Vísir - 24.06.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 24.06.1954, Blaðsíða 4
VISIR Fimmtudaginn 24. júní 1954 vSsis DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónssoo. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm iinur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Melri útgerð á síld. Allt bendir til þess, að talsvert fleiri skip fari norður á síldarmiðin á þessu sumri en í fyrra, og menn reyni yfir- leitt að komast fyrr norður með skip sín fyrr en venjulega, ef síldin skyldi verða snemma á ferðinni. Eru bátar þegar farnir að sigla norður, til þess að vera við öllu búnir. Ekki stafar þessi mikli hugur í mönnum af því, að þeir haíi eitthvað meiri vissu fyrir aflabrögðum en áður, heldur mun hitt valda nokkru, að hagur margra útgerðarmanna er betri nú — eftir siðustu vetrarvertíð — en á sama tíma í fyrir, svo að auðvelda’ a er fyrir þá að koma skipum sínum norður. En þá er eftir hlutur síldarinnar, sem segir til um það, hvort fé þetta ávaxtast eða ekki, og er enginn þess umkominn að spa neinu um það að svo komnu. Um næstu helgi kann þó að fást einhver’ vitneskja, sem hægt er að byggja á spádóma um gang síldarinnar á þessu sumri, eða þegar vír’ ’amenn þeir, sem nú eru við rannsóknir austur og norður í haii, hafa komið saman í Færeyjum, til að bera saman bækur sínar. Eru þar þrjú skip um þessar mundii, eins og vísir hefur getið um, þar á meðal Ægir, sem búinn hefur verið tækjum til athugana i þessu efni, en Danir og Norðmenn taka einnig þátt í þessu rannsóknarstarfi. Einhver breyting mun hafa orðið á síldargöngum við Noreg á síðasta vetri og má vera að einhverjir geri sér vonir um, að þessu kunni einnig að fylgja, að breyting verði' á ný hér, það er að segja að síldin komi aftur að ströndum landsins i sama magni og fyrir mögru árin undanfarið. Engin vissa er þó fyrir slíku, og enginn ætti að láta það sérstaklega hvetja sig til útgerðar nyrðra. Hin takmarkaða þekking okkar á göngum síldarinnar — og auðvitað annarra fiska einnig — og þörf okkar fyrir að vita sem mest um ferðalög hennar, ætti að sannfæra menn um nauðsyn þess, að við verjum miklu fé til hafrannsókna, marg- falt meira fé en nú er gert. Það kemur aftur, þótt árangurinn sjáist kannske ekki á fyrstu árunum, enda yrði þar unnið fynr framtíðina en ekki fyrir líðandi stund. Samtök útgerðarmanna og sjómanna eiga að ganga fram fyrir skjöldu í máli þessu, og berjast fyrir því, að umfangs- miklar rannsóknir á göngum nytjafiska verði fastur liður í starfsemi hins opinbera, og verði ekkert sparað til þess að árangur verði semt mestur og beztur. Er ekki annað sæmandi en að þjóð eins og íslendingar, sem eiga allt sitt undir fisk- veiðum, auðsýni þá framsýni og skynsemi að leitast við að ráða gátur fiskgangnanna, þar sem lausn þeirra ynun bæta hag landsmanna og gera þeim kleift að lyfta enn stærri Grettis- tökum á öllum sviðum en hingað til. Við eigum ekki að hirða þekkingarmolana, sem hrjóta af borðum annarra þjóða í þessu efni, við eigum heldur að vera veitendur en þiggjendur, og það getum við orðið, ef viljinn er fyrir hendi. Prestastefnan: Míklar umræikir um kirkjuna 09 ýmsa þættí líknarmála. Fundum prestastefnunnar var haldið áfram í fyrradag, og hófust þeii með morgun- bænum í kapellu Háskólans. Fluttar voru kveðjur frá kirkjufélögum erlendis. D:r. Carl Lund-Quist, framkv.stj. Heimssambands lútherskra kirkna, tók fyrstur til máls, og lýsti ánægju sinni yfir því-að' vera hingað kominn. Þá talaði dr. Harald Sigmar f, h. Sam- bands lútherskra kirkna í Ani- eríku og loks dr. Richard Beck, f. h. hins sameinaða kirkjufé- lags íslendinga í Vesturheimi. Árnaði hann biskupi, kirkjunni og þjóðinni heilla og blessunar Guðs. Biskup þakkaði kveðj- urnar og hlýhug í garð hinnar íslenzku kirkju. Þá var tekið fyrir aðalmál prestastefnunnar að þessu sinni, kirkjan og líkn- armálin. Sr. Jakob Jónsson flutti framsöguræðu um slysa- varnir, sr. Þorsteinn L. Jónsson um