Vísir - 26.05.1954, Side 4

Vísir - 26.05.1954, Side 4
« VISIB Miðvikudaginn 26. .maí 1654 DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. ■Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. AfgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Tímamót. TTm þetta leyti árs fyrir einum áratug var íslenzka þjóðm nýbúin að taka ákvörðun um endurreisn lýðveldis í landi sínu og horfði sameinuð og glöðum huga til hins mikla, bjarta og góða dags, 17. júní, er vera skyldi stofndagur hins endur- reigta lýðveldis. Öll þjóðin var sér þess meðvitandi um þetta leyti fyrir tíu árum, að í sögu hennar voru hin merkustu tíma- mót að renna upp. Þá var litið um öxl og þess minnst, sem gerst hafði frá því er landið fannst og var numið, langrar og erfiðrar baráttusögu. Dægurþras og rígur þagnaði. Samhuga gladdist þjóðin yfir því, sem áunnist hafði, og það var full ástæða til að gleðjast, því að í landinu var allt í framíör, og hægt að horfa vonglöðum augum fram í tímann. Sú stund var komin, að engum blöðum var um það að fletta, að tími hinna hægfara framfara var að baki, en fram- undan stórstígari framfarir en menn hafði áður dreymt um við sívaxandi kynni af nútíma tækni. Á þeím tíu árum, sem liðin eru síðan lýðveldið var endurreist, hefur stöðugt stefnt í þessa átt, og hafi þjóðin getað verið glöð og djarf- huga þá, getur hún það eigi síður nú, því að segja má, að henni séu alltaf að opnast nýir heimar ævintýralegra framfara. Vitrir menn af öðrum þjóðum hafa viðurkennt í ræðu og xiti, a, það sem fámenn þjóð hefur afrekað hér í erfiðu landi, se aðdáunarvert og til fyrirmyndar. Á slíkan dóm getur þjóð'in hlýtt kinnroðalaust, því að hann er ekki óverðskuldað lox. íslenzka þjóðin hefur aldrei dregið af sér. Það hefur öld fram af öld verið aðalsmerki jafnt bóndans sem sjómannsins cg kvenna þeirra, að skila jafnan fullu dagsverki. Öll skilyrði, allt fram á daga elztu kynslóðarinnar nú á dögum, til þess jafnvel að draga fram lífið voru hin erfiðustu. Það var óhjákvæmilega hlutskipti þjóðarinnar að strita. En stritið og erfið lífskjör, svo erfið, að upprennandi kynslóðinni mun vart geta skilist það, þjálfuðu hana og þroskuðu skapgerð hennar. Seiglan varð eitt hennar höfuðeinkenni, í daglegri baráttu, og í sj álfstæðisbaráttunni, en henni auðnaðist Mka að vernda sína andleg'u auðleð í striti og basli aldanna. Hefur því ekki verið á lofti haldið sem skyldi, að hæfileikinn til þess að tileinka sér nútímatækni og allt sem til hagsbóta og velsældar má verða getur nútíðin þakkað þeim manndóms og menningararíi, sem skilað var henni í hendur af þeim, sem gengnir eru. Einnig nú, þegar líður að tíu ára afmæli lýðveldisstofnun- arinnar eru merk tímamót í lífi þjóðarinnar Nú þegar fyrsti áratugur hins endurreista íslenzka lýðveldis er liðinn gefst tækifæri til að líta yfir farinn veg og er það verður gert, mun í ljós koma, að margt stórátakið hefur verið gert til framfara á þessum tíu árum og má til þeirra nefna Sogsvirkjunina nýju og áburðarverksmiðjuna. Með slíkum framkvæmdum er, eins og skáldið kvað, ‘hrundið vorum hag á leið, með heillar aldar taki.“ Það er á tímamótum slíkum sem þeim, er hér hefur verið nm rætt, sem hugir manna ættu að beinast: frá því sem sundrar og að því sem sameinar. Sú . varð reyndin vorið og sumarið 1944. Þá eins og nú var margt, sem valda mátti áhyggjum, margt sem ágreiningur var um, margt, sem gat sundrað, en gerði það ekki. Vonandi verður sama gifta ríkjandi nú. Vonandi kemur í Ijós, að sáttfýsi verður ríkjandi, svo að öll ágreiningsmál leysist á viðunandi hátt og vinnufriður haldist í landinu, en undir því er velferð allra komin. Vonanai kemur ekki til þess, að vinnudeilur varpi skugga á þá hátíð þjóðarinnar, sem nú er skammt undan. Þjóðin á allt undir stöðugu peningagengi og traustum efnahag. Á honum byggist velferð einstaklingsins og sjálfstæði þjóðarinnar og þeirri sann- inda ættu allir að vera minnugir nú. Gangi menn nú til samninga um ágreiningsmálin í anda sáttfysi og skilnings mun vel fara. Og þá getur