Vísir - 15.07.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 15.07.1954, Blaðsíða 7
í’immtudaginn 15. julí 1954. þú virðist blátt áfram hafa afburða hæfileika til þess að —, nei, afsakaðu, þú hefir verið ógætin og óheppin í vali, það er allt og sumt. Travis, forstjóri Dominion Explorations, Ltd., sá mun vera maðurinn.“ „Já, eg skrifaði verzlunarráðinu hér og þeir sendu mér lista með nöfnum manna, sem eru kunnugir námum og námurekstri, og eg valdi Travis, þar sem hann var forstjóri stærsta félags- ins. Þér geðjast ekki að honum?“ . Hann yppti öxlum. „Það er kannske helzt það, að við fellum ekki skap saman. Það hefir komið til smáárekstra okkar í milii og harm hefir alltaf farið illa út úr því. Og hann ber því hatur í brjósti til mín. Jæja, hvernig hljóðar skýrsla Trávis?“ „Hann komst að sömu niðurstöðu og Norman, að náman væri verðlaus.“ Ravenhill horfði hvasslega á hana? „Næsta spurning — og ef til vill sú seinasta. Og nú spyr eg alveg umbúðalaust, Vee. Spurningin varðar DeVore — ertu til?“ „Hleyptu af----eg er til.“ „Seinast þegar fundum mínum og DeVores bar saman — það var við Strathcona-vatn —“, sagði hann og hagaði orðum sínum gætilega, „ól ÐeVore áform um að kvongast inn í Dnimmond- ættina — með því að ganga að eiga Vee Drummond. Hann þótt- dst vera viss um, að eg hefði samskonar áform á prjónunum. Þetta var að sjálfsögðu meginorsök þess haturs, sem hann á þeirri stundu fekk á mér.“ „En þú varst vitanlega ekki um neitt slíkt að hugsa,“ sagði hún næstum feimnislega. „En — Riv Farnsworth?" „Farnsworth,“ sagði Ravenhill eins og á undanhaldi, „hafði engin skilyrði til þess að leggja neinar áætlanir fram í tímann. Hvað gerir fiðrildi, sem veit að framundan eru bara þrír sól- skinsdagar? Flögrar frá einu blómi til annars.“ „Þetta verður víst að skoðast fullnægjandi svar við minni spurningu.“ „Og hér er mín. Fyrst þessi heiðursmaður DeVore hafði skoð- að námuna og sagt sitt álit — þessi ágæti og vel metni borgari, Travis, komst að sömu niðurstöðu, hvers vegna ert þú þá að hafa fyrir að spyrja um álit mitt?“ Hún horfði á hann langa stund, þögul. Það var auðséð, að hún var mjög áhyggjufull. Hún var all-niðurlút, er hún hand- lék hlutabréfin og hélt áfram: „Vegna þess, að eg treysti ekki lengur DeVore. Við deildum harðlega. Að nokkru leyti um þig. Og eg er hálvegis smeyk við Travis. Mig grunar, þótt hann virðist maður hreinn og beinn á yfirborðinu, að hann sé ekki allur þar sem hann er séð- ur. Og hami sagði eitthvað, sem hafði þau áhrif á mig, að eg sagði honum ekki allt um námuna. Eg er í miklum vafa, Riv. Þú ert mín.eina von. Eg verð að sjá námuna. Þú mátt ekki bregð- ast mér.“ Það hafði flögrað að honum, að hafa engin afskipti af þessum málum, en hann fekk með hverju andartakinu sem leið sterkari tilhneigingu til þess að veita henni lið, og hann hafði jafnframt varandi áhyggjur hennar vegna. Það lagðist í hann, að hér kynni að vera um svívirðilegt brugg að ræða, og hinar mestu VlSIR hættur myndu vera á leið þeirra, sem reyndu að rétta hluta Vee. Vafalaust var við menn að eiga, sem einskis mundu svífast. Og það hafði sín áhrif á hann, að við lá að Vee brysti í grát, og hún var ekki kona, sem tárfelldi út af smámunum. Hann gat ekki skilið hvernig á þessari viðkvæmni gæti staðið, því að hann var viss um, að hún var þrekmikil, ákveðin og vilja- föst. Það var ekki vegna peningamissins, sem hún ól þessar áhyggjur. Það var honum vel Ijóst. Einkanlega þar sem hún mund ekki á flæðiskeri stödd, þótt hún glataði þessu fé. „Eg skal ekki bregðast trausti, þínu,“ sagði hann. „Við verð- um komin af stað eftir nokkrar mínútur. Við komumst til botns í þessu. Það geturðu reitt þig á.