Vísir - 03.06.1954, Page 4

Vísir - 03.06.1954, Page 4
VlSIB Fimmtudaginn 3. juní 19o4 DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. 'Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Tónlistaríélagið : Ameríski blásarakvintettinn. Almenningur veit betur. T^að er broslegt að sjá, hvað kommúnistum er það mikið áhugamál um þessar mundir að sannfæra sjálfa sig og allan elmenning um það, að „alþýða“ manna leggi af mörkum fé það, sem Þjóðviljinn segir daglega berast í svonefndan Sigfúsar- sjóð. Sést af þessum ákafa kommúnista, að samvizkan er ekki sem bezt hjá þessum „þjóðlegu“ mönnum, en væri allt í lagi með uppruna fjárins, mundu rauðliðar vafalaust láta sér í léttu rúmi liggja, hvað um fjársöfnun þessa væri sagt meðal and- stæðinga þeirra, og jafnvel í þeim hópi, er þeir telja sér tryggan.1 Kommúnistum virðist gleymast, að það hefur lengi veiið eðalhlutverk blaða þeirra að sanna almenningi, að íslenzk alþýða eigi ekki nokkurn eyri aflögu, því að svo sé hún þraut- pínd af spilltri yfirstéttinni! Hvað eftir annað hefur Þjóð- viljinn lýst því, hversu mörgum þúsundum sé árlega stolið af hverjum óbreyttum verkamanni, og þar sem það er á allra vitorði, að laun þeirra eru ekki há, hlýtur að mega trúa þeirri fullyrðingu Þjóðviljans, að verkamenn sé blásnauðir, ef kauprán og stuldir af öðru tagi bætast ofan á alla aðra óáran, sem þeir verða að þola. En svo undarlega hefur brugðið við, að þrátt fyrir þessar lýsingar kommúnista á því, hve illa hag verkamanna og allrar alþýðu sé nú komið, virðist enginn skortur vera á fé til fram- 3aga, þegar þörf er fyrir samskot til handa samtökum kommún- ista. Er því annað tveggja, að hagur alþýðu manna í landinu er engan veginn eins bágborinn og kommúnistablöðin hafa haldið fram, eða fé það, sem nú streymir í þenna ofangieinaa sjóð, getur alls ekki komið frá þeim, sem kommúnistar halda fram, að sé gefendurnir. Þjóðviljinn hefur ekki látið í ljós, að nein breyting hafi orðið á efnahag almennings — nema þá tii hins verra — og leiðir þá af þessu, að féð getur ekki komið úr pyngju alþýðunnar. Hvaðan er það þá? ' En hér kemur fleira til greina, og það er líka veigamikið atriði, sem mælir gegn fjársöfnunarfullyrðingum kommúnisla. Fylgi kommúnista hefur hrakað til mikilla muna síðustu árin, eða um næstum fjórðung frá kosningunum á árinu 1948 ril síðustu kosninga, er fram fóru í janúarmánuði síðastliðnum. Það eru færri vasar en áður, sem kommúnistar geta seilzt ofan í, þegar þeir þurfa á fjármunum til flokks síns að halda, og gerir það allt gaspur þeirra enn tortryggilegra en ella, og var þó ekki sennilegt áður. Þegar þessi tvö atriði eru athuguð af skynsemi og æsinga- laust — allsleysi alþýðunnar, sem kommúnistar klifa hvað mest á, og minnkandi fylgi kommúnistaflokksins að undan- förnu — þá er ekki nema eðlilegt, þótt menn spyrji sjálfa sig, hvaðan kommúnistum komi fé það, sem þeir segja nú að streymi í Sigfúsarsjóð. Það liggur í augum uppi, að minnkandi fjöldi með minnkandi tekjur getur ekki efnt til „glæsilegustu söfn- unar“, sem um getur, hvað sem Þjóðviljinn og kommúnistar í heild segja um það. Sennilega hefur þunnt móðureyra úti í löndum heyrt kveinstafi kommúnistanna hér, og hlaupið undir bagga í þessu efni, enda er það ekki ný bola, hvorki að því er snertir „íslenzka“ kommúnista né aðra. Alþýiusambandi stefnt saman. Gamkvæmt frásögn útvarpsins í Moskvu hefur alþýðusam- ^ bandi Sovétríkjanna verið stefnt til allsherjarfundar á mánudaginn. Má þetta til tíðinda teljast, því að síðast kom þetta samband alþýðunnar austur þar saman árið 1949, eða fyrir fimm árum, en þá hafði'þáð ekki verið kvatt til fundar í 17 ár samfleytt eða frá árinu 1932. Vafalaust mundi forvígismönnum verkalýðssamtakanna hér á landi þykja það nokkur skerðing á frelsi sínu og réttindum, ef