Vísir - 13.07.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 13.07.1954, Blaðsíða 8
k VtSIB er ódýrasta blaSiS ég þó |>a3 fJSI- breyttasta. — Hringið f i<mi 1C80 eg geiist áskrifendur. VlSIKt Þei? sem gerast kaupendur VÍSIS eftfo 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypls tfi mánaðamóta. — Sími 1S80. priSjudaginn 13. júni 1934. Ekki éhætt aé skilja veski eftir á borðum danshúsa. 1300 kr. stoiið á dansleik um iielgina. Dulles fer ekki til Genfar. Endurtekur fyrri yfirlýsingu, en situr fund með Eden og Mendes-France í París í dag. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. John Foster Dulles utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna er á leið til Parísar loftleiðis, til fundar við Eden og Mendes- France, í boði hins síðarnefnda. Mun fundur þeirra verða hald- inn síðdegis í dag. Dulles tók ákvörðunina um að þiggja boð Mendes-France tveimur klukkustundum eftir að honum barst boð hans. — Ræddi hann það þegar við Eis- enhower forseta og komu þeir saman á fund og ræddust við nokkrum sinnum, áður en Dull es lagði af stað, stundum í síma. Áður en Dulles lagði af stað kvað hann svo að orði, að ó- breytt væri með öllu sú ákvörð un, að hvorki hann eða Bedell- Smith aðstoðarutanríkisráðh. færu til Genfar, heldur yrði þar Johnson sendiherra Banda- ríkjanna í Prag aðalfulltrúi sem að undanförnu. Það er kunnugt af fyrri fregn um, að Mendes-France óskaði þess eindregið að Dulles kæmi til Genfar, en er hann fékk því ekki framgengt, fór hann þann meðalveg að bjóða honum til Parísar, og sýnir þetta hve mik- ilvægt hann telur, að fara ekki sínar götur án þess að skeyta um álit eða ráð Bandaríkja- stjórnar. Forsetar Genfarráðstefnunn- ar, Eden og Molotov, ræddust við í Genf í gær, nokkru eftir komu Edens. Varð það að sam- komulagi þeirra milli, að að- eins utanríkisráðherrarnir skyldu sitja fundi fyrst um sinn, og helztu ráðherrar þeirra, ' og skyldu fundirnir haldnir fyr ir luktum dyrum. Chou En-lai er kominn til Genfar. Hann kom við í Moskvu sem fyrr hefur verið getið og herma óstaðfestar fregnir, að hann hafi rætt við Malenkov. Tvær kirkjur vígðar. S.l. sunnudag vígði biskup Islands, berra Ásmundur Guð- mundsson Hofskirkju í Öræf- um, en það er gömul kirkja úr torfi og grjóti, sem endurreist hefur verið. Voru 6 prestvígðir menn viðstaddir vígsluna og fjölmenni saman komið. Þyrptust menn að hvaðan- æva úr Öræfum. Síra Sváfnir Sveinbjörnsson sóknarprestur prédikaði og Kristján Eldjám þjóðminjavörður flutti ávarp. Kirkjan er þiljuð innan og tekur 100 manns í sæti. Veggir eru að mestu hlaðnir úr grjóti,. en þekja lögð viðum að innan og þar yfir skorðaðar hellur torfþaktar. Að vigslunni lokinni var sam. koma í félagsheimilinu að Hofi og sátu menn þay í góðum fagn aði við kaffidrykkju og ræðu- höld. _ Sunnudaginn næsia á undan vígði herra biskupinn endur- reista kirkju að Gilsbakka í Hvítársíðu. Ekki vita þeir mikið. Alþýðublaðið er dálitið seirt- heppið i morgun, enda ekki viS öðru að búast úr þeirri átt. Blaðið heldur sem sé, að mynd sú, sem Vísir birti í gær af Ólafi Thors forsætisráðherra og Ismay Jávarði, hafi verið tekin ó Keflavíkurflugvelli, og spyr hvort ráðherrann „skyldi oft vera staddur þar af tilviljun'*. Munu flestir aðrir en Alþýðu- blaðsmenn hafa vitað, að flug- vél Ismays lávarðar lenti á Reykjavíkurflugvelli. Leynivínsali handtekinn við Þjórsá. Umferðardómstóli í eftirlitsför á vegum utv. Á laugardagskvöldið var stoíið peningum úr kvenveski í Alþýðuhúsinu. Alls var stolið 1300 íslenzk- •um og 40 dönskum krónum úr veskinu. Málið er í rannsókn. En í tilefni af þessu atviki þykir rétt að vara stúlkur, sem sækja dansleiki, við að skilja veski sín eftir, t. d. undir bekkjum, á meðan þær eru í dansi. Hefir oftlega verið stolið frá þeim við slík tækifæri. Á föstudagskvöldið var rúmlega 2000 kr. stolið úr her- bergi gamallar konu á meðan hún var fjarverandi. Nú hefur