Vísir - 03.08.1954, Síða 7
Þriðjudaginn 3. ágúst 1954
VlSIR
/i^wwwjwwwvvwvwv^^v^/AVjjvwwyvwyywtfwt
Robert 0. Case:
GuÍlgildran
21
^.Mjvwvwwvwdvwuvvwwíwvwywywvwuvww^
veggurinn léki á reiSisjálfi, og svo komu eldglæringar og
sprengingar á gasi, ekki með eins miklum hávaða og hann hafði
búis.t við, heldur sem neðanjarðarlest æddi áfram með ægilegum
skruðningi og hraða, og um leið var sem grjót og spýtnabrot
hentust fram með sama krafti og hver, sem stíflaður hefir ver-
ið, þeytir grjóti og öðru hátt í loft. Svo hurfu glæringarnar og
annar kippurinn kom um leið og loftið sogaðist niður í göngin
aftur og nú var hávaðinn sem hvirfilvindur færi um, en þetta
leið einnig hjá og svo lagði reyk og gufu hægt upp úr göngun-
um. Og þá skildist Ravenhill, að drunurnar mundu hafa verið
miklu meiri úti fyrir, þar sem þergmálaði í hamrabeltum og
fjöllum. Hann gat enn heyrt enduróminn af bergmálinu óma
frá fjarlægum fjöllum, en niðri í göngunum var énn sem
kraumaði í potti.
„Hvernig líður þér, Vee?“
„Það er allt í lagi, eri það var ógurlegt — guði sé lof, að það
er um garð gengið.“
Þau áttu erfitt með andardrátt, því að eitrað loft leitaði upp,
og hann lét hana leggjast niður, þar sem kalt, hreint loft lagði
inn. Brátt fór loftið hið efra að verða hreinna og hann skimaði
dálítið fram, til þess að gefa gætur að þeim Crim og Whitey.
Þeir gerigu hægt í áttina að göngunum. Crim hélt á járnkalli
cg skóflu, og þeir voru að rífast um eitthvað. Crim sveiflaði
handleggj unum og virtist ógnandi.
„Þarna koma þeir,“ sagði Ravenhill við Vee. „Fljót, gerðu nú
eins og eg sagði þér, varpaðu þér á grúfu nálægt opinu og liggðu
alveg hreyfingarlaus. Haltu niðri í þér andanum.“
Hún gerði sem hann bauð og staulaðist fram og gat ekki kæft
hósta, en þeir hinir gátu ekki heyrt til hennar vegna þess að
þeir virtust deila harðlega og enn bergmálaði í fjöllunum.
Whitey og Crim námu staðar úti fyrir og mundaði Whitey
vasaljós sitt.
„Við skulum bíða andartak/ sagði hann. „Okkur liggur ekk-
ert á.“
Crim hallaði sér að kletti skammt frá opinu. Svo var sem hann
gæti ekki stillt sig, hann steytti hnefana framan í Whitey og
lét skammirnar dynja á honum, og krossbölvaði til áherzlu.
Ravenhill hélt fyrst, að hann væri að þessu af leikaraskap,
en hann sannfærðist brátt um, að honum var rammasta alvara,
og að hann var dauðskelkaður. Það var líka auðheyrt, að þeir
þóttust báðir vissir um, að enginn heyrði til þeirra, að hundruð
mílna væri til nálægasta staðar, þar sem lifandi mannverur væru.
„Eg segi þér bara, að eg ætla ekki þarna inn,“ sagði Crim.
„Þú ert potturinn og pannan í þessu öllu. Þú reiknaðir allt út,
þú, sem hafðir menntunina. Nú geturðu sjálfur farið inn, og
tínt þetta saman, handlegg hér og löpp þar, helvítið þitt. Tíndu
þá saman sjálfur."
