Vísir - 18.05.1954, Page 4

Vísir - 18.05.1954, Page 4
1 ▼ ISÍÍ Þriðjudaginn Í8. maí ISSÍ, wimwm «■■ DAGBLiD Eitstjóri: Hersteinn Páisson. j fnifyi Auglýsingastjóri: Kristjáu Jénsson. | • |.j fj"f ;f . Skrifstofur: Ingólfsstrœti 8. f 1 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VlSIR HJT. Aígreiðsla: Ingólfsstrasti 3. Sími 1660 (firo.ni Ifcur). Lsusasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan b-f. Kosnrngin í Képavogi. [rslit kosninganna í Kópavogi komu engum á óvart. Það var nokkurn veginn vitað, eftir úrslitunum í vetur, að kommúnistabræðingur Finnboga Rúts myndi fá þrjá merm kjörna og þar með meirihlutann í hreppsnefndinni. Hið eina sem óvissa ríkti um var það, hvort Alþýðuflokknum, eða öliu heldur Þórði Þorsteinssyni hreppstjóra, tækist að rétta hlut sinn og koma félagsfræðingi Framsóknarflokksins á kné, enda var það ágreiningurinn um atkvæðatölur þeirra, sem olli þv% að kosningin var úrskurðuð ógild í vetur. Hitt mun svo hafa komið ýmsum á óvart, að félag'sfræðing- urinn skyldi bæta við sig 65 atkvæðum frá kommúnistum. Að vísu er það gömul og ný saga, að haldgóðir leyniþræðir liggi milli Framsóknarmanna og kommúnista og bróðurleg aðstoð se veitt frá báðum hliðum þegar mikið liggur við; en eftir skrifum Þjóðviljans um félagsfræðinginn undanfarið verður þó að telja harla ótrúlegt, að nokkur baksamningur hafi verið gerður um það, að kommúnistar tryggðu honum kosningu. Að svo stöddu er því eðlilegt að álykta að fylgi kommúnista sé að hraka þarna, eins og annarstaðar, og ætti það að vera öllum þjóðhollum mönnum fagnaðarefni. Annað mál er svo það, að þeir sem snúa við þeim baki og kjósa Framsóknarflokkinn, virðast ekki enn hafa áttað sig til fulls á, hvað þeim er sjálfum fyrir beztu. Sá furðulegi atburður gerðist rétt fyrir kosninguna, að fyrsti, annar, þriðji, fimmti, sjötti og níundi maður á lista Alþýðuflokksins lýstu því yfir í dagblöðum bæjarins og Ríkis- útvarpinu, að þeir teldu þennan lista ekki lista Alþýðuflokksins og sér, „því með öllu óviðkomandi“. Nú er listinn, eins og menn vita, óbreyttur frá því í vetur. Þá voru þessir heiðui-smenn allir í sömu sætum og nú og létu ekki á sér heyra eitt einasta orð í þá átt, að þeir efuðust um að þetta væri listi Alþýðuflokks- ins. Hvað hefur skeð? Hver er ástæðan fyrir þessari einstæðu afneitun? Hún er sú, að í kosningunum í vetur leyfðu kjósendm. flokksins sér að nota þann rétt, sem kosningalögin veita, til þess að láta í Ijós að röðun listans væiú sér ekki -að skapi. Þeir gerðu sér lítið fyrir og strikuðu þrjá efstu mennina svo rækilega út, að fjórði maðurinn, sá sem þeir báru mest traust til, fór upp í fyrsta sæti. En þetta þoldu lýðræðiskempurnar ekki. Þeir „fóru í fýlu“, eins og krakkar, og sögðust bara „ekki vera með“. Ekki þótti þó enn nóg aðgert, því að á laugardaginn skeði það undur, að sjálfur ritstjóri Alþýðublaðsins og forma'ður Alþýðuflokksins skoraði á flokksmenn sína í Kópavogi að kjósa framboðslista kommúnista. Já, aldrei fór það svo, að Hannibal Valdimarsson setti ekki heimsmet! En það er ólík- ■'legt að nokkurn