíþjóð í vetur, og fjöidi
manns larhazt.
Þessi veiki er ávallt þung-
bær, eins og ajkunna er, en ef
til vill fann ung stúlka, dans-
mær við sænsku óperuna, enn
sárar til þess, er hún fékk veik-
ina. Dansmær þessi, sem heitir
Margaret Stensköld, dansaði
eins og hún átti að sér í óper-
unni i ágúst í fyrra. En svo
kenndi hún lasleika, og var
henni ekið í farsóttahúsið.
Nokkrum dögum síðar veiktist
bróðir hennar einaig, -eri bæði
höfðu þau lömunarveiki. Bróð-
ir hennar var þó en verr hald-
inn, og varð hann að liggja í
stállunga. Ungfrú Stensköld lá
þó ekki nema hálfan mánuð á
farsóttahúsinu, en var síðan
flutt á hressingarhæli. Svo
komst hún í hjólastól, og brátt
gat hún farið að styðjast við
hælijur. Að lokum kom að því
að hún gat farið að ganga
hjálparlaust, og. fyrir fáum
dögum tók hún aftur að æfa
dans, og lætur ekki bugast. Hún
ætlar að halda áfram á ballett-
dansbrautinni.
Annars hefir viðbúnaður
lækna í Svíþjóð stórum batnað
vegna veikinnar, og nú er vér-
ið að reyna bóluefrd, sem menn
gera sér vonir mn, að geti gert
börn ónæm fyrir veikinni.
Þá er til þess tekið, hve lcon-
ur lömunarveikra manna hafi
sýnt mikla þolinmæði og hjálp-
fýsi. Margar þeirra hafa byrjað
að vinna í sjúkrahúsunum til
þess að geta annast menn sina,
og hefir slíkri aðstoð verið tek-
ið með þökkum. Þá er tahð. að
návist eiginkvennanna stuðii
mjög að því að veita hinum
lömuðu aukna bjartsýni og' trú
á bata.
Gegn ,fkúgun<
u
Umræður um utanríkismál
hófst ■ vestur-þýzka sambands-
þinginu í gær. Adenauer
kanzlari flutti framsöguræðu.
Adenauer boðaði óbreytta
utanríkisstefnu: Sámvinnu við
hinar frjálsu vestrænu þjóðir
gegn kúgunarstefnu kommún-
ista.
Hann taldi það sögulegan
viðburð og algerlega breytta
stefnu hjá Bretum, að heita
fullu samstarfi við varnarsam-
tökin í Vestur-Evrópu. Væri
þessi stefnubreyting hin mikil-
vægasta Adenauer harmaði
seinaganginn á, að láta Evrópu-
sáttmálann koma til fram-
kvæmda.
Ollenhauer leiðtogi jafnaðar-
manna lagðist gegn Evrópu-
sáttmálanum sem hann kvað
franskt bragð til þess að geta
haft öll ráð Þýzkalands í hencii
sér. — Ollenhauer vildi láta
athuga betur tillögur Rússa um
Öryggissáttmála.
ÍR íslandsæelstari
í körkknattieik.
í gær lauk körfuknattleiks-
rnóti íslands, og er þetta þriðja
íslandsmótið í þeirri íþrótta-
grein.
Til þátttöku mættu 8 flokk-
ar, frá Ármánni, ÍR, íþrótta-
félagi starfsm. á Keflavíkur-
flugvelli (ÍKF) og Körfuknatt-
leiksflaginu Gosa.
Úrslit urðu þau að ÍR varð
íslandsmeistari, hlaut 4 stig,
ÍKF hlaut 2 stig og Gosi ekkert.
í 2. fl. sigraði ÍR Gosa með
23 mörkum gegn 14 og í 3. fl.
sigraði Gosi með 4 stigum. ÍR
hlaut 2 stig, en Ármann ekkert.
Keppt er um bikar, sem
vinnst til eignar þrísvar sinn-
um í röð eða finim sinnum alls.
Að lokinni keppni afhenti for-
seti ÍSÍ verðlaunin.
Mótið fór mjög vel fram og
var fjöldi áhorfenda.
Auk Reykjanesferðarinnar
verður efnt til annarar ferðar
á sunnudaginn á vegum Ferða-
félagsins, en sú för er út i
eyjar, Viðey og Engey.
110 sjúklingar á f jórl-
ungssjúkraliúsfiiu á
Ákureyrí.
Þegar fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri tók formlega íil starfa
um áramótin lágu þar 66 sjúk-
lingar, en í lok febrúar voru
þeir orðnir 110.
Á fundi stjórnarnefndar
fjórðungssjúkrahússins nýlega
var gefin yfirlit um sjúklinga-
fjölda og þess háttar, og voru
legudagar í janúar samtals
2659.
kmmn HalSdórs-
scn látiim.
Ármann Halldórsson náms-
stjóri andaðist í gær, aðeins 44
ára að aldri. Banamein hans
var hjartabilun.
Ármann hefur um langt skeið
ekki gengið heill til skógar, og
hafði um nokkurt árabil kénnt
hjartabilunar, en síðari árin
var heilsa hans þó betri. Ár-
mann Halldórsson var fæddur
29. september 1909. Stúdent
varð hann frá Menntaskólanum
á Akureyri 1931 og mag. art. í
sálarfræði frá Háskólanum í
Oslo 1936, en síðan stmidaði
hann framhaldsnám í Vín og
Kaupmannahöfn. Hann varð
kennari við Kennaraskóla ís-
lands 1939, en skipaður skóla-
stjóri Miðbæjarbarnaskólans
1941 og gegndi því starfi til
1950 er hann var skipaður
námsstjóri gagnfræðastigs. Ár-
mann ritaði margar greinar um
! uppeldis- og skólamál og þýddi
i f jölda bóka.