Vísir - 12.08.1954, Page 1

Vísir - 12.08.1954, Page 1
I * ■I V 44. árg. Fimmtudaginu 12. ágúst 1954. i i-*' i 180. tbl. Heyskap senn lokið þar sem bezt gengur. Almennt mun honum ekki ljúka fyrr en í september. Heyskap mun að mestu verða lokið, þar sem bezt gengur, um eða upp úr miðjum þessum mánuði. Almennt mun heyskap ekki verða lokið fyrr en í næsta mánuði, og yfirleitt má segja, að menn sé mjög misjafnlega langt komnir með heyskapinn. Það er að sjálfsögðu aðallega þar, sem heyskapur er nær ein- göngu á véltæku landi og nú- tíma tækni bezt nýtt (vélar, súgþurkun, vothey), svo sem á stórbúum, að heyskapur er langt á veg kominn. Þannig hefir blaðið frétt, að heyskap muni veriða lokið um næstu helgi á Hvanneyri. Er þar nú verið að slá há og aka í vothey. Stöku bændur, sem heyja ein- göngu á túnum, eru og vel á veg komnir. Yfirleitt hefir viðrað allvel til heyskapar suðvestanlands, og vegna góðrar sprettu gátu margir byrjað í júní, en þá voru góðir þurkar. Júlí hefin verið votviðrasamur, en þó ekki rigningatíð. Hefir oft verið kalt og stundum svo hvasst, að illt hefir verið að fást við hey. — Norðanlands, í Húna- vatnssýslum, Skagafirði og Eyjafirði, hefir sumarið verið kalt og fremur óhagstæð hey- skapartíð, en annars kvarta menn mest undan sumarverðr- áttunni á Norðausturlandi. Þar hafir títt verið norðaustankalsi og rosi. Garðuppskera. Horfur munu yfirleitt sæmi- legar með garðuppskeru. Sum- staðar nörðanlands hafa kom- ið nætuiífrost, svo að sér á kart- öflugrasi, en þó ekki til stór skemmda. Eísenhower afstöðu forsetí tekur ákveina gegn stríðsstefnunni. Malenkov í boði Attlees. Mörg mium (lrukkin. Alls engin síldveiði nyrðra. Frá fréttariturum Vísis Siglufirði og Raufarhöfn í morgun. Engin síld hefur borizt á land undangengin dægur, og engar fregnir hafa borizt um, að skip- in hafi komizt í síld. Tíðindamaður Vísis á Rauf- arhöfn tjáði blaðinu í morgurt, að flotinn væri dreifður um stórt svæði, allt frá Sléttu og austur á Digranesflak. í morgun vár farið að kula, og útlit um veiðiskap ekki gott. Úti af Siglufirði var austan norðaustan bræla í morgun og svartaþoka. í gær lygndi um tíma, en í nótt og morgun versn aði veður á ný. Horfur á Síldveiðum þykja fjarska daufar, enda þótt ekki sé unnt að segja, að menn séu orðnir vonlausir. Einbaskeyti frá AP. — Moskvu í morgun. Clement Attlee hafði boð inni fyrir Malenkov forsætisráðherra og aðra helztu menn Rússa í brezka sendiherrabústaðnum i gærkvöldi. Hófið stóð fram undir morgun og var rætt um mörg vandamál og er Alit manna að þessar ó- formlegu viðræður rnuni reyn- ast gagnlegar, einkanlega með tilliti til þess, að brezku verk lýðsleiðtogarnir hafi fengið auk- ið tækifæri til að kynnast rúss •neskum stjónnmálamönnum. Mörg minni voi-u drukkin : hófinu. Malenkov mælti fyrir friðsamlegu samstarfi þjóða milli. Einnig yor.u drukkin minni Élisabetar drottningar og forseta Ráðst j órnarrík j asam bandsins. Hehnsstyrjöld ohugsanleg, ef frjálsu þjóðirnar treysta varnir sínar. Einkaskeyti frá AP. Washington í morgun. Á fundi með fréttamönnum í gær tók Eisenhower forseti eindregna afstöðu gegn þeirri stefnu, að hefja styrjöld til þess að hindra útþensluáform kommúnista. Með því að l Vélaprófun byrjuð Fossárvirkjuninni. Stööin framleiöir 800 kw. og verður tekin í notkun eftir nokkrar vikur. Fossárvirkjunin er nú svo vel á veg komin, að prófanir á vélum eru hafna.^, en enn munu líða nokkrar vikur þar til stöð- in verður tekin í notkun. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið hjá raforku- málastjóra, eru nýkomnir vest- ur menn frá verksmiðju þeirri í Bretlandi, sem framleiddi vatnsvélarnar, en þeir hafa verið í Skeiðsfossvirkjuninni í Fljótum, við samskonar hlut- verk (prófun á vélum), en þar var um viðbótarvirkjun að ræða. Skeiðsfoss er sem kunn- ugt er eign Siglufjarðarkaup- staðar, sem fær rafmagn það- an. Gert er ráð fyhir, að Ólafs- vík, Hellissandur og Rif fái rafmagn frá Fossárstöðinni, sem framleiðir 800 kw. Einnig er gert ráð fyrir línu í Grafar- nes í Grundarfirði og ef til vill víðar, þ. e. sveitir á Snæfells- nesi eftir því sem unnt er, en það er vitanlega kostnaðarsamt að leiða