langi til að hnekkja því fyrir honum. En kjósendur geta stundum reyn'st erfiðir viðfangs, og svo fór í þetta sinn. Þeir létu allar yfirlýsingar og áskoranir eins og vind um eyrun þjóta, kusu listan og strikuðu út eins cg áður, með þeim árangri, að hann fékk tveimur atkvæðum íleira en síðast og Þórður Þorsteinsson var færður upp í efsta sæti aftur. Og þótt það dygði honum ekki til þess að komast í hreppsnefndina, vegna hins óvænta liðstyrks, sem Framsókn fékk frá kommúnistum, þá hefur hann haldið velli með sæmd, en kommúnistadekur og afglapaháttur Hannibals Valdimars- sonar ennþá fengið nýja og ótvíræða staðfestingu. Kosningablað Alþýðuflokksins í Kópavogi segist hafa það eftir öruggum heimildum, að eftir birtingu hinnar fáheyrðu yfirlýsingar frambjóðendanna í Kópavogi hafi framkvæmdar- stjórn Alþýðuflokksins hér komið saman á fund, til þess að íeyna að finna leið út úr þessum ógöngum. Niðurstaða þeirrar samkomu kvað hafa orðið sú, að 5 menn úr framkvæmdar- stjórninni, sem fundinn sátu, auk Hannibals Valdimarssonar, lögðu fyrir hann að birta í Alþýðublaðinu á sunfludaginn yfi :- lýsingu þess efnis, að A-listinn í Kópavogi væri listi Alþýðu- ílokksins og skora á flokksmenn að kjósa hann og leggja hon- lun allt það lið, er þeir mættu. . Yfirlýsing þessi kom aldrei, og er nú eftir að vita, hvaða afleiðingu óhlýðni Hannibals kann að hafa fyrir hann sjálfan. Það er hald sumra, að þarna hafi formannsstaðan brostið úr hendi hans og stórra tíðinda megi vænta úr herbúðum, .Alþýðu- flokksins næstu daga. Ef þetta skyldi reynast rétt, hefur ekki j.Terið kosið aftur til einskis í Kópavögi. 1 Pearl S. Buck: Barnii, sem (iroskaðist aidrei. Þýðendur: Jón Auðuns, Matthías Jónasson og Símon Jóh. Ágústsson. Barnaverndarfélag Reykja- víkur hefur nýlega gefið út lítið kver eftir Pearl S. Buck, sem fjallar um fávita. Hin fræga skáldkona er sjálf móð- ir barnsins og má því nærri geta hversu erfitt hefur verið að skrifa um allt það hugar- stríð sem því fylgir að sjá barn- ið sitt verða aftur úr öðrum börnum, verða hornreka þeirra og loks lenda á fávitahæli, sem þó verður að teljast bezta lausnin svo framarlega, sem starfsfólk hælisins er sínu mikla starfi vaxið. Bókin er fyrst og fremst skrifuð af ást á litlu vanþroska barni en jafnframt af einlæg- um vilja til þess að verða öðr- um að liði. Frúin segir þjáninga ssögu sína í þeim tilgangi að ‘‘ gera öðrum, sem eins stendur á fyrir, hugarstríðið léttara. Ekki er því að leyna, að talsverð þörf er á því að kenna fólki að skilja vandamál þau, sem bund- in eru við litlu börnin, sem þroskast aldrei. Því miður er það svo, að sumir halda að lítil geta þeirra sé leti eða öðrum skapgerðarveilum að kenna. Ekki munu þess fá dæmi að þessi varnarlausu börn, — varnralausust allra í þjóðfélag- inu, séu sett í skóla með börn- um, sem hafa meðalgreind eða meira. í skólanum hljóta litlu vangefnu börnin að bíða marga ósigra á dag, líf þeirra verður ein órofin keðja ósigra og von- brigða. Pearl S. Buck bendir á það af hinum næma skilningi lista- mannsins á lífinu hversu frá- leitt er að gera kröfur