Vísir - 22.07.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 22.07.1954, Blaðsíða 8
VISIB er ódýrasía blaðið eg þé þaB fjöl- knyttuta. — Hringið í ifma 1SI8 eg gerist áskrifendnr. VISl R Þefe sem gerast kaupendur VtSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypls tfl mánaðamóta. — Simi ÍIM. Fimmtudaginn 22. júli 1954. Miklar byggingafram- kvæmdir í bænum. FjöEmörg hús, bæði stor og smá, í smíðum í öllum bæjarhverfum. Byggingaframkvæmdir eru óvenjulega miklar í bænum í sumar. Hvar sem farið er um bæiim að kálla getur að líta ný hús í smíðum, í miðbænum t. d. síma- húsið nýja, í austurbænum má nefna hinar miklu fram- kvæmdir á Landspítalalóðinni, þar sem hjúkrunarkvennaskól- inn er. í smíðum og hafizt hefur verið handa um stækkun Land- sþítalans, svo að eitthvað sé néfnt af stórhýsunum, en einn- ig eru fjölbýlishús í smíðum, stór og smá, hingað og þangað um bæinn. Þá er unnið kapp- samlega í smáíbúðahverfunum, þar sem tugir húsa hafa eins og sprottið úr jörð á skömm- um tíma. Bærinn er í örum vexti og vart sá bæjarhluti, sem ekki er að breyta um svip vegna ný- bygginga. Jafnframt er allvíða unnið að stækkun húsa. Enn- fremur hefir verið hafinn und- irbúningur að viðgerð og mál- un margra húsa, en veðráttan mun hafa tafið nokkuð fram- kvæmdir af því tagi. Gagnger viðgerð hefir t. d. farið fram á þaki Safnahússins. Þá eru hús í smíðum, sem munu setja sinn sVip við hina gömlu, alkunnu götu, Laugaveginn, m. a. hið mikla hús, sem Kristján Sig- geirsson er að reisa, en það n*un verða komið undir þak í sumar eða haust. Það verður eins hátt og hús eru hæst leyfð við Laugaveg, eða fjórar hæðir og efsta hæðin inndregin. Laugavegur 13. Hús Kristjáns Siggeirssonar verður stórhýsi, þegar þessum framkvæmdum er lokið. Þær hófust í fyrrahaust með flutn- ingi timburhússins á horni Smiðjustígs og Laugavegar, en það reisti Siggeir heitinn Torfa- son 1902, og var það flutt inn í Kleppsholt. Hefur svo verið unnið að nýja húsinu í allan vetur og er nú verið að slá upp mótum fyrir fjórðu hæðina, en gamla steinhúsið Laugavegur 13, er samtímis hækkað, og verður jafnhátt nýja húsinu. Nýbyggingin, að meðtalinrii hæðinni, sem bætt verður ofan á gamla húsið verður 4470 rúm metrar. Á grunnhæð ailrar. bygging- arinnar vérða áfgreiðslu- og sýmrigarsalir Húsgagnaverzl- ur.£: Kristjáns Siggeirssonar. á annari hæð skrifstofur fyrir- tækisins, en efri hæðir leigðar út fyrir skrifstofur. Samtímis er Tryggvi Sig- geirsson að stækka hús sitt við Smiðjustíg, og verður það áfast nýja húsinu á Laugavegi 13. Laugavegur 18 A. Annað stórhýsi mun rísa ofar við Laugaveginn. Það er verzlunarhús, sem Verzl. Li- verpool reisir á Laugavegi 18A, Myndin hér að ofan er af Maríu Lagarde söngkonu, sem en timburhúsið, er var þar, var m’ a’ syn^ur a miðnætur- skemmtun í Austurbæjarbíó í flutt þaðan í heilu lagi, sem kunnugt er. Lóðin þarna mun vera um 440 ferm. að meðtöldu bakhúsi upp í lóðinni, sem nota á fyrir vöruskemmu, en grunn- flötur hinnar nýju byggingar mun verða um 330 ferm. Þetta verður mikil bygging, fjögurra hæða, er hún kemst upp, en ekki hefir fengizt fjárfesting- arleyfi fyrir nema einni hæð, undir verzlunina, en síðar verður hún á tveimur hæðum. Unnið hefir verið að því að undanförnu að grafa fyrir grunnhæðinni og hefir orðið að sprengja mikið, því að þarna er klöpp undir. kvöld. Húrn hefir undanfarið sungið á Jaðri við vaxandi vin- sældir. Hún syngur á mörgum tungumálum, m. a. á íslenzku, og þykir hafa náð undra-góðum framburði. Kapp lagt á að Fremri-Kot haldist í byggð. á tunlnu víða 2ja nt. djúp. Hlniíii á Valagilsá barst marga km. niður efíir ánni. Kínverjar gerast bílaframleiðendur. Samkvæmt heimildum frá brezkum kaupsýsiumönnum i Siugapore eru kinverskir kom- múnístar byrjaðir