Vísir - 31.08.1954, Blaðsíða 5
Þriöjudaginn 31. ágúst 1954
VlSIB
Steiáwt- JÞofsteinss&m ;
Enn frá Skálholtí o§
gröfum biskupa.
Steieþró Páls biskups er élík þeim,
sem eru í forngripasafninu
í Stokkhólmi.
Fornleifafræðingarnir í Skál-
holti voru hræddir um að
vinnufriðurinn væri úti er
fregnin rnn „steinþró“ Páls
foiskups fór að berast.
Og víst er um það, að síðan
fréttin um þennan stórmerka
fornleifafund birtist fyrst í
„Vísi“ s.l. þriðjudag hefur ver-
ið látlaus fólksstraumur austur
þangað. Kvenfólkið hefur að
sjálfsögðu verið í miklum
meirihluta. Saumaklúbbar, og
jafnvel heil kvenfélög hafa
komið austur og konurnar hafa
gert krossmark yfir kistu hins
löngu látna biskups.
„Og fyrir ykkur hafa verið
lagðar heimskulegar spurning-
ar?“ spyr eg fornfræðingana.
„Já, en sú vitlausasta var nú
frá karlmanni. Þekktur frétta-
maður og útvarþsfyrirlesari
kom hér upp í grunninn til
okkar og spurði: „Af hverjum
er þessi kista“?“ i
Sannast sagna höfum við all-
flest vitað heldur lítið um Pál
biskup Jónsson fram á þennan
dag, en hann mun hafa verið
meðal merkusu íslendinga
þótt ekki hefði hann manndráp-
in sér til ágætis. Hámenntaður,
glæsimenni, og mikill listunn-
láta koma i staðinn fyrir „fri-
holt“ eða „fender“, sem sjómenn
nota almennt um varnarhlifar
skipa við árekstrum. Bæði orðin
eru að vísu útlend, en bæði eru
þau auðveld í framburði, og því
orðin svo föst og munntöm í sjó-
mannamáli, að ég hygg að þeim
verði ekki auðveldlega útrýmt,
enda minni málskemmd að taka
slík orð upp í íslenzkuna en vafa-
söm nýyrði, sem ekkert gefa til
kynna hvað átt er við með þeim.
„Stöðhlíf“.
Þó er hér öðruvísi ástatt en
með „njörfið“, því mér vitanlega
er ekki til viðurkennd þýðíng
yfir þessi orð. Ég hef að visu
heyrt nefnda „stöðhlíf“ i þvi sam-
bandi, sem þó hefur það fram
yfir „þybbuna", að i hví felst
bending um livað við er ált, en
aðeins ekki nægilega Ijós, enda
mnn það orð ekki liafá fengið
neina útbreiðslu.
Ég hef ekki ennþá komið þvi
við, að lesa rit þetta, og kynna
mér það til lilítar, en éf taka má
hin tilvitiiuðu orð ritstjórans,
sem hér • hafa verið rædd, sem
alménnt sýnishorn ai störfuni
nefndarinnar, þá er ég liræddur
um að ýmsir verði fyrir von-
brigðum, því margir munu liafa
vænzt þess, að lilutverk slíkra
ágæíis fræðimanna, sem nefnd-
ina skiþa, áetti fyrst og fremst
að vera málhreinsun og málfegr-
un, en ekki stórframleiðsla,
meira og minna óþarfra og vafa-
samra nýyrða. Óþörf, þegar önn-
ur befri orð eru fyrir i málinu,
jafnvel þó af erlendum uppruna
séu. Vafasöm, vegna þess, að að-
eins litill hluti þeirra er liklegur
til að falla í smekk landsmanna,
og festa rætur i málinu.“
andi. Manna vinsælastur og
bezt að sér ger.
Olík sænskum
steinkistum.
Kistan, eða steinþróin en
sjálfsagt virðist að kalla hana
því nafni, hefur nú verið grafin
upp, svo auðvelt er nú að virða
hana betur fyrir sér en í fyrstu
og að kasta á hana máli. Hún
er 2,11 m. á lengd og 60 cm. á
þykkt en lok hennar er 16 cm.
