Vísir - 28.06.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 28.06.1954, Blaðsíða 7
Mánudaginn 28. júní 1954. VÍSIR jj^»í»4#í«4»4«<Y,%%%%v.*.V«%V»V«V«%V«V*%%*«V»V«V*,»V*V»%V4V«V*VA%*i%V»,«V»V*V»*«%V*V íb *■■■■* é' *■■■■" h "■■■■*■"■*■■■ "■■■■* úii ‘■■■■"é" "■■■■" M "■■■■’ácV";* I %*■ P VI p V« >;■ .. >;■■■■■-« ■■■■_!! mi H ■■■■ H ■■«■■*_ ■■■■ ■ ■■■■ .* ■■■■ « ■■■»:; fhfim tieit Mm ævina. LBIII Eftir JF. van IVych Mason- 91 ■•:• ■:•: n.-, ■ ••. ■•:• B :•: i; ■•: Hann heyrði fótatak og sneri sér við. „Gott kvöld, skipherra. Hvenær haldið þér að við munum sjá land?“ „í sólarupprás gæti eg trúað, Burnham læknir.“ „Sést til nokkurra brezkra herskipa?“ „Nei. Við erum svo austarlega, að við munum vart sjá þau. Það er fyrirtaks .skip, þetta skip yðar frá Ashto.n, fagurt, renni- legt og lætur vel að stjórn.“ „Eg þakka, skipherra. Það gleður mig að yður finnst til um þetta skip. Eg er, ef svo mætti segja, bundinn þvá traustum böndum.“ „Einkennilegur náungi, þessi Warren,“ hugsaði Pétur og minntist þess, er hann rakst á hann, þegar hann var að lesa skipafréttir, sem festar voru upp í veitingahúsi. Hann gaf sig á tal við hami og bauð honum að snæða með sér. Hann vantaði nefnilega skipherra á Stórtyrkjann. Og það voru meiri firnin sem maðurinn gat etið. Og svo kom í ljós að hann var heim- sendur fangi, sem átti konu og barn, en var blásnauður. Pétur hafði komið auga á skip, er það var að fara fram hjá Beaver Toils-höfða á leið til Newport. Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, því að þarna virtist Stórtyrkinn kom- inn. Og viti menn, á eftir fór franska freigátan Concorde með franska fánann við hún yfir þeim brezka. Hún hafði náð Stór- tyrkjanum úr höndum Breta xmdan Saint Kitts. Hvílík heppni það hafði verið að öll skip þau, sem Ashton tók herfangi (að Hammond undanteknu) náðu til vinahafna. Pétur var sannfærður um, að það hafði ekki verið misráðið af honum, að kaupa þetta skip með frú Ashton, sem átti hinn helminginn. Þau höfðu þegar hagnazt vel á Stórtyrkjanum, en vesalings konan hefði vitanlega heldur viljað vera snauð og að maðurinn hennar væri á lífi. Og Trina hafði verið himinlifandi, er hann sagði henni, að hann hefði eignazt Stórtyrkjann. Hann hafði líka komið við sögu í lífi hennar. í rauninni amaði ekkert að nema eitt, og það var það, að hann gæit ekki verið viðstaddur, er hún eignaðist bam- ið, en hún var mikil um sig orðin og gat átt von á barninu eftir 2—3 vikur. En það var þó bót í máli að hann vissi, að Minga Warren mundi veita henni alla aðstoð, og henni var hægt að treysta. Jæja, hann var þá hingað kominn, ráðinn sem læknir með sérstökum samningi til markgreifa og flotaforingja Paul Francois Jean Nicolas de Barras, sem barðist gegn Bretum, og nú sigldi með skipadeild Chesapeke flóa. og hlaut að vera að minnsta kosti sólarhrings siglingu á undan Stórtyrkjanum. Varúðar vegna valdi hann að sigla mjög austarlega, til þess að forðast brezku herskipin við strendur landsins. En 1 skipum hans voru hergögn. Stórtyrkinn átti að vera njósnaskip fyrir