Vísir - 02.07.1954, Side 8
VlSIR er ódýrasta blaðiS og ]ió þaS fjol-
breyttasta. — HringiS í stma 1860 t(
gerist áskrifendur.
VISIR
Þeir sena gerast katipendur VÍSIS eftír
10. hvers máoaSar fá blaðiS ókeypi* ttt
mánaðamóta. — Sími 1860.
Föstudaginn 2. júlx 1954.
Alþjóðlegur svifflugskóli
byrjar á Sandskeiði.
Hann hefur til umráða 10 svifflugur
og 2 vélflugur, auk dráttarvindna.
Á morgun, laugardaginn 3.
júlí, tékur til starfa á Sand-
skeiði alþjóðlegur svifflugskóli,
og rætist þar með óskadraumur
margra íslenzkra svifflug-
tnanna.
Kunnáttumönnum í svifflugi
hefur lengi verið ljóst, að hér
á landi eru víða hin ákjósan-
legustu skilyrði til þessarar í-
þróttaiðkunar, ekki sízt á Sand-
skeiði. Forráðamenn Svifflug-
félags íslands sáu gerla, að þeir
urðu fyrst og fremst að auka
flugkost sinn, fá fleiri byrjenda
flúgur, svo og svifflugur fyrir
svonefnt 2. stig svifflugsins. Nú
hefur tekizt að fá smíðaðar
tvær nýjar flugur fyrir 2. stig-
ið, og sjálfir hafa þeir smíðað
eina svifflugu fyrir byrjendur,
og önnur er í smíðum. .
Þá hefur húsakostur félags-
ins á Sandskeiði verið stórbætt-
ur. Þar eru nú 3 smá-íbúðar-
hús, hvert um sig rúmar 8
manns. Þá hafa verið gerðar
breytingar og endurbætur á
setustofu og matsal, og eldhús-
Þrjár ferðir Ferða-
félagsins.
Ferðafélag íslands efnir til
þriggja ferða um helgina og
hefjast tvær þeirra kl. 2 e. h.
á morgun, en sú þriðja á sunnu-
dagsmorguninn kl. 9.
Önnur ferðin, seín lagt verð-
ur 1 á morgun, er á Heklu.
Verður þetta eina tækifærið á
sumrinu til þess að fara með
Ferðafélaginu í Hekluferð.
Annað kvöld verður ekið að
fjallsrótunum og gist þar í
tjöldum, en gengið á fjallið
daginn eftir.
Hin ferðin, á morgun, er í
Landmannalaugar og verður
gist í sæluhúsi Ferðafélagsins
þar.
Á sunnudagsmorguninn verð-
ur gengið á Esju.
Úr öllum þessum ferðum
verður komið á sunnudagskvöld
ið endurnýjað, en öll eru húsa-
kynnin nýmáluð og hin vistleg-
ustu. Má segja, að aðbúnaður
nemenda skólans þar efra sé
hinn ágætasti.
Kennt verður í 14 daga nám-
skeiðum, bæði fyrir byrjendur
og lengra komna, 15 nienn í
hverjum hópi. Á fyrsta nám-
skeiðinu verða 11—12 íslend
ingar, hinir Þjóðverjar og
Bandaríkjamenn.
Félagið (skólinn) hefur nú
10 svifflugur af ýmsum gerðum
ti umráða. Þá hefur skólanum
bætzt 1 dráttarvinda (til þess
að draga svifflugur á loft) en
eina átti hann fyrir. Þá eru tvær
vélflugur til þess að draga svif.
flugur á loft, önnur af Tiger
Moth-gerð, en hin af Stearman-
gerð, én hún er 1 ársskoðun og
viðgerð, sem lokið verður um
miðjan mánuðinn.
Nemendur skólans mega vera
á aldrinum 14—65 ára. Enginn
vafi er á, að svifflug hefur hin
heppilegustu uppeldisáhrif á
unglinga, en roskið fólk hefur
einnig gaman af þessari fögru
íþrótt. Þeir, sem hafa í hyggju
að sækja skóla Svifflugfélags-
ins, ættu að snúa sér til skrif-
stofu þess á Reykjavíkurflug-
velli.
Mikill imdirbúningur fyrir
landsmót hestamanna.
Verðnr haldið á Aknreyri.
Knud Kaaber for-
maður Taflfélagsins
Aðalfundur Taflfél. Reykja-
víkur var haldinn fyrir
skenunstu.
Knud Kaaber var kjörinn
formaður félagsins, en með
honum í stjórn, þeir Haukur
Sveinsson, Guðm. S. Guð-
mundsson, Skarphéðinn Pálma-
son og Magnús Alexandersson.
Taflfélagið hefur verið á
hálfgerðum hrakhólum með
húsnæði, en nú hefur Bæjarráð
Rvíkur ákveðið að veita félag-
inu einhvern styrk til þess að
standast straum af húsnæðis-
kostnaðinum.
Kommúnistðnn flýði til Spánar
undan samherjmn sínum.