starf fyrir sjúka, sr. Gunn- ar Árnason um starf fyrir drykkjumenn og sr. Einar Sturlaugsson um kristniboð. — Allmiklar ræður urðu um mál- ið. Síra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum flutti erindi í út- varpssal um sr. Jón Þorláksson á Bægisá. I gær var haldið áfram um- ræðum um kirkjuna og líkn- armálin, og ræddi sr. Árelíus Níelsson um störf fyrir fanga. Þá ræddi sr. Jónas Gíslason um helgidagalöggjöfina, en sr. Páll Þorleifsson um sjómannastofur. Prestastefnunni var slitið með kvöldbænum í Háskólakapell- unni í gærkvöldi, en síðar um kvöldið sátu prestar í góðum fagnaði heima hjá biskupshjón- unum. , Glæpatímaritin siðspillandi. Þrettánda fulltrúaþing Sam- bands ísl. barnakennara var nýlega háð hér í bænum. Þeir dr. Broddi Jóhannesson, Jónas Pálsson cand. mag., dr, Matthías Jónasson og dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor, fluttu framsöguerindi um hlutverk skólasálfræðinga, en Snorri Sigfússon námsstjuri ræddi um sparifjársöfnun í skólum. Allmargar tillögur voru sam þykktar á þinginu, og má rh. a. geta þessara: Nauðsyn var talin bera til að komið verði á sálfræðilegri þjónustu í barna- og unglingaskólum, enda verði ráðnir sálfræðingar við skól- ana. — Þá var lýst yfir andúð á starfsemi þeirra manna, sem standa að útgáfu alls konar sakarrfálatímarita, er flytja glæpa- og afbrotasögur. Telur þingið, að nauðsynlegt sé, að nöfn þessara manna verði birt, og skorar á viðkomandi stjórn- arvöld að hlutast til um, að svo verði. Tímarit þessi séu siðspillandi fyrir börn, svo og „hasarblöð“ og glæpakvik- myndir, og því óhæf til lestrar eða* sýninga hjá menningar- þjóð. Bergmáli hefur borizt bréf frá „Smala“, sem hefur aldrei áðúr .skrifáð mér bréf áður. Hann seg- ir: „Bergmál. Mér hefur dottið í hug'að hreýfa máli, sem ég man ekki til að áður hafi verið lireyft í þessum dálki. Áður fyrr vissi ég að vöru hér haldnar torgsöl- ur á grænmeti, og ég man svo langt, að þær voru haldnar árið 1931..Þá var það Bjarni Ásgeirs- son, núverandi sendiherra okkar í Osló, sem hafði þær á hendi fyrir garðyrkjustöð sina að Reykjum. Hann var frumkvöðull inn að þessari starfsemi. Hvað viltu vita? Verða þeir ekki birtir? T»að er nú vika liðin, síðan söfnunin mikla í svonefndan -*■ Sigfúsarsjóð var á enda hjá kommúnistum. Það var ekk- ert smáræði, sem menn fundu í handraðanum til að spýta í byssuna, enda fór svo að út úr flóði, þegar söfnuninni var um síðar lokið. Á þessum tíma, sem liðirin er frá söfnunarlokum, hefði átt að gefast tími til að birta eitthvað af samskotalistunum, þvi að væntanlega er bókhaldið bezta lagi að þessu : leyti. 1 Kommúnistar hafa þo látiðriþáu orð falla meðal. almeririirigs,* að listarnir muni ekki verða birtir, því að skattayfirvöldin mundu áreiðanlega fara að hnýsast í þá og gæti ekkert gott af því flotið. Er illt til þess að vita, að kommúnistar skuli breiða út slíkar sögur um flokksmenn sína og stuðningsmenn, að þeir geti verið eitthvað viðriðnir skattsvik, því að þá fer að verða fátt um heiðarlega menn á þessu landi, ef slík krosstré bregðast sem önnur. Sjálfra sín vegna — ef ekki annarra — ættu kommúnistar nú að taka sig til og birta söfnunarlistana, svo að alþjóð megi vita, að það sé í rauninni hún, sem hafi gefið milljónina og það, sem umfram var. Enginn hefur gott af því að búa við óvissu, og sízt munu kommúnistar vilja verða þess valdir, að þjóðin glati trúnni á sjálfa sig og grunsemdir vakrii uiri það irieð henni, að féð sé lengra að komið en úr vösum alþýðunnar ís- lenzku. Á. Þ. spyr: „Verða bílar í happdrætti aldraðra sjómanna tilbúnir til skrásetningar — allir skattar grgiddir, bátagjaldeyrir o. s. frv.?“ Vísir bað Auðun Hermanns- son að svara þessari spurningu og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni. Auðun kvað alla skatta og iðgjöld þessa árs greidd, þannig að þeir, sem hlytu bílana, þyrftu engin gjöld að gjalda af þeim fyrr en næsta ár, en þá verður um venjuleg- an eignaskatt að ræða. Auðun kvað bílana alla alveg nýja, og hefur þeim aðeins verið ekið á sýningarstað, áður en þeir verða afhentir tilvonandi eig- endum. /jóðin við þau, eru ljóðin þá eftir einhvern starfsmann út- varpsins, sem ekki vill láta nafns síns getið?