rafmagn um strjál- byggðar sveitir og verða því margir að bíða. Komið hefir til tals, að leggja línu til Stykkishólms (sem hefir að- eins dieselstöð, en þyrfti að fá rafmagn frá vatnsvirkjun), en vegarlengd er mikil, og eng- in ákvörðun tekin í því máli enn. Ætlaði einn á báti frá Álftafirðl hingað. í gærkvöldi auglýsti siysa- vamaíélagið í útvarpinu eftir manni einum sem lagt hafði af stað eiun á smábáti frá Álfta- firði síðasliðmn föstudag og ætl- aði beint til Reykjavíkur. Hafði ekkert frá manninum heyrzt frá því á föstudag, en seint í gærkvöldi fékk slysavarnafélag- ið fréttir um, að maðurinn hefði síðdegis í gær komið gangandi að vitanum á Malarrifi, og hafði hann brotið bát sinn við land- töku í Beruvík og þar hafði bát- inn sokkið. Maðurinn sem hér um ræðir heitir Högni Magnússon, til heim- ilis að Sogabletti 174, Reykjavík. Sanuið, en ekki samstaða? í fyrradag vora tekin til meðferðar í Norðurlandaxáð- inu tilmæli íslenúinga um samstöðu Norðurlandaþjóð- anna vegna landhelgisdeil- unnar við Breta. Sigurður Bjaruason alþing- ismaður flutti framsöguræðu um málið, eu Ólaiur Thors iorsætisráðherra lýsti aístöðu íslenzku stjóraarinnar í mál- inu. .. Forsætisráðherra mun hafa látið svo um mælt, að ef til- mælum þessum yrði vísað frá, hlytu íslendingar að telja Norðurlandaráðið lítils virðL Ekki hafa borizt áreiðan- legar fregnir um undirtektir fulltrúa í máli þessu, en sagt er að ekki séu menn á eitt sáttir um, hvað gera skulL Hinsvegar hafi menn fyllztu samúð með íslendingum í málinu. Eggert Krfstjánsson skipa&ur a&alræðis- maður. Fyrir skemmstu hefir verið skipaður nýr aðalræðismaður fyrir Finnland hér á landL Segir svo í Lögbirtingablað inu frá 7. þessa mánaðar, að i lok júlí hafi Eggert Kristjáns syni stórkaupmanni verið veitt viðrikenning sem aðalræðis- mannni Finnlands hér á landi með aðsetri í Reykjavík. taka þessa á- kveðnu hefur forsetinn raun- vei ulega lýst yfir, að sú stefna, sem á sér allmarga formælend- ur í flokki herleiðtoga og einn- ig á þingi, að láta til skarar skríða gegn kommúnistum með an Bandaríkin hafi forystuna á sviði kjarnorkuvopnafram- leiðslunnar, og þar af leiðandi á næstu árum, fái ekki stuðn- ing hans. Eisenhower forseti kvað svo að orði, á þessum tímum tækn- innar væri heimsstyrjöld óhugs anleg, ef frjálsu þjóðirnar gættu þess að treysta varnir sínar nægilega. Hann kvað frjálsu þjóðirnar verða að taka að sér það hlut- verk, að koma á traustu efna- hagslífi í Suðaustur-Asíuríkj- um, til bættra lífskjará þar, en með því væri grundvöllurinn lagður að heilbrigðu, öruggu samstarfi þjóðanna þar og frjálsu þjóðanna. Eisenhower hafnaði jafn- framt algerlega stefnu, sem fram héfur komið í þingnefnd í Washington, um að slíta stjórn málalegu samstarfi við Ráð- stjórnarríkin, og tillögum Clarks hershöfðingja um end- urskipulagningu frá rótum gegn kommúnistarík j unum. Því er fagnað í brezkum blöð um í morgun, að Éisenhower forseti hefur tekið eindregna afstöðu gegn stríðsstefnunnL sem á sér allmarga formælend- ur vestra, og telja tvö áhrifa- mestu blöð landsins utan Lund- úna, Yorkshire Post og Birm- ingham Post, að Eisenhower muni vaxa mjög að áliti sem þjóðarleiðtogi, vegna ofan- greindr afstöðu, og taka þa» fram, að þau túlki þær skoðaniL og hugsjónir sem skyldar sén þeim, sem frá upphafi hafi ver- ið Vestmönnum hugstæðar. Myndin hér að ofan er af dálítið einkennilegu bókasýnishorni. Er hér um bækur að ræða, sem fundust í bókaskápum Jakobs Arbenz, forseta Gaatemala, er honum var stökkt frá völdum. Eru bækur þessar allar eftir helztu foringja kommúnista, svo sem Marx, Lenin, Stalin, Mao og Malenkov, En vitanlega sagðist Arbenz ekki vera kommúnisti. Hótað að myrða Menzies. Canberra (AP). — Undanfarið heíur þrívegis verið hótað að ráða Menzies forsætisráðherra a£ dögum, Var í öil skipti hringt til blaða í Melboume og Perth, og sagt, að forsætisráðherrann mundi verða ráðinn af döguin, þar sem stjórrn hans væri ekki í anda þjóðarinn- ar. Yfirvöldin halda, að hér sój um „gamansemi" að ræða. Á næsta ári verður byrjað a? leggja sæsíma yíix Atlantshaf fyrir talsamhand. ]

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.