Óttaðist minna lögreglu Francos.
Einkaskeyti frá AP. —
Barcelona í fyrradag. j
Lögregla borgarinnar hand-
Éók í gær einn þekktasta komm ’
únistann, sem náðst hefur hér
í landi um margra mánaða'
skeið.
Leyndist maðurinn í húsi
einu í borginni, og var lög-1
reglunni sagt frá fylgsni hans.!
Maður þessi heitir Juan Com- j
orera Soler, og var á lýðveld-j
istímunum landbúnaðar- og ’
efnahagsmálaráðherra í stjórn'
Katalóníu. Þegar hersveitir (
Francos tóku Barcelona, tókst
Soler að komast ti1 Rússlands, ’
en'síðar dvaldist-hann í Mexíkó
og Toulous- í Frakklandi. —-■!
Hann. vár rúai i hins útlæga eín!.
ingarflokks katalónskra sósíal-
ista, og er grunaður um að hafa
undirbúið mörg þau spellvirki,
sem unnin hafa verið undan-
farið af smáhópum, sem laum-
azt hafa yfir landamærin frá
Frakklandi.
Fyrir skemmstu varð Soler
ósáttur við aðra foringja
spænskra kommúnista, sem eru
í útlegð, en meðal þeirra ev
dóttir hans, og óttaðist að hin-
ir fornu félagar sínir mundu
brugga sér banaráð. Tóku hann
og kona hans því það til bragðs
að laumast suður yfir landa-
mærin, þar sem hann taldi séi
hvergi óhætt annars staðar fyr
ir hinum fornu samherjum sín-
um.
Skemmtanir
á Jaðri.
Sumarhótelið að Jaðri tekur
til starfa n.k. laugardag og er
ráðgert að skemmtiatriði fari
þar fram á hverju kvöldi og
koma þar fram bæði ixinlend-
ir og erlendir skemmtikraftár.
Eins og að undanförnu mun
hótelið taka á móti sumargest-
um til lengri eða skemmri
dvalar.
Unnið hefur verið að breyt-
ingum á veitingasal hótelsins
núna í vor og hefur hann verið
stækkaður og leiksviði komið
fyrir.
Þá hafa verið gerðar ráðstaf-
anir til að fá erlenda skemmti-
krafta til að koma þar fram og
munu þeir fyrstu kóma núna
1 byrjun júlí. Eru það dönsk
dægurlagasöngkona, Maria ia
Garde, sem nýtur nú mikilla
vinsælda og sænskur töframað
ur Roy Bylund, sem sýnir ýms
nýstárleg atriði. Um miðjan
júlí kemur svo hingað spæskt
danspar Carmen og Antonio,
sem myndin er af og munu
margir íslendingar, sem voru á
ferð í Kaupmannahöfn, hafa
séð og munu seint gleyma list
þeirra og fegurð.
Carl Billich o. fl. kunnii
hljóðfæraleikarar munu sjá um
tónlistina.
Að Jaðri er 20 mín. akstui
frá Reykjavík og mun Norður-
leiðir h.f. sjá um sætaferðii
þangað.
Landsmót hestamanna verð-
ur háð á nýja skeiðvellinum
við Þverá í Eyjafirði 9.—11.
júlí n.k.
Er þegar mikill undirbún-
ingur hafinn vegna þess. Eru
hestamenn víðsvegar að af
landinu farnir að bollaleggja
ferðir sínar á hestamótið og er
talið að þangað munu safnasi
fjölmenni, eins og venja er a
landsmótum hestamanna. —
Veríð er nú að girða svæði við
Þverá, sem ætlað er aðkomu-
hestum. Mun það rúma 1000
hesta. Er þar grösugt og gott
land. — Skeiðvöllur verður
byggður og verkið háfið. Reistur
verður skáli fyrir 30—40 stóð-
hesta, sem búist er við að verði
þar saman komnir. Einnig er
ákveðið að reisa þar síðar
gríðarlega stór tjöld, þar sem
veitingar verða seldar, bæði
Veiða silung og
íax á reginhafi.
Tokyb (AP). — Japanir hafa
gert út fimm skipaflota til
silungs- og laxveiða N,-
Kyrrahafi á þessu sumri.
Hverjum flota fylgir stórt
„móðurskip", þar sem gert
verður að aflanum á ýmsan
hátt, en veiðiskipin eru alls
126. Flotanum fylgja níu eftir-
lits- og mælingaskip stjórnar-
innar.
Mikið flóða-
tjón í Texas.
Einkaskeyti frá AP.
Washington í morgun.
Eisenhower forseti hefur lýst
yfir neyðarástandi á flóðasvæð-
inu í Texas.
Sú yfirlýsing innifelur, að
sambandsstjórnin muni nota
sér að fullu þá heimild, sem
hún hefur til aðstoðar fólkinu í
þeim landshlutum, sem miklir
náttúruviðburðir valda stór-
tjóni.
