Vísir - 15.07.1954, Blaðsíða 6

Vísir - 15.07.1954, Blaðsíða 6
s VfSIE Fimmtudaginn 15. júli 1954. I&na&arbaiikíitn opnar útibií á Keflavíkurflugvðlii. Bæft úr hrýsmi þörf fyrir banl&a og sparisjóð á flasgweliinum. Iðnaðarbanki íslands h.f. opnaði útibú á Keflavíkurflug- velli þriðjudaginn 13. júlí, í nýjum og vönduðum húsa- kynnum. Bankastjóri Iðnaðarbankans, Helgi Herm. Eiríksson, sýndi boðsgestum hið nýja hús úti- búsins. Er það 150 m- að grunn- fleti, úr járnbentri steinsteypu. Á neðri hæð er afgreiðslu- og vinnusalur, ásamt peninga- geymslum, lítilli kaffistofu o. fl., en á efri hæð eru íbúðar- herbergi, ætluð starfsfólki úti- búsins. Húsbúnaður í afgreiðslusal er smíðaður hjá Húsgagna- verzlun Reykjavíkur. Gunnlaugur Pálsson arkitekt teiknaði húsið en Sameinaðir verktakar sáu um byggingu þess undir aðalumsjón Ingólfs Finnbogasonar. Páll S. Pálsson, form. banka- ráðs rakti aðdragandann að því, að bankaráð Iðnaðarbank- ans varð við þeim tilmælum, að reisa útibú á Keflavíkur- flugvelli. Enginn íslenzkur banki eða sparisjóður var starf- andi á flugvellinum, en hvergi á landinu brýnni þörf fyrir að bankaþjónusta, sem varðveizla sparifjár, væri í té látin. Þó hefði öðru fremur ráðið úrslitum, að hinn fjölmenni hópur iðnaðarmanna í sam- tökunum „Sameinaðir verk- takar“ hefði sérstaklega óskað þess að Iðnaðarbankinn veitti iðnaðarmönnum þá þjónustu, að reisa útibú þar syðra. Útibúið mun fyrst um sinn verða opið alla virka daga kl. 11—1 og alla virka daga nema lau'gardaga kl. 4%—8 síðdegis. Sendiherra Sviss afhendir skilríki. Sendiherra Svisslands á ís- landi, hr. Gaston Jaccard, af- henti í dag forseta íslands trún- aðarbréf sitt við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum, að' utan- ríkisráðherra viðstöddum. Að athöfninni lokinni sat sendiherra hádegisverðarboð forsetahjónanna ásamt nokkr- um öðrum gestum. (Frá skrif- stofu forseta íslands). Hátíðleg athöfn í gamla kirkjugarðinum. Isleaidingar reisa frönskum sjómönnum minnisvarða á virðingarskyni við frönsku þjóðina. ólfur varaformaður. Aðrir stjórnarmenn, gjaldkeri Jón Leós, og ritari Steindór Hjör- leifsson, voru endurkosnir. í leikritavalsnefnd voru kosnir Brynjplfur Jóhannesson og Þorsteinn Ö. Stephensen. í varastjórn Árni Tryggvason og Guðjón Einarsson. Fyrir fund- inum lágu inntökubeiðnir frá 7 ungum leikkonum og leikur- um og voru þær allar sam- þykktar. I gær lór fram hátíðleg athöíu í gamia kirkjugarðinum, þar sem reisiur hefur verið minnís- varði yfir franska siómenn, sem látið hafa Iiíiö viS íslands- strcndur. Ilíkisstjórn tslands lét rcisa. varðann í grafreit franskra sjó- manna í garðinum. Olafur Thors forsætisráðlierra ávarpaði sendi- lierra Frakklands og frú hans og aðra viðstadda, og rakti atvik að því að steinninn var reistur. — Var upphaflega í ráði að íslenzka ríkið bæðist leyfis að entiurbæta og fegra grafreit franskra sjó- manna í Haukadal í Dýrafirði, að upphaflegri hugmynd herra Sveins heitins Björnssonar, for- seta Islands, en sendihevra Frakka lagði síðar til, að þess í stað