Vísir - 04.06.1954, Side 1
44. érg.
Föstudaginn 4. júns 1954
123. tbh
íhaBdsmenn gerast nú þreyttir
Sanari forustu Churchills.
Enn miðar
Einkaskeyti frá AP. —
Farís í morgun.
Franska stjórnin tók ákvörð-
ran á fundi sínum í gærkvöldi,
sem íalin er sýna, að hún sé
staðráðin í að halda til streitu
þeirri stefnu sinni, að Frakk- {
land haldi stöðu sinni í Indó- 1
kína. I
Samþykkt var á fundinum,
að sameina embætti franska
landshöfðingjans og æðsta yf-
irmanns franska sambands-
hersins í landinu, og er kunn-
ugt um, að Ely, yfirmanni her-
foringjaráðsins, sem fyrir
.skemmstu fór skyndiferð til
Indókína, er ætlað að taka við
hinu nýja, mikilvæga, samein-
aða embætti. Þó verður ekkert
tilkynnt um það opinberlega
fyrr en stjórn Vietnams hefur
verið tilkynnt þetta formleg'a,
en ráðherrar sögðu frá hvað
til stæði, er þeir komu af fund-
inum í gærkvöldi.
Hefur þá ræzt spá sú, sem
kom fram fyrir nokkru,- að Na-
varre yfirhershöfingi yrði lát-
inn fara frá, þar sem áætlun
hans um hernaðaraðgerðir, hin
svonefnda Navarre-áætlun,
hefði mistekizt.
Viðræðurnar í Genf.
Á níu-þjóða-fundinum í Genf
var haldið áfram að ræða
hversu haga skyldi eftirliti með
vopnahléi, ef gert yrði, og telja
fréttaritarar að lítt hafi þokað
í samkomulagsátt. Bidault gagn
rýndi mjög tillögur kommún-
ista og kvað tillögur þeirra um
skipun eftirlitsnefndar vera
þannig úr garði gerðar, að þeir
myndu sjálfir þar öllu ráða.
Eden fer heim um
Hvítasunnuna. x
Stungið hefur verið upp á,
að forsetar ráðstefnunnar, þeir
Eden og Molotov reyni að ná
samkomulagi sín í milli, til þess
að skriður komist á samninga-
umleitanir, en ræðist þeir ckki
við í dag er vafasamt, hvort
af því getur orðið fyrr en eftir
Hvítasunnu, þar sem Eden
hyggst fara heim til Bretlands
og dveljast þar Hvítasunnudag-
ana. — í Bretlandi hefur enn
af nýju skotið upp kollinum
flugufregn um, að Churchill
hyggist biðjast lausnar (frá
þessu var sagt í Vísi fyrir
Handtökur i
Egyptalandi.
Kalro. (A.P.). — Á þessu ári
hafa 225 kommúnistar verið
handteknir í Egyptalandi.
Yfirmaður leynilögreglunnar
segir, að þeir hafi náið sam-
starf við Rússa. — 26 menn
verða leiddir fyrir rétt sakaðir
um ráðabrugg til að steypa
stjórninni með kommúnistisk-
um aðferðum.
I/R B >
.1
nokkru, m. a. að hann kjmni
að biðjast lausnar sköinmu eftir
heimkomu Élísabetar drottn-
ingar. Ekkert er þó vitað um,
að Eden hyggist ræða .þessi mál
við Churchill, heldur líklegast
að hann muni ræða við hann
horfumar í Ger.f og horfur á
sviði alþjóðamála yfirleitt. —
Eden er talinn sjálfsagður eft-
irmaður Churchills, er hann
biðst lausnar.
Heimavamarlið
stofnað i Tunis.
París. (A.P.). — Franski
landstjórirm í Túnis hefir grip-
ið til róttækra ráðstafana til
varnar gegn spellvirkjum.
Verða m. a. stofnaðar heima-
varnarsveitir. Hermdarverka-
menn starfa sem deildir í hin-
um svo. kallaða ,,frelsisher“
Tunis.
Menn gera sér vonir um, að olíuframleiðsla hefjist bráðlega af
kappi á nýjan leik í Persíu. Myndin sýnir olíupípur, sem notað-
ar munu verða, er þar að kemur, til að gera við eldri leiðslur,
sem eru orðnar úr sér gengnar vegna notkunarleysis.
Fyrsta síldin
fyrir norðan.
í Ólafsfirði hefur verið
landburður af fiski um viku-
skeið.
Hefur mest af fiskinum verið
saltað og er geysimikil atvinna
í landi af þessum sökum.
Einn togbátur frá Ólafsfirði
fekk síld í vörpuna og eru
þetta einhverjar fyrstu síldar-
fréttir á vorinu.
Ólafsfirðingar eru um þessar
mundir að endurbyggja og
endurbæta til stórra muna
hraðfrystihús sitt. Þegar það er
fullgert verður það eitt full-
komnasta frystihús á öliu
Norðurlandi, enda búið full-
komnustu nýtízku vélum.
Grasspretta í Ólaísfirði er
sæmileg.
Sttsðði htsiBS ei* mí erfiðari
en aftast ádur.
Menn teBja lianei orðin o£ Eiriiiiiaii.
in upp uyrðra.
A Svalbarðsströnd eru kart-
öflugrös 'þegar komin upp.
Svalbarðsströndin er mikið
kartöfluræktarland og hafa
bændur þar ræktað kartöflur í
stórum stíl á undanförnum ár-
um. í fyrra varð uppskeran þar
eins og annars staðar með lang'
mesta móti, en salan brást hins
vegar og sitja bændur enn uppi
með miklar kartöflubirgðir.
