Vísir


Vísir - 04.06.1954, Qupperneq 8

Vísir - 04.06.1954, Qupperneq 8
VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó bað fjöl- breyttasta. — Hringið í súna 16G0 og gerist áskrifendur. Þefc? sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. Föstudaginn 4. júní 1954 Ung-komntúflistar velkomn- ir tií V.-Berlínar. Þeir efna fii hvífasuirnu- vnóts b A.-BerBin. Einkaskeyti frá AP. — Berlín í gær. Yfirvöld í Vestur-Berlín hafa ákveðið að ung-kommúnistar, er efna til hyítasunnuhátíðar í A.-Berlín skuíi hafa frjálsan aðgang að vesturhverfum borg- arinnar. Yfirvöld kommúnista gera ráð fyrir, að um 700,000 ung- menni af öllum yfirráðásvæði þeirra muni koma til borgar- innar .í tilefni af hátíð þessari, margir af fúsum vilja, en einnig fjölmargir tilneyddir eða í von um að geta komizt til vestur- hverfanna og þaðan til Vestur- Þýzkalands, þar sem þeim er óhætt fyrir ógnarstjórn kom- múnista. Borgarstjórn V.-Berlínar er sannfærð um, að tugir þúsunda ungkommúnista munu fara til vesturhverfanna, eins og átti sér stað við samskonar hátíða- höld 1950 og 1951. Urðu þær heimsóknir til að veikja marga í trúnni, og sumir sneru ekki aftur til austurhyerfanna. Svo mikill er munurinn á aðbúð manna í Vestur-Berlín, að fátt er betur fallið til andróðurs gegn kommúnistum en að leyfa mönnum að gera samanburð á hverfunum. .Menn gera ekki ráð fyrir óspektum, þótt búast megi við því, að áróðurshópar verði sendir til V.-Berlínar. Mun lög- reglan að sjálfsögðu verða við slíku búin og koma í veg fynr vandræði. Æskulýðsfélög • V.-Berlín hafa komið upp 45 skrif- stofum til að taka á móti „gestum“ frá A.-Berlín, greiða götu beirra, gefa þeim aðgöngumiða að leikhúsum, íþróttavöllum o. þ. h. Þeír, sem vilja geía líka farið ókeypis hópferðir um borg- arhverfið í almenningsvögn- um. Enn er þó ekki víst, hvort kommúnistum þyki rétt að hafa leiðina milli yfirráðasvæðanna í borginni of greiðan þann tíma, sem mótið stendur eða frá föstudegi til mánudagskvölds. Fjallamenn fara í skála sína. Fjallamenn efna til ferða í báða skála sína á Tindfjalla- jökli og Fimmvörðuhálsi um helgina. Farið ver.ð.ur í báða skálana eftir hádegið á morgun og er fullskipað í Tindfjallajökuls- skálann, en þangað fer hópur undir forystu Guðlaugs Lárus- sonar, en í hinn skálann gætu enn nokkrir komizt ef þeir gefa sig fram strax. Menn sem nýlega eru komnir ofan af jöklum hafa skýrt frá því að aíbragðs skíðafæri sé eftir að komið er upp í 1100 metra hæð. Þar hefur enn ekk- ert þiðnað svo teljandi sé og færi sem um hávetur. Akureyrartog- urum lagt. Búist er jafnvel við að allir Akiueyrartogararnir verði faundnir við bryggju um ó- ákveðinn tíma sökum mann- eklu. í gær kom Kaldbakur inn með sæmilegan afla, Sléttbakur kom í fyrradag með 150-—170 lestir eftir 10 daga útivist, en Svalbakur kom inn í vikunni senl leið. Að þvf er Vísi var tjáð frá Akureyri í gær eru mjög tví- sýnar horfur á að menn fáist á togarana, sökum vinnueftir- spurnar i landi eða í öðrum at- vinnugreinum og þar af leið- andi ekki fyrirsjáanlegt annað en togurunum verði lagt ,um lengri eða skemmri tíma. Tervanl -sklp- stfórlnn dæmdur Frá Akureyri var Vísi símað í gærkvöldi að dómur hafi þá skömmu áður fallið í máli brezka skipstjórans John €har- les, á togaranum Tervani frá Hull. Skipstjórinn var dæmdur í 74 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt, en aflinn mun nema 400—500 kitt um að því er skipstjórinn telur. Hann áfrýjaði dóminum til hæstaréttar. Lá við vkinustöðvun á Akureyri. lleila verkakvenna við atvímiiirek- endur leysiist á síðustu siundu. I Á Hvítasunnudag fara frjáls- íþrótíamenn úr K.R. í keppn- isför til Keflavíkur. Keppt verður í 8 greinum, þ. e. a. s. 100 m. hl., 1000 m. hlaupi, stangarstökki, lang- stökki, kúluvarpi, sleggjukasti og kringlukasti, en í þessum greinum 'öllum eiga Kefivík- ingar góða menn, sem koma til með að veita K.R.