til van- þroska barna, sem þau geta ekki uppfyllt ov hversu ómannúð- legt er að loka þau algerlega úti frá þeim heimi sem þau eru borin í. Þessi litlu börn hafa alla mannlega eiginleíka að- eins ekki í eins ríkum mæli og þeir, sem erft hafa meiri greind. Getraunaspá Úrslit leikjanna í fyrradag urðu þessi: Þróttur 2 — Valur 5 Júgóslavía 1 — England 0 Asker 2 — Nordnes 0 Larvik 2 — Viking 1 Strömmen 0 — Sarpsborg Odd 1 — Lilleström 1 A.I.K. 0 — Djurgárden 0 G.A.I.S. 1 — Göteborg 1 Hálsingb. 3 — Malmö FF Degerf. 2 — Jönköping 0 Elfsborg 1 — Norrk. 0 Kalmar 2 — Sandviken 1 Um næstu helgi fara fram þessir leikir: Víkingur — Þróttur Ungverjal. — England Sándefjord — Skeid Nordnes — Larvík Asker — Sparta Moss — Lillestöm Freidig — Fredrikstad Strömmen — Odd Djurgárden — Degerfors Hálsingborg — G.A.I.S. Jönk. — Malmö F.F. Sandviken — A.I.K. Skilafrestúr verður fimmtudagskvölds. ^*íáfíT '(.}>, . V . Þess vegna ber ekki að líta á þau sem sjúklinga heldur litla bræður og systur, sem gefið hefur verið lítið pund. Eða eins og íslenzkur prestur sagði eitt sinn við dóttur sína, sem átaldi föður sinn fyrir að sitja lang- tímunum saman og ræða við aumingja: „Segðu ekki þetta, dóttir mín. Guð hefur ekki gefið honum meira.“ Vísindalegt gildi bókarinnar er ekki eins mikið og hið mann- úðlega t. d. er of lítið gert úr erfðamöguleikum fávitaháttar, en það er margsannað að fávit- ar og vitgrannt fólk eignast mestan hluta þeiri'a fávita sem hið opinbera sér um í þeim löndum, þar sem meðferð þess- ara barna er komin í mannúð- legt horf. Forlagið Hlaðbúð hefur ann- ast útgáfu bókarinnar og á það þakkir skilið fyrir að stuðla að því að íslenzkir lesendur gætu kynnst hinum göfugu sjónar- miðum höfundar. Ólafur Gunnarsson. 2 1 1 1 1 2 X X X 5 X 1 1 1 1 1 X2 2 IX 2 2 1 IX 1 X2 1X2 til J. Vestmannaeyjar... Framh. af 1. síðu. Skreiðarframleiðsla Vinnu- stöðvarinnar er mun minni í ár heldur en í fyrra. Þá voru hengd upp 1700—1800 lestir af fiski (slægðum með haus), en ekki nema 600 lestir í ár. Stafar þétta annarsvegar af því að verð á skreið er óhagstæðara héídúr en í fyrra, en hinsvegar af því að allmiklar birgðir eru enn til frá fyrra ári. Fyrir hina miklu skreiðar- framleiðslu í fyrra varð Vinnslu stöðin að kaupa víðáttumikið landflæmi innan við kaupstað- inn. Nýtízku vélakostur. Vinnslustöðin var stofnsett fyrif sjö árum eða árið 1947. Ffá þeim tíma hefur verið keyptur nýtízku vélakostur og útbúnaður til stöðvarinnar og nú er svo komið að hún hefir yfir að ráða fullkomnasta færi- bandakerfi, sem til er hér á landi. í byrjun síðustu vertíð- ar var komið upp fiskþvotta- vél í stöðinni og fyrir skemmstu hafa verið keyptar frá Þýzka- landi dýrar og fullkomnar vél- ar til þess að hausa og fletja fisk, sem munu vera einstæð- ar í sinni röð hér á landi. Til gamans má þó geta þess, að fyrir fjölda mörgum árum kéypti Gísli Johnsen stórkaup- maður, sem þá rak mikla út- gérð í Vestmannaeyjum, tilsvar aridi vélar frá sama fyrirtæki í Þýzkalandi. Og enda þótt þær vélar hafi þá ekki verið eins fuílkomnár og þær erú nú, bar þetta vott um óvenjulegan