Vísir - 22.05.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 22.05.1954, Blaðsíða 5
Laagardaginn 22. maí 1S54. VfS!ll MetrsÉmimm Mmlssmm: IP'l •! ini mela, Þar byrgja sandbyljir oftar fyrir sólina en ský eða skárir. Farið hhi < íirl^Iiiiíl-liellii — ofan s íl<MI £e<a dVpi. Albuquerque, N. Mex., 23. apr. Þ-egar komiS er vestast í Texas og síðan norður í Nýja Mexíkó, gæti íslendinguriim vel kaldið a£ ýmsu í Jandslaginu, að banii væri kominn íieim. Það er fjalllendi um þessar slóðir, og gróðurinn er af skorn- um skammti. Landið er grátt og guggið, og það er ekki nema eðlilegt, því að það er þyrst — það er lítið um úrkomur hér, og uppblástur mikill af þeim sökum. Landið er hálfgerð auðn, cg alger eyðimörk á köflum. Leið mín hingað lá fyrst.vest- Ur um Texas til EI Paso(Skarðs ins') sem stendur á nyrðri bakka Rio Grande del Norte (Stóru- Norðurár), er skilur milli Bandaríkjanna og Mexíkó á löngum kafla. Það- verður þó ekki sagt, að þessi Stóra Norð- urá beri nafn með rentu, þvi að hún er eiginlega ekki annað en smáspræna. Hún er væð hvarvetna, og. sums staðar er hægt að stikla yfir hana, án þess að vökna í fætur. En vit- anlega er hún stór, þegar tekið er tillit til þess, að á þessum slóðum er eiginlega ekki um nein vatnsföll að ræða. Eg kom til E1 Paso að næt- urlagi, og þar sem hér er eng- in „nóttlaus voraldar veröld“, sá eg lítið af landiny. En siðan fór eg í stórum áætlunarbíl 250 km. leið frá E1 Paso til Carls- bad í Nýja Mex.íkó, og þá leið fór eg í björtu, svo að ekkert byrgði útsýnina — nema sand- bylur við og við. Eyðilegt umhvert’i. Jafnskjótt og komið er út fyrir E1 Paso byrjar hálfgerð eyðimörk. Þarna er meðal-úr- koma aðeins um 12 sentime,trar á ári, og mikill hluti hennar kemur ekki að neinu gagni, því að uppgufunin er ,svo ör, Þó er þarna nokkur gróður, gras, sem er bæði snöggt og gisið, gráleitt áf þurrki, og innan um sjást kannske hvirfingar lágvaxinna kaktusa, því að jafnvel þeir hafa ekki getu til að verða verulega stórir. Jarðvegufinn er gulleitur og sendinn, en öku- maðurinn, sem er skrafhreyf- arinnar í suðvesturhluta Banda ríkjanna. Um þetta skarð, sem bíllinn ekur nú um, var alfaraleið löngu áður en menn fór að dreyma um farartæki eins og bílana. Þá fóru hér vagnalestir landnemanna, og um þetta skarð — Butterfield-skarð — lá leið fyrstu hraðpóstanna, er þustu með póstinn milli aust í fyrsta áningarstað. Sá staður er nefndur „Leðurblökuskúti", og þar er sumarbústaður mill- jóna leðurblakna, sem eiga heima suður í Mexíkó að vetr- arlagi. En um miðjan maí lifnar yfir þessum hluta hellsins, því að þá koma „túristarnir“ og taka sér bólfestu í loftinu. Þeir halda kyrru fyrir um dagana, en er rökkva tekur, heldur all- urstrandarinnar og Suður- jur skarinn út, til að afla mat- Kaliforniu. En það var ekki fanga, skordýra, sem nóg er til inn í bezta lagi, segir, að þetta sé þó góður jarðvegur. Eftir góða dembu verði þessi hálf- gerða eyðimörk haf blóma á einum degi, en þau „fölna á einni hélunótt“, verða ekki langlíf, því að það er sjaldgæft að úrkomurnar .standi lengi. Fyrst er ekið lengi um slétt lendi, þar sem ásar einir gera nokkra tilbreytingu, en fram- undan eru þó 8000 feta há fjöll, og yfir þau eða gegnum á að fara. Og þarna er „beljuland", þar .sem bændur eiga þúsundir nautgripa, en fjöldinn fer eftir því, hve mikið land bóndinn á. Hann verður að ætla hverri skepnu sem svarar tveim hekt- urum lands til hagbeitar á ári, því að annars fær skepnan ekki í sig. En bílstjórinn upplýsir, að þótt grasið sé snöggt, sé