Vísir - 24.08.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 24.08.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 24. ágúst 1954. ■~~mr>y ^■•^w,rfHjV^rT].-olUW3esp»^ VISIK iWSWWVWWWVWUWWtfWVWWVVWVWVWWWWW ^WWVWVWVAWW^AJVWWUWWWVUVVVWWWWWVWVVUS iÁim a tli » ■ P Potter wvwvwwwvwuvwyvwwvwwwwww^ úll í Genf. Þegar Franco hóf uppreisnina sneri faðir minn aftur til'Spánar til að berjast, og féil. Síðan hefi eg alltaf unnið. Eg tók starfið hjá herra Blaye af þeirri einföldu ástæðu að hann bauð mér miklu hærra kaup en eg hafði áður. — Og maðurinn í járnbrautarlestinni. Hver er hann? — Herra Blaye sagði mér að hann héti dr. Schmidt, sagði María, — en eg veit mjög lítið um hann. Eg sá hann í fyrsta skipti fyrir viku, á skrifstofunni í Genf. Þeir hnakkrifust herra Blaye og hann, inni á skrifstofu húsbóndans. Svo sá eg hann ekki aftur fyrr en í lestinni frá Genf. — Hvað sagði Blaye um hann? — Herra Blaye kom auga á hann í matarvagninum. Eg hélt að hann ætlaði að deya af hræðslu. Hann sagði mér að dr. Shcmidt sæti um líf hans. Þegar við komum til Wien ók herra Blaye með mig á Hótel Metropole. Hann fekk mér umslag og sagðist mundu hitta mig aftur á austurlandabrautmni síðdegis i dag. Síðan hefi eg ekki séð hann. Mér taldist svo til að Blaye hefði verið myrtur skömmu eftir að hann skildi við Maríu. Herra Figl þurfti í minnsta lagi tólf tíma til að búa ut vegabrefið handa mér. — Þér eruð ekki Svisslendingur, er það? spurði María. — í raun réttri er eg Ameríkumaður, en fæddur í París. Faðir minn var stjórnarerindreki í mörg ár. Við höfum átt heima víða í veröldinni. Eg lærði ekki mikið í skóla, en tungumál hefi eg þó að minnsta kosti lært. — Eruð þér stjórnarerindreki? Eg hló. — Nei, eg er blaðamaður. Eg varð utanríkisfrétta- maður vegna þess að eg kann talsvert mikið í málixm. — Og nú hafið þér verið sendur til Budapest? — Eg fer til Ungveralands til að leita að manni, sagði eg. .María sat svo nærri mér að eg heyrði andardrátt hennar. — Segið mér frá því. Mig langar til að heyra um það, sagði hún. — Eg á tvö systkin, sagði eg, — systur sem heitir Daphne og bróður sem heitir Bob. Við höfum alltaf verið samrýmd, — það stafar kannske af því að við höfum verið svo mikið er- lendis. — Eftir að við höfðum lokið prófi fekk eg starf í fréttastofu í Evrópu, en Bob fór að lesa lögfræði. En eg fór heim rétt fyrir árásina á Pearl Harbor og við bróðir minn gengum í flugherinn eftir að Bandaríkin fóru í stríðið. Við vorum í her- ferðinni til ítalu og síðan vorum við látnir hjálpa Rússunum. Eitt af fyrstu hlutverkum okkar var að gera árás á Manfried Weiss-stálsuðuna — hún er á eyju í Dóná, skammt frá Buda- pest. Verksmiðjurnar framleiddu fyrir Þjóðverja þá. Eg þagði meðan eg var að kveikja í vindlingnum mínum. — Sex flugvélar héldu af stað en engin kom aftur. En erindið tókst. Stálsmiðjurnar sprungu í loft upp svo að þær gátu ekki starfað fyrir Þjóðvera né aðra. En flugvélarnar komust ekki heim. Ein þeirra hrapaði og öll áhöfnin fórst. Tveimur tókst að nauðlenda. Mönnunum af hinum tókst að lenda í fallhlifum. Nær allir flugmennirnir voru handteknir. Fáeinir sluppu til Jugoslavíu og gengu í skæruliðaherinn þar. — Hvað var að flugvélunum? spurði María. — Ekkert, svaraði eg. — Nema að þær höfðu of lítið benzín. Það hafði orðið alvarleg skissa, sem olli því að flugvélarnar komu á vettvang klukkutíma fyrir dögun og urðu að bíða eftir birtu. Þennan klukkutíma urðu þær að vera á sveimi og eyða benzíninu sem þær þurftu til að komast heim eftir árásina. — Hvernig fór um bróður yðar? spurði María. — Hann stökk út í fallhlíf. Öll áhöfnin komst lífs af. Hún hélt áleiðis til landamæra Júgoslavíu og allir komust þangað — nema Bob. Hann hvarf einhversstaðar á leiðinni. Hvorki flug- stjórninni né utanrkisráðuneytinu hefir tekist að spyrja hann uppi. Það er eins og hann hafi sokkið ofan í jörðina. María sagði: — Það hlýtur að vera hræðilegt fyrir fjölskyldu yðar. — Já, sagði eg. — En fjölskylda mín veit ékki um það. Eg var foringinn sem gerði skissuna. Við heyrðum að varðmaðurinn kom innan úr skóginum og blístraði. Eg sagði Maríu að fela sig bak við steininn, svo að liún- skyldi ekki sjást af veginum, ef varðmaðurinn beindi