þykkt. Um breiddina er það að
segja, að höfðagaflinn er breið-
astur en á miðju loki er breidd-
in um það bil 70 cm. Þróin
hefir verið fagurlega höggvin
og greinilega sér fyrir skrauti
á hornum hennar. Lokið er
ekki eins heillegt og það virtist
í fyrstu og miklum vand-
kvæðum verður það bundið að
ná því af í heilu lagi, en það er1
að sjálfsögðu mikils um vert.
Runólfur garðprófastur Þór-
arinsson sem vinnur að upp-
greftrinum í Skálholti segir mér
að þessi „sakrofagus“ Páls
biskups sé ekki líkur þeim
steinkistum sem hann hefur séð
í forngripasafninu í Stokk-
hólmi. Hann telur fyrirmyndina
sótta til Englands, en þar1 var
Páll að námi. Talið hefur verið
að steinþróin sé tilhöggin af
Amunda Árnasyni skáldi.
Hann var smiður í Skálholti
um þessar mundir, talinn hag-
astur maður á íslandi. Ámundi
orkti erfidrápu um Pál biskup.
Þá er vitað að Margrétt odd-
haga, sem var oddhögust
kvenna á landi hér um þessar
mundir, vann í þjónustu Páls
biskups. Baggal einn fagran
gerði hún úr rostungstönn er
Páll sendi Oslóarbiskupi að
gjöf og um fleiri góða gripi
mun vera getið er hún gerði
fyrir Pál, en hann sendi er-
lendum höfðingjum.
Við hliðina á steinkistu Páls
foiskups hefur fundizt beina-
grind, sennilega einhvers ann-
ars biskups, og hjá henni laus
• höfuðkúpa.
Áður en
opnað verður.
Nokkur aðdragandi mun
verða að því að steinþróin verði
opnuð. Fast upp að henni liggja
allmargar kistui*. Samtíðar-
menn Páls að talið er. Þessar
grafir þarf að rannsaka ná-
kvæmlega áður en lokið verður
tekið af kistu Páls.
Það hefur verið mikið um
það rætt hvort ekki muni
finnast góðir gripir nú er graf-
ar'ró hans verður rofin eftir
hálfa áttundu öld. Víst er um
það af nógu var að taka og í
sögu hans stendur að skömmu
fyrir dauða Páls „þá komu enn
út gersemar . ágætligar, er
Nikulás biksup af Osló sendi
Páli biskupi, fingurgull mikið,
er vá tvá aura og steinn virðu-
ligr. Ok hann sendi honum
balsam svo mikinn, at ván var,
at þat yrði aldri at vandræðum
síðan, en ekki var annat jafn-
torugætt, eé. at skyldu þurfti
at hafa. Hafði þat ok kostat
eigi minna en nokkrar merkr
brens silfurs.“
Stöpullinn
kapella.
I Páls sögu þiskups segir frá
því að hann lét Ámunda Árna-
son „gera stöpul svo vandaðan
að efnum og smíði að hann bar
eigi miður af öllum trésmíðum
á Islandi en áður kirkjan sjálf.“
Eg spyr Halldór Jónsson cand.
mag. að því hvort þeir forh-
leifafræðingarnir hafi myndað
sér nokkra skoðun um þennan
stöpul. Halldór telur að flestir
séu á eitt sáttir um að „stöpull-
inn“ hafi verið einskonar kap-
ella í suðurstúku kirkjuskipsins
gamla. Uppgröfturinn sýnir að
stúka sú hefur veéið um 12
metrar á breidd. Halldór bendir
á að í sögu Páls standi: „Hann
lét gera kirkju upp í stöplinum
og rið upp að ganga------“ og
ennfremur „------hann lét búa
gröf virðuliga í stöplinum
þeirra manna, er honum þótti
mestur vandi á“. Það sé því
ekki úr vegi að álykta, að undir
kapellunni hafi verið einskonar
grafhvelfing 'þar sem biskup
lagði vini sína og lagðist sjálfur J
hinztu hvílu meðal þeirra, en
steinþróin stendur einmitt í
miðri suðurstúkunni og óefað
eru það vinir hans og skyld- j
menni sem hvíla þarna og nú
er verið að rannsaka, en lík-
amsleifarnar hafa geymst
þarna betur1 en víðast annars-
staðar í kirkjugrunninum.