-ingum harða keppni. Keppnin hefst kl. 3 e. h. á íþróttavellinum í Keflavík. í förinni verða, beztu menn K.R. ásamt yngri félögunum, sem nú eru óvenjumargir og virkir. —- K.R.-ingar hafa áður sótt Kefla vík heim, en þó verður þetta í fyrsta skipti, sem Torfi Bryn- geirsson stekkur þar stangar- stökk. Það ber að fagna slíkum íþróttaheimsóknum sem þess- um, því þær hafa ævinlega já- kvæð. áhrif í þá átt að efla á- huga fyrir íþróttum og hvetja unga menn til virkrar þátttöku. Innanfélagsmót K.R. hefst hér í bænum á morgun kl. 4 e. h. og verður þá keppt í 100 m. og 400 m. hlaupi og stangarstökki. til Indókma frá Kíita. Árásum haldið uppi á bíialestir. i Minnstu munaði að til verk- falls drægi og vinnustöðvunar hjá verkakonum á Akureyri, en fyrir tilstilli sáttasemjara, Þor- síeins M. Jónssonar skólastjóra, komst á samkomulag á síðustu stundu. Það var Verkakvennafélagið Einingin á Akureyri, sem, til- kynnti atvinnurekendum vinnu stöðvun á miðnætti 1. júní, ef samkomulag um kaup og kjör næðust ekki fyrir þann tíma. Fóru félagskonur fram á nokkra kauphækkun, en atvinnurek- endur voru tregir til samkomu- lags, einkum. með tilliti til þess, að kauptexti verkakvenna á Akureyri er hærri en í Reykja- vík. Á mánudaginn, þegar leit út fyrfr vinnustöijvun af hálfu verkakvenna, og við borð lá, að Akureyrartogararnir færu úr heimahöfn og lönduðu ann- ars staðar, hélt sáttasemjari, Þorsteinn M. Jónsson, fund með deiluaðilum, en án þess að til eamkomulags drægi. Á mánudagskvöldið lagði sáttasemjari svo enn fram miðlunartillögu svolátandi: „Núgildandi samningar um kaup og kjör verkakvenna á Akureyri verði óbreyttir frá því sem þeir eru nú, að öðru .leyti ,en því, að fyrir móttöku á saltfiski og spyrðingi og fyr- ir, blóðhausun á fiski til herzlu greiðist’: í dagvinnu kr. 7.55 í grunnkaup (var áður kr. 7.50), í eftirvinnu kr. 11.35 og í helgddaga- og næturvinnu kr. 15.10.“ Tillaga þessi var samþykkt af þáðum deiluaðilum um kvöld ið eða nóttina svo ekki kom til vinnustöðvunar. Þá var ennfremur samþykkt, að vinnulaun við sólþurrkun á saltfiski skyldi aðeins reiknuð þann tíma, sem unnið væri, en áður var jafnan reiknaður minnst hálfur vinnudagur, ef á annað borð var mætt til vinnu, þótt ekki væri nema örskamma i stund. Nýr „faxi" kom í gærkveltfi. Hin nýja Ðouglasvél Flugfé- lags íslands kom til Reykjavík- ur frá Labrador bl. 11 í gær- kvöldi. Flugstjóri á henni er Jóhann- es Snorrason, en með honum voru þeir Jón Jónsson aðstoð- arflugmaður, Eiríkur Loftsson siglingafræðingur og, Júlíus Jó hannesson loftskey tamaður. Flugvélin rúmar 28 farþega í sæti, svo sem áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Hún er búin öllum nýtízku flugtækj um af fullkomnustu gerð og innrétting einkar skemmtileg, enda alveg ,ný. Búizt er vdð að flugvélijmi verði gefið nafn eftir helgina, en það er starfsfólk Flugfélags- ins sjálft — töluvert á 2. hundr að manns — sem velur henni heiti að undangenginni at- kvæðagreiðslu. Fer sú atkvæða greiðsla þannig fram, að starfs- fólkið fær hátt á 2. hundrað faxanöfn og það nafnið, sem flest atkvæði hlýtur, verður valið. Einkaskeyti frá AP. — Hanoi í morgun. Þrjár kommúnistaherdeildir gerðu óvænta skyndiárás í gær á 560 manna franskt sambands- Iið á suðausturströnd Annams. Á þessum stað settu Frakkar lið á land í vetur, til þess að dreifa hersfyrk uppreistar- manna. Var það ætlun frönsku her- stjórnarinnar, að uppreistar- menn kynnu að neyðast til að senda þangað lið, sem barðist við Dien Bien Phu. Nú kann það að vera áform Giaps her- foringja uppreistarmanna, að knýja Frakka til að