Vísir - 19.07.1954, Blaðsíða 2

Vísir - 19.07.1954, Blaðsíða 2
2 VlSIB Mánudaginn 19. júlí 19!>í <VW1/VWJWW%>VWWWU" - w Minnlsblað almennings. Mánudagur, 19. júlí, — 173. dagur ársins. Næturlæknir er í Læknavarðstofunni. Sími 5030. Lögregluvarðstofan hefir síma 1166. Slökkvistöðin hefir síma 1100. Flóð veröur næst í Reykjavík kl. 20.44. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er kl. 23.25—3.45. K.F.U.M. Biblíulestrarefni: 1. Sam, 12, 1—14 „Þú ert maðurinn“. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911 frá kl. 6. Ennfremur eru Holtsapótek og Apótek Austur- bæjar opin alla virka daga til kl. 8, nema laugardaga til kl. 4. Þá er Holtsapótek opið sunnudaga kl. 1—4 e. h. Útvarpið í kvöld: 20.20 Tónleikar: André Kostelanetz og hljómsveit hans leika (plötur). 20.40 Um daginn og veginn (Helgi Hjörvar). — 21.00 Einsöngur: Þóra Matt- híasson syngur; Jórunn Viðar leikur undir á píanó. 21.20 Þýtt og endursagt: Frá umræðum um Genfarráðstefnuna í neðri málstofu brezka þingsins (Har- aldur Jóhannsson hagfræðing- ur). 21.45 Búnaðarþáttur: Á Miklumýrum (Guðmundur Jósafatsson bóndi í Austur- hlíð). 22.00 Fréttir og veður- fregnir. 22.10 „Á ferð og flugi“, frönsk skemmtisaga; V. (Sveinn Skorri Höskuldsson les). 22.25 Dans- og dægurlög (plötur) til kl. 23.00. Söfnin: Þjóðminjasafnið er opið kL 13.00—16.00 á sxmnudögum og kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum. IWWftWWiWWVVVVWWWVWVWWVWWVSWWUWVW1! ^uvwww,^AffA/vuwwuwwvwwwwwtfVwwww,wm/iw ____— sCwSSww PWWW. BÆJAR- HrcAAqáta nr.22$ 4 VWWWl /wvww rfVWWW UVWWVb J PWVWWWWW WWrtAÍWAft/UV WWWWWWWWAWWVVVWAVWSWftWrtrtWW^VVWV w%^wvwvwvvvwvvvwvvww*-w%jwbrwv>awwi#Ww-«»*ww^^wwv ^réttir l'VAJVUU'UWíWft^ rfWVffaTVWWW*y IWWWWWW PWbrtrfVWWWSrt ^wwwvwww Lárétt: 1 meindýrs, 6 sjávar- gróður, 8 fjall, 10 geðstirða, 12 fugli, 14 víð, 15 kræsing, 17 ó- samstæðir, 18 bragðvond, 20 er undir seglum. Ló 2 einkennisstafir, 3 snös, 4 ruddaleg, 5 hnífa, 7 svolgrar, 9 í kirkju, 11 sterkan lög, 13 Afríkubúi, 16 verkfæri, 19 lagarmál. Lausn á krossgátu nr. 2253: Lárétt: 1 mátar, 6 Rok, 8 lá, 10'gutl, 12 ; rf, 14 rám, 15 gauf, 17 PE, 18, Ríó, 20 Hansen. Lóðrétt: 2 ár, 3 tog, 4 Akur, 5 slaga, 7 almenn, 9 ára, 11 táp, 13 fura, 16 fín, 19 ós. Dýrfirðingar og aðrir þátttakendur í ferð Dýrfirðingafélagsins á Kjöl og Hveravelli dagana 10.—11. júlí s.l. geta skoðað og pantað myndir úr ferðinni hjá Kjart- ani Jónssyni c/o dagblaðinu Vísi í dag og næstu daga kl. 9—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimilisblaðið, 5.—6.” tbl. 43. árg. er nýkomið út. Flytur það m. a. Jeremía eftir síra Karl Hafstað, Martina eftir Maupassant, Ástarraunir, Andvökunætur eftir Corsari, Sjúkraflug Björns Pálssonar eftir J. S. Húnfjörð, Valið eftir Vély, Prinsessan, sem skrifaði á Rósarblaðið eftir H. Berg- man, Þorbjörg Oddsdóttir eftir Brynjólf Jónsson, Minning eftir Þórarinn Kristjánsson, Dægra- dvöl barnanna, framhaldssaga, myndasaga, myndir, skrítlur o. fl. — Heilbrigðismálaráðuneytið hefir nýlega gefið út leyfisbréf til handa Guðjóni Guðnasyni, cand. med. & chir., til að mega stunda almennar lækningar hér á landi.----Þá hefir ráðu- neytið einnig gefið út leyfisbréf til handa Tryggva Þorsteins- syni, cand. med. & ehir., til að mega stunda almennar lækn- ingar hér á landi. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Rotterdam 14. þ. m. til Rvíkur. Dettifoss kom til Hamborgar 7. þ. m. frá Vestmannaeyjum. Fjallfoss fór frá Reykjavík 15. þ. m. til Vestur- og Norður- lands. Goðafoss er í Reykjavík. Gullfoss fór frá Kaupmanna- höfn á hádegi á laugardag til Leith og Reykjavíkur. Lagar- foss fór frá Sikea á föstudag til Kaupmannahafnar og Flekkefjord. Reykjafoss fer frá Reykjavík í dag til Haugesund. Selfoss fór frá Eskifirði á fimmtudag til Grimsby, Rott- erdam og Antwerpen. Trölla- foss fer frá New York á mið- vikudag til Reykjavíkur. Tungu foss fór frá Egersund á laugar- dag til Flekkefjord og Norður- lands. Skip SÍS: Hvassafell fór 15. þ. m. frá Þorláshöfn áleiðis til Álaborgar. Arnarfell fór frá Rostock í gær áleiðis til Reyð- arfjarðar. Jökulfell er í Reykja- vík. Dísarfell fór frá Þorláks- höfn 16. júlí áleiðis til Dublin, Liverpool, Cork, Bremen og Amsterdam. Bláfell fór 12. þ. m. frá Riga áleiðis til Húsavíkur. Litlafell er í olíufutningum í Faxaflóa. — Ferm fór frá Keflavík áleiðis til Ant- werpen í gær. Sine Boye lestar salt í Torrevieja. Krooneborg er á Aðalvík. Havjarl kom til Hvalfjarðar í gær frá Aruba. Skerjafjörður. Strætisvagn er nú í stöðug- um ferðum milli Miklatorgs og Nauthólsvíkur frá kl. 1%—3 og 5—6y2 e. h. á sólskinsdögum. Venjulegt strætisvagnagjald. — Ræktun hefur ferið aukin mjög á baðstaðnum síðari árin og komið hefur verið upp í sumar steypiböðum (köldum) í fjör- unni. Eins og verið hefur er baðvörður á staðnum alla daga frá kl. 1—7 e. h. Brúðkaup. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband í kapellu Háskólans af sr. Jóni Thorar- ensen, Björg Valgeirsdóttir, Björnssonar, hafnarstjóra, og Eggert Kristjánsson, lögfræð- ingur frá Dagverðareyri við Eyjafjörð. Togararnir. Ingólfur Arnarson kom af veiðum í morgun með ca. 300 tonn af karfa. Skúli Magnús- son fór á Grænlandsveiðar á laugardaginn. Veðrið. Kl. 9 í morgun var veðrið á ýmsum stöðum á landinu, sem hér segir: Reykjavík ASA 5, 11 st. Stykkishólmur ASA 3, 10. Galtarviti NNA 1, 11 st. Blöndu ós SA 1, 12. Akureyri logn, 12 st. Grímsstaðir SSA 3, 11. Raufarhöfn ASA 1, 11. Dala- tangi logn, 8 st. Horn í Homa- firði logn, 11 st. Stórhöfði í Vestmannaeyjum ASA 6, 10. Þingvellir SA 1 10. Keflavíkur- flugvöllur SA 5, 11 st. Veðurhorfur: SA kaldi dá- lítil rigning í dag, gengur í austan átt og styttir upp með kvöldinu. Nýja Bíó sýnir þessi kvöldin vegna al- mennra áskorana kvikmyndina Síra Camillo og kommúnistinn. Kvikmynd þessi hefir vakið feikna athygli og verið sýnd í fjölda mörgum löndum við fá- dæma aðsókn. Byggist hún á heimsfrægri skáldsögu, sem komið hefir í íslenzkri þýðingu, Heimur í hnotskurn, og hefir þýðandinn, Andrés Björnsson, verið að lesa hana í útvarpið að undanförnu. :— Kvikmynd- arinnar hefir áður verið getið hér í blaðinu, en rétt þykir að minna á hana að nýju, þar sem enn er tækifæri fram um miðja vikuna að sjá hana, en hér er •um einstæða mynd að ræða. —1. THRICHLOH-liREINSUM BJ@RG Sólvallagötu "4. Síml 3231. Barmahlió 6. S iffiiift lí m okkur er 76 70 -JJát'ýreJó íuátojati -^JJuiJa Reittur svartfugl og nýr lax. KAPLASKJ ÓLI 5 - SÍM 1 82243 Lokað til 3. ágúst. Kjötverzlun Hjalta Lýðssonar Hofsvallagötu 16. ,/wVtfV^^^AtVWSWWWWVVSA<WW%i Hvað viltu vita? Ung stúlka spyr: „Er ekki gagnfræðadeild eða landsprófsdeild við Kvenna- skólann í Reykjavík? Ef svo er, hversu mikill er þá námskostn- aðurinn? Hversu lengi starfar skólinn á ári? Hvert á að senda umsóknir um skólavist í Kvennaskólanum? Hverjar eru helztu kröfur, sem skólinn ger- ir til nemenda sinna?