Vísir - 24.06.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 24.06.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 24. juní 1954 VlSIR „Metið kom mér á óvart". Sjóíiarvottur lýsir hinu frækilega hlaupi John Landys í Turku. Nánari fregnir hafa nú bor- izt af hinu frækilega hlaupi Ástralíumannsins I.andys ; í Turku (Ábo) í Finnlandi, er hann setti heimsmet í 1 enskr- ar mílu hlaupi á 3 mín. 58 sek.. og liratt þar með meti Bretans Bannisters, sem sett var fjrir skemmstu. í fregnum irá AP um þetta furðulega hlaup Landys segir svo: ...... ! „Ég ætla að einbeita mér \úð þetta híaup,“ sagði Landy, áð- Uren það hpfst. „Eg hef ákveð- ið að hlaupa undir 4.02 mín- útum, ef til vill á 4 mír.útum sléttum.“ Það er almennt viðurkenht, að ein meginástæðan fyrir því, nð hlaup þetta tókst svo vel, var Bretinn Chataway, sem hélt uppi hraðanum og „dró“ Landy áfram, á sama hátt og hann gerði, er Bannister setti metið í Oxford á dögunum. Þe$si þrekvaxni Breti veitti hinum mikla, ástralska hlaup- ara svo harða keppni, að dugði til hins glæsilega mets. Það liggur við, að nefna megi Chataway „ónafngreinda hetju“. Fyrstu 400 mtetrarnir voru hlaupnir á 58 sekúndum, og var Fipninn Kallia fyrstur, Landy var annar, Chataway þriðji og Finninn Denis Jóhans- .son fjórði. Veður var einmuna hagstætt, 34 gráða hiti á Celsiusmæli. Finnskur hlaupari, Erkki. Kal- lia, tók að sér að vera „héri“ fyrir Landy, og var hann í fararbroddi fyrstu 700 metr- ana, én hinir í hnapp á eftir. Landy kom á hæla Kallia, en Chataway fylgdi þeim éins og skuggi. T.veir Finnar, þeir II- mafi Taipale og OleVi Vuori- salo, voru í 5. og .6. sæii. Eftir 700 metra skaust Landy fram úr Kallia, svo og Chata- way, sem var 3 metrum á eftir Landy og knúði hann áfram .á feikna hraða. — Sjónárvottar segja, að hlaupalag Landys hafi verið eins og „symfónía“ í tónlist. Nú dró sundur með þéim Chataway og Landy og Finnunum. Landy hljóp hálfa mílu (rúma 800 metra) á 1.57 mín., og enn hélt hann sama ofsahraðanum. — Chataway sleppti ekki Landy á undan sér, og manngrúinn gat séð, að hann átti erfitt með að halda þess- um hraða. Það var sem Landy flygi eft- ir brautinni, svo fyrirhafnar- laust var hlaupalag haris, enda æpti manngrúinn af fögnuði. Landy hljóp 1200 metrana á 2.59 mín., og var Chataway þá 5 metrum á eftir honum, en hljóp eins og kölski sjálf- ur væri á hælum hans. * Hinn hái, dökkhærði Ástralíu maður og hinn litli, rauðhærði Breti sýndu nú glæsilegra hlaup en um getur í sögu íþróttamia. Láridy ætlaði að hlaupa síð- asta hringinn á 59 sekúndum, og horium tókst það. Loka- sprettur hans var áþekkur Bannisters í Oxford. Andlit hans var afmyndað af áreynslu, en samt vár hláupalag hans jafn-háttbundið og öruggt. — Chátaway „hvarf í fjarska“, en hlaupameistarinri hljóp í mark á ótrúlegu meti, Landy hóf lokasprettinri fyr- ir alvöru, er einn hringur var eftir. Chataway þoldi ekki hraðann. Þegar komið var í síðustu beygjuna, var Landy kominn 20 metrum á undan Chatawav, og á beinu braut- inni .vár hann 25 metrum á undan. Þegar hér var komið, stóðu áhorfendur upp og æptu af fögnuði. Endasprettur Land- ys var nær yfirnáttúrlegur, -— það . var líkast því, sem um spretthlaupara væri að ræða í 100 metra. hlaupi. Þegar Landy kom ,í mark, var Chataway 40 —45 metrum á eftir honum, en hinir hlaupararnir virtust vora á gangi, í samanburði við þá tvo. Tími keppendanna varð þessi: 1) John Landy, Ástralíu, 3.58.0 mín. 2) Chris Chataway, Bret- landi, 4.04.4. 