stórhug og framsýni Gísla. Þrátt fyrir allan þenna véla- kost og útbúnað, sem sparar stórlega mannahald, unnu samt hátt á 6. hundrað manhs hjá Vinnslustöðinni þegar mest var að gera í vetur. Og nú hefir fyrirtækið enn á döfinni ýmsar ráðagerðir um aukinn og bætt- an vélakost og stækkun færi- bandakerfisins, auk aukinna bygg'ingaframkvæmda, sem að framan greinir. Tæknilegúr ráðunautur fyrirtækisins er Gísli Hermannsson verkfræð- ingur. í stjórn Vinnslustöðvarinnar eru: Jóhann Sigfússon, formað- ur, og jafnframt framkvæmda- stjóri, Jónas Jónsson forstjóri, Sighvatur Bjarnason skipstjóri, Haraldur Hannesson skipstjóri, Guðmundur Vigfússon skip- stjóri, Guðjón Jónsson skip- stjóri og Björn Jónsson skip- stjóri. Gjaldkeri og bókari er Óskar Sigurðsson löggiltur endurskoðandi og hefir verið það frá stofnun Vinnslustöðv- arinnar. éf tiK Vísis : Mlébærímt á sunnu- dagsmorgna. Það er ánægjulegt að geta fullyrt, að Reykjavik er með þrifalegustu bæjum hér á landi, enda á svo að vera. Þetta gæti þó verið enn betra, ef borgarar bæjarins hefðu hug á að ganga vel um, og færa ekki að óþörfu úr skorðum það, sem bæjaryfirvöldin eru að láta færa til rétts vegar. Það er hvergi hægt að láta líta vel út og vera þrifalegt, hvorki inn- an húss né utan, ef gengið er um þannig, að allt er fært úr lagi jafnliarðan og óhreinkað, að eg ekki tala um, þegar skemmdarverk eru framin. Því miður gera margir borgar- ar bæjarins sig seka um víta- verða umgengni og hirðuleysi og spilla þannig viljandi og ó- viljandi þrifnaði í bænum, og þá um leið fegurð hans. Reyk- víkingar fara seint á fætur yf- irleitt á sunnudagsmorgna. En- það er sama hvort komið er á fætur seint eða snemma. Víða í bænum blasir við manni sorg- leg sjón, en þó tekur út yfir allt, gangi maður um miðbæ- inn. Manni gæti dottið í hug, að það hefðu verið háðir götu- bardagar í aðalgötum bæjarins nóttina áður, eða að ræningjar hefðu verið á ferð! svo lítur miðbærinn ömurlega út. Þegar betur er að gáð, er þetta ein- tómur sóðaskapur fólksins sem hefir verið úti að skemmta sér á laugardagskvöld og sunnu- dagsnótt. Það ægir öllu samaii1 á gangstéttunum og í göturæs- unum. Það er ótrúleg fjöl- breytni í ruslinu, en eitt tekur út yfir, og það eru flöskubrotiri, sem ekki er hægt að þverfóta fyrir. Það er ekki nóg að maður vaði í gegnum allan þennan óþverra með ömurlegar hugs- anir út af framferði fólksins, sem þarna á hlut að máli, held- ur er maður í töluverðri hættu. Manni skrikar fótur á ávaxa- berki eða einhverju öðru, stíng- ur niður hendi, lendir á gler- broti og sker sig mikið eða lít— ið eftir atvikum. Sérstaklega er hætta á, að þetta geti orðíð börnum að tjóni, sem sífellt eru að detta, eins og allir vita. Tjón verður einnig að þessum glerbrotum á farartækjum o. fl. Götur og gangstéttir bæjarins, a. m. k. í miðbænum, eru hreinsaðar alla daga vikunnar nema sunnudaga, enda sér maður ekki áminnstan óþrifn- að nema á sunnudögum. Á sunnudögum skoða flestir bæ- inn bæði kunnugir og ókunn- ugir og er því leiðinlegt, að

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.