það bætiefnaríkt, svo að einn hest- burður af því jafnist á við níu hestburði af safaríku grasi af láglendinu austan til. Munur- inn er sá, að í hinu safaríka grasi er svo mikið, vatn, sem vart er fyri.r hendi á þessum stað. Miklir fjárbænclur. Á þessum slóðum stunda margir bændur sauðfjárrækt, og mér er sagt, að þeir sé marg- ir, er hafi 2—3000 nautgripi og allt að 2000 fjár. En sumir eru þó enn gildari — ef þeir hafa nægilegt landrými. Hingað og þangað meðfram veginum eru vindrafstöðvar, en þar er engin bygging nærri, svo að eg spyr bílstjórann, hverju þetta sæti. Hann hefir svarið á reiðum höndum. Hér bora bændur eftir vatni, og koma sér upp brunnum og vatnsþróm. Þegar bóndi hefir fundið góða vatnsæð í landi sínu, kemur hann sér upp vind- rafstöð, sem knýr vatnsdælu, og þarf hjörð hans þá ekki að kvíða þorsta, meðan hún er þar í grennd. Bílstjórinn kvað þess dæmi, að menn boruðu 1000 fet í leit að vatni, og vatnsgej'mar gildra bænda talra tug milljónir litra. í sambandi við þá eru svo jpft áyeitur, þar sem það þvkir • borga sig. 3,Sólanminsterið“ — í stóra salnum í Carlsbad-bellutsum Kiettur aldanna — kalksteins- myndun í stóra salnum. 42ja km. þráð- beinn spotti. Það er fátt um beygjur á þessum vegi, enda þarf ekki að krækja fyrir hóla eða hæðir. Á einum stað er beinn spotti, sem er 42ja km. langur, og liggur hann meðal annars yfir saltflesjur, sem eru 12 km. breiðar. Það er óþægilegt að líta út, þegar farið er þar, því að þarna er jarðvegurinn 95% hreint salt, og kristallarnir endui’kasta geislum sólarinnar, svo að mann svíður í augun. Fyrir nokkrum árum var reynt að hagnýta saltbirgðir þær, sem þarna eru, en menn gáfust upp við það. Flutningskostnað urinn varð of mikill, því að það varð að flytja „hráefnið“ lang- ar leiðir á bílum til verksmiðja. Þar með var sá draumur búinn. En nú eru fjöllin varla stein- snar undan. Hlíðar þeirra eru algerlega gróðurlausar, eigin- lega ekkert annað en stórgrýt- isurðir. Mér flýgur í hug, að þessi fjöll sé furðanlega lík fjöllunum heima á Fróni. Þegar við ökum upp eftir dal í áttina að skarði yfir fjöll þessi, sem heita Guadelupe-fjallgarður, birtist tindur framundan, sem kemur einkennilega kunnug- lega fyrir sjónir. Já, það er eins og Þyrill hafi verið tekinn úr Hvalfirði, stækkaður og hækk aður til muna og settur þarna niður. Urðir neðst, þverhnípt, klettabelti ofar. Það er aðeins eitt, sem eyðileggur þessa sam líkingu. efst á þessu fjalli eru grenitré, sem eru 60-^—80 fet á hæð. Hættuleg Ieið — að fornu og nýju. Þetta fjall heitir E1 Capitan, því að hér bera flest kennileiti spænsk nöfn, því að Spánverj- ar réðu hér lögum og lofum um aldir. Rétt hjá er annar tindur — þeir eru báðir rúmlega 8000 fet — sem heitir ensku nafni, Signal Hill, eða Merkjatindur. Hann kom mikið .við sögu áður fyrr, þegar Indíánar voru enn að reyna að liefta ffanisókn hvítra manna vestur á bóginn. Þá var þetta land Apasja, grimmustu, Indiána-ættkvísl- alltaf auðgert að komast þessa leið. Apasjar voru alltaf fúsir til að afla sér höfuðleðra hvítra manna til að sýna hreysti sína, og á Merkjahæð var þeirra Þríhyrningur, sem mjög kemur við sögu í Njálu, og svo var hvítum mönnum veitt fyrirsát í skarðinu. Enn kemur það fyrir, að þeir, sem rölta út fyrir veginn þarna, finna skinin bein þeirra, er féllu fyrir örv- um Apasjanna fyrir manns- öldrum. Og hætturnar eru ekki úr sögunni, því að hér liggur veg- urinn víða utan í snarbröttum Alíðum, og hingað og þangað liggja brotnir og beyglaðir bíl- ar, sem hafa farið of hratt eða