Vísir - 02.07.1954, Page 4
4
Vf SIR
Föstudaginn 2. júlí 1954.
DAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Fálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm iínur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Ungverska sijérnin þjóinýtir
fegrunarstofur fyrir konur,
— en þær kunna ekki a5 meta umhyggj-
una og leita annaft.
Á undangengnum mánuðum sögunnar. Hlað'ið var undir
Slysin á Suðurlandsbraut.
Askömmum tíma hafa (þrívegis orðið slys á Suðurlandsbraut,
í grennd við Múla, og hefur borgarstjóri nú skrifað um-
ferðarmálanefnd og óskað eftir tillögum hennar um það, hvernig
megi girða fyrir hin tíðu slys á þessum slóðum í framtíðinni.
Er vonandi, að nefndin bregði fljótt við, og geri tillögur um
þetta efni, og þær verði síðan framkvæmdar, ef góðar þykja,
því að annars er ekki til neins að tala um þessa hluti, ef
orðin ein eiga að nægja til að afstýra slysum.
Fyrir nol.krum árum birti Vísir greinaflokk um þær götur l
1 úthverfum bæjarins, sem hættulegastar væru vegfarendum, I
eins og byggð bæjarins var háttað um þær mundir. Þar var
fjallað um Suðurlandsbrautina, Kaplaskjólsveg og Borgartún,
götur, sem liggja til úthverfa bæjarins, og voru um þær mund-
ir algerlega án sérstr’-"a gangstíga fyrir fótgangandi vegfar-
endur. Var á þa' ' benf, hve háski væri fólginn í því, að ekki
væri betur gengið frá götunum, og síðan hefur eitthvað verið
gert til bóta, þótt það sé varla fullnægjandi.
Slysin á Suðurlandsbrautinni má þó vafalaust rekja til
þess að miklu leyti — eins og flest umferðarslys — að ökumenn
auðsýna ekki nægilega mikla gætni í akstri. Þeir fara hraðar
en umferðin leýfir í trausti þess, að ekkert óvænt komi fynr.
Þetta getur verið óhætt, þar sem götur eru algerlega auðar,
en það á engan veginn við, þegar götur eru eins fjölfarnar
og þær eru víðast hér í bænum og næsta nágrenni hans. Af
þessari ástæðu verður slysum varla áfstýrt nema byrjað sé á
byrjuninni, mönnum kennt að hlýða umferðarreglunum, bif-
reiðarstjórum að fara hægar og fótgangandi fólki að ana ekki
í veg fyrir bila í trausti þess, að bílstjórinn geti bjargað öllu,
þótt komið sé í óefni.
En bifreiðarstjórarnir verða að sjálfsögðu að auðsýna enn
meiri aðgæzlu en aðrir, af þvt að mikill hluti vegfarenda er
börn, sem geta til dæmis ekki — að því er erlendar athuganir
hafa leitt í ljós — auðsýnt sömu gætni og fullorðnir, af því að
þau geta ekki áætlað fjarlægð bifreiða eins og þeir sem fuh-
þroska eru.
Margir liggja lögreglunni á hálsi fyrir þær ráðstafamr, sem
hún gerir til þess að hafa hemil á akstri manna, og finnst það
ódrengilegar aðfarir að leyfa mönnum ekki að fara dálítið fram
úr hámarkshraðanum. Hljóta menn þó að sjá, að allar slíkar
ráðstafanir eru gerðar til að auka á öryggi borgaranna ,jafnt
þeirra sem. ajta og hinna, sem fara ferða sinna gangand:.
Ljósasta dæmið um ógætilegan akstur er árekstur strætisvagn-
anna á Skólavörðustíg nú í vikunni. Þar hefði enginn árekstur
orðið, ef hægar hefði verið ekið, og jafnframt gætt meir
varfærni. Sýnir það atvik, að hér er alls ekki of langt gengið,
heldur og skammt, í því að kenna mönnum virðingu fyrir setf-
um reglum.
Það er víst, að ýmislegt þarf að laga víða í bænum, tii að
auka öryggi vegfarenda, en. hitt er líka víst, að gera þarf lög-
reglunni auðveldara að hafa eftirlit með ökuhraða, því að
auknum hraða fylgir minnkandi aðgæzla og aukin slysahætta.
Hálfs mánaðar þögn.
T-»að er ekki mjög títt, að kommúnistum vefjist tunga u.ii
-*• tönn, en þó kemur það fyrir, að samvizka þeirra er svo
slæm, að þeim finnst heppiiegást að hafa hljótt um sig. Síðast
hefur það komið fyrir í sambandi við hina frægu söfnun í
Sigfúsarsjóð, en samkvæmt frásögnum Þjóðviljans, meðan
sóknin stóð yfir, tíndu kommúnistar talsvert meira en milljon
króna úr vasa sínum og gáfu í sjóðinn.