ljós- kerinu sínu til okkar. Eg hljóp niður veginn þangað til eg missti sjónar á hliðinu. Svo lyfti eg byssunni, og skaut þrisvar í röð. Eg hvarf inn í skóginn og hljóp til baka að girðingunni eins hratt og eg komst í snjónum. Eg komst nógu snemma til að sjá varðmanninn ljúka upp hliðinu og hlaupa þangað sem hann hafði heyrt skotin. Eg var fljótur að þrífa í Maríu og draga hana gegnum hliðið og læsa því. Við munum hafa gengið svo sem hundrað metra þegar við heyrðum varðmanninn skóta lásinn í hliðinu sundur. Við tókum aftur, til fótanna en eftir augnablik heyrðist aðvörunarhiúnging — það mun hafa verið hægt að hringja úr varðkofanum. Við hlupum þangað til María datt. Þegar eg var að lyfta henni upp heyrðum við bíl nálgast. Ljósin blikuðu á trjánum við vegar- beygjuna framundan okkur. Það lá við að Ijósið og hreyfilklið- urinn lamaði okkur. Svo heyrði eg annað hljóð. Það hlaut að vera lækur einhvers- staðar rétt bak við okkur. Eini möguleikinn til að komast undan var sá að rekja lækjarfarveginn inn í skóginn. Þar var ekki hægt að sjá förin okkar eins og í snjónum. Sem betur fór tók vatnið ekki nema í ökla. Við flýttum okkur og komumst von bráðar góðan spöl inn í skóginn. Einu sinni leit eg til baka og sá þá að bjárt var á veginum. Við heyrðum ekki hljóðmerkin lengur. Hreyfillinn og vatnsniðurinn var það eina sem við heyrðum. Við urðum þreyttari og þreyttari. Eg hafði dottið hvað eftir annað og nú tók eg eftir að María var horfin. Eg varð óður og uppvægur. Reyndi að hlaupa til baka í vatn- inu en datt á hálum hnullungunum. .Loks fann eg hana, hún lá á hnjánum í vatninu. Eg lyfti henni upp. Hún var máttvana af þreytu og kulda. Eg sneri við aftur með hana og fór lafhægt til að detta ekki. Ekki veit eg hve lengi eg hafði gengið þegar eg sá ljós fram- undan mér. Eg fleygði byssunni frá mér. Svo tók eg stúlkuna upp aftur og gekk á Ijósið. Komi hvað sem koma vildi — eg varð að bjarga henni. Eg reyndi að herða á mér eftir því sem nær dró ljósinu. Svo heyrði eg einhvern kalla. Eg heyrði skot. Eg fann að hnén á mér létu undan. Svo varð allt dimmt. 3. KAP. Þegar eg opnaði augun sá eg mann vera að bogra yfir mér. Það sem mér datt fyrst af öllu í hug var að biðja Rússana að sjá Maríu farborða, segja þeim að hún hefði ekki gert neitt illt af sér, en að eg hefði neytt hana til að stökkva úr lestinni um leið og eg. Eg reyndi að rísa upp á olnbogann. meðan eg var að leita fyrir mér í huganum hvernig maður ætti að koma orðum að þessu á rússnesku. En þá Var mér ýtt niöur í snjóinn aftur og Einu sinni var.... Þessar fréttir birti Vísir m, a. þ. 17. ágúst 1919: „Reykjavík fyrrum og nú“, heitir ritgerð eftir Indriða Einarsson, sem birtist í ísafold í vetur og vor, ög er nú komin út í sérprentun. Er þar lýst vexti og viðgangi Reykjavíkur frá öndverðu, hag bæjarins og þörfum, er ritgerðin hin fróð- legasta og verður hennar síðar getið nánar. Húsnæðisleysið. Það hefur verið rannsakað í sumar, hvað margar fjölskyldur muni vera húsnæðislaus.ar hér í bænum í haust. Sagt hefir verið frá um 130 fjölskyldum, samtals rúmlega 500 manns, en af.þeim er 30 fjölskyldur, sem að vísu munu hafa húsnæði, en það eru algerlega óbyggilegar kjallaraíbúðir. Ráðgert er, .að ekki verði hjá því komist, að bygga eitt bráðabirgðaskýlið enn (Suðurpólsbygginguna) fyrir 20—30 fjölskyldur, og er áætlað að það kosti 70—80 þús. kr. Bergrisaliöfuð mikið, úr seinsteypu, á að festa upp yfir horndyrum á húsi Natans Olsen, og var því komið fyrir í gær á palli við húshornið, en lengra er því verki ekki komið. galsersiiite- skjrtiir fjölda litir. Manchettskyrtur Nærföt Sokkar Sporrtpeysu alls konar. Háisbindi Gaberdine rykfrakkar Plastkápur Gúmmíkápur vandað og fjölbreytt úrval. „Geysir" h.f. Fatadeildin. Copr I9SQ f t. 'i‘- = rtF.J-.óiíU j Wuoai Distrl .b.v’ ’pjl'itftii r'éímúv ;Sv‘iK&en»«; Inc. Oozu glotti sigri hrósandi. Nú er tími þinn kominn. Faröu með góðu, annars munum við kasta þér utí“. Tarzan þandi ut brjóstholið og fyllti lungun með lofti. Því næst stakk hann sér beint út í hið' afar stóra vatnsker. Nú var Tarzani skemmt. Þetta var sú stærsta mannæta, , sem hann nokkru sinni hafði komið auga á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.