„Vertu rólegur, Crim: Engin ástæða til að æðrast. Þetta eru
ekki nema tveir skrokkar. Þú hefðir átt að vera í styrjöld.“
„Eg hefi. verið í styrjöld, bölvaður fanturinn þinn. í fyrri
heiínsstyrjöldinni, við Vimy Ridge. Eg sá þá sækja fram og vera
brytjaða niður. Sá fleiri lík í kös en þú nokkum tíma sást í
þínu stríði. En það var stríð en þetta er fólskulegt morð. Og ef
riddaralögreglan nokkurn tíma nær í þig hengir hún þig í
hæsta gálga.“
„Og þig líka,“ sagði Whitey og tók upp vindling og kveikti í
og sást nú, að hann var nábleikur í framan. „Þú hefir kannske
haldið, að þú værir hér bara sem áhorfandi?“
„En eg gerði ekki neitt. Víst tók eg peninga stelpunnar og
eg opnaði námuna, til þess að allt liti eðlilega út, en ef eitthvað
væri að hafa ætlaði eg að skipta jafnt með henni. Mér hefði
verið illa við það, en eg hefði gert það, heldui’ en láta þetta ger-
ast. Og það veiztu.“
„En heldurðu að kviðdómur mundi taka gildan framburð
þinn um þetta?“ sagði Whitey, blés frá sér reyk og fór aftur að
bera sér. „En auðvitað verður enginn kviðdómur. Við flýjum
ekki undan riddaralögreglunni. Við fljúgum til hennar og gef-
um skýrslu. Riddaralögreglan finnur líkin þarna í flugvélarúst-
unum. Og í námugöngunum verður ekkert sem gefur til kynna
hvað gerst hefir. Og þegar allt er um garð gengið og kyrrð
komin á opnum við námuna og förum að raka saman fé.“
„En af hverju þurfti að koma þeim fyrir kattarnef? Segðu
mér það?“
„Vertu ekki að hugsa um það,“ sagði Wlritey. „Það er gert —
og það þýðir ekki að sakast um orðinn hlut. Mundu bara að þú
ert flæktur í málið og hér- er það eg sem stjórna.“
„Og hver skyldi svo sem hafa falið þér að hafa stjórn á
hendi hér — enginn nema þú sjálfur. Hver fann þessa námu?
Eg vann skítverkið — og þér var greitt fyrir þinn part og
viðurkenndir, að þú værir ánægður. En svo kemur þú aftui
og segir: Gerðu þetta, gerðu hitt —- og líttu nú á hvernig komið
er fyrir okkur.“
„Komið fyrir okkur — eg held að við þurfum ekkert að
kvarta,“ sagði Whitey.
„Með tvö morð á samvizkunni — og hvað næst?“
„Við erum búnir að safna saman 80 únzum af skíru gulli —
þetta er eins auðvelt og að tína rúsínur úr jólakókusneið.“
„Og hver fékk rúsínurnar? Travis. Enn einn náungi, sem
bolaði sér inn. Gullsandurinn okkar er í peningaskápnum hans.
Ertu viss um, að hann sleppi honum?“
„Eg skal sjá um hann,“ sagði Whitey. „Við verðum einhvern
veginn að koma út gullinu, heimskinginn þinn. Ef við hefðurn
farið löglega leiða mundum við hafa orðið að gera gull-
framleiðslufulltrúa stjórnarinnar grein fyrir —“
„Já, þú ætlar að sjá um Travis. Ætli það fari ekki eins og
þegar þú sagðir: Eg skal sjá um Ravenhill. Leikur fyrir okkur,
sagðir þú. Við áttum bara að segja stelpunni, að hann hafði
ginnt út úr henni peningana, og þá mundi hún hreiðra um sig
í horni DeVore? Ó, nei, maður minn. Hún skildi þig eftir þaina
og þú getur látið skína á hvítan tanngarðinn og punktum og
basta. Já, þú ert karl í krapinu, — Napoleon DeVore. Þú hefir
beðið þinn Waterloo-ósigur, af því að þá hittir fyrir Raven-
hill —“
„Og hvar er Ravenhill nú?“ greip hann fram í fyir honum.
„Hvar er —?“
Hann þagnaði skyndilega, varpaði frá sér vindlingnum,
ógnandi á svip.
„Nú er nóg komið, Crim. Hættu öllu bulli.“
Hann beindi geislanum inn í göngin.
