Vísir - 28.07.1954, Qupperneq 1
I
■I 1%
V
m
44. árg.
Miðvikudaginn 28. júlí 1954.
168. tbl.
Formaður skopteiknarafélags Bandaríkianna, Joe Kaliff, hélt upp
á lok yfirheyrslanna yfir helztu mönnum hersins í Washington,
með því að teikna höfuð aðalmannanna á bert bak tveggja blóma-
rósa í veitingahúsi í New York. Annars vegar voru Joe McCarthy
og Roy Cohn, en hinsvegar Wetch, ráðunautur hersins, og Stuart
Symington þingmaður.
Smmiö um Sueseiði í gmr
Bandarískur starfsma&ur í Berhn
fremur sjálfsmorð.
Aiburduriim ekki talinn á nokkurn
Iiátt tengdur Johnmálinu.
Einkaskeyti frá AP.
Berlín ímorgun.
Einn af starfsmönnum
Bandaríkjasjórnar í Berlín beið
bana af skammbyssuskoti á
föstudag við kringumstæður,
sem benda til að um sjálfsmorð
hafi verið að ræða.
Talsmaður bandarísku her-
stjórnarinnar kvaðst ekki get.a
staðfest, að maður þessi hafi
haft gagnnjósnir með höndum,
en hann hafi verið í einni deild
Bandaríkjahers í Evrópu.
Óstaðfest fregn í blaði í
Frankfurt hermir, að maðurinn
hafi framið sjálfsmorð eftir að
tveir bandarískir gagnnjósna-
starfsmenn frá höfuðstöð Banda
ríkjahers í Heidelberg heim-
sóttu hann. Maðurinn hafi far-
ið inn í hliðarherbergi og skot-
ið sig. Ennfremur var sagt,
að maðurinn yrði ekki nafn-
greindur, fyrr en ættingjuni
hans hefði verið gert viðvart.
í annarri fregn segir, að mað-
urinn hafi skotið sig, er þess
var krafist að hann færi með
sendimönnunum til Heidelberg.
Þá er haft eftir talsmanni
Bandaríkjahers, að þessi atburð
ur sé á engan hátt tengdur John
málinu og að ekki hafi verið
efast um hollustu mannsins. —
Því er neitað, að maðurinn hafi
átt skyldmenni austan tjalds,
— ef svo hefði verið hefði hann
ekki verið ráðinn til þess starfs
sem hann hafði með höndum.
Churchill fráhverfur
fundi nteð Malenkev.
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Churchill sagði í gær, að ekki
væri rétti tíminn nú til að ræða
fund æðstu manna Bretlands,
Bandaríkjanna og Ráðstjórnar
ríkjanna.
Viðhorfið hefði breytzt og
nauðsynlegt að snúa sér að því
nú,aðathuga seinustu orðsend-
ingu ráðstjórnarinnar um ör-
yggi Evrópu og tillögur um fund
um þau mál.
Ofsahitar á
Spáni.
Einkaskeyti frá AP. —
Madrid í gær.
Hitabylgja fer nú um Spá.i
og komst hitinn í gær upp í 40
stig á Celsius í Badajoz (104
F).
Víða komst hann upp i
38—39 stig á Celsius. í Madrid
og fleiri borgum var 39 stiga
hiti.
Annars hefur verið mjög
heitt í veðri eða um 90 st. F i
meira en viku og þess sjást
engin merki, að hitabylgjan
muni líða hjá í bili, heldur
jafnvel búist við eins miklum
eða meiri hita í dag en í gær.
Frakiffl verður
Einkaskeyti frá AP. —
París á laugardag.
Það gengur fjöllunum
hærra, að stjórnin sé' að
hugsaú um að stýfa frankann
á næstunni, og hefur þetta
leitt til mikilla gullkaupa.
Hefur gullverð hækkað um
3000 franka kílóið í 418,000
franka (rúml. 19. þús kr.) á
einum degi. Þó mun þetta
ekki verða gert fyrr en stjórn
in hefur lagt fram frv. til
fjárlaga í næsta mánuði — að
því er sögur herma — og
mun stýfingin nema 15%.
Mesta uppgjöf Breta siðau fielr aiisstu
Indland að álitl Daíly Express.
Einkaskeyti frá AP. — London í morguir.
