Vísir - 18.06.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 18.06.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Föstwdíaginn 18. júní 1854 133. tbl. Minni öfvun en í fyrra. ¥ar þó taSsverÓ tiBidir lokin. I gær var fáít til tíðinda hjá lögregíu bæjarins utan ann- ríkis hennar í sambandi við hátíðarhöldin. En eins og getið er annars- staðar í blaðinu í dag fóru hátíðahöldin vel og virðulega fram og yfirleitt var lítið um það að menn væru áberandi öivaðir. Telur lögreglan að ölv- un hafi verið minni í gærkveldi og nótt en 17. júní í fyrra. Einkum hafi minna borið á ölvun ög dauðadrukknum mönnum nú en í fyrra. Hins- vegar gætti orðið talsverðrar ölvunar á götum bæjarins um það leyti sem hátíðarhöldunum var að Ijuka. Lögreglan tók þá menn til geymslu sem voru áberandi drukknir og voru fangageymslur hennar fullar. Lítið var um árekslra í gær þrátt íyrir gífurlega umferð um götur bæjarins — og um- ferðarslys urðu engin. Einn bifreiðarstjóri var tekinn fyrir ölvun við akstur. í fyrradag gerðist það helzt til tíðinda hér í baenum ad eldur kviknaði í timburgeymslu S. í. S. á Grandagarði. Nokkuð brann þar af timburgrindum úr skipum og eitthvað fleira áður en slökkviliðinu tókst að kæfa eldinn. Þá má það til tíðinda telj- ast að skotið var inn í íbúðar- hús eitt hér í bænum. Fannst byssukúla inn í húsinu, en lög- reglumenn töldu að henni hafi verið skotið úr krakkabyssu. í fyrrakvöld varð að loka Lækjargötuimi fyrir bifreiða- umferð vegna þess hve mikio var um hringakstur um mið- bæinn og truflaði m. a. aðgerðir við Lækjargötuna í sambandi við hátíðarhöldin. Verkfalli frestað. Fjallkonan, Gerður Hjörleifs- dóttir, leikkona. Ljósm.: Har. Teitsson). Samningaumleitanir fara mú fram milli fulltrúa útgerða'r- manna og fuíltrúa Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands um kjarabætur stýri- raanna, vélstjóra og lofískeyta- manna. Höfðu þessar stéttir boðað verkfall frá hádegi á morgun ef samningar næðust ekki fyrir þann tíma. Miðvikudag s.l. hélt sátta- semjari fyrsta fund sinn með fulltrúum deiluaðila. Tvennt hefur gerzt síðan sáttasemjari tók málið í sínar hendur: Fulltrúar hverrar fyrrgreind ar stéttar um sig hat'a lagt fram ákveðnari tillögur. Verkfalli hefur verið frestað frá hádegi á morgun til fimmtu dags kl. 24. Mikill ir.atmfjöldi var á Austurvelli eftir hádegi í gær, er hátíðarhöldin fóru fram þar. Myndin var íefcin ara kl. 2. (Ljósm.: Þorsteinn Jóscfsson). Tíu ára afmæfi Eýðveidisins varð eftirminniEeg og glæsileg hátíð. Samkériifn fær mikið lof. leírí mannfjöldi samankominn á hátíðinni en nokkru sinni. iratnkomti alxneisnings var þjóð- inni og hátíðinní til sóxna. Enda þótt veður hafi ekki að öllu leyti verið sem liag- stæðast á þjóðhátíðardagíun í gær, má hiklaust fullyrða, nö aldrei fyrr hafi jafnmikill mannfjöldi verið saman kominn á jafnlitlum bletti á fslandi og á Árnarhóli og næstu nágrenni í gærkveldi. Samkór Reykjavíkur hélt fyrstu söngskemmtun síma í Helsingfors að kvöídi 14. júní s.l. með aðstoð Gísla Magnás- sonar píanóleikara undir stjórra Róberts Ottóssonar. Var söng kórsins og frammi- stöðu píanóleikarans minnzt í öllum blöðum daginn eftir, og ljúka þau miklu lofsorði á hin- ar íslenzku tónsmíðar, fagrar raddir kórsins og. ágæta stjórn söngstjórans. Einsöngvararis, Gunnars Kristinssonar, og eiri- leikarans, Gísla Magnússonar, var einnig sérstaklega minnzt. Þykir heimsókn hins f jölmenna hóps íslendinga vera hinn mesti vináttuvottur. Forsetiun gróðursetur tré að Bessastöðum. (Ljósm.: P. Thomsen). fá að leita að vopnum í skipum á leið tii Guateenala. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Tilmæli utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um, að Bretland og fleiri lönd heimili banda- rískum herskipum að leita að vopnum í skipum á leið til Guatemala, vekur furðu brezkra blaða. Tilmælin eru til athugunar í London, en ekki talið líklegt að þeim vérði sinnt, þar sem með því væri fallið frá grundvallar- reglu um frelsið á höfunum, og væri fyrir slíku ekkert for- dæmi. Daily Herald telur tilmælin hið „furðulegasta, sem enn hafi frá Dulles komið“, Tilmælin vekja einnig furðu Manchestei Guardian og fleiri blaða. Eítt telur fráleitt að veita Banda- ríkjamönnum „lögregluvald á Atlantshafi“ íbúar Guatemala hafi fullan rétt til að aðhyjlast kommúnisiria eða hvaða stefnu sem þeir vilji, og ef þeir séu svo fávísir að verja fé sínu til vopnakaupa, þá þeir um það, segir blaðið. Annars hafi Bret- ar mest að óttast vegna krafna Guatemala til Honduras. Borgarstjóri gróðursetur tré í Hljómskálagarðinum. Ljósm.: Har. Teitsson). Mxxssan* sleppa numiuun. Berlín. (A.P.). — Rússar hafa sleppt 4 brezkum flugmönnum, sem þeir handtóku fyrir skemmste.. Flugmenn þessir voru i skemmtiferð í Harzfjöllum og fóru í ógáti yfir markaíínuna milli hernámssvæðanna. Engin tök eru á að gizka á tölu hátíðargesta á kvöldvök- unni í gær, en það eru sjálf- sagt engar ýkjur þótt sagt sé, að þeir hafi skipt tugþúsund- um. Var það fríður hópur, sem þakti allt Arnarhólstúnið sunn- ari- og vestanvert og allar nær- liggjandi götur. Hátaaiaumoún aður var í bezta lagi þar og mátti gjörla heyra það, sem fram fór á pallinum, sem reist- ur hafði verið neðst á túninu, en þar fóru ræðuhöld, söngur og önnur dagskráratriði fram. En rétt er að greina frá þess- um eftirminnilega degi i í’éttri ( atburðaröð. Um morguninn var Ijóst, að brugðið gat til beggja | vona um veður, enda varð það úr, að smáskúrir féllu öðru hverju um daginn og kvöldið, vindur var á austan, en hi.tis vegar hlýtt og milt í veðri, og mun þetta ekki haía, dregið úr hátíðaskapi fólksins. sló 2 í turni Dómkirkjunnar, var lýðveldisfáninn dreginn að hún á Alþingishúsinu, og 2 minútur yfir tvö ríkti alger þögn, er menn minntust þess, að nákvæmlega 10 ár voru lið- in frá stofnun hins íslenzka lýðveldis. Síðan hófst guðs- þjónusta í Dómkirkjunni, og prédikaði Bjarni Jónsson vígslu biskup. Á meðan beið hinn mikli mannfjöldi úti fyrir og hlýddi á messugjörðina, sem út- varpað var um gjallarhorn. Er sérstök ástæða til að taka fram, að nú voru gjallarhornin í góðu lagi og jók það að sjálfsögðu á hátíðleik og ánægju viðstaddra. Um morguninn. Um morguninn fór söngflokk ur cg lúðrasveit um.-bæinn á yfirbyggðum vörubíl. Var num- ið staðar víða í bænum og flutt dagskrá við hæfi barna og unglinga. Var að þessu góð skemmtun. Upp úr kl. 1 var safnazt saman á þrem stöðum, við Melaskólann, Skólavörðu- torg og á Hlemmi, en síðan stefndu þrjár myndarlegar skrúðgöngur til Austurvallar, og komu þær inn á völlinn samtímis um stundarfjórðungi fyrir 2. Austurvöllur var fag- urlega skreyttur fánum og veif um, en á Landssímahúsinu hafði verið komið fyrir myndum af landvættunum og héraðsmerkj- um landsins. Þór Sandholt, formaður þjóð- hátíðarnefndar, setti hátíðina kl. laust fyrir 2, en er kluk'kan Haldið á íþróttavöllinn. Kl. stundarfjórðungi fyrir 3 gekk Ólafur Thors forsætisráð- herra fram á svalir þinghúss-- ins og flutti snjalla ræðu í til*> efni dagsins. Rakti hann nokk- uð framfarir þær, sem orðið hafa á 10 ára skeiði hins ís- lenzka lýðveldis og kvaðst líta björtum augum til framtíðar- innar. Að ræðu hans lokinni flutti Fjallkonan (Gerður Hjör- leifsdóttir leikkona) rismikið kvæði eftir Davíð frá Fagra- skógi, og var flutningur henn- ar með hinum mestu ágætum. Síðan var haldið suður á í- þróttavöll, þar sem fram fór íþróttakeppni og sitthvað fleira, og er sagt frá því á öðrum stað í blaðinu í dag. Klukkan 4 var barnaskemmt- un á Arnarhóli, og var Ólafur Magnússon frá Mosfelli kynnir. Þar flutti sr. Þorsteinn Björns- son ræðu, en auk þes var sér- stök dagskrá fyrir börn og ung- linga, og tókst þetta mjög vel. Blandaðir kórar (þrír) sungu á Austurvelli um kl. 5 ýmis ættjarðarlög, próf. Richarcl Framh. a 6. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.