hafzt upp á 10 ára gömlum dreng, sem hefur játað að vera valdur að verknaðinum. Hafði hann skriðið inn um glugga og tekið síðan peningana úr her- berginu. Bíl stolið. Aðfaranótt s. 1. sunnudags var stolið bíl frá Hávallagötu 5 hér í bænum, en skilað all- mjög skemmdum á sama stað aftur. Þarna var um R 6371 4 umferðum lokið. í fyrradag var teflt í 4. um- efrð á skámóti IsLands. Leikar fóru þannig, að í iandsliðsflokki lauk einni skák og fór hún þannig, að Birgir Sigurðsson vann Inga R. Jó- hannsson. í meistarflokki vann Kári Sólmundarson Gunnar Ól- afsson og Jón Einarsson vann Ólaf Einarsson. Biðskákir voru tefldar á föstudaginn og fóru þær þann- ig, að Ingi R. Jóhannsson vann Ólaf Sigurðsson og Guðmundur S. Guðmundsson vann Jón Páls son. f kvöld verður teflt í 5. um- ferð nema í meistaraflokki, þar verða tefldar biðskákir. Aðfaranátt föstudagsins vann ungur Þjóðverji það afrek að klifra upp Eiffel-turninn í Par- ís, en þnð liefir aldrei verið leikið áður. Alfred Thomanek, en svo heitir maðurinn, byrjaði ferð sína upt eftir turniniun á fimmtuda. skvöld, þegar allir gestir voru farnir. Var hann bú- inn sterl.um skóm, þykkri peysu c: verkamannabuxum yzt klæf' Hann klifraði af kappi, þar til sólin kom upp á föstudag. n þá var hann kom- inn upp i nnan pallinn á turn- inum, 3oö fet yfir jörðu. Þar lagðist 1 : fyrir á stálbita og svaf í u i •oð-.bil klukkustund. Síðan b'.'i'jaði hann að klifra á ný, og v :: estum kominn upp að þrið: allinum, þar sem allsnarp , vindur leikur venjul: : t m turninn, þegar vörðu r c i niðri tók eftir honurr, . Vg' þ i ð til lögreglunn- dökkbláa Vauxhallbifreið, 4ra manna, módel 1949 að ræða. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem orðið hafa varir við ferðir þessarar bifreiðar frá því á mið- nætti aðfaranótt sunnudagsins og til morgunsins eftir að gera henni aðvart. Slys í Kópavogi. Á sunnudagskvöldið slasaðist maður í Kópavogi sem var að vinna við steypuvél. Maðurinn skarst á enni og talið að hann hafi einnig meiðzt á fæti. Hann var íluttur á sjúkrahús. Þjófur handsamaður. í gærdag var kært yfir því til lögreglunnar að frakka hafi verið stolið úr verzlun einni hér í bænum. Lögreglán hóf leit að þjófn- um og fann hann eftir nokkra stund. Hann var færður í fanga- geymslu lögreglunnar. Slys. Það slys varð í Völundi í gær að flis stakkst upp í auga manns sem var að vinna þar. Hann var fluttur í sjúkrabíl á Landspítalann og að því búnu til augnlæknis. Kveikt í bílum. Lögreglan hefur handtekið mann nokkurn, sem hefur ját- að á sig að kveikja í tveimur bilum að yfirlögðu ráði. Bíl- arnir voru báðir í eigu vam- arliðsmanna á Keflavíkurflug- velli, en voru staddir hér í bæn- um þegar kveikt var í þeim. Brennuvargurinn var ölvaður og kvaðst hafa kveikt í bílun- um vegna þess að hann væri mótfallinn varnarliðinu. Henry Epstein, varaborgar- stjóri New York, er í Stokk- hólmi til að kynna sér borgar- stjórnarháttu Svia. ar, sem sendi sveit manna upp á efsta pall turnsins, og komu lögregluþjónarnir þangað í næstum sama mund og Alfred. Létu þeir skammir dynja á honum, en hann bað þá að vera róiega — hann kæmi rétt bráð- um og talaði við þá. Farið var með Alfred Thoma- nek á lögreglustöðina, þar sem hann var spurður, hvað fyrir honum hefði vakað. Hann sagði, að sér hefði bara dottið í hug að gera þetta, önnur væri á- stseðan ekki. Þegar hann hafði verið lát- inn laus, sótti hann reiðhjól sitt — hann hafði komið hjól- andi tl borgarinnar fáum dög- um áður *— og lagði af stað hjólandi heimleiðis. Menn vita ekki til þess, að nokkrum manni hafi tekizt að klífa alla leið upp eftir Eiffel- turninum, enda þótt margir hafi reynt það frá því að hann var reistur árið 1889. Hræddfir um pils prinsessunnar. Einkaskeyti frá AP. — Bonn í gær. Þegar Margrét Bretlands- prinsessa kom hingað í heim- sókn sína til Vestur-Þýzkalands voru fréttaljósmyndarar beðnir að taka ekki myndir af prins- essunni, þegar