svo langt yrði að líða á milli þinga Alþýðusambands ís- lands að boði stjórnarvaldanna, því að það eru fyrst og fremsí þau, sem segja fyrir verkum í þessum efnum austan ján- tjalds. Hagur verkamanna verður að víkja fyrir þeim áróðurs- kröfum, sem þarf að uppfylla hverju sinni. Alþýðusambandsþingið í Moskvu mun heldur ekki gera neinar kröfur um hærri vinnulaun. Um slíkt má það ekKi fjalla, og mundi íslenzkum verkamönnum vafalaust þykja orðið þröngt fyrir dyrum, ef slík stefna réði einnig hér. Þó eru þeir menn til hér á landi, sem óska einskis frekar, én að þessum málum verði hagað að rússneskri fyrirmynd hér á landi, og þeir menn telja sig sjálfkjörna foringja íslenzkra verkalýös. Blásarakvintett Fíladelfíu (Philadelphia Wood Wind Quintet) hélt tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austur- bæjarbíó á mánudag og þriðju- dag við mikla aðsókn og hrifn- ingu. í kvintett þessum eru William M. Kincaid, flautu- leikari, John Sherwood de Lancie, hápípuleikari, Anthony M. Gigliotto, klarínettuleikari, Sol Schönbach, lágpípuleikari, og Frederick M. Jones, horn- leikari. Eru þeir allir forleik- arar, hver á sitt hljóðfæri, í hinni ágætu Fíladelfíuhljóm- sveit og allir snillingar í sinni grein. Á fyrri hluta efnisskrárinnar var höfundunum raðað eftir aldri. Fyrst var fríó-sónata (út- sett fyrir kvintett af Harl McDonald) eftir Jean-Baptiste Loeillet (1653—1728), unaðs- legt verk og sjaldheyrt. Þá kom divertimento í b-dúr eftir Haydn og loks sextett op. 71 eftir Beethoven (útsett fyrir kvintett). Voru öll þessi verk leikin af fágaðri snilld og hin- um nákvæmasta samleik. Að hlénu loknu léku þeir fé- lagar nokkur tónverkfrá20.öld: Svítu eftir Nicolai Berezowski, Bandaríkjamann, fæddan í Rússlandi um aldamótin, past- oral-kvintett eftir Vincent Persichetti, Bandaríkjamann, f. 1915, eins af athafnasömustu og skemmtilegustu tónskáldum hins nýja tíma í Ameriku, og þrjú smálög eftir Frakkann Jacques Iber (f. 1890). Auk þess lék Kincaid „Syrinx“ eftir Debussy á flautu án undirleiks með þeirri leikni og þokka, að fögnuðinum ætlaði ekki að linna. Með meðferð sinni á sam- tímatónlistinni sannaði kvin- tettinn það enn betur, sem auð- heyrt var á sígildu lögunum, að leikni hvers einstaks og sam- leikur allra er með þeim ágæt- um, að fá dæmi munu finnast. Eiga þeir félagar miklár 1 þakkir skilið fyrir komuna, ekki sízt fyrir að hafa gefið hlustendum tækifæri til að kynnast sjaldleiknum nútíma- verkum. Mun heimsókn þeirra að því leyti verða þörf áminn- ing til íslenzkra tónlistarmanna að gefa meiri gaum að tónlist vorrar eigin aldar, sinfónskri eigi síður en kammertónlist. Annar eins samleikur hefur sjaldan heyrzt hér í bæ, nema ef vera skyldi Busch-kvartett- inn. B. G. Bergmáli hefur borizt eftirfar- andi bréf: „Það er farið að ryðja sér æ meira til rúms á Norðurlöndum og í Ameríku að kennarar leið- beini nemendum um stöðuyal. Þar sem þetta er afar merkileg nýjung frá menningarlegu óg úppeldislegu sjónarmiði, er vou- andi, að kennarar þessa lands taki einnig upp slíka leiðbein- ingastarfsemi. Tvær lerBir Ferða- féiagsins um helgina. Ferðafélag Islands efnir til tveggja langferða um hvíta- sunnuhelgina, er hvor um sig stendur yfir í hálfan þriðja dag. Önnur þessara ferða er út á Snæfellsnes, en þangað hefir Ferðafélagið farið á ári hverju um langt skeið og hafa þær ferðir orðið mjög vinsælar. — Lagt verður af stað kl. 2 e. h. á laugardaginn og þá ekið vest- ur að Arnarstapa. Þar verður gist, en gengið daginn eftir á jökulinn, en þar er venjulega afbragðs skíðafæri um þetta leyti vors.