Vísir - 19.07.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 19.07.1954, Blaðsíða 8
VlSIB er ódýrasta blaðiS og þó þaS fj31- Þebr sem gerast kaupendur VÍSIS eftíx brcyttasta. — Hrbgií f «’m* lfðO ag w| SK V WL 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypls tM gerist éskrifendur. ,W Mi Æm - * mánaðamóta. — Sími ÍSM. Mánudagiim 19. iúlí 1954 Frestur M.-France úti á miðnætti aðra nótt, - en ekki öll von úti um samkomulag í Genf. Tillögur um skiptinp Vietnams ovinsæiar. Einkaskeyti frá AP. — London í mogun. Á miðnætti annað kvöld er útrunninn tíminn, sem Mendes- France ætlaði sér til þess að -xná samkomuiagi um Indókína. "CJm þetta er rætt í heimsblöð- unum í dag, en í þeim kemur yfirleitt fram, að enn sé ekki ©il von úti um samkomulag. Viðræðunum verður haldið áfram í dag í Genf, en ekki gert ráð fyrir neinum regluleg- um fundi. Á slíkum fundi í gær er haldinn var sam- kvæmt tilmælum Molotovs, var hann í forsæti, en aðalræð- una flutti Bedell Smith aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Hann kvað Bandaríkin ekki mundu rísa gegn neinu sam- komulagi, er gert yrði, ef þau _gætu virt það, og væri Banda- ríkjastjórn fús til að lýsa yfir opinberlega, að hún myndi ekki beita hótunum um vald eða valdi til þess að kollvai'pa því. Bjartsýni Molotovs. Molotov sagði, að ástæður væru til að ætla, að samkomu- iag næðist um frið í Vietnam, og einnig kynni að reynast ger- tegt að ná síðar samkomulagi um frið í Cambodiu og Laos. Þessi bjartsýni virðist hafa kom ið mörgum óvænt, og hafa kom Lð fram tilgátur um, að hún stafi af því, að Molotov sjái það xyrir, að ráðstefnan fari út um þúfur, og hlakki í honum að skella skuldinni á Bandaríkin fyrir það. Á hinn bóginn kemur einnig fram sú skoðun, að við- h.orf kommúnista sé breytt gagn yart Mendes-France — vegna þess, að hann ætli ekki að rifta .samvinnu við Bandaríkjamenn — og það valdi harðnandi af- .stöðu kommúnista. Skipting Vietnam veldur uaegnri óánægju í Vietnam og voru haldnir fjölmennir mótmælafundir í Saigon í gær. Tóku þátt í þeim 10.000 manns og mótmæltu hvers konar tillögum um skipt- ingu landsins. Van Dongh utan- ríkisráðherra Vietnam lýsti í .gær yfir því, að stjói’n hans væri mótfallin skiptingu lands- ins, og sagði þá fulltrúi Viet- injjah, að stjórn hans gerði sér vomr um, að geta komið fram með tillögur, sem af leiddi að landinu yrði ekki skipt. Bardagar liggja niðri að mestu í Vietnam. Þó kom til bar- daga í gær við Hun Yeng í tæplega 50 km. íjarlægð frá Hanoi og feldu franskar sam- bandshersveitir þar um 100 Vietminh hermenn, en sluppu með lítið manntjón sjálfar. Barizt í Cambodiu. Hins vegar hafa borizt fregn- ir um orrustu í miðhluta Cam- bodiu. Unnu Cambodiumenn sig ur og feldu marga menn fyrir Vietminhhliðinu. Mikill mannfjöldi að Skálholt! á hátíðinni í gær. Kyrrt veður og milt jók á ánægju samkomunnar, sem fór hið bezta fram. Gjafapöldkuan varpað niður. Mikill mannfjöldi var sam- an kominn í Tivoligarðinum í gær, enda veður gott. Um kl. 5 e. h. var varpað nið- ur, úr lítilli flugvél, gjafapökk- um til gesta garðsins við geisi- lega hrifningu, enda voru þarna ýmsir eigulegir munir. Innihald eins pakkans var far seðill til útlanda og átti eig- andi hans að gefa sig fram. En þar sem enginn gaf sig fram um daginn var það álitið, að pakki þessi væri meðal þeirra pakka, sem varpa átti niður yf- ir garðinn um kvöldið Þegar svo kvöldið leið lók veður að versna, svo að ekki var hægt að endurtalca þetta. Ef veður leyfir, verður gjafa- pökkunum varpað niður 1il gesta Tivoligarðsins n. k. mið- vikudagskvöld. Gizkað er á, að það muni kosta a. m. lc. 100.000 doll- ara að hreinsa göturnar í