þjóðin vissu- im en nokkuru tíma fyrr. lega horft stæltari og vonglaðari fr; Innflutningur nylonsokka. Greinarger& frá vi&skipfamáKaráðuneytinu. Fyrir nokkru birti Vísir bréf frá ónafngreindum kaupsýslu- manni, þar sem ráðist var á viðskiptamálaráðuneytið fyrii að nylonsokkar hefðu verið fluttir inn í landið frá Banda- ríkjunum og Bretlandi síðustu 14 mánuðina, en kaupsýslu- maðurinn hélt, að slíkur inn- flutningur væri algjörlega bannaður. Sló kaupsýslumað- urinn síðan fram þeirri spurn- ingu, hvort hér væri um stór- kostlegt smygl að ræða eða einhver önnur öfl að verki, úr því að nylonsokkar hefðu verið fluttir inn frá umræddum lönd- um, þrátt fyrir ,,bannið“. Viðskiptamáluráðuneytið svaraði strax þessum skrifum og benti á, að auglýsing fjár- hagsráðs frá 10. febrúar 1953 um breytingu á skilorðsbundna frílistanum útilokaði ekki inr- flutning á nylonsokkum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, ef innflytjendur hefðu í hönd- unum B-skírteini, sem væru út- gefin fyrir birtingu auglýsing- arinnar. Var því augljóst, að ákæra kaupsýslumannsins var byggð á misskilningi eða van- þekkingu, og með því að vekja athygli á þessu atriði taldi ráðuneytið sig hafa svarað bréfi kaupsýslumannsins. í Vísi 22: maí birtist svo annað bréf um sama mál og í þetta sinn undirritað af Jóni St. Arnórssyni, kaupsýslu- manni. Viðurkennir bréfritar- inn, að innflutningur á nylon- sokkum frá fyrrnefndum lönd- um hafi ekki verið bannaður, ef B-skírteinin voru gefin úc áður en breytingin var gerð. En þessa reglu, sem tíðkazt hefur í 3 ár, telur bréfritarinn veia „einhver mesti hortittur, sem komið hefur fyrir í reglugeið- um eða ákvæðcun um innflutn- ing á erlendum vörum“. Um þetta eru áreiðanlega skiplar skoðanir meðal kaupsýslu- manna, og kann það' að ráða nokkru, hvort þeir eiga eða eiga ekki B-skírteini, þegar breytingar eru gerðar. Sjónar- mið ráðuneytisins hefur ætið verið, að þær breytingar á inn- flutningsreglum, sem talið er nauðsynlegt að gera á hverj^m tíma, trufli sem minnst eðlileg viðskipti og verði ekki til að skapa innflytjendum óþægindi í sambandi við viðskiptaskuld - bindingar, sem þeir voru búnir. að gera í góðri trú og sam- kvæmt þeim reglum, sem giltu áður en breytingarnar votu gerðar. Þetta sjónarmið og ekkert annað hefur ráðið á- kvörðunum ráðuneytisins, og mótmælir ráðuneytið því að- dróttunum bréfritarans um, aö heimildin til áf ramhaldan 'li notkunar B-skírteina haíi verið sett vísvitandi til þess „að þeir, sem bezta aðstöðu hefðu og bezt vissu um hvað var að gerast bak við tjöldin, gætu framvegis fengið allan innflutninginn“. Það má að sjálfsögðu segja, að rétt hefði verið að gömui B-skírteini hefði aðeins mátt nota til innflutnings á nylon- sokkum, sem búið var að panta fyrir breytinguna. En því réði mestu, að sú leið var ekki farin, að ráðuneytið vildi kom- ast hjá að þurfa að dæma um mismunandi áreiðanleg ,sönn- unargögn“ fyrir að pantanir hafi verið gerðar fyrir tílsettan tíma. Reynslan hefur sýnt, að þeg- ar breytingar hafa verið gerðar á hinum skilorðsbundna frí- lista, hafa þær ekki leitt til al- gjörrar stöðvunar innflutnings viðkomandi vara frá ákveðnum löndum, fyrr en meir en ári eftir að breytingarnar voru til- kynntar. Þannig hcfur það einnig orðið með sokka úr gerviefnum, en innflutningur þeirra frá Bandaríkjunum og Bretlandi var þrjá fyrstu mánuði þessa árs aðeins 8,29 % af því verðmæti, sem hann nam á sama tíma í fyrra. Sýna eff- irfarandi tölur um innflutning sokka úr gerviefnum fyrsta ársfjórðung 1953 og sama tíma- bil 1954 glögglega þróunina, cg mun svo nú komið að notkun gamalla skírteina vegna þessa innflutnings er að mestu lokið. Innflutningur sokka úr gerviefnum (bús. kr.): Jan.