3) Olavi Vuoris- salo, Finnandi, 4.07.0. 4) Denis Johansson, Finnlandi, 4.07,6. 5) Ilmari Taipale, Finnl., 4.10.0. Lítíl athugasemd Útvarpserindi það urn síra Jón Þorláksson, er síra Sigurð- ur Stefánsson flutti þarin 22. þ. ,m„ var með þeim ágætum, að nálega mátti snilldarverk teljast, og það er einmitt vegna þessa ágætis, að tvennt í því má ógjarna láta athugasemda- laust um garð fara. Vart mátti öðruvísi skilja orð ræðumanns, en að vísan „Hjaltadals er heiði níð“ væri eftir síra Jón einan, eins og Ljóðabók hans segir, en fyrir því er óvéfengjanleg heimild, að fyrri helmingurinn er eftir Jón sýslumann Jakobs- son (Sunnanfari, 8. árg., bls. 96). Og hann endurtók enn einu sinni þá hartnær meining- arlausu afbökun, sem komizt hefur inn í hina snjöllu eftir- mselavísu síra Pjeturs á Víði- 'VÖllum: „hver mun síðar verða von“, í stað vera von. Hún er þó vitanlega rétt í Æfiminn- ingu höfundarins, enda mátti trúa þeim síra Jóni Konráðs- syni og Pjetri biskupi til að fara rétt með. Rétt er hún líka í útgáfu síra Einars Thorlacius af Snót, og það er hún, sem bet ur fer, víðar, en líka of víða aflöguð. Svo er einmg vísa síra Jóns Þorlákssonar um Jórunni Brynjólfsdóttur. Hana leiðrétti Þórhallur biskup fyrstur á prenti. En það er annað en spaug að kveða niður rang- færslurnar, þegar þær eru eitt sinn komnar á flakk; til þess dugir naumast kraftaskáld — og nú munu þau öll dauð. Ómaklegt var það, að ekki skyldi Þorsteins Jónssonar minnzt einu orði. Og að end- ingu eitt: Jobn Milton var ensk ur, um það þarf enginn að ef- ast. En sjálfgefið er það, að kalla hann brezkan, þegar skól- arriir okkar taka að kenna „brezku“, sem væntanlega verð ur. innan skamnis, nema ein- hver óvæntur afturkippur komi í hina öru breytiþróun íslenzks talsmáta. . Sn. J. KK-hljómsveitin í Óslóarútvarpinu. íslenzk hljómsveit lék í Oslóarútvarpið s.l. laugardags- kvöld, og heyrðu ýmsir hér heima þessa dagskrá, sem var ágætlega heppnuð. Það var KK-hljómsveitin, sem lék, en eins og Vísir hefir áður sagt frá, var þessi vinsæla danshljómsveit um tíma í Nor- egi í vor, og hlaut þar hina beztu dóma. Leikin voru 8 lög, og mun dagskráin öll hafa tekið um hálfa klukkkustund. Haukur Morthens söng fjögur þeirra, þar af þrjú með íslenzkum texta, en eitt með spænskum. Þulurinn kynnti alla hljóm- istarmennina, svo og einleik- ara í hinum ýmsu lögum. Þeir, sem hlýddu á dagskrána hér heima, segja, að upptakan hafi verið mjög góð, og að þetta hafi verið mjög ánægjulegt. j HUGO STINMES, IMiiilheim Ruhr Afgreiðir hingað til lands allar stál-og járnvörur til bygginga og járniðnaðarins; m. a. Járn fil hafnargerða, stálþil, með meiru — Járn fil brúarsntíða •— Sfálgrindarhús — Járn tilsniðið e vafns og olíugeyma Til Byggingariðnaðarins: Steypusiyrktarjárn Þakjárn Mótavír Múrhúðunarnet Girðingaref ni: Gaddavír Girðingarnet, íjölbreytt Sléttur galvaniseraður vír Til Járniðnaðarins: Plötujárn í öllum venjulegum þykktum og gæðaflokkum. Slétt gavaniserað plötujárn. Bandajárn, svart og galvaniserað. Stangarjárn í öllum venjulegum gerðum Stálbjálkar í öllum venjulegúm formum. Allai' upplýsmgar um verð, afgreiðslutíma, greiðsluskilmála og annaS varðandi væntan- legum kaupum gefur HUGO STIMMES-IJmboðið á Islandi Einar Æsmundsson i' Hverisgata 42 — Reykjavík — Simi 82422 — Símnefni: Eisen. ■|VWWWVWWWUVWWWVWVUWWWVVWJWVVWV\JVVV,’»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.