bifreiðafram- leiðslu i Mukden, Mansjúriu. Bifreiðarnar verða smíðaðar samkvæmt rússneskum fyrir- myndum og er gert ráð fyrir, aö hinar fyrstu komi á markaðinn á næsta ári. G. Brunborg sýnir fróðlep kvikmynd. Guðrún Brunborg er komin til landsins, og hefur hún kvik- myndasýningar hér í bæ annað kvöld. Hefir hún m. a. meðferðis kvikmyndina „Frumskógur og íshaf“, sem fjallar um frum- skóga Mið-Ameríku, en er auk þess tekin norður við íshaf. Sjá menn þar glæsilegar myndir af þessum tveim andstæðum, og er þetta góð skemmtvm. Myndin verður sýnd í Nýja bíó, og verður fyrsta sýningin á morgun klrkkah fimm. Brezkur togari siglir trilhi í kaf. Það hörmulega slys varð Norðfirði í fyrradag, að tvítug- ur maður drukknaði, er brezkur togari sigldi bát hans í kaf. Maður þessi hét Hörður Krist insson og var hann, ásamt föð- ur sinum, Kristni Ingvarssyni, að handfæraveiðum innan við Norðfjarðarhorn og voru þeir á trillubáti. Slysið vildi til um hádegis- bilið, en þá var þoka á miðunum og sá skammt. Allt í einu sáu þeir feðgar áð togari kom út úr þokunní, var hann á fullri ferð og stefndi óðfluga á bátinn. — Feðgarnir sáu, að þeir voru í brýnni hættu og reyndu að koma vél bátsins í gang, en áð- ur en þeim tækist það, hafði togarinn rennt á bátinn og brot- ið hann. Við áreksturinn kast- aðist Hörður fyrir borð, en bát- urinn sökk rétt á eftir. Náði Kristinn í belg, sem hélt hon- um uppi unz hjálp barst frá skipverjum, en Hörður drukkn- aði. Togarinn, sem var eins og fyrr segir brezkur, fór með Kristin til Neskaupstaðar og hófust réttarhöld í málinu strax og þangað kom. Ferlegt rót í Grímsvatnagíg Engar Hkur eru taldar til að úr Grímsvatnagosi verði úr þessu, en stórkostleg umbrot hafa samt orðið þar í gígnum. í gær flaug Björn Pálsson með þá Jón Eyþórsson, próf. Noe-Nygaard og dr. Sigurður Þórarinsson yfir Grimsvötn. — Skilyrði til athugana voru slæm en með því að fljúga undir þoku og niður við gígbotninn, sá gerla, að mikil og ferleg um- brot hofðu átt sér stað. Sáu leiðangursfarar að miklar sprungur höfðu mynda?t og hyldjúp ker, þar sem samfelld snjó- eða ísbreiða hafði verið fyrir nokkrum dögum. Ekki töldu leiðangursfarar á- stæðu til að gera út sérstakan leiðangur til Grímsvatna í rannsóknaskyni, en hins vegar að áherzla yrði lögð á að taka loftmyndir af svæðinu strax og birti yfir jöklinum og m. a. munu þeir hafa haft hug á að fá Ágúst Böðvarsson landmæl- ingamann til þess að taka loft- myndir af svæðinu með hinni nákvæmu loftljósmyndavél landmælinganna. MikiS er nu um það rætt, einkum norðanlands, aS reyna að halda byggð við að Fremri- Kotum i Norðnrárdál, en sá bær varð verst áti i skriðuföllnnum miklu í Skagalirði í sumar. Túnið að Fremri-Kotum er nú að heita má allt undir skriðu, sumstaðar allt að tveggja metra djúpri. Rætt hefur verið um að reyna ryðja henni af túninu með stórvirkum vélum og jarðýtum, en ef horfið yrði að því ráði er hinsvegar óttast að jarðvegurinn rnyndi einnig mokast burt að meira eða minna leyti. pað eina sem stóð upp úr af ræktuðu landi á Fremri- Kot- um var nýræktarspilda, sem skemmdist litið sem ekkert. — Aftur á móti fylltust fram- ræsluskurðir að meira eða minna ieyti og þá þarf aö moka allt kapp verið lagt á að byggð haldist í Fremri-Kotum áfram og nú hafa skagfirkir bændu^ hafið heysöfnun handa bóndan- um þar. Barst langa leið. í sambandi við hamfarirnar í Valagilsá, þegar brúna tók af í flóðunum, má geta þess að bru- arplatan, sem var steinsteypt og mörg tonn á þyngd hefur nú fundizt við Norðurá, um þrjá km. frá ármótum Valagilsár og Norðurár, en áður hefur brúin borizt alllangan spöl niðut sjáiía Valagilsána. Sést á þessu hvílíkt heljarafl hefur verið að verki i flóðinu. Skagfirzkir bændur geta enn enga hugmynd gert sér um fjár- skaða, sem þeir hafa orðið