Vísir - 19.07.1954, Blaðsíða 7
Mánudaginn 19. júlí 1954
V I S IB
1
Robert O. Case:
G wllgiidram
9
u-vwvaaj*w^^w,wuvw^wwwwwww\aj,vwuvwww-u“wwí^.-
„Eg hefði átt að hugsa út í þetta sjálfur,“ sagði hann við Vee.
„Ef Travis er fús til þess að leggja 500 dollara í hættu, þar sem
þessi bréf kunna að vera verðlaus, þá get eg gert slíkt hið
sama.“
Hann greip lindarpennan snarlega og skrifaði undir kvitt-
unina. Svo rétti hann Vee lindarpennann. „Þú getur ,,yfirfært“
þau á mitt nafn — og eg skal geyma þau sem tryggingu. Þú
skuldar bara mér þessa 500 dollara en ekki Travis.“
Það var ætlun hans að egna Travis upp með þessu og það
duldist heldur ekki að honum hafði tekist það, þvi að hann
þrútnaði af reiði, en þó gat hann stillt sig og látið sem þetta
skipti ekki neinu máli. Afstaða Vee varð honum líka til hjálpar.
„Vildirðu gera það, Riv,“ sagði hún, dálítið undrandi en auð-
sjáanlega glöð. „Eg er viss um, að Travis stendur alveg á sama.
Hann ætlaði bara-að gera þetta í greiða skyni við mig. Hann er
nefnilega sannfærður um, að náman sé verðlaus.“
„Alveg rétt,“ sagði Travis, „Eg er sannfærður um það. Ann-
ars var eg að hugsa um byrgið og birgðirnar, — það gæti komið
sér vel, ef frekari athuganir yrðu gerða við austurkvísl árinnar.
Þér látið mig vita um þetta síðar, ungfrú Drummond.“
■ Hún kinkaði kolli og skrifaði nafn sitt á hlutabréfin tíu, en
Ravenhill stakk þéim í vasann og afhenti henni kvittunina, sem
hún stakk í tösku sína.
„Jæja, þá ættum við að geta farið að komast af stað,“ sagði
Ravenhill hressilega og leit á armbandsúrið sitt. „Ef ekkert
verður til þess að tefja fyrir okkur ættum við að vera komin
í loftsali upp fyrir hádegi.“
Travis glotti, en Ravenhill lét sem hann sæi það ekki og
kvaddi hann með ögrunarsvip.
„Vertu blessaður, Travis gamli.“
Þegar út var komið sagði Vee við hann:
„Segðu mér, Riv, hvernig ætlarðu að fara að því að komast
út úr þessu peningalaus?“
„Eg klóra mig einhvern veginn fram úr þessu,“ sagði hann
örugglega. Hann var ekki viss um það, en það lagðist í hann, að
honum mundi auðnast það.
„Bíddu mín í gistihúsinu,“ sagði hann. „Eg verð að líta inn
hjá riddaralögreglunni, það er samkvæmt reglunum. Það er
skammt þangað. Og biddu Corliss gamla að hafa bíl til handa
okkur.“
Hún kinkaði kolli og hélt áfram ein síns liðs til gistihússins.
Roger McCord undirforingi í riddaralögreglunni horfði kulda-
lega en rannsakandi augum á Ravenhill, er hann kom inn. Und-
irforinginn hafði langa reynslu í starfinu, maður þéttur fyrir og
ákveðinn, og skipti aldrei skapi. Hann leit ekki út fyrir, að finna
neitt til sín, þótt hann raunverulega hefði yfirstjórn á hendi á
svæði, sem var um það bil 200.000 ferhyrningarmílur. Og um
þessar mundir hafði hann aðeins fimm menn undir sér. Hann
og Ravenhill höfðu oft skálað hvor við innan og voru vel kunn-
ugir, en nú var McCord við skyldustörf, og var því fyrir það
girt, að neitt tillit væri tekið til kunningsskapar. Enginn var í
skrifstofunni, en í næsta herbergi var loftskeytamaður lögreglu-
stöðvarinnar við tæki sín.
