Vísir - 13.07.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 13.07.1954, Blaðsíða 5
priðjudaginn 13. júní 1954. VtSIR norrænu 1 Fararstjórinn, Gísli Guð- mundsson segir frá för Saun- kórs Reykjavíkur til Finnlands. Oslo, 26. júní. Það er rigning og leiðinda- veðyr og höfuðborg Noregs er ekki tilkomumikil í slíku veðri. Viðbrigðin eftir sólskinið og blíðuna í Finnlandi eru því mik- il og því hallar óþarflega mik- ið á frændur okkar Norðmenn og land þeirra. Finnlandsdvöl- in verður ærið umvafin einhver j nm dýrðarljóma í hugum okkar allra og þó sérstaklega dagarnir i Jyvaskylá. Þar opnaðist okkur þjóðlífsbók Finnlands, litrík og töfrandi, söguspjöld þrung- in sterkri þjóðlegri menningu, atorku og ódrepandi kjarki. Þarna í þessum bæ með 35 þús. íbúum var að finna úrtak úr finnsku athafna- og menning- arlífi, sem allt bar þjóðinni lof- samlegt vitni. Við byrjuðum fyrsta daginn þar með æfingu í stórri og stíl- hreinni kirkju með svo undur- fögrum hljómburði að jafnvel hversdagsleg lög urðu fögur. Er hún var tóm var ekki frítt við dálitla yfirtóna, sem svo hurfu alveg er hún var full- setin af fólki. Við áttum frí síð- ari hluta dagsins. Veðrið fagurt en helst til heitt fyrir •okkur. Þennan dag fór fram samkeppni milli finnsku kór- anna og sáum við þar fyrst hið fornlega skipulag sem var þarna á öllu. Hver kór söng 3 lög, 2 fyrirskipuð og eitt að eigin vali. Kórarnir voru mjög misjafnlega fjölmennir. í einum blönduð- um kór voru t. d. aðeins 10, í öðrum fást að 100. Um leið og síðasta lagið var búið og lófatak á. enda var gengið' út af sviðinu til vinstri og er sá síðasti hvarf birtist sá fyrsti úr næsta kór frá hægri. Aldrei neitt fum eða troðningur, allt virtist ganga af sjálfu sér fyrirhafnarlaust. meira vötn en þurrlendi, en á milli vatnanna, sem kvíslast í allar áttir eru skógivaxnir háls- ar og hæðadrög. í vötnunum er fullt af eyjum og á þeim fögur sumarhús. f bænum og umhverf is hann gnæfðu reykháfar verk- smiðjanna, allstaðar voru timb- urhlaðar og á vötnunum stórar breiður af trjábolum, sem biðu sögunar. Víðsvegar um bæinn voru stórar byggingar í smíðum, bæði verksmiðjuhús og íbúðar- hús, og allstaðar sama sagan, allt var með sama myndarskapn um og smekklega og fegurlega úr garði gert. Karlakóra skortir tenóra. Söngurinn var allmisjafn. í karlakórunum var oft áberandi -skortur á tenórum, enda mun það vera almennt í Finnlandi. En bassarnir voru þungir og hljómfylling oft furðuleg, sam tök og samstilling venjulegast góð. Fyrstu verðlaun hjá karla- kórnum fékk kór frá Tavaste- hus, mjög góður kór, stjórnað af sýnilega mjög færum söng- stjóra. Því miður gat ég lítið hlustað á blönduðu kórana og alls ekki kvennakórana. En 10 manna kórinn, sem ég gat um, söng mjög sérkennilegá og einn ig vakti kór frá Noirður-Finn- landi athygli. Forráðamenn hans munu hafa mikinn hug á íslandsferð. Að morgni þess 14. fórum við eftir æfingu í kirkjunni í skoð- unarferð upp í vatnsturninn svonefnda, en það er afar hár turn sem byggður hefur verið ofan á vatnsgeymi bæjarins á hæð er gnæfir yfir bæinn. Á þaki geymisins er svo