skipadeildina. Einhvern veginn lagðist það í Warren, að næsta dag mundi eitthvað mikilvægt gerast. Mundu Bretar hafa komizt á snoðir um skipalestina og leggja til atlögu áður en hún kæmist inn á Chesapekevíkina? Þeir ræddu um þetta, hann og Pétur Bumham, og brátt varð hann gripinn sama eirðarleysi. Hvorugan grunaði, að sá dagur var að renna, er reyndist einn hinn sögulegasti og þýðingarmesti í frelsisstyrjöld Bandaríkj- anna, dagur mikillar sjóorustu, er brezk flotadeitd beið ósig- ur fyrir franskri flotadeild undir stjórn de Grasse, en í þeirri orustu var aðeins heypt skoti úr byssu á einu bandaísku skipi. ■Stótyi'kjanum III. Lynnehaven. í Lynnehaven lágu fjölda mörg skip, sem herskip de Grasse höfðu verndað á leiðinni frá Saint Domingo. Af þeim voru gengnir á land 3.100 menn, sem áttu að berjast með Saint- Simon markgreifa. Af stjórnpalli Stórtyrkjans, sem lá örugglega fyrir akkeri, horfði Pétur Burnham undrandi á allan skipafjöldann. Þrátt fyrir það afhroð, sem vitað var að Bretar höfðu goldið í orust- unni gat enn margt hafa gerzt. Og Warren og Pétur Burnham eigi síður en hershöfðingjarnir Washington, Rouchambeau, Lin- coln og Saint-Simon biðu óþreyjufullir frekari fregna. Mundi de Barras koma skipalest sinni heilli í höfn? En allt fór vel. Og var mikið um fögnuð, er skiplastin var komin heilu og höldnu. Jafnvel hinn alvarlegi Warren var svo himinlifandi, að hann dansaði eitthvað sem líktist ræl á káetugólfinu. Nú bar svo við, er Pétur var í landi, að hann var viðstaddur, þar sem franskt herlið fór fram hjá fylktu liði, að hann kom auga á rrngan liðsforingja á svörtum hesti, sem minnti hann svo mjög á — þótt furðulegt væri — einhverja fagra stúlku, að hann var alveg undrandi. Hann spurði hermann nokkurn hver þessi maður væri. „De Menthon markgreifi, herra. Þér hafið kannske séð hann áður?“ „Eg veit ekki, vinur. Mér finnst eg kannast við hann. Hann á víst ekki — tvíburasystur?" „Nei, við könnumst vel við ætt hans. Hann á tvo bræður, en báðir eru miklu eldri en hann.“ Og svo kom fram í huga hans minning — frá gistihúsinu Rauða ljóninu í Boston. Landstjórahöllin. Asa Peabody, yfirskurðlæknir sjúkrahússins í Williamsburg, hafði áhyggjur þungar og stórar vegna þess að lyfja- og hjúkr- unargagnabirgðir voru að þrotum komnar eftir viku umsát. Og við fleiri erfðileika var að etja, svo sem skort hjúkrunar- kvenna. Allt í einu var barið að dyrum. Hann hélt, að það væri einn aðstoðarlæknanna og sagði: „Kom inn.“ En það var þá hermaður, sem starfaði fyrir hann sem þjónn og tilkynnti hann nú: „Kona, sem óskar að tala við yður, herra.“ „í herrans nafni, hvaða kona getur verið hingað komin?“ Þjónninn yppti öxlum vandræðalega. „Eg gat ekki stöðvað hana. Hún sagðist hafa heyrt, að skort- ur væri hjúkrunarkvenna. Hún er annars fjári fín í tauinu — líklega útlendingur.“ „Frönsk?“ „Kannske?“ „Gott og vel, bjóðið henni inn.“ Vafalaust frönsk, hugsaði hann. Þótt furðulegt væri höfðu sumir hinna frönsku foringja konur sínar — eða hjákonur — með sér. Þetta hlaut að vera gamall siður í Evrópu. Allt í einu bavst pilsaþytur mikill að eyrum og inn kom vel klædd kona með þykka slæðu fyrir andlitinu. „Jæja, Peabody læknir. Hvernig líst yður á gamla sjúkling- inn yðar?