Vísir - 03.08.1954, Side 4
VfSIR
4
VISXR
D AGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. 1
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSER HJP.
AfgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Simi 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna,
Félagsprentsmiðjan h.f.
Lýsing Suðurlandsbrautar.
Undanfarið hefur verið unnið ötullega að því að reisa staura
fyrir götuljósker meðfram Suðurlandsbrautinni. Þar urðu
ekki alls fyrir löngu þrjú bilslys með stuttu millibili — auk
allra, sem á undan höfðu orðið — svo að sýnt var að einhverjar
ráðstafanir varð að gera til þess að auka á öryggi borgaranna,
sem þar þurfa að leggja leið sína af einhverjum ástæðum.
Var það ekki vonum fyrr, að bæjaryfirvöldin gerðu sér grein
fyrir því, að óbreytt ástand væri óþolandi.
Lýsingu Guðurlandsbrautar, fjölförnustu götu utan sjálfrar
aðalbyggðar bæjarins, hefur verið mjög ábótavant, og er ekiU
ósennilegt, að ýmis slys, sem þar hafa orðið, megi rekja til þess.
Nú mun verða bætt úr þessu, og er þá vonandi, að heldur
verði breyting í rétta átt. En fleira þarf þó að gera, til þess
að vel sé, og hefur meðal annar verið stungið upp á því, ai
gerð verði gangst&tt íeðfram götunni, og girðing að auki, til
þess að tryggja menn enn betur en ella fyrir limlestingum
eða jafnvel bana.
Það er sjálfsagt að þakka, að brugðið skuli hafa verið v: J
í þessu efni á þann hátt, sem menn geta séð, er þeir eiga ferð
um Suðurlandsbrautina um þessar mundir, og væntanlega
verður ekki látið staðar numið í þessum efnum. Umferðar-
málanefnd bæjarins hefur hvað eftir annað bent á ýmsar götur
og gatnamót í bænum, sem hún telur með réttu að auki mjög
á slysahættuna og tefli lifi pg heilsu vegfarenda í hættu. Það
mun þó mála sannast, að heldur hafi gengið treglega að koma
þeim umbótum á, sem nefndin hefur talið nauðsynlegar, og er
illt til þess að vita, að stundum skuli þurfa slys til þess að ýta
við bæjaryfirvöldunum, eins og kom meðal annars í ljós, að
því er Suðurlandsbrautina snertir.
Það er vitanlegt, að bærinn hefur í mörgu að snúast og í
mörg horn að líta, vegna þess hve byggðin þenst ört út, og því
eru götur oft af vanefnum gerðar, svo að slysahætta verður
þar meiri en ella. Tekur þá oft langan tíma að fá því kippt
í lag, sem aflaga fer, og virðist sem það hefði verið bezt í aha
staði, ef vandvirkni og aðgæzla hefði setið í fyrirrúmi í önd-
verðu, svo að aukasnúningar væru óþarfir síðar, og öryggið
eins og það getur orðið mest frá byrjun. En því miður verður
oft misbrestur á að þessu leyti.
Slysavarnafélagið vinnur mikið og gott starf, en þaö gæti
áreiðanlega unnið meira, ef það tæki sér fyrir hendur ao
aðvara ekki aðeins borgarana um að fara varlega, heldur^að
vera samvizka bæjarvaldanna einnig. Það á að benda bæjar-
yfirvöldunum á hætturnar, sem geta stafað af því, þegar
þannig er búið að mönnum, eins og til dæmis á Suðurlands-
brautinni. Slíkar ábendingar'ættu einnig að vera vel þegnar
af bæjaryfirvöldunum, sem æúu að æskja aukinnar samvinnu
við Slysavarnafélagið við að auka öryggi borgaranna og af-
stýra slysum.
Markisatburðar minnzL
T gær var þess minnzt af áhugamönnum urn flugmál hér a
landi, að 30 ár voru þá liðdn frá því að flogið var í fyrsta
skipti til íslands. Var það amerísk flugvél, sem kom til Hornar-
fjarðar annan' dag ágústmánaðar 1924, og degi síðar önnur,
en þeirri þriðju hlekkist á á leiðdnni, svo að hún komst
ekki alla leið. Voru þetta herflugvélar á leið umhverfis jörð-
ina — í fyrsta hnattfluginu, sem efnt var til og höfðu fjórar
flugvélar lagt upp, en aðeins tvær komust hingað.