veitinga- hús. Veðrið var hið fegurstá óg útsýnið úr tuminum stórfeng- legt. Nágrenni bæjarihs er Kalt milli Finna og Svía. Á eftir bauð bæjarstjórnin okkur í stutt ferðalag til veit- ingastaðar í nágrenni bæjarins. Sænski og norski kórinn voru einnig í þessari ferð. Voru þar rausnarlegar veitingar fram- bornar og öllum gefið eintak af mjög vandaðri myndabók frá Jyváskyla. (Væri ekki úr vegi að þeir sem gefa út myndabæk- var ur frá íslandi tækju hana til at- hugunar, því þar er ekki gleymt menningarlífi bæjarins heldur teknar með myndir af hljóm- sveitum, kórum og ýmsu öðru svipuðu). Við færðum fulltrúa bæjarstjórnar eintak af mál- verkabók Jóns Stefánssonar með tilhlýðilegri áletran. Nokk- urt umtal og athygli vakti það, hversu Svíarnir héldu sig út af fyrir sig og gáfu sig ekkert á tal við okkur eða norsku stúlk- urnar, en milli þeirra og okkar fólks varð strax mikið vinfengi. Við heyrðum það á Finnunum, að þeim var ekki hlýtt til Svía, þó að þeir viðurkenndu að Sví- ar hefðu reynzt þeim vel á þeirra þrengingarárum. Þarna var finnsk gufubaðstofa og not- uðu hana margir og þótti mikið til koma. Frá þessum stað var svo ekið í skemmtigarð bæjar- ins, þar sem setningarathöfn söngmótsins fór fram. Þar var afarstórt útisvið með þaki yfir, sem þó varð ekki nærri nógu stórt og höfðu verið reistir bráðabirgðapallar á báða vegu. Þarna stóðu á söngpalli um 3000 manns og 70 manna hljómsveit. Allar konur voru í þjóðbúningum, mjög litríkum og margvíslegum eftir lands- hlutum. Fyrsta laginu stjórnaði hinn þekkti stjórnandi Turanen, kempulegur maður, herðabreið- ui- og’ svipmikiii. Strax eftir fyrsta taktinn sneri hann baki að kórnum og hljómsveitinni og stjórnaði áheyrendum, sem munu hafa verið um 5000. Og þarna var tekið undir svo um munaði. Það sungu allir undan- tekningarlaust, ungir sem gaml ir. Svo voldugan söng hef ég aldrei heyrt. Mér varð hugsað til Páls og þjóðkórsins okkar heima. í þessum söng kom fram styrkur og máttur f innsku þjóð- arinnar samfara yfirlætisleysi hennar og þokka. Á eftir kom svo hver stjórnandinn á fætur öðrum og kórinn á pallinum várð að karlakór og svo aftur að blönduðum kór. Allt gekk með sama öryggi og fumleysi. Myndavélar á lofti. Kl. 8 þetta kvöld var svo sam- söngur útlendu kóranna í Taulu máki kirkju. Var hún þéttsetin og margir stóðu, líklegast um 1200 manns. Fyrst sungu norsku stúlkurnar frá Tromsö mjög fallega og yfirlætislaust. Þær voru allar í mjög fögrum þjóð- búningum, framkoma þeirra til fyrirmyndar bæði á söngpalli og af, og söngstjóri þeirra var óvenjulega geðfeldur maður. Þá kom Samkórinn og óhætt mun að segja að ekki vöktu stúlkurn ar okkar síður eftirtekt í sínum búning, að minnsta kosti voru allar myndavélar á lofti í kring- um þær. Söngurinn tókst vel, og eitt lagið svo vel að ég gleymi því aldrei og víst enginn sem í kirkjunni var. Það var hinn gamli gregorianski söngur Ave regina. Þarna í kirkjunni hljómaði hann í öllum sínum einfaldleik svo fallega að fólk- ið næstum hélt niðri í sér and- anum. Og þó að Svíarnir kæmu á eftir með gullfalleg kirkjulög og syngju eins og