yrði grafreiturinn í Rvík fegraöur á einhvern hátt. Var þá- verandi biskupi, herra Sigurgeiii Sigurðssvni, skrifstofustjóránúm í forsætisráðun. Birgi Tsorlacíus og Gunnlaugi Halldófssyni húsa- meistara falið að gera tillögu" í málinu, en urðú á þú leið, að reiturinn yrði sléttaður, gerðui að grasflöt og afmarkaður með (rjági'óðri, en allir krossar tekn- ir burt og minnisvarði settur í staðinn. Á grágrýtisdranginn, sem reistur, hefur verið, eru letruð nokkur orð úr hinni frægu bók Pierre Loti, „Á íslandsmiðun “. Og síðan er þessi áletrun: „Stein þenna reistu íslending- ar frakkneskuni sjómönnum i vináttu og virðingarskyni við bina frönsku þjóð". Niðurlagsorð forsíetisráðherra voru: „Steinn þessi er reistur sem vottur þess, að íslendingar rneta og dá hugrekki. Hann mun standa um ókomna tíð, sem tákn virðingar íslendinga fyiir frönskum sjómönnum, franskri hetjulund, frönsku þjóðinni. þá tók til máls sendiherra Frakka, M. Henri Voillery, og lavdc máli sínu með þessum orð- um: „Um lcið og eg ber hér fram kærar þakkir frá i’íkisstjórn minni og frönsku þjóðinni, þa mæli eg einnig fvrir munn þeirra Fraklca, sem hér livíla, já einnig allra þeirra, sem vígzt liafa Ráa við íslnnds strendur, allra þeirra sjómanna vorra, sem þér íslend- ingar hafið heiðrað hér í dag, Mér er sem eg heyri nú raddír þeira sanreinast minni rödd í vorum einlægu þökkum.“ BOSCH kerti í alla bíla. X gær afhenti sendiherra Sviss foseta íslands skiiriki sín að Bessastöðum, og er myndin tekin þar syðra við það tækifæri. (Ljósmynd: Pétur Thomsen). VÍKINGAR. — Munið skemmtifundinn í kvöld kl. 9 að Aðalstræti 12. Skíðad. ÁRMANN! Handknattleiksstúlkur. — f kvöld kl. 8,30 verður fyrsta æfingin í sumar. Mætum all- ar vel og stundvíslega á nýja æfingasvæðinu við Miðtún. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS fer tvær skemmtiferðir um næstu helgi. Önnur ferð- in er 2 % dags hringferð um Borgarfjörð. Ekið um Kalda- dal að Húsafelli og gist þar í tjöldum. Á sunnudag er farið í Surstshelli. . Seinni hluta dags er ekið niður Borgarfjörð upp Norðurár- dal að Fornahvammi og gist þar, á mánudag er gengið á Tröllakirkju. Farið heim um Hvalfjörð. Hin ferðin er í Land- mannalaugar 1% dags ferð, gist í sæluhúsi félagsins þar. Lagt af stað í báðar ferð- irnar kl. 2 á laugardag frá Austurvelli. Farmiðar séu teknir fyrir kl. 4 á föstudag. TILKYNNING frá í. s'. í. Róðrarmót íslands fer fram i Nauthólsvík fimmtudag- inn 29. júlí kl. 9 e. h. Keppt verður í 4ra manna minni gerð með stýrimanni. Keppt verður um bikar gefinn af Árna Zimsen ræðismanni í Lúbeck. Þátttökutilkynn- ingar sendist til skrifstofu Í.S.