íslendingar höfðu liaft nokkuf kynni af flugvélum áður,
því að þetta voru ekki fyrstu flugvélarnar, sem til landsins
komu, og nokkru eftir fyrri heimsstyrjöldina höfðu menn meira
að segja ráðizt í að stofna flugfélag hér á landi. En koma
amerísku flugvélanna var stór viðburður, því að þetta boðaði
það, sem síðar hefur orðið, að ísland er í þjóðbraut flugsins
milli nýja og gamla heimsins. Og breytingin er ekki aðeins
fólgin í því, að flugvélarnar fara um ísland allan ársins
hring, heldur er hún einna mest að því leyti, að íslendingar eru
ekki þiggjendum einvörðungu á þessu sviði. Þeir hafa tekið
að sér mikilvæga þjónustu í þágu flugsamgangnanna á stóru
svæði, og þeir leysa það hlutverk af hendi með prýði,
Þriðjudaginn 3. ágúst 1954
Minnismerki —
Framh. af 1. síðu.
Flugmálastjóri þakkaði Nel-
son flugkappa hið einstæða af-
rek hans og bað hann að lok-
um að afhjúpa minnismerkið.
Þá tók til máls sjálfur heið-
ursgesturinn, Eric Nelson. Hann
þakkaði þann sóma, er sýndur
var og var mjög hrærður yfir
móttökunum öllum.
Nú endurtók sig 30 ára göm-
ul saga: Anna Þórhallsdóttir,
sem verið hafði samferða frá
Rvík, gekk fram fyrir flugkapp
ann og rétti honum, að þessu
sinni fagran rósavönd.
Kysti Nelson hana um leið og
hann tók við blómunum.
Jón Eyþórsson skýrði nú frá
því, að sveitarstjóri Hafnar-
kaupstaðar byði til kaffi-
drykkju í barnaskólahúsinu.
Var svo mannfjöldinn ferjaður
eftir Hornafjarðarós og haldið
í bifreiðum heim ti skólans.
Þar beið ríkulega búið kaffi-
boi'ð og bauð símstöðvarstjór-
inn, Óskar Helgason, gestina að
setjast að því.
Fyrstur tók til máls undir
borðum flugmálaráðherra Ing-
ólfur Jónsson. Hann ræddi al-
mennt þróun íslenzkra flug-
mála undanfarin ár.
Næstur talaði Einar frá Hval
nesi í Lóni. — Þá tók til máls.
dr. Alexander Jóhannesson.
Hann rifjaði upp sögu Flugfé-
lags íslands, minnti á fyrsta
íslenzka flugið til Austur'.ands,
en í Hornafirði lenti dr. Alex-
ander 4 árum eftir að Nelson
kom þangað. Hann vék svo máli
sinu til Nelsons, mælti bá á
enska tungu, þakkaði hann af-
rek hans, bað samkomugesti að
hrópa ferfalt húrra fyrir hon-
um og var það gert.
Þá talaði Nelson hershöfðingi.
Rakti hann sögu ferðarinnar
til Islands, minnti á að hún
hefði verið skipulögð af banda-
ríska flughernum, minntist fé-
laga sinna og þakkaði móttök-
urnar á íslandi fyrr og síðar.
Anna Þórhallsdóttir þakkaði
Nelson komuna. — Að því búnu
tók til máls Sigurjón Jónsson,
oddviti Hafnarhrepps, og flutti
afburðasnjalla ræðu um fiug-
mál.
Jón, Eyþórsson þakkaði mót-
tökur og sæmdi 3 Hornfirðinga,
Sigurjón Jónsson, oddvita, Sig-
urð Ólafsson og Óskar Plelga-
son, merki Flugmálafélags ís-
lands. ' % ['
Sungin voru ættjarðarljóð
undir borðum óg lauk þessu
hófi kl. 6. *
Nú var haldið aftur til flug-
vallarins og var svo farið til
Reykjavíkur.
Á austurleiðinni hafði verið
heldur þungbúið, en flogið
fremur lágt meðfram suður-
strönd landsins.
Á heimleiðinni var flogið í
9 þúsund feta hæð yfir hálend-
inu og lent á Rvíkurflugvelli
eftir 1 klst. og 20 mín. flug' frá
Hornafirði.
Þar var Flugfélagi ísl. þakk-
að. Og lauk svo þessum eftir-
minnilega degi.
Handknattleikur:
KR íslandsmeistari.
ísafirði í gær.
KR er nú íslandsmeistari i
handknattleik kvenna.
Úrslitakeppnin um meistara-
titilinn fór hér fram við ísfirzka
flokkinn, sem hafði titilinn, og
sigruðu stúlkurnar úr KR með
6 mörkum gegn 4.
F iskimálaráðstef na
sett hér.
Fjórða norræna fiskimálaráð
slefman hófst hér í bænum í
gær, að viðstöddu nærri hundr-
að fulltrúum, erlendum og inn-
lendum.