“ Svar: Vísir lagði þessar spurn- ingar fyrir skólastjóra Kvennaskólans, ungfrú Ragn- heiði Jónsdóttur, og svaraði hún góðfúslega á þessa leið: Kvennaskólinn er bæði lands- prófs- og gagnfræðaskóli. Skólagjald er ekkert en nem- endur verða að kaupa sér bæk- ur og efni til hannyrða. Skól- inn starfar frá septemberlokum til maíloka. Umsóknir ber að senda til skólastjóra og á að fylgja umsókn heilbrigðisvott- orð. Kröfurnar sem skólinn gerir eru svipaðar og þær sem gerðar eru í skólum með á- þekka námsská. Iðnaðarmaður spyr: „Getur Vísir gert svo vel og sagt mér, hversu mörg prósent landsmanna lifa á Ianbdúnaði?“ Svar: Síðasta yfirlit yfir skiptingu landsmanna eftir at- vinnuvegum er frá 1950 en þá stunduðu 19,5% allra íslend- inga landbúnað. Sennilega hafa ekki orðið mikilvægar breyt- ingar á þessu síðan. 15 ára piltur spyr: „Hvar get eg fengið smáyfir- lit yfir námstíma í iðngrein- um?“ Svar: Það stendur í litlu kveri sem heitir „Hvað viltu verða?“ og fæst í öllum bóka- búðum. Halldór spyr: „Hversu mikill hluti íslenzkra stúlkna giftist?“ Svar: Um það bil 75% munu giftast og verða húsmæður a. m. k. um nokkur ár. Nákvæm- ,ar tölur eru ekki fáanlegar og vafasamt er líka hvort telja skal konur, sem búa með mönnum mestan hluta ævinnar, giftar, en það hefur vitanlega áhrif á hundraðshlutann hvernig þær eru taldar. Gangstétt og girðing með Suðurlandsbraut. Tillögur lögreglusfjóra um ráÖstafanir gegn slysahættu á Suðurlandsbraut sampykktar af bæjarráði. Á fundi bæjarráðs Reykja- víkur, sem haldinn var ný- lega Voru lagðar fram tillögur iögreglustjórans : Reykjavík, Sigurjóns Sigurðssonar um ráð- stafanir til þess að homa í veg fyrir umferðarslys á Suður- landsbraut. Tillögur lögreglustjórans eru í fimm liðum og eru þeir þessir: í fyrsta lagi verði verzlunar- húsið við Álfabrekku, sem stend ur norðan Suðurlandsbrautar lagt niður tafarlaust. Hvað þennan lið snertir er hér tekin upp að nýju tillaga sem um- ferðarnefnd hefur áður borið 'ram. í öðru lagi verði lögð gang- • tett sunnan Suðurlandsbrautar i'rá Þvottalaugavegi að Grens- asvegi og verði gangstéttin lögft ----------------------------- ! & isiján Guðlaugsson, | n æstaréttar Iögmaðu ■ Skrifstofutíml 10—12 i—5, VusturstraU > Simi 3408. fyrir utan núverandi viðauka við hina steyptu akbraut. í þriðja lagi verði gerð sér- stök útskot fyrir áningastaði strætisvagna. í fjórða lagi verði sett upp girðing meðfram Suðurlands- brautinni að sunnanverðu þeg- ar búið er að leggja gangstétt- ina. Og loks leggur lögreglustjóri í fimmta lagi til að 'gatnamót Þvottalaugav. og Suðurlands- brautar annarsvegar, en hins- vegar gatnamót Seljalandsveg- ar og Suðurlandsbrautar verði lagfærð. Lögregiustjóti hefur tjáð Visi að í sumar hafi verið meiri og betri löggæzla á Suðurlands- braut heldur en nokkurn tíma fyrr. Meðal annars séu lögreglu menn á bifhjólum þar að stað- ald. , þannig að hin tíðu slys sem ske á Suðurlandsbraut eigi ek-ki rót sína að rekja til slælegs lög: eglueftirlits. ■ þr’-na er K ’i verklegra aðg'e -ða _ rf. LREZT jpmoLiffy v erðbréfasldpt- - Sinij 1710.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.