Í. fyrir 26. júlí. PENINGABRÉF glataðist við Shell-benzínstöðina við Vesturgötuna. Skilvís finn- andi vinsamlega beðinn að skila því á Lögreglustöðina. (311 FæHi FÆÐI. Tek menn í fast fæði. — Uppl. í síma 5864. (291 BARNGÓÐ telpa eða stúlka óskast í létta vist. — Uppl. í síma 80719 eftir kl. 5 í dag. (303 STÚLKA óskast til eld- hússtarfa. Uppl. á staðnum kl. 1—3. — Veitingahúsið, Laugavegi 28. (125 HÚSBYGGJENDUR, at- hugið. Get tekið að mér að teikna raflagnir í hús. Sími 7749 eftir kl. 6. (278 RAFTÆKJAEIGENDUR. Tryggjum yður lang ódýr- «sía viðhaldskostnaðini. varanlegt viðhald og tor- fengna varahluti. Raftækja. tryggingar h.f. Simi 7601. LOKAÐ vegna sumarleyfa frá 12. júlí til 3. ágúst. — Sylgja, Laufásvegi 19. (000 cá ÍBÚÐ, 2—3 herbergi, ósk- ast 1. október fyrir ein- hleypa konu, sem vinnur úti. Helzt nálægt Klappar- stíg. Uppl. í síma 3408. (298 ÞURRT geymsluherbergi vantar nálægt miðbænum. Tilboð sendist afgr. Vísis, merkt: „Geymsla — 283.“ Viðgerðir á tækjum og raf- lögnum, Fluorlampar fyrir verzlanir, fluorstengur og Ijósaperur. Raftækjaverzlunir LJÓS & HITI h.í. Laugavegi 79. — Sími b!84. VIÐGERÐIR á heimilis- vélum og mótorum. Ratiagn- ir og breytingar raflagna. Véla- og raftækjaveralunin, Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagata 23, sími 81279. Verkstæðið Bræðraborgar- stíg 13. (461 VEIÐIMENN! Ánamaðkur til sölu í Skipasundi 19. — Geymið auglýsinguna. (314 1—2 HERBERGI og eld- hús óskast til leigu. — Uppl. í síma 81637. Tvennt í heim- ili. —(299 2 HERBERGI í vestur- bænum, með forstofuinn- gangi og aðgangi að síma, óskast 1. sept. eða 1. okt. — Tilboð sendist Vísi, merkt: „Kennari — 284.“ (300 LITIÐ herbergi óskast; má vera í kjallara. Uppl. í síma 3683 milli kl. 8—9. — (285 NOTAÐ baðkar til sölu. Uppl. í síma 81072. (309 GOTT baðkar til sölu. — Uppl. í síma 7284. (313 SILVER CROSS barna- kerra með himni til sölu og sýnis. Hátún 21. (308 BARNAVAGN á háum hjólum til sölu í Skipholti 6, efri hæð. (302 DANSKUR barnastóll til sölu á Barónsstíg 27, II. hæð. (304 HERBERGI. Ungan og reglusaman verkfræðing vantar herbergi nú þegar til 1. október, helzt í austur- bænum. Uppl. í síma 7490 næstudaga. (301 REGLUSAMAN mann vantar herbergi nú þegar, helzt sem næst miðbæ. Til- boð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir helgina, — merkt: „285“,(312 UNG hjón óska eftir 1 herbergi og eldhúsi nú þeg- ar eða 1. október. Fyrir- framgreiðsla getur komið til greina. Uppl. í síma 4596. (310 HERBERGI til leigu að Laugateig 6, kjallara. (317 HERBERGI óskast fyrir reglusaman ungan mann. — Uppl. í síma 4525. (316 MÆÐGIN, sem vinna úti, óska eftir þriggja herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu. — Uppl. í síma 81768, (315 GÓÐUR bíll til sölu strax. Til sýnis á Vitatorgi, kl. 5—8 i dag.(305 KARLMANNS-reiðhjól óskast til kaups. — Uppl. í síma 7870,(000 VEIÐIMENN! Ánamaðk- ar til sölu á Þórsgötu 11. — Sími 80310.(297 UPPHITAÐUR bílskúr til leigu á Mánagötu 1. (289 KJÖT í buff, kjöt í gullasch, kjöt í smásteik, kjöt reykt, kjöt léttsaltað. Alltaf til. Kjötbúðin Von. Sími 4448. *_______________________(286 NÝR rabarbari kemur daglega frá Gunnaxshólma. Verðið hagstætt á 3 krónur kílóið og alltaf beztur í júlí, i Von, sími 4448. (2ð .................- M I IIIII mms PLÖTUR á grafreili. Út- vegum áletraðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstig 26 (kjallara). — Sími 6128.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.