senda her- styrk suður þangað, og dreifa þannig herafla þeirra, sem er veikur fyrir, en ' þeir þurfa, á öllu sínu liði að halda cil þess að halda Haifong-Hanoi línun- um og Rauðadalnum. Kína og Rauðárdalurinn. Þeirra skoðunar gætir æ meira, að Giap kunni að hefja stórsókn til þess að ná Rauð- árdalnum, Hanoi og Haifong innan skamms. Ekki til þess að tryggja uppreistarmönnum sig- ur og yfirráð í Vietnam, heldur er annað og meira á bak við, og það er að það samræmist ákjósan- lega kínverskum hagsmun- um, að fá þetta Iand, þar sem þarna er um að ræða greiðustu og eðlilegustu flutningaleiðir milli Yunn- anfylkis í Kína og hafnar- bæjarins Haifong, en Younn an er að mestu einangrað frá hafnarbæjunum á suð- urströnd Kína. Hér er því um að ræða kín- verskt útþensluáform, sem þjóð irnar í Indókína hafa ekki til fulls áttað sig á, þótt þær af alda reynslu hafi ástæðu til að óttast kínverska ágengni. — Rauðárdalurinn hefur verið mark Kínverja í mörgum inn- rásum, og það voru Kínverjar, sem kenndu íbúunum í Rauðár- dalnum endur fyrir löngu að hagnýta þetta ágæta land til hrísgr j ónaræktar. Stöðugir birgðaflutningar eiga sér stað frá Kína til herstöðva uppreistarmanna. — Flugmenn. hafa iðulega séð langar lestir Molotovs — herflutningabila að næturlagi á suðurleið, og er haldið uppi árásum á þá hve- nær sem færi gefst. Kirkja var heppiBegri en véibátur. Paris í gær. 70 ára gamall milljónaeig- andi, Charley J. Drouilly að nafni, bað sér stúlku fyrir nokkru, 23 ára og forkunnar fagurrar, Jecoelin Petit, sem er kjólasýningadama, og fékk já- yrði hennar, Það var upphaflega áform Drouilly að leigja íþróttahöll- ina miklu Palais des Sports, og gera hið mikla sýningar- svæði að gríðar stórri sundlaug, en hjónavígslan átti fram að fara í vélbát, að viðstöddu margmenni, en á hinum upp- hækkandi pöllum kringum sýn- ingarsvæðið eru sæti fyrir þúsundir manna. Ekki varð þó af því, að hjónavígslan færi þarna.fram, því að við nánari athugun þótti hjónaefnunum réttara, að hún, færi fram í kirkju. En ferðar- fólk Parísar og þúsundir ann- ara streymdu í íþróttahöllina, því að allir vildu fá „dýrðina að sjá.“ • f Grikklandi hafa margir menn verið handteknir af öryggisástæðum í tilefni a£ komu Titos forseta. • Þegar Molotov kom tif Genfar frá Moskvu úr skyndiferðinni var engum blaðmönnum eða fréttaljós- myndurum leyft að vera á eða nálægt flugbrautinni. Þeir urðu að Bialda kyrru fyrir í flugskála. Bygging hraðfrystihúss á ísafirði aðkallandi. Aflaveríhnæti ísfirzkti togaranna nam 10.2 lilli. kr. á s.l. ári. Á aðalfundi útgerðarfélags ísfirðinga „ísfirðings h.f.“, er fialdinn var fyrir nokkru, var m. a. skýrt frá því, að aflaverð- mæti ísfirzku togaranna hafi numið 10.2 millj. kr. árið sem leið. Á báðum togurunum, Sól- borgu og ísborgu, höfðu 136 manns atvinnu, en launa- greiðslur ísfirðings h.f. og Harðfiskstöðvarinnar, en það er dótturfyrirtæki ísfirðings h.f., námu samtals 5750 þús. kr., en það er 875 þús. kr. hærri fjárhæð en árið áður. Harðfiskstöðin setti upp 150 fiskhjalla á árinu og hengt var upp um 1200 tonn af blaut- fiski. Á fiskverkunarstöðina kom á árinu 2439 smál. af saltfiski, sem er 757 smál. meira en árið áður. Um síðustu áramót námu fiskbirgðir stöðvarinnar 1034 smál. Á fundinum var samþykkt að fela stjórn félagsins að halda áfram undirbúningi að bygg- ingu hraðfrystihúsh og skorað á Framkvæmdabanka íslands að veita lán til þess. Töldu fundarmenn, að bygg- ing slíks hraðfrystihúss væri' ein hin nauðsynlegasta fram- kvæmd til eflingar atvinnulífi á ísafirði og eitt höfuðskilyrði þess að togaraútgerð gæti þró- azt þar á staðnum. Framkvæmdastjóri ísfirðings. h.f. er Matthías Bjarnason kaupmaður.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.