“ Svar: Ekki mun' þetta al- mennt vera þannig. T. t. var Fánasöngur Einars Benedikts- sonar kynntur í útvarpi fyrir skömmu, án þess Einar væri að neinu getið og álíka kynn- ing er því miður nokkuð al- geng, þótt ekki geti hún talizt viðkunnanleg. Betra verð. Þá seldu allar verzlanir þessa 'nýju ávexti, en torgsalan seldi þá á betra eða lægra ver'ði þann tima, sem hún hafði opið. Þá var samkeppni, en nú er hún engin, því allir selja allt á hæsta verði, og enginn fyrirverður sig fyrir það, Og þó má segja* að garð- ávextir séu það grænmeti, sem ættu að vera auðseljanlegastir á heimamarkaði. Það kann kannske að vera tilkostnaður þeirra, er nú stunda garðyrkju, sé meiri en þeirra er fyrirfóru, en það gét- ur ekki afsakáð það verð.'sém nú er á þessari vöru. Ný uppástunga. En hva'ð sem öllu liður, ætla ég að koma fram með þá nýstár- legu tillögu, að nú verði liafizt handa um það, að semja við þá eigendur garðyrkjubúa, að þeir taki sig saman og haldi torgsölur í Reykjavík, þar sem allur al- menningur geti verzlað, ef hann óskar. Þarna gæti verið til sölu tómatar, agúrkur, kartöflur o. fl. Þesar vörur ættu að vera á bezta verði, því sölustöð þessi á aðeins að vera opin snema á morgnana, og aðeins siðar, ef sérstakt tæki- færi gefst til. Yrði vinsælt. Slikar torgsölur yrðu áreiðan- lega mjög vinsælar hjá öllu þvi fólki, er lítil auraráð hefur og myndu reyndar vinsælar hjá þvi fólki, sem myndi vilja spara pen- inga, en i sama nmnd fá góða vöru.“ — Bergmál þakkár þetta bréf, og vill láta þá skoðun i Ijós, að það getur fallist á bréf Smala í aðalatriðum. Tilvonandi stud. polyt spyr: „Hvaða skilyrði verða stúd- entar að uppfylla til þess að geta hafið nám í verkfræði- deild Háskóla íslands?“ Svar: Þeir verða að hafa stúd entspróf úr stærðfræðideild, en auk þess þurfa þeir að hafa hlotið ákveðnar einkunnir í nokkrum námsgreinum og veit ir háskólaritari nánari upplýs- ingar um hvaða námsgreinar það eru. Hann er til viðtals í skrifstofu Háskólans. Hlustandi: spjvr: „Þegar íog eru „Þegar lög eru kynnt í út- varpi og tónskáldanna getið en ekki. þeirra, sem hafa sajmið J Ökuþór spyr: „Hvað táknar „apparatið“, sem komið hefur verið fyrir í fcurnspjjfru Heilsuvérndarstöðv arinnar. Þessi óvera er „mínus“ á þessari annars svo fallegu byggingu?11 Svar: Að því er blaðið hygg- ur mun spyrjandi eiga við kúl- una, en í henni eru eftir því sem bezt er vitað tvær ,,ab- strakt“ mannamyndir eftir Ás- mund Sveinsson. Blaðinu. tóþst ekki að ná tali af listamannin- um, en hann getur vitanlega gefið alveg öruggar upplýsing- ar um þetta. Hvar fæ ég mat? Ung frú sagði við mig í gær, ' að hún hefði farið búð úr búð í gær og hvergi hitt fyrir þá búð, sem hefði haft neitt það að selja, sem bjóðandi væri, og liún biðtir um þá orðsendingu til þeirra, sem það nær til, að láta það ekki koma fyrir sig, að liafa ekki mat fyrir börnin.,, — Bergmál þakkar bréfið. — kr. Sólmyrkvaflug F.I. Nokkr.um spurningum, sem boriztl hafá, eV ehn ósvarað og verða þær að bíða um hríð. MARGT A SAMA STAÐ LAUCAVEC 10. - SIMI 33ti Flugfélag fslands hefur á- kveðið að efna til sérstakra flug ferðá í sambandi við sólmyrkv- ann n.k. miðvikudag, 30. júní. Verður lagt upp frá Reykja- víkurflugvelli nokkru fyrir há- degi á tveimur Douglasflugvél- um, og ef veður er hagstætt er ráðgert að hafa viðdvöl í Vest- mannaeyjum og virða þaðan fyrir sér sólmyrkvann. Ferðin mun taka 2 til 3 tíma, og benda allar líkur til þess, að Flugfé- ag ísands geti hvergi nærri full nægt eftirspurn eftir sætum, þar sem einungis verður hægt að hafa tvær flugvélar til þess- ara ferða sökum mikilla anna í áætlunarflugferðum félagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.