Vísir - 24.06.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 24.06.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 24. júní 1954 VISIR SÍi'ÍÍÍb'ÍíÍ'■■■■"lá'iiii’y ■■■■ ■■■■ Mi'■Diiá j fc“ S: :;:a I: x« xa V« ChýíHH Mt AÍHa ævina ■■II ý&i ■ X K.% LBKIB JEfiir JF. van Wych 3Æason~ 88 «9 ■ X *.v. ■ v iv ::>: £ n ■■■■ w ■■■■ ii ■■■■ !|||! ■■■■ a ■■■■■ ,b ■■■■ ■■■■ m «.■■■■* K* .*•*•*•*'***•***•***•*•*•*•*»*•* •*•*•*»••* •••'•••***»4**«*“* »*•■*•***•* •*•***•*«•****••**.v.v.v.'.v.v.v *v.v.** forsjón, að þú skyldir koma einmitt nú. Eg er farinn að yerða gamall; mundir þú vilja taka við af mér hér?“ Asa gat engu orði upp komið. Hann vissi, að Townsend var einhver tekjuhæsti læknir í öllu Nýja Englandi. ,,Eg þakka traust yðar, herra, en eg er eignalaus maður, eg gæti ekki einu sinni —“ „Eg sagði ekki eitt orð um að selja neitt, .heldur íaka við, drengur minn. Eg hefi nóg að bíta og brenna þau ár, sem eg á eftir ólifuð.“ ,,En, herra, hví skyldi eg verða slíks heiðhrs og slíkrar rausn- ar aðnjótandi. Eg hefi á engan hátt til þess unniö.“ „Eg hefi haft um 300 læknanema á minni tíð, og eg met engan þeirra jafnmikils og þig. Engin mótmæli duga.“ Þegár Asa loks fekk málið’ sagði hann: „Ekkert væri mér kærara — og eg þigg boðið, ef þér eruð sama sinnis þegar styrjöldinni lýkur, en þar til verð eg að gegná skyldu minni við ættjörðina.“ Townsend svaraði engu, en greip enn rommflöskuna og fyllti glösin upp á barma. Er þeir höfðu enn dreypt á víninu sagði hann: „Eg kann að meta þann hugsunarhátt, að vilja -leggja fram krafta sína fyrir land sitt. Eg furða mig ekki á þessari afstöðu þinni. Eg gleðst yfir henni í hjarta mínu. Mér mun takast að halda öllu í horfinu. Einhvern tíma lýkur þessari stýrjöld. Bandaríkin eru að þrotum komin. Frakkar virðast vera búnir að fá nóg, en Bretar — almenningur í Bretlandi — er orðinn langþreyttur á styrjöldinni, og afstaða þingsins er að breytast. Það líður að því, að til einhverra úrslita komi.“ Hann reis á fætur. „Geti eg orðið þér að einhverju liði, þá skaltu ekki hika við að nefna það.“ „Þökk, eg skal minnast þessa.“ „Farðu nú á fund Stantons gamlb. Hann mun vera heima núna.“ Sam Stanton var hrumur orðinn, en hann var enn beinn í baki og rödd hans styrk. Þegar Asa spurði hann um Söbru og hvérs vegna hún hefði ekki svarað bréfum hans, sagði hann og hristi höfuðið: Enginn karlmaður getur skilið til fulls hvað hrærist í hugum ungra kvenna, en eg játa, að mig furðar á þessu öllu. Víst er, að Sabra mín er af góðum málmi steýpt, og býr yfir meiri skap- festu en flestar ungar stúlkur nú á dogum.“ „Er hún á heimleið?“ „Nei, eg hefi lagt að henni að koma, en hún vill dveljast hjá Joshua. Kanhske hún hafi orðið ástfangin aftur?“ „Hafið þér heyrt frá Joshua?“ „Já, herinn býst til sóknar — til að hertaka Filadelfíu.“ „Hefir Sir Henry Clinton ekki enn New York á sínu valdi?“ „Jú, og hefir þar mikið lið. Herstjórnin tekur stundum furðu- legar ákvarðanir.“ Asa gisti um nóttina hjá Töwnsend lækni og lagði svo leið sína frá Boston í Wethersfield póstvagninum næsta morgun. Hann bjóst við að verða kominn til White Plains innan fjögurra daga, ef veður yrði sæmilegt. Á leið til AnnapóKs. Fránska herliðinu þótti fagurt í Máryland fyrri hluta bausts. Frönsku hersveitirnar höfðu lagt af' stað frá Newport hinn 9. júní. suður á bóginn og nú var komið fi*am í september, og eftir langar göngur dag hvern voru þær nú komnar hartnær á leiðarenda. En þrátt fyrir erfiðleikana var flestum hermann- anna farið að þykja vænt um þetta víðlenda, lítt numda land, og þeim var yfirleitt vel tekið hvarvetna. En þárna var líka á ferð H-ilda Mention, í vagni, sem dreginn' var af tveimur hestum, en vagninn og hestana hafði keypt handa henni til fararinnar Hector, Chevalier de Lameth. Og Hilda brosti og veifaði til fólksins í hverju þorpi, ekki síður en her- menn Deux-Pont hersveitarinnar. Stöðugt var stefnt í áttina til Annapolis. Og Hilda var sannast að segja farin að hlakka til að komast þangað. Hugurinn var hjá Hector, sem tvívegis hafði beðið hennar, því að hann vildi ólmur fá hana fyrir konu, en Hilda var hyggin og vissi frá öðrum frönskum liðsforingjum, að það mundi eyðileggja framtíð hans, og markgreifi de Lameth faðir hans afneita honum. Og hún var líka hjartans ánægð með að vera ástmey hans. Jacques hét ekill hennar. Nú bar svo við á leið þéirra, er ekki voru nema nokkrar mílur til Annapolis, að því er talið var, að þau komu að brotnum vagni, og var ekillinn að losa um ferðatösku, að skipan stúlku, sem var farþegi hans. „Get 'eg orðið til nokkurrar aðstoðar, frú?