englar; tví- mælalaust bezti kórinn, þá var það nú samt þetta lag sem varð Öllum minnistæðast og hlaut mesta lofið í blöðunum daginn eftir. Einnig var það eftirtekt- arvert, að er við hittum Svíana daginn eftir, þá voru þeir hinir alúðlegustu og ræðnustu og spurðu margs um íslenzkt mús- íklíf. Söngstjóri þeirra, Norley, er mjög þekktur maður í Sví- þjóð og í miklu áliti sem söng- stjóri. næst sænski kórinn og svo finnsku kórarnir. Stúlkurnar okkar vöktu mikla athygli og Þjóðverjarnir sögðu að okkar búningur væri tvímælalaust fallegastur og allur ljósmynd- arahópurinn í kringum þær virtist benda í þá átt. Allar göt- ur, sem skrúðgangan fór um, voru troðfullar af fólki og kór- inn okkar og fáninn fagri hlaut stöðugt lófatak. Áætlað var að í iskemmtigarðinum væru um 5000 söngvarar og 12—15000 á- heyrendur. Á bak við söngpall- inn blöktu um 60 kórfánar, sömir mjög fallegir og listilega gerðir. Þarna endurtók sig sama sagan og daginn áður nema nú ennþá voldugri og mikilfeng- legri vegna aukins mannfjölda. Torunen stjómaði fyrst öllum skaranum og sneri sér að áheyr- endum, sem allir sungu. Meira að segja við vorum að reyna að stauta okkur fram úr finnska textanum í prógramminu, svo við gætum verið með. Eins og voldug straumþung elfa var þessi söngur. Hin gráhærða kempa, sem stjórnaði, var sem táknmynd þess alls. Þau áhrif, sem við urðum fyrir þarna munu endast okkur ævilangt. Eftir hinn sameiginlega söng finnsku kóranna, blandaðs kórs fyrst, svo karlakórs, kvennakórs og síðast barnakórs, hófst söng- ur gestanna. Þýzki karlakórinn var mjög góður og stjórnandi hans ákveðinn og röggsamur. Þó var söngur.þeirra stundum nokk uð þunglamalegur. Þarna kom einnig fram stór kór frá sænsku mælandi Finnum. Okkar söng- ur tókst það vel, að við urðum að syngja aukalag, var það Sibeliusarlagið „Því er hljóðn- uð þýða raustin“. Vakti það mikla hrifningu eigi sízt vegna þess að útsetningin í því var allt öðruvísi en vanalegt er hjá Finnum. Að endingu lék 70 manna lúðrasveit Finnlands og Kórfólkið raðar Jyvaskyla. sér upp fyrir skrúðgönguna á söngmótinu í Ljósmynd: JJorvaldur Ágústsson. Þetta kvöld var svo skemmt- un og dans í skemmtigarði borg arinnar. Var þar mikið fjör, en ekki þótti dansgólfið gott því það yar úr óhefluðum borðum. Urðu þar mörg óþarfa víxlspor og árekstrar úr því, sem aðéins jók á gleðskapinn. 5000 söngvara hópur. Sunnudaginn 10. júní var safnast saman á markaðstorgi bæjarins og gengið í skrúðgöngu til skemmtigarðsins. Var veðrið mjög heitt þennan dag. Voru þarna um 5000 söngvarar, barna kórar, drengjakórar, kvennkór- ar, karlakórar og blandaðir kór- ar. í fararbroddi var lúðrasveit, þá gekk þýzkur karlakór svo við, þá norsku stúlkurnar, Þar 5000 manna kórinn söng með lúðrasveitarundirleik Ólym- píuóðinn mikla og síðast þjóð- sönginn. Stjórnaði Torvnen þessu og var þetta stórfenglegur endir á eftirminnilegum hátíða- höldum. Finnum færðar gjafir. Þetta kvöld var haldið hóf fyrir um 200 manns í veizlusöl- um gistihúss borgarinnar, og sóttu það 5 fulltrúar frá Sam- kórnum og söngstjóri hans. Var það mjög frjálslegt og óþving- að og