„Yður mun það auðskilið mál, Ravenhill,“ sagði undirforinginn,
„að í þessu máli verð eg að tala eins og mér býr í brjósti.“'
„Vitanlega,“ sagði Ravenhill.
„Og í trúnaði.“
„Ef þér óskið þess.“
„Gott og vel,“ sagði undirforinginn og lækkaði röddina um
leið og hann leit í áttina til dyranna á herbergi loftskeyta-
mannsins. „Eg mun verða við beiðni yðar og lögreglan mun
ábyrgjast fyrir yður, að benzín verði greitt og olía. Eg hringi
og tilkynni þeim þetta. En þér verðið að gera yður fyllilega
ljóst, hvers vegna við gerum þetta, og til hvers við ætlumst af
yður.“
„Haldið áfram,“ sagði Ravenhill.
„Eg er kunnugur öllu því, sem ungfrú Drummond hefir sagt
yður. Það getur verið, að þessi Crim hafi ekki haft nein svika-
brögð í huga, en eg hallast þó að því að um stórfellt svikabrall
sé að ræða. Hvað sem því líður vill riddaralögreglan fylgjast
með öllu. Eg er svo fáliðaður, að eg má engan mann missa sem
stendur, en mér kæmi að notum að fá bráðabirgðaskýrslu, sem
eg get sannprófað síðar. Þess vegna veitti eg leyfi lögreglunnar
til þess, að þér yrðuð fyrir valinu sem flugmaður ungfrú Drumm-
ond — og ráðunautur. Þér furðið yður kannske á þessu?“
„Óneitanlega."
„í fljótu bragði kann það að virðast svo, sem eg sé eitthvað
ruglaður í ríminu. Þótt yður hafi tekist að forðast að komast í
kast við lögregluna hér, hafið þér miður gott orð á yður hér um
slóðir. Umkvartanir hafa borist aðalstöð lögreglunna 1 Ottawa.
Einn þeira, sem kvartað hafa, er áhrifamikill borgari hér, herra
J. H. L. Travis.“
„Eg furða mig ekkert á því.“
„Þess vegna skuluð þér líta á þetta sem einskonar prófraun,“
hélt undirforinginn áfram. „Komið vel og samvizkulega fram
og þér munuð vaxa í áliti hjá lögreglunni. En ef þér bregðist á
nokkurn hátt því trausti sem við sýnum yður — og við munum
rannsaka það allt síðar —• og þetta innifelur framkomu yðar
gagnvart ungfrú Drummond, neyðist eg til að iíta svo á, að dvöl
yðar í mínu umdæmi sé ekki æskileg. Er þetta skýrt?“
„Greinilegt. Eg mun koma heiðarlega fram. Þegar mér er
borgað fyrir að vera heiðarlegur, get eg verið það.“
„Að lokum þetta,“ sagði undirforinginn, „og þetta verður að
vera eingöngu okkar í milli. Hefir yður dottið í hug, — og það
hefir yður vitanlega — að þar sem Travis hefir skoðað nám-
una, og lýst hana verðlausa —“
„Sé alveg greinilegt, að hann hafi eínhver gruggug áform á
prjónunum. Þáð liggur í augum uppi. Og það dregur sannast að
segja ekkert úr því ævintýralega við þetta, ef eg eæti komið
upp um þennan gamla ref.“
„Farið varlega, þessi maður hefir allmikil áhrif. bæði hér og
í Ottawa. Gott og vel. Eg hefi flugáætlun yðar. Þ. hafið allt,
sem reglurnar mæla fyrir um, rakettur, varaforða o. s. frv.“
Ravenhill kinkaði kolli. Þetta var allt eins o;_ vanalega í
vetrarflugferðum á þessum slóðum.
„Eg get þá farið?“
„Já, og gangi yður vel.“
Á þessu augnabliki var hringt til undirforingjans Hann greip
heyrnartólið. Ravenhill ætlaði að fara, en undirf inginn gaf
honum bendingu um að doka við.
„Já, herra Travis,“ sagði undirforinginn. „Já,
og vel, eg skal vera viðstaddur.“
Hann lagði heyrnartólið á og beit á vör sér.