“ kallaði Hilda til hennar. „Æ, hvað það gleður mig að sjá yður — að hitta konu, meina eg,“ sagði stúlkan, sem var þarna í erfiðleikum stödd, „á því átti eg sannarlega ekki von. Eg verð að geta haldið áfram ferð minni,-en eg þarf að komast til Annapolis hið fyrsta.“ „Ætlið þér líka til Annapolis?" sagði Hilda og virti hana fyrir sér og ályktaði, að hún mundi vera á svipuðum aldri og hún sjálf, ef -til vill nokkru yngri. „Eg veit, að það er ósvífni, en munduð þér vilja leyfa mér aA sitja í vagni yðar — eg vil fúslega greiða fyrir það?“ Og stúlkan fór að þreifa í pilsvasa sínum. „Það er yður velkomið, en verið ekki að taka upp pyngjuna.“ Hilda opnaði vagndyrnar og gaf Jacques fyrirskipun um að aðstoða stúlkuna, sem hraðaði sér til Hildu og þakkaði henni. „Hver eruð þér?“ spurði Hilda Mention. Stúlkan hikaði andartak, en svaraði svo: „Eg heiti Susan Stevens frá Hartford, Connecticut. Eg sagði þessum beinasna, sem ekur vagni mínUm, að aka varlega, en vagninn fór á hliðina þarna á beygjunni. Meðal annara orðá, ég heyrði að þér töluðuð frönsku áðan.“ „Eg er Madame • de Lameth og er ættuð frá Nova Scotia, þar sem margir tala frönsku. Og þér eruð frá Connecticut? Þar kvað véra fagurt.“ Ekið var af stað og þær ræddust við áfram. Kom nú upp úr kafinu, að Susan ætlaði til Williamsburg, og gerði Hilda henni grein fyrir erfiðleikunum á að komast þangað. „Maður kemst ekkert áfram án þess að rekast á hermenn, franska eða bandaríska, erfitt er að fá gistingu, hestar og vagnar fást ekki fyrir glóandi gull.“ „Og það er mjög fjarri, að eg hafi fullar hendur fjár,“ sagði hin unga og hressilega stúlka, en nú vottaði fyrir áhyggjusvip á andliti hennar. „Þér ætlið kanriske að heimsækja vini eða ættingja?“ „Nei, ekki beinlínis. Eg ætla — verð — að leita uppi —■ ein- hvern, sem eg hefi miklar mætur á?“ „Hann er vonandi ekki veikur — eða særður?“ „Það vona eg líka. Hann vinnur samkvæmt samningi — já, eg vil ekki leyna því, við eina fjandmannahersveitina.“ Hilda rétti úr sér. „Við fjandmannahersveit?“ „Já, en misskiljið mig ekki. Vinur minn er ekki hermaður — né starfsmaður brezku krúnunnar. Hann er læknir, græðir sár, bjargar mannslífum. Skiptir þá máli hverjum hann þjónar — konungi sírium eða lýðveldi?“ „Þér þurfið ekki að skýra þetta frekara, ungfrú Stevens. Það vill svo vel til, að eg á lækni mikla skuld að gjalda?“ „Hvar starfar hann?“ ú „Hann starfaði í Boston, en það var fyrir langa löngu.“ STULKA óskast til afgreiðslustarfa í matarbúð. fcs’ziatsin Þingholt Grundarstíg 2, sími 4974. SumarbústaBur óskast á leigu um mánaðar- tíma frá 12. júlí—12. ágúst. Þarf að vera 2 herbergi og eldhús eða stærri. Góð um- gengni. Góð leiga. Upplýs- ingar hjá Kristjáni Jónssyni, c/o Dagblaðið Vísir, sími 1660. Mtó Istrartir Bólstrarasvein vantar nú þegar. Uppl. í síma 5102. mó, JJvtnýuf^oóS fer héðan föstudaginn 25. þ.m,- til Vestur- og Nor-ðurlands. VIÐKOMUSTAÐIR: Patreksfjörður, ísaf jörður, Síglufjörður, ! Akureyri, Húsavík. Frá Húsavík fer skipið beint til Rotterdam. Áætlunarferð m.s. „REYKJA- FOSS“ 28. þ.m. fellur mður. H.f. Eimskipafélag Islands. &tn*uúkii — T ARZAN — Andartak stóð Tarzan uppi a Það var eins og eitthveri sjöttta Arabinn leit upp, skelfingu los’t- Hann sá í einni svipan, að dagur girðingunni, hann ætlaði að henda skilningarvit hefði vakið Arabann inn, er Tarzan kom þjótandi. hefndarinnar var kominn í líki sér á vörðinn. við eldinn. Tarzans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.