Linz eftir flóðin. — 80.000 íbúðir í borginni voru yfir- gefnar. — 582 eru gereyði- lagðar. CARMEN og ANTONIO. Góð skemmt- un hjá SKT. Á föstudagskvöld efndi SKT 1 til fjölbreyttrar miðnætur- skemmtunar í Austurbæjar- bíói, sem tókst mjög vel. Tilgangurinn var að nota tækifærið til að láta koma fram ýmsa ágæta krafta, sem hafa skemmt eða munu skemmta að Jaðri. Meðal þeirra, sem þarna komu fram, ber fyrst og fremst að nefna Guðmund Jónsson óperusöngvara, sem söng nokk- ur lög við undirleik Weiss- happel, við frábærar undir- tektir. Maria la Garde söng á ýms- um málum. Hún hefir viðfeldna rödd, og það, samfara einkar aðlaðandi framkomu á sviði, veitti henni auðvelt að sigra áhorfendur. Spænska danspar- ið Carmen og Antonio döns- uðu spænska dansa við mikla hrifningu. Einnig skemmtu þeir Roy Bylund og Karl Guð- mundsson og þótti vel takast. Hljómsveit Carl Bilích lék sjáfstætt og undir og fórst það prýðilega úr hendi. — Húsfyll- ir var og skemmtu menn sér ágætlega. — 1. Mikill mannf jöldi sótti Skál- holtshátíðina, sem fram fór i gær í ágætu veðri, kyrr og mildu. Um kl. 1 e. h. var rnargt manna komið á staðinn, og sást þar fjöldi bíla, en engir hestar, eins og fyrrum á hinum sögu- fræga stað. Lúðrasveit Revkja- víkur lék nokkur lög í kirkju- garðinum, en áður höfðu klukk ur kirkjunnar hringt inn há- tíðina. Síðan var samhringt, og gengu 8 prestar hempuklæddir til kirkju, og á eftir þeim bisk • upinn, herra Ásmundur Guð- mundsson og vígslubiskup Bjarni Jónsson, báðir í kór- kápum. Hófst svo messa, og lék org anisti Ólafsvallasóknar, Einar Guðnason, en meðhjáparinn, Einar Sigurfinnsson, las bæn. Vígsubiskup þjónaði fyrir alt- ari, en biskupinn prédikaði. Lítill hluti safnaðarins komst fyrir í kirkjunni, en gjallarhorn fluttu það, sem fram fór, út yfir staðinnn. — Að lokinni messu dreifðist mannfjöldinn um hlöð og tún og lituðust um. Margir fóru í tjald á hlaðinu, þar sem Dóná brýtur warnar- garða í Búdapest. Dönárdalurinn í WV-Gngverja- landi sem hafsjór. kvenfélagskonur á Stokkseyii framreiddu veitingar. Kl. 3.30 hófst samkoma að nýju með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur, en aðalliðir dag- skrárinnar voru þeir, að próf. Sigurbjörn Einarsson, formaður Skálholtsfélagsins, flutti ávarp, síðan var ræða próf. Richards Becks, Ólafur Magnússon frá Mosfelli song einsöng við und- irleik lúðrasveitarinnar,. Einar Sigurfinnsson, sóknarnefndar- formaður, flutti ræðu, Kristján Eldjárn þjóðminjavörður sagði frá rannsókn þeirri, er nú stend ur yfir í Skálholti, og íoks flutti sr. Sigurður Pálsson í Hraun- gerði, formaður Skáholtsdeild- ar Árnesinga, lokaorð. Lúðra- sveitin lék þjóðsönginn og var hátíðinni þá lokið. Geta má þess, að bóndi á fremur lítilli jörð, fékk for- manni Skálholtsfélagsins um- slag, sem í voru 5000 krónur,-—■ Ekki vill hann láta nafns síns getið, en nefndi sig Bóndakarl úr Biskupstungum. Skálholtshátíðin fór mjög vel fram, og var viðstöddum hin ánægjulegasta. Talsvert um slys um helgina. Stúlka verður Ívrir bát á þurru landi Töluverð brögð voru að ým- is konar slysum, einkum um- ferðarslysum, hér í bænum urn helgina, en yfirleitt voru þau ekki alvarlegs eðlis. Á föstudaginn varð maður fyrir bifreið innarlega á Lauga veginum, féll hann í götuna og hlaut skrámur í andliti, en ekki nein meiri háttar meiðsl. Sama dag varð slys í Tryggva götu með þeim hætti, að hjól- ríðandi drengur lenti með ann- an fótinn á skrásetningarmerki mannlausrar bifreiðar, sem stóð kyrr í götunni. Við árekst- urinn skarst drengurinn á læri. Hann var fluttur á Landspítal- ann til aðgerðar, en að því búnu heim til sín. Á laugardaginn, eftir hádeg- Kvarta yfir njósnum