Vísir hefur bent Þjóðviljanum á, að það væri mjög vel við-
eigandi, að birtur væri listi með nöfnum þeirra manna, sem
látð hafa fé af hendi rakna, svo og hversu hver og einn hafi
verið örlátur við málstaðinn. Mundi hverjum þjóðlegum mam i
að sjálfsögðu þykja það hin mesta sæmd að fá nafn sitt birt
í Þjóðviljanum, auk þess sem alþjóð væri kunngert, hve mikiu
hann hefði verið fús til að fórna fyrir málstað íslands. Er það
því lítið drengskaparbragð hjá Þjóðviljanum, er hann hliðrar
sér hjá að birta söfnunarlistana, og gefur mönnum ekki einu
sinni fyrirheit um birtingu á næstunni. Ekkert .er heldur betur
fallið til að kveða niður níð og róg um rússneskt gull en að
birta nöfn gefendanna.
ýmsa gæðinga og er það allt
löng saga. Fyrir eigi löngu
komu tízkuverzlanir til sög •
unnar í Moskvu og fleiri borg-
um og þar voru í fyrsta sinn
á boðstólum allskonar tízku-
og snyrtivörur, sem blátt áfram
hefur þess orðið allmjög vart,
að í löndum austan tjalds faef-
ur orðið eigi lítil breyting á
afstöðu valdhafanna í þeim
efnum, sem varða framleiðslu
og söiu á munaðarvörum.
Leyft hefur verið að opna
tízkuverzlanir, snyrti- og hár- J var slegist um. Rússnesku
greiðslustofur, og fleira, sem konurnar voru sem sé alveg
áður var bannað, og talið vat |eins inni við beinið og kyn-
bera vott um spillingaráhnf systur þeirra í öðrum lóndum,
vestrænnar ómenningar. I að hafa smekk fyrir fallegum
Löngum átti allt að vera fötum, vilja lita vel út og
sem einfaldast, svo sem klæðn- j snyrtilega. En ekki er það enn
aður karla og kvenna, og for- á færi kvenna almennt að
sprakkarnir gengu í samskonar
skyrtum og sauðsvartur almúg-
inn. Þeir skörtuðu ekki með
heiðursmerkjum. Orður voru
fordæmdar og titlar, og annað,
sem notaðist hjá vestrænu þjóð-
unum sem „uppfylling, í eyður
verðleikanna".
Breið brjóst og
lieiðursmerki.
Að því er heiðursmerkin
varðar varð breyting á snemma.
í heimsstyrjöldinni síðari fóru
að berast út um heiminn
myndir af hershöfðingjum,
svo sem Zhukov og mörgum
fleiri, þreknum körlum með
breið brjóst, svo þakin heiðurs-
merkjum, að hvergi virtisr
pláss til að næla einu til við-
bótar. Stöku forsprakkar héldu
þó trygð við skyrturnar.
Æ betur kom í ljós, hvert
stefndi. Forréttindi komu tii
njóta þessara gæða, heldur að-
eins forréttindafólksins.
I leppríkjunum
hallast á sömu sveif. T. d.
er sagt frá því í fregnum frá
Múnchen, að í Ungverjalandi
séu konur nú mjög hvattar til
þess að sækja hárgreiðslu- og
snyrtistofur þær, sem hið op-
inbera starfrækir. Þessi rekstur
er nefnilega þjóðnýttur þar í
landi. Og kommúnistastjórnin
hvetur nú þ’ær konur, sem
vilja líta út eins og Zsa Zsa
Gabor, sem er ungversk að upp-
runa, að sækja fyrrnefndar
stofnanir. RFE — útvarp
Frjálsrar Evrópu — segir frá
þessu, og getur þess, að af-
numið hafi verið allt bann vio
„permanenti og annari snyrt-
ingu, hárþvotti og andlits-
nuddi“, og hvarvetna geti að
(Framh. a 5. síðu)
margt er shritið
Lögfræðingar
að full-
kominni konu og karli.
Þau verða að uppfylla fjöimörg skilyröi.
Lögfræðingar nokkrir ;
Ástralíu eru að hefja leit að
fullkominni konu og karli þar
í landi.
Hafa lögfræðingar þessir
fengið það hlutverk að fram-
fylgja ákvæðum erfðaskrár
efnaðs bónda, sem hér Peter
Mitchell, og andaðist fyrir 4C
árum. Verður leit þessi gerð
árlega framvegis, samkvæmt
erfðaskránni, og þau fullkomnu
eiga að skipta á milli sín 5000
stérlingspunda ver ðlaunum
hverju sinni.
Þegar Mitchell andaðist 1914
ákvað hann, að 21,500 pund
skyldi leggja til hliðar í þessu
skyni, en nú er féð orðið um
160.000 sterlingspund. Óx sjóð-
urinn og var ekki hreyfður
þessi 40 ár, því að þetta átti
ekki að koma til framkvæmda,
fyrr en ekkja Mitchells væri
látin, en nú verða lögfræðing-
arnir að vera* búnir að úthluta
fyrstu verðlaununum fyrir 1.
maí á næsta ári.