“ Konan dró slæðuna frá andliti sínu. „Hi-Hilda,“ stamaði hann. „Já, herra læknir, eg er Hilda Mention — eða réttara sagt var.“ „Og eg var rétt í þessu að hugsa um þig.“ Allt í einu rétti Hilda fram báðar hendur sínar og hann greip þær. Þau horfðust í augu. Þannig stóðu þau þögul drykklanga stund og höfðu ekki augun hvort af öðru. Asa Peabody, þig rennir ekki grun í hve glöð eg er yfir að hafa hitt þig aftur.“ „Eg er 5ika glaður, Hilda litla. En hvernig ber að ávarpa þig nú, ef eg má svyrja?“ „Madame Hector de Lameth. Maðurinn minn,“ — hún skipti Töfhiát og áfengi. Lögreglulæknirinn Irmelirt Christensen, ræðir um það £ norsku blaði fyrir skömmu,. hversu skaðlegt sé að nota ýmsar töflur, sem ýmist sé deyfandi eða örvandi. Sé hér aðallega um að ræða „barbítúr‘* blöndur, meðöl, sem eru deyf- andi, svo og „ben afenyl“, sem. er örfandi. Algengt er að þess- ar tvær tegundir sé notaðar samtímis. Það eru aðallega drykkju-t menn, sem nota sér þessar töfl— ur, þegar þeir eru að reyna acS- venja sig af áfenginu. En þegar menn fara að fá smekk fyrir* þessari nýju nautn, getur húrs orðið þeim svo stórhættuleg, að hún verði þeim nær eins skað- leg eins og áfengið. Þær manneskjur, sem nota þessi meðöl í stað áfengis, verða fljótt að auka við sig skammt- inn, til þess að ná þeim áhrfum,. sem sótzt er eftir. Þær verða þá mjög háðar þessum meðöl- um og af því geta þær fengiiS eitrun. Segir sú eitrun til sín ekki aðeins um stundarsakir.. en getur einnig orðið að lang— varandi geðveiki. Morfín segir læknirinn tölu— vert misnotáð enn, en kokain. verður sjaldgæfara. Og ekkl segist dr. Christensen hafæ. heyrt þfess getið, að Marihu- ana-vinjdlingar væri notaðir £ Noregi. Fólk veit auðsjáanlega ekkí hversu hættulegt það er að nota stóra skammta af svefnlyfjum og öðrum deyfilyfjum. Takft menn of mikið „bróm“ t. d.,. geta þeir fengið æði, sem er enn verra að lækna en æði það,, sem menn fá af áfengi. Það er aigengt, segir læknir— inn ennfremur, að fólki, sem. tekið er fast fyrir ölvun, segisfe aðeins hafa etið töflur. Við þá menn, sem eru „ölvaðir” af' töflum getur lögreglan ekki annað gert en hafa þá í haldi þangað til runnið er af þeim. En oft líður þó ekki á löngu áður þetta fólk fremur afbrot, t. d. það að falsa lyfseðla. Þá er það vitanlega tekið fast, og jafnramt er reynt að venja þag" af lestinum. En það er oft harl®,. erfitt viðfangs.“ ! BEZT AÐ AUGLYSAIVISI Sunouqki, Copt. IVKt.Eúgtr Ulce Durroughi.Inc —1Tro.Keg.U S Fít.Oft. Dlstr. by Unltcd Feature Syndicafe, Inc. Tarzan beið uppi í trénu og horfði á Arabana leita að hinum ósýnilegu óvini. Brátt tóku Arabarnir eftir því, að vörðurinn var horfinn og enginn vissi um afdrif hans. En þetta var allt með ráði gert, og nú hóf Ta^pan dauða Arabann a loft. Síðan fleygði hann dauða verð— inum mitt á meðal Arabanna senv flýðu í allar áttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.