fyrir af völdum flóðá og sknðufaJla. upp svo fremi sem byggð á að | x0kkuð liefur fundizt af flædd- haldast á staðnum. þá var og von á Pálma Einarssyni land- námsstjóra norður til þess að athuga aðstæður til frekari ræktunar á bænurn og hvað unnt væri að gera til þess að gera ábúð á jörðinni mögulega þrátt fyrir hið mikla tjóri sem orðið hefur á henni. Slysið s.I. vetrxr. Yfirleitt verður allt kapp lagt á að Fremri-Kot leggist ekki í eyði og er það fyrst og fremst gert með tilliti til vetrarsam- gangna yfir Öxnadalsheiði. Bær- inn Jiggur ofar annarri byggð í áttinni til Öxnadalsheiðar og það er fyrsti bærinn sem komið er að sunnan hennar. tí; þess skemmst að minnast er slys varð á heiðinni á s.l. vetri og slasaður maður komst við illan leik niður að Fremri-Kotum og bað þar um hjálp fyrir félaga sinn, sem var enn meira siasað ur. Vafalítið hefði það kostað mannslíf — eitt. eða tvö ef Fremri-Kot hefðu þá verið í eyði. En slíkir eða samskonar at- búrðir geta alltaf endurtekið sig. Að athuguðu máli hefur þvi um sauðkindum og lirossuin við Norðurá, en enginn veit hvað farizt hefur í skriðuföllunum og það verður ekki fyrr en í göng- um í haust að menn rey .a að leiða að því einhverjar getur. Gói þátttaka í svif- ffugsnamskeiðum. Fyrsta svifflugúámskeiðimi á Sandskeiði í sumar lauk um síðustu helgi. Flestallir þátttakendur luku þá svonefndum A og B-próf- um, en þau veita rétt til þess að fljúga einn undir eftirliti kennara. Næsta stig er C-próf, en þá má flugmaðurinn fljúga burtu frá vellinum, hvert sem hann kýs án afskipta kennara. Næsta námskeið er þegar hafið og lýkur því 31. þ. m., og er það einnig fullskipað. Þá hefst þriðja og síðasta nám skeiðið, sem auglýst hefur ver- ið í sumar. — Starfsemi Svif- flugfélagsins stendur með miklum blóma, og ríkir mikiJl áhugi um málefni þess. Yrðlingar skotnir í Innstadal. S.l. mánudag voru tveir yrðlingar skotnir í Innstadal 1 HengU, en áður hafði frétzt um nokkra refi, sem þar virtust á „skemmtigöngu.“ Þrír unglingspiltar héðan úr bænum, sem eiga skála eða kofa í Innstadal, komu á mánu- dag á lögreglustöðiria hér og skýrðu frá því, að þeir hefðu skotið tvo yrðlinga, sem voru að snuðra í kringum skála þeirra. Á öðrum yrðlingnum unnu þeir mjög fljótlega, en hinum veittu þeir eftirför nokkra stund. Er yrðlingurinn sá, að í óefni var komið, sneri hann sér gegn þeim og hvæsti. Var hann þá skotinn. Áðuí- hafði Guðbjartur Péls- son bílstjóri hér í bæ séð nokkra refi, eina 5—6, á labbi i Tnnstadal. Loftfimleikafólk sýnir í 35 m. hæð í Tívolí. ,4 Plessons' nýkomin hingað frá Amsterdam. í kvöld hef ja heimskunnir I ing“, sýnir þá furðulegu list að skemmtikraftar sýningar í skemmtigarðinum Tivoli. Það eru hollenzkir loftfim- leikamenn, . eða öllu heldur loftfimleika-karlar og konur, er nefnast Plessons. Hingað hafa komið loftfim- leikamenn áður, en ekki slíkir sem þessir, því að þeir sýna listir sínar í 35 og 18 metra hæð, en fram að þessu hafa loftfimleikar ekki verið sýnd- ir í meiri hæð hér en 10 merum. M. a. hafa þeir meðferðis mastur eða stöng mikla, 35 metra háa, og er hún sveipja'n- leg, og gerir hún listir þeirra glannalegri fyrir bragðið Einn þessara „fljúgandi Hollend- renna sér á tönnunum eftir 100 metra löngum streng úr 18 m. hæð. Auk þess sýna þeir ýmsar listir, er þeir nefna „kátsjúk- númer5‘, en það eru furðulegar listir er sýna sveigjanleik lík- amans, sem er líkastur því, sem úr gúmmí væri. Plessons hafa sýnt í flestum skemmtigörðum Evrópu við mikla hrifningu, en hingað koma þau frá Amsterdam. Hér verður dvölin ekki löng, en fyrsta sýningin er í kvöld, eius og fyrr segir, ef veður leyfir. Mega Tivoli-gestir vænta góðrar skemmtunar . af hinum hollenzku loftfimleikasnill- ingum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.