Skilyrðin.
Til þess að koma til greina,
má konan ekki vera yfii
þrítugt. Hún verður að vera ó-
gift, fædd í Ástralíu og ekki
af náskyldum foréldrum. Hún
yerður að vera heilsuhraust,
gáfuð, glaðlynd, kunna hús-
stjórn, vera fær um fæða og
ala upp heilbrigð börn, þekkja
aðalatriðin í sögu Bretaveldis,
landafræði og loftslag Ástralíu,’
hafa talsverða þekkingu á
biblíunni, líffærafræði, lífeðlis-
fræði, hjálp í viðlögum, kunna
að synda og ríða, og hjúkra
sjúkum. Hún verður að þekkja
helztu verk Shakespeares, Carl
yles, Whitmans, Cervantes,
Elliotts, Kingsleys, Scotts,
Thackerays, Kiplings og margra
annarra. /
Hin fullkomni karlmaður
þarf að kunna næslum þaö
sama. Þó er ekki krafizt áf
homim kunnáttu í matartil-
búningi, hjúkrun eða meðferð
í Bergmáli i fyrradag var rætt
um biðstofur læknanna og þann
tíma, sem færi i það, ef einhver
þyrfti á því að halda að leita til
læknis. Var þá birt bréf frá lconu
nokkurri, er sló fram þeirri uppá-
stungu. að læknar tækju upp núm
erakerfi og létu alla sjúklinga fá
númer, er í biðstofur þeirra
kæmu. Með því móti myndi spar-
ast tími fyrir t. d. húsmæður, sem
gætu þá notað tímann til þess að
fara í verzlanir í nágrenninu og
sitthvað annað, en ætlað síðan á
það hvenær röðin myndi koma að
sér.
Þegar í notkun.
Uppástunga konunnar var auð-
vitað ágæt, eins og hver maður
sér, en það var aftur á móti verra,
að hvorki hún né Bergmálsrit-
stjórinn vissi, að þessi háttur hef-
ur verið liafður lijá sumum lækn-
um a. m. k. um nokkurra mánaða
skeið, og gefist vel. Kona eins
læknisins, sem hefur tekið upp
númerakerfið á biðstofu sinni,
hringdi til mín í gær og skýrði
Bergmáli frá þessu, og um leið
að fleiri læknar hefðu tekið upp
þennan hátt, svo uppástungan í
Bergmáli væri ekki ný. Þvi var
reyndar ekki lialdið fram að þar
væri neitt nýtt á ferðinni, þar sem
vitað væri að þetta tíðkaðist viða
um lnd og t. d. væri númer not-
uð fyrir viðskiptavini verzlana
hér í bæ.
Gott fyrirkomulag.
En hvað um það. Bergmál er
þakklátt lækniskonunni fyrir að
gefa þcssar ofangreindu upplýs-
ingar, en það er fagnaðarefni öll-
um, er þurfa að leita læknis að
losna við margra stunda bið í
biðstofu. Samkvæmt þessum síð-
ari upplýsingum hefur það þegar
komið á daginn, að sjúklingar
fagna þessari breytingu.
En hvað um hina?
Nú er það samt svo, að enn hafa
'ekki allir læknar tekið upp núm-
erafyrirkomulagið, og er ástæða
til þess að vona að bráðlega muni
það vera bjá þeiin öllum. Annars
er það i sjálfu sér undarlegt, að
þannig skuli ekki liafa verið fyrir
löngu, þar sem sí og æ hefur ver-
ið undan því kvartað hve mikill
tími fari yfirleitt í það að bíða á
læknastofum hjá hinum ágætu
læknum þessa bæjar. Það eru
dæmi þess að fólk hefur beðið
.‘i—4 stundir og kannske lcngur.
Slíkar biðir eru leiðinlegar með
afbrigðum og hafa menn kvart-
að undan þeim árum saman.
Síldveiðarnar.
Nú er að fara í hönd tími síld-
veiðanna og munu nokkrir sunn-
anbátar vera komnir norður.
Enn fremur eru nokkrir togarar
að búa sig til veiðanna, og fór
fyrsti togarinn um s.I. helgi. Eft-
ir fréttum að dæma er útlitið ekki
betra en undanfarin ár, sem hafa
verið hrein síldarleysisár. En það
er ékki gerlegt að hætta við síld-
veiðar, þótt liálfgert happdrætti
séu, — en þegar sild veiðist að
ráði, gefur hún mikið í aðra hönd,
bæði fyrir sjómenn og útgerðar-
menn. En sjálfsagt er að vona allt
liið bezta. — kr.
ungbarna. Hinsvegar verður
hann að vera góð skytla, bæði
með skammbyssu og rifíli, og
hafa gegnt herþjónustu með
sæmd, eða annari svipaðri
opinberri þjónustu.
Og nú er spurningin: Verður
það bara 10 mánaða tími, sem
fer í leitina? • : .