Vísir - 24.08.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 24.08.1954, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 24. ágúst 1954. VtSIB Mestur fjöldi ólæsra í Afríku og Asíu. Unesco gefur út hagskýrslur í handbókar- formi. Að því er síðustu hagfræði- skýrslur frá Unesco herma, eru milli 45 og 55 piúsent íbúa heimsins á aldrinum 10 ára og þar yfir ólæs. í Afríku er mestur fjöldi hinna ólæsu eða 75—85%, en næst kemur Asía (að frátekn- um Sovét-ríkjunum) með 65—• 75%. Þá er Suður-Ameríka með 40—50%, Norður-Amer- íka með 10—25% og Evrópa (að fráteknum Sovétrííkjunum) með 5—10%. Frá þessum stað- reyndum er sagt í hagfræði- legri handbók, sem er nýlega komin út, aukin og endurbætt. Fyrsta útgáfa hennar kom út 1952. í þessari handbók, þar sem skýrt er frá því, hversu mörg börn séu í barnaskólum og framhaldsskólum miðað við barnafjölda hvers lands, er einnig sagt frá því, að árið 1952 hafi verið mestur fjöldi erlendra námsmanna í æðri skólum eða 30.462. Af heildarfjölda nemenda í æðri skólum voru hlutfallslega flestir erlendir stúdentaij við nám í svissneskum háskólum eða 4.065. Mest bókaútgáfa 1952, eftir bókaheitum fyrstu útgáfu að dæma, var 13.150 í Bretlandi, 10.536 í Vestur-Þýzkalandi, 10.410 í Frakklandi, 9.643 í Japan og 9.399 í Bandaríkjun- um. Samkyæmt handbókinni voru til árið 1953 alls í heiminum 230.000.000 útvarpsviðtæki eða 95 fyrir hverja 1000 íbúa. Af þessum viðtækjafjölda áttu Bandaríkin um helminginn, en af því voru 25.000.000 bíla- viðtæki. Bandaiiíkjamenn áttu líka mestan fjölda fjarsýnistækja. í júlímánuði 1953 voru þau 25,100,000 og slíkum tækjum fjölgaði um kringum 40% á ári. í Brjetlandi voru 2,900,000 og nam ifjölgunin um 70% á á ári. í septembermánuði 1953 höfðu um tuttugu lönd reglu- legt fjarsýnisútvarp. Einnig er frá því sagt, að árið 1952 hafi Hong Kong verið þriðji stærsti framleiðandi langra kvikmynda með 259. Framar stóðu aðeins Banda- ríkin með 368 og Japan með 261. Indland framleiddi 233 og Ítalía 148. En Stóra-Bretland átti hlut fallslega hæstu bíósókn árið 1953. Það voru að meðaltali 26 bíóferðir á mann á ári. Stóra Bretland hafði líka mesta dag- blaðaútbreiðslu á hverja 1000 íbúa árið 1952. Stóra-Bretland var með 615, Svíþjóð 490. Jap- an og Bandaríkin voru jöfn í fimmtasæti með 353. Þessi nýja útgáfa bæklings- ins er miklu nákvæmari en sú fyrri. Allt hefur verið nákvæm- lega endurskoðað og mörgum nýjum löndum hefur verið bætt inn í. Alls eru 18 línurit í bækl- ingnum varðandi ólæsi, fræðslu, bókasöfn, önnur söfn, bókaút- gáfu, blaðaútgáfu, fréttakvik- myndir, útvarp og fjarsýnisút- varp. Auglýsendur athugið: Áuglýsingar, sem eiga að birtast í laugardags- blaðinu þurfa að berast auglýsingaskrifstofunni fyrir kl. 7 á föstudag. 5 Æfagbtaðið VWSÆR \ • í Það bezta verður ódýrast, notið þvi BOSCH í mótorinn. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M.s. Skjaldbreið fer vestur um land til Raufar— hafnar hinn 28. þ.m. Vörumót- taka á áætlunarhafnir á Húna- flóa og Skagafirði, Ólafsfjörð og Dalvík í dag og á morgun. KYNNMÐ YÐMJít HíNA VELÞEKKTU GOEIATH KIEA ÁÐUR EN ÞÉR FESTIO KAEP ANNARS STAÐAR GotiatH-werh umboðið ck.'.í_g*.., C/í Eyðir 5,6 I. pr. 100 km. Eyðir 5,6 !. pr. 100 km. Eyðir 4,9 I. pr. 100 km. BÚTASALA I ÁLAFOSS Fjölbreytt úrval af góSum efnum í unglinga- og barnaföt. — Hentug efni í telpukápur og pils. komio og skooið. ÁLAFOSS* Þingholtsstræti 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.