“ „O, Riv, eg hafði varla þorað að vona, að þú mundir hjálpa mér. Nú er sem fargi af mér létt.“ „Gott og vel, nú skulum við uppræta allan klökkva í logandi hvelli og snúa okku.r að viðfangsefninu,“ sagði hann hressilega. „Og þá vil eg taka fram þegar í upphafi, að hér er um viðskipti að ræða og ekkert annað. Fyrir flugvélina, benzín og olíu, og aðstoð mína sem sérfræðingur set eg upp 1000 dollara.“ Aftur far eins og þyngdi yfir hemii. Hún roðnaði, vandræða- leg á svip. „Eg ætlaði mér ekki að vera nein nánös,“ sagði hún, „en eg vonaði, að það yrði ekki svona kostnaðarsamt, 500 kanske.“ „Eg skal hætta á það. 500, ef náman er verðlaus, einskis virði, 1000, ef hún hefir talsverð verðmæti að geyma.“ „Gott og vel,“ sagði hún og var sem henni hefði létt. Ravenhill yppti öxlum. „Jæja, nú er ekki til setunnar boðið. Við verðum að líta sem snöggvast inn til Travis gamla. Það kynni að vera eitthvað á því að græða, fyrst hann hefir flogið þangað. Hann ætti að geta látið okkur í té vitneskju um lendingarstað o. f].“ Hann hallaði sér að henni og lækkaði röddina: „Þú gerir þér grein fyrir því, Vee, að ekki er vitað um nema þrjá menn, sem hafa séð námuna. í fyrsta lagi Crirn — en meðal annara orða, hvar skyldi Crim vera núna?“ „Það er eins og jörðin hafi gleypt hann,“ sagði hún. „Norman spurði um hann þar nyrðra, en þeir sögðu að hann væri farinn úr landi.“ „Og hvar er DeVore?“ „í Nome. Eg heyrði frá honum í vikunni sem leið.“ „Og þá er Travis einn eftir,“ sagði Ravenhill og reis á fætur. „Ef um einhver svikaáform er að ræða eða annað verra gætum við kannske dregið einhverjar gagnlegar ályktanir af því, sem við komumst að hjá Travis beint — og óbeint.“ Hún kinkaði kolli og safnaði saman plöggum sínum. frá íiádegi í dag og allan daginn á morgun vegna breytinga. elgi flagniissen Hafnarstræti 19. A kvöldvakunni. Hjónabandsskrifstofan „Cup- id“ í San Francisco hefur garð einn mikinn og fagran til.um- ráða. í garði þessum er karl- mönnum, sem vilja kvænast komið fyrir á númeruðum bekkjum. Síðan er kvenfólki í sömu hugleiðingum hleypt inn í garðinn, og það látið líta á „fórnarlömbin“. Sjái kona mann, sem henni geðjast aðs spyr hún skrifstofuna eftir nafni hans og atvinnu, og:. hversu mikla peninga hann eigf. í banka. Geðjist henni að öllu þessu, hefjast viðræður milli hennar og mannsins um fram- tíðina. Ungllngsstúlka óskast til aS vísa tíl sætis. Uppl. milli kl. 5—7 í Stjörnu- bió, ekki í síma. /S96 C. & Buwmqtu: Akafi Tai-zans, konungs frumskóg- anna, var miicíll þar sem hann þaut í áttina til þorpsins. Hann spurðist fýrir hjá svertingj- unum í nærliggjandi þorpum, en ár- angurslaust. En viku seinna komst hánn á'.slóð- ina í litlu póstliúsi. Vegna hinnar skörpu cðlisávísunap - tók Tarzan eftir, ao það ríkti ohugn- anleg þögn þarna, — þögn dauðans, j"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.