Rússa. Norska ríkisstjórnin hefur . sent ráðstjórninni rússn. orð- andingu og kvartað yfir njósna- starfsemi starfsliðs sendiráðs Btáðstjórnarríkjanna í Osló. I orðsendingunni var hent, ó, að tveir Norðmenn hefðu ný- lega verið dæmdir fyrir njósnir, .sem sendisveitarstarfsnienn höfðu fengið þá til að inna af höndum. ilMMM Einkaskeyti frá AP. — Budapest í morgun. Dóná er enn í vexti og hér í borginni flæddi hún yfir bakka sína í nótt og eru horfur ískyggilegar. Búast má við, að áin vaxi enn að mun. Varnar- garðar hafa brostið. Mikill fjöldi ungverskra og rússneskra hermanna vinnur nú að því að treysta þá. — Neyðarástandi hefir verið lýst yfir í mörgum bæjum og' þorp- um í grennd við lándamæri j Júgoslavíu, vegna vatnavaxt-1 anna. Samkvæmt fyrrifregnum var Dónárdalurinn í Norðvest- ur-Ungverjalandi sem hafsjór yfir að líta í gær, með eyja- klösum hér og þar. í Þýzkalandi sunnanverðu, Austurríki og Tékkóslóvakíu er ástandið batnandi, og vinna menn af kappi að því að kippa öllu í lag eftir nattúruhamfar- irnar. Hamborg: Elbe er í örum vexti og er vatnsyfirboi'ð orðið 3 metrum hærra en vanalega. Brezkt herlið er haft til taks til þess að veita aðstoð, ef varnargarðar bresta. Brezki herinn hefir þegar lagt til Vz milljón sandpoka. 30.000 heimilislausir í Austurríki. Mikið tjón í Tékkóslóvakiu. Rauði krossinn áætlar, að enn séu 30.000 menn lieiniilislausir í Austúrríki. — Míklar fjárgjafir hafá borizt erlendis frá til hjálpar fólki ó flóðasvæðunum. — Samúðárskeyti frá erlendum þjóðhöfðingjum liafa borist Juliusi Raali kanslara. — Al- þjóða Hauði krossinn hefur lagt til rnikið af mátvælum, teppum, hjúkrunargögnum o. fl. íbúarnir í borginni Gyoer í Ungverjalandí (ibúar 50 þús- und) fluttir burt. Milli Goeyr og Bratislava eru ákrar á 50 ktn. 'löngu svæði undir vatni. Dgerlegt er að gera neina á- ætlun um tjón enn sern komið er. Taugaveikifaraldur? í Linz óttast menn tauga- veikifaraldur og hafa Banda- ríkjamenn sent þangað hjúkr- unartíð í skyndi með bólusetn- ingarefni. — Á Linzsvæðinu, þar sem flóðin eru nú sjatn- andi, er þykk leðja hvarvetna og hvarvetna getur að líta skrokka drukknaðra húsdýra. Þúsundir manna eru enn heim- ilislausar. ið varð slys við Verbúðabryggj- urnar. Stúlka, sem sat þar á dragnótarspili, varð fyrir trillu- bát, sem ekið var niður bryggj una. Hún meiddist á fæti og var flutt á Landspítaann til at- hugunar og aðgerðar. í bifreiðaárekstri, sem varð á Reykjanesbraut, skammt frá Þóroddsstöðum, en þar lentu saman tvær fólksbifreiðar, önn uu úr Keflavík, hin úr Hafnar- firði. Slasaðist kona, er var far- þegi i Keflavíkurbifreiðinni, á höfði. Hún var flutt á Land- spítalann. Skemmdir á báðum farartækjunum urðu mjög mikl ar. Á laugardagsmorguninn, um sexleytið, kom slasaður maður á lögreglusvarðtofuna og kvaðst rétt áður hafa orðið fyrir árás að húsabaki í Hafnarstrætinu. Maður þessi reyndist vera nef- brotinn og var hann fluttur á Landspítalann til aðgerðar. —• Lögreglumenn hófu leit að á- rásarmanninum og tóku mann festan, er játaði að hafa nokkru áður barið mann. Ástæðuna fyr ir barsmíð sinni kvað hann hafa verið þá, að maðurinn hafi ver- ið að fala af sér vín. Umferðarmál o. fl. Lögreglan tók um helgina allmarga bifreiðastjóra fyrir of hraðan og ógætilegan akstur. Einn þeirra var jafnframt rétt indalaus unglingspiltur. Á laugardaginn varð árekstur milli fólksbifreiðár og strætis- vagns á mótum Hverfis- og Lækjargötu. Ökuþórinn á fólks- bílnum játaði að vera undir á- hrifum áfengis. í gær varð árekstur milli bif- reiðar og bifhjóls á gatnamótum Vesturgötu og Grófar og skemmdist bifhjólið mikið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.