verið ekið ógætilega að öðru leyti. Á einni viku í fyrra, segir bílstjórinn, fóru sex bílar út af veginum efst í skarðinu, en þess má geta til gamans um leið, að þar er vegurinn í 6100 feta hæð yfir sjávarmáli. Carlsbad-hellarnir. Á 200 km. leið um þetta eyði- lega land höfðum við aðeins séð fjóra bóndabæi og við höf- um ekið um eitt þorp með tíu húsum. Þó er umferð mikil um veginn, og skýringin er sú, að þessi vegur er önnur höfuðleið- in til Carlsbad-hellanna, sem taldir eru meðal fallegustu náttúrufyrirbrigða í heimi. Þeir og umhverfi þeirra eru nú þjóðgarður, og þangað leita 900—1500 manns daglega að vetrarlagi, en á sumrin koma allt að 7000 manns á dag til að skoða þenna Víðgelmi. Leið mín eins og allra, sem í bílnum eru, liggur einmitt þangað, ög rétt hjá endastöð áætlunái'bílsins birtist gat mik- ið — inngangurinn. Þar bíða nokkrir ungir menn, sem hafa þann starfa á hendi að fylgja komumönnum um hellana, skýra það, sem fyrir augun ber, og gæta þess að enginn týnist, því að þeir gangar hellisins, sem kannaðir hafa verið, eru um 37 km. á lengd, og „þriðja hæð“ hans er meira en 1000 fet undir munna hans. Sumarbústaður leðurblakanna. Leiðin ofan í fyrsta hluta hellisins liggur niður snarbratta brekku, og stígurinn er í ó- teljandi bugðum, til þess að létta mönnum gönguna. Voru þó margir orðnir óstyrkir í hnjáliðunum, þegar komið var af á þessum slóðum. Enginn veit, hve langt er síðan hellar þessir — því að í rauninni er hér um marga, samhangandi hella að ræða —■ tóku að myndast, og menn vita heldur ekki, hvenær leður- blökurnar tóku sér fyrst ból- festu þarna. En það má nefna eina tölu, sem gefur til kynna, að þær muni hafa átt þarna sumarbústað ærinn tíma. Skömmu eftir aldamótin tóku ménn eftir því, að í Leðurblöku- skútanum var ákjósanlegasti á- burður — guano — á gólfinu — drit leðurblaknanna, og fyrirtæki eitt tók sig til og fór að nýta þessa „gullnámu". Á tíu ára tímabili, frá 1904—14, voru þarna unnar hvorki meira né minna en 100 þúsund smá- lestir af þessum áburði, og varí þó ekki búið að hreinsá til, eC starfseminni var hætt. Konungs- og drottn- ingarhallir. Carlsbad-hellarnir eru dropa- steinhellar, þar sem rigningar- vatn hefir leyst upp kalkið S jarðveginum, en um Ieið og fellingar hafa myndast í jarð- skorpunni, haf a ótrúlegustu súlur, drangar og styttur mynd- azt, þar sem kalkvatnið hefir runnið, vatnið gufað upp og kalkið eitt orðið eftir. Skrautlegustu „herbergin“ eru kölluð Konungshöllin og Drottningarhöllin. Mig skortir orð til að lýsa þessu, því að það er eins og þetta sé af öðrum heimi. Víða eru súlur, sem eru eins og skornar út af listamanni af Guðs náð, annars staðar sér maður stirðnað vatnsfall, sem kemur beint út úr lóðréttum klettavegg, mannamyndir eru í öllum áttum, og sumstaðar er gólfið eins og þær kynjamynd- ir frá tunglinu, sem stundumj er brugðið upp. í Konungshöllinni er tignar- legt hásæti, og þar eru súlur, sem eru allt að 30 fet á hæð. Þar eru líka furðanlegar mynd- anir í loftinu, sem vekja hjá manni hugleiðingar um, hvort þyngdarlögmálið hafi vérið upphafið, er þær urðu til, fín- gerðasta víravirki eða köngul- lóarvefir. í höll drottningar eru svo aðrar einkennilegar súlnamynd anir. Þar hefir kalkvatnið runn- ið sitt á hvað um leið og það draup úr loftinu, svo að þar eru dýrleg veggtjöld, sum svo næf- urþunn, að maður sér bjarmann Starisstúlha ekki yngri en 18 ára, óskast nú þegar við veitmga- hús úti á landi. Uppl. aS Mjóuhlíð 16 til kl. 20.00 í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.