Samkomulaginu, sem undirritað var í Kairo í gæikvöldi,
um herstöðvar Breta á Suezeiði, er mjög misjafnlega tekið í
brezkum blöðum. Daily Express segir, að hér sé um að ræða
mestu uppgjöf Breta, síðan þeir misstu Indland.
Skambyssumaiur
á Su&urgötu.
Um kl. 10 í gærkveldi gerð-
ist sá fátíði atburður, að ís-
lenzkir lögreglumenn afvopn-
uðu samlanda sinn, er var með
„alvæpni“.
Var lögreglunni tilkynnt í
síma, að maður nokkur væri að
labba vestur Suðurgötu með
skammbyssu. Fóru tveir rnenn
á vettvang þegar í stað, og
reyndist þetta rétt. Maðurinn
var með skammbyssu og tvö
skammbyssuhylki. Hins vegar
reyndist skammbyssan óhlaðin
Var byssan síðan tekin af
manninum.
Seint í gærkveldi, eða um kl.
11.15, var lögreglunni tilkynnt,
að maður væri að gera tilraun
til þess að koma bifreið í gang.
Ekki tókst þetta, og tók sonur
mannsins bílinn og manninn í
sína vörzlu.
Klukkan rúmlega 4 í nótt
var lögreglunni tilkynnt, að
stúlka hefði fallið í Tjörnina.
Þegar til átti að taka, var stúlk-
an komin í land, og höfðu tVeir
karlmenn bjargað henni.
Loks var einn maður hand-
tekinn í nótt, grunaður um ölv-
un við akstur, og er mál hans í
rannsókn.
Lá við slysi
við Skeiðará.
Minnstu munaði, að stórslys
yrði á Skaftafelli í gærmorgun.
Ragnar bóndi í Skaftafelli
var að flytja afurðir sínar yfir
einn ál Skeiðarár, m. a. nauta-
kjöt. Var hann með vagn og
dráttarvél. Var Ragnar við
annan mann.
Skipti engum togum, að
straumþungi beljaði um drátt
arvélina og færði hana í kaf, og
komust þeir f élagar til lands við
illan leik.
Sveitungar Ragnars komu
síðan til liðs við hann og tókst
þeim að bjarga dráttarvélinni,
en farmurinn glataðist.
Efra-Sog
Önnur taka samkomulaginu
betur, flest þeirra.en sum láta í
ljós ugg og kvíða yfir, að her-
virkjunum verði ekki nægilega
vel við haldið. Times telur, að
fjárhagsbyrðarnar af að hafa |
þarna mikið lið hafi verið orðn- |
ar allt of þungar miðað við not- j
in. Hafi því verið rétt að semja,
og það geti bætt sambúð Breta l
og Arabaþjóðanna. Galla telur
Times það, að samningaákvæðin
ná ekki til Persíu, eins og
Bretar vildu, og að samningur-
inn verður aðeins til 7 ára, en
þá má að vísu taka fyrir, hvort
endurnýja skuli. Sum biöð telja
að samkomulagið muni draga úr
áliti Breta í hinum nálægari
Austurlöndum.
Bretar eiga að flytja burt
herlið sitt á 20 mánuðum. Þeir
hafa þar 85.000 manna lið og
hafa haft þarna herstöð í nærri
þrjá aldarfjórðunga. Hervirki
og önnur mannvirki þeirra
nema hundruðum milljóna. —
Egyptar að viðhalda þeim með
tæknilegri aðstoð. Bretar mega
flytja lið aftur til eiðisins, ef
árás er gerð á Egyptaland eða
nágrannaríkin arabisku eða
Tyrkland, sem er aðili að sam-
tökum Nato.
Nasser hefur fagnað sam-
komulaginu ákaflega, en hann
og Head undirrituðu það. Telur
Nasser lokið langri baráttu E-
gypta með fullum sigri þeirra
og grundvöllur hafi verið lagð-
ur að nýrri og traustari sam-
vinnu Egypta við vestrænu
þjóðirnar. í Israel hefur sam-
komulagið vakið ugg.
Bretar flytja meginhluta liðs-
ins ( % ) heim, en hitt til Kýpur,
Aden og eyjarinnar Malta.