„Travis vill, að eg verði viðstaddur burtförina
við Ravenhill. „Hann kemur hingað í bifreið sinni
hafa aðstöðu til þess að hindra, að þér farið í þessa . ugferð—•
krefst þess, að við afturköllum heimild okkar til.þess að þér
fljúgið með ungfrú Drummond til námunnar."
Hann yppti öxlum.
„Eg veit ekki hvað-er á seyði? Bezt að þér bíðið tij okkur í
flugstöðinni.“
Það var eins og Ravenhill ætlaði að stirðna u Hann var í
þann veginn að mótmæla. Honum hafði oft gram ■. er hann var
vitni að því hvernig Travis gat vafið embættismör Lochiel
um fingur sér. En svo datt honum allt í einu í hug, að Travis
skil. Gott
.-agði hann
r.nn kveðst
Á kvðldvökuhni.
Enski kvikmyndakonungur-i
inn J. Arthur Rank er algjör
bindindismaður og reglumaður.
Það aftrar honum samt ekki
frá því að spyrja gesti sína í
veizlum sínum, hvað þeir vilji
fá að drekka.
Margir halda, að þeir komi
sér fremur í mjúkinn hjá hon-
um með því að svara honum
því, að þeir vilji allt nema á-
fengi.
Þegar hann heyrir slík svör
strýkur hann nef sitt og gefur
þannig einkaritara sínum merki
um að hann eigi að komast að
því, hvort þetta sé hið vanalega
svar viðkomandi, sé honum
boðinn drykkur.
Ef svo reynist ekki vera, þá
segir hann við einkaritarann:
„Þessum manni getum við
ekki treyst of vel.“
•
Lokaður inni í 2 ár.
Það gerðist fyrir nokkru í
Þýzkalandi, að lögreglan komst
á snoðir um, að maður 24 ára
að aldri, hafði verið lokaður
inni í loftherbergi í 2 ár. Höfðu
foreldrar hans haft hann þar
í haldi og einan, þennan tíma.
Þegar hann fannst vó hann að-
eins 100 pund. Hárið lafði nið-
ur á axlir og var hann aug-
sýnilega geðveikur.
Nágrannar sögðu frá því, að
pilturinn hefði ekki sézt í 2 ár.
En áður en hann hvarf hafði
hann gert tilraun til þess að
kasta sér út um glugga. For-
eldrarnir sögðu, að hann jafn-
aðist á við 12 ára barn í skiln-
ingi. Maðurinn var síðan flutt-
ur á sjúkrahús til rannsóknar.
•
2.200 tonn af áburði geta
árlega fengizt úr skolpræsum
Oslóborgar.
Verkfræðingur í Osló gaf
þessa yfirlýsingu fyrir nokkru.
Sagði hann, að væri allt skolp-
ið leitt í rotþrær og síðan síað,
mætti fá þarna 2000 smál. af
áburði árlega. Þau áburðar-
verðmæti, sem þarna gæti feng-
izt yrði þá daglegá: 4 smál.
köfnunarefni, 1.7 smál. fosfór-
sýra, 0.5 smál. af kalki. Var
vakið máls á þessu í sambandi
við hreinsun Oslófjarðar, en
þar hafa safnazt óhreinindi,
eins og annars staðar þar, sem
skolpræsi liggja út í vötn eða
firði.
Þetta er merkilegt mál og
gæti verið íhugunarefni fyrir
fleiri.
C. & SumughA: — TARJE/4M /599
Tarzan var: trnRítður i Jeit siniil Jí
skelíduin Svni-iiiigja, i'iiv kom ái-'J-
andi úi ói cógarþybkninu.
Á habla honurn kofivu svo fli
hi ie'ddir' svertiiigjar, sem i'lýðu Vins
jfeir ættu lífið að leysa.
i'Ki var þaö tif , a r kki. a ; a“ lmð
i'i'iri'ii þegar Tarzan Uini: .:i!i i • :í einn..svrrii ;;;t. Vu> . rum i flóttv,
íyrir fraráan ]'•' md m in ,:leö^ vítum manni.“