Á annan í hvítasunnu verða ýmsir fagrir og merkir staðir á nesinu skoðaðir, en komið heim um kvöldið. Hin ferðin er í Landmanna- laugar og hefst á sama tíma. Ekið verður sem leið liggur um Landsveit og upp í Landmanna- laugar og gist í sæluhýsi Ferðafélagsins þar. Á hvíta- sunnudag vérður gengið á nær- liggjandi fjöll. Fólk er beðið að hafa með sér sundföt, því að í Landmannalaugum er hin ákjósanlegasta sundlaug af náttúrunnar hendi. Búast má við mikilli þátt- töku í báðum ferðunum og vissara að tryggja sér far í tæka tíð. MARGT A SAMA STAÐ IAUGAVEG M) StMl 33R \Margt er shtítjð■ Rauðbrystingar spá um framtíð manna. Ovenjulegui* gróðavegur í Japan. Gáfuðustu rauðbrystingar, sem sögur fara af, í bili að minnsta kosti, eiga Sieima í Kamakura, nokkra kílómetra fyrir utan Tokíó. Sagt er, að þeir geti sagt fyrir óorðna hluti, án þess að blikna eða blána, ög yfirleitt, eru þeir sagðir hafa í fullu tré við mannfólkið, en þó eru þeir frábrugðnir því að, því leyti, að þeir taka ekkert gjald fyrir upplýsingar sínar. Hins vegar geta fuglar þessir ekki talað, eins og að líkum lætur, en er margt annað vel gefið. Einn þeirra hefir t. d. verið taminn á þann hátt, að hann gaggar „George Washington“, og þá liggur í augum uppi, að bandarískir ferðamenn ganga á fyrir fugl, sem leysir úr „vand- ræðunum" og segir til um fram tíðina. Gerist það með þeim hætti, að rauðbrystingurinn í búrinu tekur við myht í nefið, hoppar að sérstakri öskju og léggur hana þar frá sér. Síðan klingir , sami fuglinn bjöllu, labbar sig inn í öskjúna, tekur upp pappírsmiða og færir hann viðskiptavininum. Á þetta blað er letrað, — á japönsku, — framtíð viðkom- andi manns. Hitt er svo annað mál, hvort taka beri þetta al- varlega. Sá, sem temur fuglana, heitir Ryozo, og hann fullyrðir, að það taki eitt ár að kenna hverj- um fugli þessar listir, og hann segir ennfremur, að þetta sé Vita ekki hvað þeir vilia. Eins og kunnugt er, eru ung- lingar í skólum sjaldnast búnir að gera sér grein fyrir í hvaða átt hæfileikar þeirra og löngun snúa. Þegar svo skólagöngunni er lokið, og þeir eiga að fara að velja sér æfistarf, vita þeir ekk- ert, hvert þeir eiga að snúa sér. Oft taka þeir fýrsta starf, sem býðst sem svo alls ekki er við þeirra hæfi, vinna þar kannske um nokkur ár og fá þá starf, sem þeim líkar betur, en oftar er þó orðið um seinan að skipta um starf, þegár þeir loksins sjá hvað hefði hentað þeim bezt. Leiðinleg störf. Ailir vita hve vinna, sem fólk hefur ekki áhuga á, getur haft niðurdrepandi áhrif á það og aðra, sem í kring um það er. Fólk sem leiðist störf sin getur aldrei leyst þau jafn vel af hendi og það sem unun hefur að þeim. Einnig er sorglegt að vita til þess, þegar unglingar hefja langt framhaldsnám, vegna einliverra áhrifa — oft vegna metnaðar for- eldranna eða annara, sem gera sér ekki grein fyrir hæfileikum þeirra eða vilja ekki sjá þá vegna þess að þeir einblína á eitthvað ákveðið starf, sem þeir hafa cctl- að börnum sínum. En svo finna unglingarnir eftir nokkurra ára nám, sem kostað hafa bæði tima og mikla peninga, að þeir hafa ekki nokkurn minnsta hæfileika eða löngun til að halda slíku námi áfram eða þvi starfi sem náminu fylgir síðar. Hlutverk kennaranna. Þarna kernur til kasta kenn- aranna. Þeir hafa fylgzt með nera endunu.m i barna- og unglinga- skólunum á þroskabraut þeirra, þeir finna fljótt á hvaða náms- greinum þeir hafa áhuga á og geta oft betur dæmt um hæfi- leika þeirra en foreldrar og skyld fólk. Þetta á þó ekki við nema um kennara, sem gera sér far ura að kynnast nemendum sínum og skilja þá. Ef þeir taka þátt í leikj um þeirra og hafa augun opin fyrir áhugamálum þeirra, þá geta þeir oft “gefið þeim eða foreldr- um leiðbeiningar, sem komið geta að miklum notum i framtið- inni. — Er.“ Bergmál þakkar bréfið. — kr. hljóðið. Síðan má ferðalangur- svo erfitt, að 80 af hverjum inn snúa sér að búrinu, en þar 1100 fuglum fatist prófið. 0£uHm.i¥n*tmaÁctrt, itNpARaÓTU2SSmi3iJ*3 t

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.