Þrátt fyrir þetta hafa Sval-
berðingar sett niður álíka magn
af kartöflum og í fyrra og grös-
in þegar farin að koma upp.
í fyrradag byrjaði sláttur á
Svalbarðsströnd. Það var
bændaöldungurinn Stefán Stef-
ánsson á Svalbarði sem þá hóf
slátt, hálfum mánuði fyrr en
nokkuru sinni áður.
Einkaskeyti frá AP. —
London í morgun.
Megn óánægja er ríkjandi í
brezka íhaldsflokknum út af
stefnu Churchills varðandi
kauphækkun þingmanna, sem
er mjög umdeilt mál, á miklu
fylgi að fagna í jafnaðarmanna-
flokknum, en aðeins takmörk-
uðu í íhaldsflokknum.
Staða Churchills vegna á-
greinings innan hans eigin
flokks hefur sjaldan verið arf-
iðari en nú, og einstöku þing-
menn hafa blátt áfrain risið upp
gegn honum í málinu. Kaup-
hækkunin nemur 500 stpd. og
er því einkum haldið fram af
íhaldsþingmönnum, sem viður-
kenna að efnalitlum þingmcnn-
um sé þörf hækkunar, að marg
ir þurfi hennar ekki, og beri
því að fara einhverja aðra lei.ð.
Vaxandi óánægja hefur
gætt í flokknum yfir því, að
Churchill hefur stöðugt dreg
ið á langinn að biðjast Iausn
ar, en menn telja, að hann
sé að verða of hrumur til
að gegna starfi þessu. Hann
raun hafa fengið snert af
slagi í fyrra.
Hins vegar hafa menn virt
þær óskir hans, að bíða átekta,
þar til eftir heimkomu drottn-
ingar. En nú verði hann að
sætta sig við, að sjá ekki þann
draum sinn rætast, meðan hann
er forsætisráðherra, að eiga
meginþátt í nýju samkomulagi
heimsfriðnum til öryggis. Fram
kvæmdir í því efni eru einnig
nú orðið að mestu í höndum
Edens.
Fyrrnefnt deilumál um kaup
þingmanna kanii að verða rætt
í neðri málstofunni í dag.
Einn af þingmönnum íhaids-
manna, Sir John Mellan, lýsti
opinberlega yfir óánægju sinni
með forystu Churehills, og má
heita, að fyrir slíkri framkomu
gagnvart hinum aldna forsætis-
iráðherra, séu ekki fordæmi.
Þetta gerðist eftir að Churchill
hafði flutt ræðu á flokksfundi.
— Mellon tók fram, að hann
ætti ekki í neinum deilum við
flokkinn, — heldur við Churc-
hill sem flokksleiðtoga.
Þrjú innbrot.
Uppvíst hefur orðið um þrjú.
innbrot hér í bænum í nótt og
fyrrinótt.
í nótt brauzt ölvaður maður
inn í bifreið hér í bænum og
var að róta til 1 henni og leita
að verðmætum, þegar lögregl-
una bar að og tók manninn
fastan.
Annar maður var handtek*'
inn í kjallaranum á veitinga-
húsinu Röðli í nótt. Hafði hann
brotið tvær rúður í kjallaran-
um og farið síðan inn um glugg
ann.
í fyrrinótt var brotin upp tolt
geymsla í norsku flutninga-*
skipi, sem liggur hér á höfninni.
Þjófarnir höfðu á brott með sérr
6000 vindlinga, en skömmu síð-
ar handtók lögreglan tvo menn„
sem játuðu á sig þjófnaðinrn
Þýfinu höfðu þeir þá komið £
verð með því að selja þatí
leigubílstjóra nokkurum.
Slökkviliðið á ferð. '
Slökkviliðið var í gær hvatö
að Snorrabraut 56. Þar hafði
verið kveikt bál í rusli að húsa-
baki. Það var strax slökkt ogj
skemmdir urðu engar.
í morgun var slökkviliðicS
kvatt að Efstasundi 96, vegmí
elds, sem kveiknað hafði úti
frá olíukyntri miðstöð. —♦
Skemmdir urðu engar. j
12 menn farasf
■ Teheran.
Einkaskeyti frá AP. —
Teheran í morgun.
Tólf menn biðu bana og að
minnsta kosti 200 meiddust, er
bræðsluofn sprakk hér í gler-
verksmiðju í gær. Verksmiðja
þessi er við suðurjaðar borgar-
innar.
Bakhtiar, setuliðsstjórinn í
borginni, kvað bráðabirgðarann
sókn hafa leitt í ljós, að tekið
hefði fyrir vatnsrennsli í kæli
kerfið, og ofhitun valdið spreng
ingu. Verksmiðjan gereyðilagð
ist. Tvísýnt er um líf margra
þeirra, sem meiddust.
Laughton þarfn-
aðist ekki arfs.
Einkaskeyti frá AP. —
Scarborough í gær.
Charles Laughton leikari
hlaut engan arf eftir móður
sína, af því að hann hefur
komizt svo vel af. Móðir
hans, frú Eliza Laughton,
sem andaðist í marz 1953, lét
eftir sig 25,000 sterlings-
pund. Skipti hún þeim milíi
sona sinna, Roberts og
Francis, en Charles fékk
ekkert. Lét gamla konan svo
um mælt í erfðaskrá sinni,
en skiptum Iauk í dag, að
hann mundi skilja, að hún
gerði þetta einungis, af því
að hann væri efnaður maður,
en ekki vegna þess, að henni
þætti ekki eins vænt um
hann og hina drengina.
• Eisenhower forseti segir, að
komið sé í Ijós, að Rússar
hafi ekki áhuga fyrh' tillög-
um hans um kjarnorkuna
til friðsamlegra nota.