—marz. 1953 1954 3 5 358 9 36 0 17 36 47 o3 61 0 716 80 3 432 0 15 1.241 660 Þessar innflutningstólur sýna auðvitað aðeins löglega toll- afgreiðslu sokka. Um það hvort stórkostlegt smygl á nylon- sokkum eigi sér stað er við- skiptamáluráðuneytið ekki fæxt að dæma, en tollgæzlan í Reykjavík hefur skýrt ráðu- neytinu frá, að hún hafi aldrei orðið vör við smygltilraunir á nylonsokkum síðan þeir voiu settir á skilorðsbundinn frílista. Telja því kunnugir mjög ó- sennilegt að brögð séu að þyi að þessari vöru sé smyglað. Ráðuneytið hefur í samvinnu við bankana og tollgæzluna at- hugað gaumgæfilega innflutn- ing og gjaldeyrissölu vegna nylonsokka á undanförnum mánuðum og hefur ekke»’t komið í Ijós, sem getur bent til, að brotnar hafi verið seÞar reglur. Útilokað er, að B-skír- teini, sem gefin eru út af Sölunefnd innflutningsréttinda bátaútvegsins séu ranglega dagsett, því að skírteinin eru staðfest og skrásett af Lands- bankanum jafnóðum og þau eru gefin út. Viðskiptamálaráðune.ytið, 25. maí 1954. ATHS. Báðir aðilar » þessari deilu hafa nú gert grein fyrir málinu frá sínum bæjardyrum og telur ritstj. því, að rétt sé að fella niður frekari umræður hér í blaðinu. • í morgun var búið að flytja 420 særða fanga frá Dien Bien Phu eða hartnær helm ing þeirra, sem skilað verð- ur. (AP). i - : Danmörk Bretland Ítalía Spánn Tékkóslóvakía V.-Þýzkaland Bandaríkin ísrael A.-Þýzkaland Maður leit inn á skrifstofuna hjá mér i gær og bað mig um orðsendingu til allra þeirra, sem ferðast að staðaldri með strætis- vögnum, en það mun víst meiri- hluti bæjarbúa gera. Hann tók það réttilega fram, að í þessum dálki hefði oft verið rætt um strætisvagnana, og stundum deilt á rekstur þeirra, en liann hafði annað að segja, nefnilega gagn- rýni á lélega strætisvagnamenn- ingu margrá, sem vagnana nota Aftar í vagninn. Það hafa vist flestir heyrt vagnstjóra biðja fólk um að færa sig aftar í vagninn, til þess að liægt væri að flytja fleiri far- þega, en oft er það svo að far- þegar, sem inn eru komnir, hnappast fremst í vagninn, og síðan er varla hægt að aka þeim til. Veldur þetta oft talsverðri töf, enda endurtekur sama sag- an sig á flestum, ef ekki öllum viðkomustöðum. Það ætti að vera sjálfsögð skylda þeirra farþega, sem ekki hafa fengið sæti, að standa alltaf eins aftarlega og ur.nt er. Ef allir hefðu þessa reglu myndi lcomist hjá töf og áminningu vagnstjóra um að færa sig aftar. Tekur vagninn fleiri? Oft veit vagnstjórinn ekkí livort vagninn gctur tekið fleiri farþega, þvi farþegar eru eins og múr við bakið á Iionum. Það hefur líka komið fyrir að skilja hefur orðið farþega eftir, þótt rúm væri i vagninum, vegna þess- að farþegai* liafa ekki viljað rýma til, sjálfsagt oftast af hugsunar- leysi. Margir strætisfarþegar hafa tekið eftir þessu og haft á því orð, en það er eins og þegar á reynir, að enginn vilji taka upp þessa reglu ótilkvaddur. — Vegna þess að ég hef oft orðið var við þessa framkomu lijá far-*' þegum strætisvagna, að þessi orð sending er fram komin til þeii’ra, er með strætisvögnum ferðast. — Munið að færa ykkur aftarlega i vagninn, eftir því sem rúm er, þvi margir þurfa að komast með sama vagni. Sjálfsögð kurteisi. Bergmál tekur undir með manni þessum og finnst liann hafa lög að mæla. Það hafa víst allir, er með vögnunum ferðast, heyrt þessa algengu áminningu, heyrt stjóra um að fóllc færi sig aftar. Og’ verður það að teljast sjálf- sögð kurteisi að liliðra ævinlega þannig til. Hollt væri að hafa það í huga að einhvern tíma gæti það komið fyrir mann sjálfan að verða al' strætisvagninum i rign- ingu, vegna þess að vagninn væri sagður yfirfullur, þótt rúm leynd ist milli farþega, sem ekki vonr á þvi að færa sig um set. Bæði gott og illt. Áður en ég skil við dálkinn i dag, verð ég að taka fram, að það er ekki alls kostar rétt að rekstur strætisvagna hafi aðeins verið gagnrýndur á þessum vett- vangi. Heldur er það mála sann- ast að Bergmál liefur birt bréf frá báðum aðilum, bæði þeim er borið hafa fram gagnrýni á eitt og annað varðandi vagnana og svo frá fyrirsvarsmönnum strætisvagna og þcim, er hafa viljað hrósa ýmsu í sambandi við ferðirnar. Lýkur svo Bergmáli i dag. — kr. • Alhnargir slátrarar í Aust- ur-Berlin voru handteknir á dögunum, fyrir að smygla bjöti inn í Vestur-Berlin. ;

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.