Var ráðstefnan sett í hátíða-
sal Háskólans af Ólafi Thors
forsætisráðherra, sem lagði á-
herzlu á nauðsyn samvinnu á
sviði því, sem ráðstefnan ætti
að fjalla um. Formenn sendi-
nefndanna fluttu einnig ávörp
og stakk sj ávarútvegsmálaráð-
herra Dana upp á því, að Ólafur
Thors væri kjörinn forseti ráð-
stefnunnar, en hann lagði íil,
að formenn sendinefndanna
stjórnuðu fundum til skiptis.
Davíð Ólafsson fiskimálastjóri
flutti í gær fyrirlestur um fisk-
veiðar íslendinga, og próf. A.
Vedel Táning flutti erindi um
samvinnu íslendinga og Dana
um hafrannsóknir frá aldamót-
um.
í dag eru hinir erlendu gestir
í ferð austur um sveitir, en á
morgun verður störfum fund-
arins haldið áfram.
Eins og endranær fór mikill
fjöldi manna út úr bænum ur>.
sl. helgi, og er jafnvel talið, að
aldrei hafi jafn mikill fjöldi
stórra og smárra hópa verið á
skemmtiferðalögum um verzlunar
mannahelgina og nú í ár. Maður,
sem var á ferð um Borgarfjörð
á sunnudag, skýrði mér fá þvi,
að þúsundir manna hefðu legið
í tjöldum á þeirri leið, er hann
fór. Og alls staðar hefði verið
yfirfullt á öllum veitingastöðuin,
svo jafnvel hefði orðið að neita
mönnum um mat, sem ekki heí'ðu
pantað hann fyrirfram símíeiðis.
Bifröst matarlaus.
Hinn margumtalaði greiða-
sölustaður Bifröst, sem auglýst
hefur mikið að þar ættu mcnn
að nema staðar og snæða, væru
menn á ferð um Borgarfjörð, gat
ekki selt mat eftir hádegi á sunnu
dag. Og það sem verra var, að
gestum var ekki leyft að koma
inn i veitingahúsið til þess að
hlýja sér, en frekar var kalt í
veðri þann dag. Kom þetta flatt
upp á ýmsa ferðamenn, er þar
voru á ferð um lielgina, því yfir-
leitt verðtir að gera ráð fyrir
því, að jafngóður greiðasölustað-
ur og Bifröst er talinn vera, geti
ávallt útvegað fólki mat og leyft
mönnum að koma þar inn fyrir
dyr, jafnvel þótt eitthvað meira
sé af fólki á ferð en venjulegt
er.
Slæm þjónusta.
Þótti okkur, sem þarna vor-
um á ferð nokkur saman, slæmt
að vera úthýst á þessum marg
um talaða veitingastað, og það
sem verra var, að í ferð með
okkur voru nokkrir útlendingar.
Höfðum við gyllt Bifröst mjög
fyrir þeim og talið liana bezta
af öllum veitingastöðuin, sem
um var að velja á leiðinni. Kom
það þvi heldur flatt upp á okkur,
þegar ekki var hægt að fá þar
mat, og fólki meira að segja mein
að að koma þar inn fyrir dyr.
Salirnir voru hálftómir, en samt
var fólkið látið hýrast fyrir ut-
an og lítil þjónusta sýnd, en það
stakk mjög i stúf við þann átpð-
ur, sem hafður hefur verið fyrir
greiðasölustað þessum. Yonandi
er þetta eklci algengt.
Erik Nelson ásamt Þórhalli Danielssyni og Önnu dóttur ham
Fengið inni.
Pégár okkur tókst ekki að f;
mat í Bifröst héldum' við ti
Varmalands, en þar er sumargist
liús, aðallega fyrir dvalargesti
Þar var okkur vel tekið, og stóc
ekki á þvi að matur var skjótt i
borð borinn, og hann mjög góð
nr. Bar okkur öllum saman um
að þar væri gott að koma oc
þökkuðum forstöðukonunni í okt
ar lijarta fyrir hve vel hún brás
við svöngu ferðafóllci. Hinu er-
lenda fólki fannst líka mikið ti
um staðinn, því húsakynni eri
þar áfbragðsgóð óg allur aðbún-
aður, eftir þvi er séð var i stuttr:
heiinsókn.
Mikil bílaumferð.
í Borgarfirði, einkum í grennd
við Hreðavatn, var svo mikil bíla
imiferð á sunnudáginn, að það
var ekki ósvipað að aka þar um
og aka niður Laugaveginn i sjálf-
uiii liöfuðstaðnuin. Mátti á því
sjá, hv'e margir fóru út úr bæn-
um um helgina til þess að lyfta
sér upp frá daglegum störfum.
Læt ég svo staðar numið að sinni.
K. K.“ — Begmál þakkar pistil-
inn. kr.
k