hún stigi út úr flugvélinni eða upp í bifreiðina, er hún færi úr flugstöðinni. Engin opinber skýring var gefin á þessu, en samlcvæmt brezkum heimildum munu brezkir embættismenn, sem hafa umsjón og eftirlit rneð höndum, varðandi ferðalagið, hafa haft áhyggjur af því, ef vindgustur kæmi er verst gegndi og svifti til pilsum prinsessunnar. Tivoli : 30.000. gesturinn var 5 ára, úr Eyjum. í fyrradag kom 30.000. gest- urinn í Tívolí á þessu sumri, fimm ára telpa úr Vestmanna- eyjum. Heitir hún Árný Johnsen, og var þetta í fyrsta skipti, sem hún kom í Tívolí. Fékk hún að launum 500 krónur, sem Tívolí hafði lofað. — Fresta varð að varpa niður pökkum úr flugvél í Tívolí um helgina, vegna veð- urs, og verður það gert næsta góðviðrisdag. Verðlaun verða í pökkunum, eins og fyrr segir, fyrst og fremSt farseðill til Kaupmannahafnar og til baka. Fegurðarsamkeppni í Tivoli í ágúst. Skemmtigarðurinn Tivoli efnir til fegurðarsamkeppni um miðjan næsta mánuð. Að þessu sinni nær keppnin til alls landsins, og er nú verið að leita eftir þátttöku utan af landi. Gera forráðamenn Tivolis sér vonir um mikla þátttöku og almenna. Verðlaun verða þrenn að þessu sinni, en áður voru ekki nema ein verðlaun veitt. Fyrstu verðlaun eru Parísarferð, fram og aftur og vikudvöl þar, svo og 1000 krónur. Önnur verð- laun vönduð dragt, skór og taska og hanzkar, og þriðju verðlaun verða vönduð kven- kápa. Nú eru það tilmæli Tivolis, að menn sendi upplýsingar til Tivoli, Box 13, eða hringi í síma 6610, kl. 8—10 e. h., ef þeir vita Um einhverjar stúlkur, sem hug kynnu að hafa á þátttöku í keppninni. Að þessu sinni er þátttaka heimil öllum íslenzk- um konum, giftum sem ógift- um, á aldrinum 18—25 ára. Lá við stórslysi. Minnstu munaði, að alvarlegt slys yrði x gær, er bíll með þrem mönnum steyptist í Mið- fjarðará í Húnavatnssýslu. Bíllinn mun hafa verið að fara upp brekkuna frá brúnni, er vél hans stöðvaðist, og rann þá aftur á bak og steyptist i ána, en hemlar hans munu hafa verið bilaðir, og stóð til að' fá þá lagfærða þar skammt frá. Mennirnir þrír björguðust, en Á sunnudaginn tók lögreglan leynivínsala, sem seldi áfengi úr bifreið sinni við Þjórsártún, en þar fór þá fram héraðsmót Ungmennasambandsins Skarp- héðins. Var umferðardómstóll send- ur héðan úr bænum um síðustu helgi til þess að líta eftir um- ferð á vegunum og var lög- reglufulltrúi með dómaravald með í ferðinni. Á laugardaginn var farið suður á Suðurnes og var fjöld- inn allur af bílum stöðvaður. þar var einn bifreiðarstjóri tekinn sem ekki hafði réttindi til aksturs, þá voru nokkurir bifreiðastjórar sektaðir fyrir að hafa of marga farþega 'og aðrir fyrir of hraðan akstur. Á laugardagskvöldið fór um- ferðardómstóllinn upp að Lög- bergi og tók þar m. a. ölvaðann bifreiðarstjóra við akstur, en á sunnudaginn var farið austur yfir fjall og haft eftirlit með leita varð læknis á Hvamms- tanga. umferðinni þar. Við Þjórsárbrú var leynivín- sali handtekinn. Var það bif- reiðarstjóri og við leit, sem gerð var hjá honum fundust 4 flösk- ur af áfengi. Neitaði bístjórinn í fyrstu að eiga áfengið og far- þegar sem voru með honum í bínum kváðust eiga það. En þar sem lögreglan hafði ákveð- inn grun um að þetta væri ekki hið sanna var bifreiðarstjórinn tekinn fastur og fluttur til Reykjavíkur, en félagar hans einangraðir og yfirheyrðir hver fyrir sig. Upplýstist þá að bif- reiðarstjórinn hafði selt áfengi þar eystra og játaði hann enda á sig brotið. Ólafur Jónsson fulltrúi, sem fór með Dómaravaldið í þessari eftirlitsför umferðardómstóls- ins sagði að bifreiðastjórar hafi yfirleitt verið hinir prúðustu og tekið því vel þótt þeir væru stöðvaðir og skilríki þeirra könnuð. Hann sagði ennfremur að tiltölulega lítið hafi borið á of hröðum akstri eða óaðgæzlu við akstur. Ungur Þjóðverji klifrar upp Eiffel-turninn. Það hefir aldrei verið ieikið áður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.