það fyrsta sem veizlu- stjóri gerði var að segja mönn- urti að fara úr jökkúnum éf þeir vildu. Notuðu sér það flestir og virtist ekkert vera athugavert við þó sömir væru með allforn- fáleg axlabönd. Var glatt á hjalla og margt til skemmtunar t. d. lék þar maður á munn- hörpu og var með margar á lofti í einu. Þótti það íþrótt mik il. Einnig lék þar maður á fornt finnskt hljóðfæri, í ætt viðl langspilið, voru það sætlegir strengleikir. Við afhentum Sulasol — finnska söng og hljómlistar sambandinu — fána stöng með íslenzkum fána. Var nú um allmikið vandamál að ræða vegna tungumálsins, því meira en helmingur boðsgesta skildi ekkert nema finnsku. En þarna var enskumaður góður og voru því okkar þakkarorð sögð á ensku og hann þýddi viðstöðu laust. En Sulasol í Juváskyla, sem sá um móttökur okkar, gáfum við málverkabók Ás- gríms, sem svolítinn vott um þakklæti okkar fyrir hinar dæmafáu móttökur og fyrir- greiðslu. Hófinu lauk um kl. 10 og fóru allir snemma í háttinn. þetta kvöld því næsti dagur átti að byrja snemma og enda seint. Haldið til Tammarfors. Mánudaginn 21. júní verður okkur öllum allminnisstæður þvi kl. 6 um morguninn lögðum við af stað með járnbrautarlest. Var ekki laust við að ég væri ugg- andi um að allir kæmust á stöð- ina í tæka tíð og einnig um hinn mikla farangur okkar. En þetta tókst. Lestin var fornfáleg og silaðist áfram ótrúlega hægt og var að stanza á annari hverri hundaþúfu. Það eina sem okk- ur féll illa við í Finnlandi, voru járnbrautarlestirnar, sem virt- ust í slæmu ástandi. Kl. 8 skipt- um við um lest og var sagt að nú værum við komnir í hrað- lest, en ekki þótti okkur hrað- inn mikill samt. Til Tammar- fors hins mikla iðnaðarbæjar komum við laust fyrir kl. 11 og þar borðuðum við á þaksvölum á háu húsi með fögru útsýni yf- ir bæinn. En er við svo ætluð- um að fara að skoða bæinn, skall á hið ægilegasta þrumu- veður með skýfalli. Gengu reið- arslögin og eldingarnar yfir stanzlaust í hálftíma og allar götur einn hafsjór. Þótti okkar fólki þetta nýstárleg og furðu- leg sjón. Þessar náttúruhamfar- ir hættu jafnskyndilega og þær bj^rjuðu og er við lögðum af stað aftur um 3 leytið skein sól- in glatt á ný. Allan morguninn höfðum við ekið um skógivaxið land og fyr- ir íslendinga verður það fljótt þreytandi að sjá aldrei neitt frá sér, þó skógurinn sé okkur ný- stárlegur. En þennan síðasta á- fanga fór landið að breytast og verða búsældarlegri. Þó þótti okkur jarðvegurinn ekki lík- legur til frjósemdar, gráhvít- ur leir .og mjög ólíkur okkar gróðurmold. Til Ábo komum við um kl. 6 og fórum beint um borð í skipið, sem flytja átti okkur til Stokkhólms. Dvöl okkar í Finnlandi var á enda. Með hjört un full af þakklæti kvöddum við landið. Við höfðum verið þar í 9 daga og kynnst landi og þjóð sem við munum ævinlega dáðst að og hugsa til með bless- unaróskum. Því miður varð dvöl okkar á skipinu ekki eins þægileg og við höfðum. vænzt. skipið var sýnilegá nokkuð gam alt og klefarnir þröngir og loft- ræsting engin. Var því óþolandi hitasvækja um borð og nútúi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.