„Táktu upp verkfærin þín. Við skulum fara inn.“
„Eg ætla ekki að hreyfa mig héðan, ekki hænufet, fyrr en
allt er ljóst orðið, skilurðu. Crim gamli er nefnilega ekkert
gáfnaljós og ekki getur hann státað af menntuninni, karlinn,
en hann hreyfir ekki við þessum líkum, því að meðan hann
gerir það ekki verður herra DeVore að segja riddaralög-
reglunni allt af létta. Svo sagði mér á því máli, sem eg, alþýðu-
maðurinn, skil —“
Hann þagnaði skyndilega og starði á Whitey og var ein-
kennilegur glampi í góðlegum augum. Whitey hafði tekið
vasaljósið sér í vinstri hönd og var að renna hægri höndinni í
rassvasann.
„Farðu þér hægt, Whitey“, sagði Crim, en það var skelf-
ingarsvipur í augum hans. „Hleyptu ekki úr þessari byssu á
mig, drengur. Eg held að þú sért kolbrjálaður. Skjótirðu mig
hefirðu þrjú morð á samvizkunni og hvernig ætlaraðu að út-
Á kvöldvökunni.
Anthony Eden var mjög dáð-
ur er hann fór til Ameríku
fyrir nokkru og var mjög eftir-
sóttur í samkvæmum. f sam-
kvæmi einu var það sérstak-
lega ein kona, sem vék varla.
frá honum. Hún var töluvert
ástleitin og spurði einu sinni:
„Hvað haldið þér að eg sé
görnul?" Utanríkisráðherrann
sýndi þá hvað hann er laginm
að tala við fólk:
„Kæra frú,“ sagði hann. „Eg.
veit ekki hvort eg á heldur acT-
ráð það af fegurð yðar, að þér
séuð mjög ungar, eða af vits-
munum yðar að þér séuð nokk-
uð þroskaðar.“
Hann eignaðist tvíbura og:
þurfti þá vitanlega að nota
tækfærið til þess að halda há-
tíð. Loks komst hann þó í skrif-
stofu sína og hugsaði sér nú
að tilkynna fæðingu tvíbur-
anna. „Herrar mínir!“ hóf
hann máls.
„Óþarfi er að hafa það fleir-
tölu,“ sagði maðurinn sem sat
við skrifborðið. „Eg er hér bara.
einn“.
„Ojæja,“ sagði hinn ham-
ingjusami faðir. „Getur verið
að það væri vissara að fara
heim og sjá hvort þar eru tví-
burar í raun og veru.“
„Rússland er frjósamast af
öllum löndum,“ sagði trúaður
kommúnisti, hrifinn. „Þar fáum
við fjórar hveitiuppskerur á
ári.“
„Nei, nú held eg þú krítir
liðugt,“ sagði kunningi hans
vantrúaður.
„Nei, alls ekki. Það er ein
hveitiuppskera í Póllandi, ein
í Ungveralandi, ein í Tékkó-
slóvakíu og ein í Rússlandi.
Eru það ekki 4 uppskerur?“
Ungur fréttamaður átti að'
segja frá dansleik, sem stofnað
var til í góðgerðaskyni og ein
setning var á þessa leið: „í
hópi hinna fegurstu yngismeyja
var Carlo Hansen, stórkaúp-
maður.“
Ritstórinn kallar hann fyrir
sig: „Hvaða þvættingur er
þetta, sem þér skrifið þarna!“
„Það er enginn þvættingur,"
svaraði fréttamaðurinn. „Hann
hélt sig alltaf í .þeirra höpi.“
C & RutrouqkA:
- TARZAM
m
Tárzan v'ar langi mýramannarina Vár hann slepjugur allur og minnti En Tarzan tók undir sig stökk um, er hann leit skepnu
og er hann hafði verið kallaður úr á froska og illa ára, mundaði spjot mikið til árásar á fjanda þennan, líki, sem reynt hafði
myrkrastofunni sá hann í fyrsta og grenjsði: „Komdu og hafðu engin því að viUidýrseðlið vaknaði i hon- honum.
skipti forsprakka þeirraí brogð í f: ammi“.
þá í mannsx
að drekkja