Geipilegur vöxtur er í Rio
Grande, sem rennur á mörkum
Texas og Mexico og hefur orðið
mikið tjón beggja vegna fljóts-
ins. Bandaríkjamegin pr kunn-
ugt um, að 55 mert'n hafa látið
lífið ;í flóðunum, en á annað
huhdrað er saknað.
Börn sjá finnska
flokkinn ókeypis.
í kvöld kl. 8 bjóða Ármenn-
ingar börnum og unglingum að
horfa á finnsku fimleikasnill-
inga ókeypis að Hálogalandi.
Er þetta rausnarlegt boð
stjórnar Ármanns, sem unga
kynslóðin mun vafalaust kunna
að meta, en jafnframt sýnir
það, að forystumenn Ármanns
hafa vakandi auga á því, að
mikilvægt er að unglingar fái
að sjá og njóta hins fullkomn-
asta sem til er í fimleikum, en
þar með glæðist áhugi þeirra
fyrir þessari fögru íþrótt.
Að lokinni sýningunni halda
Ármenningar Finnum kveðju-
hóf, en flokkurinn fer heim
leiðis um hádegi á morgun með
flugvél frá Loftleiðum.
í gærkveldi sýndu Finnarnir
að Hálogalandi og þótti sýn-
ingin takast sérlega vel, enda
var hrifning áhorfenda geysi-
leg.
matur og kaffi. Gestum. sem
þess óska, verður séð fyrxr
góðum tjaldstæðum. Á þessu
landsmóti fer fram sýning á
tömdum stóðhestum og keppa
þeir um hin fræga. Sleipnis-
bikar. Þá verða og líka ótamdir
stóðhestar, 3ja vetra og eldri..
Sýning verður á tömdum reið-
hryssum og góðhestakeppni fer
fram. Að sjálfsögðu fara fram
kappreiðar og er búist við:
mjög harðri keppni, enda
munu væntanlega koma þarna
saman flestir eða allir fljót-
ustu hestar landsins.
Afkvæmasýningar verða
einnig þarna og mæta þar
borgfirzki gæðingurinn Skuggi
ásamt sínum 20—30 afkom-
endum og eyfirzki gæðingurinn
Svipur með sín afkvæmi.
Mjög verður vandað til'
allra skemmtiatriða og er i
ráði að koma upp kvikmynda-
tjaldi. Mótið verður allt kvik-
myndað af þeim bræðrunum
Edvarð og Vigfúsi Sigurgeirs-
sonum.
• Samkvæmt upplysmgum,
sem leyndarþjónustur Vest-
urveldanna hefur aflað sér,
er þess nú krafist í lepp-
ríkjum Rússa, að menii
gegni þriggja ára herskyldu
(Tékkar, Rúmenar, Ung-
verjar, Búlgarar). i Belgíu,
Hollandi, Frakklandi og
Ítalíu ér herskylutíminn 18
mánuðir og .Luxemborgar
1 á
Norrænt búnað-
armét háð hér.
f gær hófst norrænt búnaðar-
mót hér í Reykjavík og fór setn
ing þess hátíðlega fram í hátíða
sal Háskólans.
Mótið er haldið á vegum ís-
landsdeildar Norræna búfræði-
félagsins og setti Páll Zoph-
oníasson búnaðarmálastjóri það,
Steingrímur Steinþórsson land-
búnaðarráðherra flutti ávarp,
blandaður kór söng undir stjórn
Páls ísólfssonar, þ. á m. lág sem
Páll hafði samið við ljóð eftir
Árna G. Eylands og Árni hafði
ort í tilefni mótsins. Þá voru og
flutt fróðleg erindi.
í dag verða og flutt erind.i
en síðan fyrirhugað ferðalag um
Mosfellssveit.
Fulltrúar á mótinu eru 54
talsins, þar af 19 héðan, 7 frá
Danmörku, 20 frá Noregi, 5 frá
Finnlandi og 3 frá Svíþjóð.
- Indó-Kína
Framh. af 1. síðu.
þessa leið. Á þessu svæði var
andspyrnan gegn kommúnist-
um hvað sterkust.
Styrkir gruninn.
Fregnir, sem borizt hafa frá
Trung Gia í Norður-Vietnam,
þar sem franskir og Vietminh
liðsforingjar hafa ræðst við um
vopnahlé, virðast styrkja þann
grun, að eitthvert leynimakk
hafi átt sér stað. Hið yfirgefna
svæði er einmitt hið sama og
fregnirnar frá Trung Gia
herma, að kommúnistar hafi
lofað, ef vopnahlé yrði gert, að
ertirláta Frökkum - svæðið, sem
Frakkar segjast ekki geta varið
nema með því að yfirgefa suð-
ur-þríhyrninginn.
Brottflutningurinn af þrí-
hyrningnum hófst s.l. þriðjudag
-iipun )sjpq aSojniaAunBi ua
búriinguririri hinn 23. f.-m'., þeg-
ar byrj'að var að flytja þunga-
hergögn og birgðir tíl Hanois,