Samkomulagið verður rætt í
neðri málstofunni í vikunni og
án efa samþykkt, en allt að 40
íhaldsþingmenn kunna að
greiða atkvæði gegn því. —
Samningar munu verða undir-
ritaðir eftir 1—2 mánuði.
Síldarlaust,
Si
i van.
Frá fréttariturum Vísis.
Siglufirði og Raufarhöfn.
Síldarlaust er með öllu fyrir
norðurlandi, og liggja flest skip
í vari.
Fréttaritari Vísis á Raufar-
höfn tjáði blaðinu í morgun,
að engar síldarfregnir hefðu bör
izt, og væri heldur dauflegt um
að litast á staðnum. Mátti segja,
að flestöll skipin lægju inni fyr-
ir, en hins végar hefðu borizt
lausafregnir um þrjú eða fjög-
ur skip.sem hefðu fengið ein-
ið einhvern afla á Héraðsflóa.
Gerðist þetta í fyrrinótt, og voru
vélbátarnir „Auður“ frá Akur-
eyri og „Pálmar“ þar með tald-
ir.
í morgun var norðankaldi og
bræla á miðunum úti fyrir aust-
ursvæðinu, og gátu skipin ekki
athafnað sig, að því er*frétta-
maður Vísis á Raufarhöfn tjáði
blaðinu í morgun.
Þá átti Vísir tal við Sigluf jörð
í morgun, og var þar sömu sög-
una að segja. Vont veður var
úti fyrir, og ekki útlit fyrir
veiði eins og á stóð. — Ekkert
var saltað á Raufarhöfn eða á
Siglufirði í gær.
Útboðslýsingar
eftir 2-3 mánuði.
Áformum um virkjun Efra-
Sogs, sem er næsti liður á dag-
skrá í rafvirkjunarmálum okk-
ar, miðar vel áfram.
Vísir hefir átt stutt viðtal
við Jacok Guðjohnsen, verk-
fræðing hjá Rafveitu Reykja-
víkur, og lét hann svo ummæít
að A. B. Berdal, verkfræðing-
ur frá Osló, vinni nú að útboðs-
lýsingum vegna þessa mikla
mannvirkis, en hann hefur
verið ráðunautur Rafveitunnar
hér vegna vatnsvirkjana. Er
gert ráð fyrir, að útboðslýs-
ingar liggi fyrir eftir 2—3
mánuði, en þetta er seinunnið
og vandasamt verk.
Víkingur í
Oanmerkurför.
Knattspyrnuflokkur Víkings
er í Danmerkurferð um þessar
mundir, og hefur háð tvo leikl
við danska félaga sína.
í fyrri leiknum töpuðu Vík-
ingar með 5 mörkum gegn 2,
en í gær léku þeir í Varilöse,
skammt frá Kaupmannahöfn,
og 'töpuðu þá með 4 mörkurn/
gegn 1.
Pekingstjórn send mótmæli.
Hæítir Attlec við Kínaferðina?
Einkaskeyti fráAP.
Washington í morgun.
Tveimur orðsendingum frá
Bandaríkjastjórn hefur verið
komið á framfæri við Peking-
stjórnina.
f annarri er mótmælt árásun-
um á brezkar og bandarískar
flugvélar og krafist skaðabóta
fyrir aðstandendur þriggja
Bandaríkjaþegna sem létu lífið,
er Skymasterflugvélin var skót
in niður.
í hinni er hafnað hinum
Að útboðslýsingum lol.num
má búast við því að hafizt verði
handa um þetta mikla mann-
virki. ... ;
furðulegu mótmælum kín-
verskra kommúnista út af loft-
bardaganum, er 2 flugvélar
voru skotnar niður fyrir þeim.
f fyrsta lagi, segir í orðsending-
unni, réðust þessar flugvélar á
bandarískar flugvélar, sem voru
til verndar björgunarstarfi, í
öðru lagi fór björgunarstarfið
fram utan kínverskrar land-
helgi, á alþj óðasiglingaleiðum.
f blöðum er haldið áfram að
ræða flugvélaárásirnar og brezfc
blöð telja þær hafa spillt horf-.
unum á bættri brezk-kínve rskrí
samvinnu. — Raddir hafa'
heyrzt um, að Attlee ætli að>
fresta fyrirhugaðri för til hinS
kommúnistiska Kína.