Kapella þessi hefur kostað
ógrynni fjár eða „fjögur hundr
að hundraða eða þaðan af
meira“ og var ekkert til henn-
ar sparað. Kirkjubruninn í
Skálholti árið 1309 mun að lík-
indum hafa eytt þessum miklu
herlegheitum Páls Jónssonar
að mestu.
Mikill áhugi
almennings.
Jökull rithöfundur Jakobs-
son hefur unnið að fornleifa-
greftrinum í Skálholti frá því
hann fyrst hófst fyrir rúmum
tveimur árum. Hann er því
manna kunnugastur ekki aðeins
í hinum gamla kirkjugrunni og
Þorláksbúð, heldur einnig um
kirkjugöngin og gamla virkið
sem þeir dr. Björn Sigfússon
grófu niður á um árið. Ýmsum
fróðleik hafa þeir að miðla og
er þess að vænta að þeir og
aðrir fornleifafræðingar í
Skálholti láti ljós sitt skína í
útvarpi og blöðum áður en
langt um líður, því það er þeg-
ar komið á daginn að fólk læt-
ur sig miklu skipta það sem er
að gerast x Skálholti í dag.
Virkið gamla eða virkishóll
á sér mei’kilega sögu. Þegar
Jón biskup Arason ætlaði að’
ná staðnum eftir dauða Gissur-
ar Einarssonar biskups þá varðí!
Jón Bjarnason staðinn og þá.
er sagt að menn hans hlóðu.
Virkisbúð. Jón Ai'ason varð frá.
að hverfa í það sinn. Hóllinnt
sjálfur er 12 m. í þvei-mál ert
virkið sjálft 6 metra kringla
og er sá flötur flórlagður. me5’
nokkuð þykkum jöfnum stein-
um. Dr. Björn hefur sagt mér-
að á hól þéssum hafi menn haft
illan bifur og' er það til marks
að ekki mátti slá hann, hanrt
var álagablettur. Ástæðan er
ef til vill sú, að sagt er acS-
sveinar Jón Gerrekssonar hafi.
hafst við í Virkisbúð eða varisfc
þar, en eins og kunnugt er, var-
Jóni Gerrekssyni drekkt í
Brúará árið 1433 og sveinai'-
hans drepnir þafc sem til þeirra
náðist, en reimt þótti eftir þá.
Reimleikar
á staðnum?
Menn spyrja að því, hvorfc.
ekki sé reimt í Skálholti nú.
þegar búið er að rjúfa grafirn-
ar og raska grafarró svo
margra sem þar liggja. Úr því
verður sjálfsag ekki skorið á
þessu stigi málsins. Eg veit þó
um konu eina, nákomna þeim.
fornleifafræðingum sem setið'
hefur út við hinar gömlu kirkju
rústir um lágnættið, í útsynn-
ingi þegar tunglið óð í ský-.
um. Hún segist hafa verið al-
ein. Eg er ekki frá því hún
kunni frá einhverju að segja.
Á höfuðdaginn 29. ágúst.
Stefán Þorsteinsson.
BEZT AÐ AUGLÝSAIVISI
Stúlka óskast
Uppl. gefur
yfirhjúkrunarkonan.
Elli- og hjúkrunarheimilið
m UMÐ
Það voru fleiri en fornfræðingarnir austur í Skálholti, sem biðu
með óþreyju svars við spurningunni: „Hvað er í kistunni?“
(Ljósni.: Svavár Hjaltested).
Seinni dagur útsölunnar
er á morgun
Ödýrir undirkjólar og’ blússur.
Nokkur stykki af töskum kr. 50,00.
Hálsklútar, belti o. fl. á mjög lágu verði.
emman
Laugaveg 12.
Barnaskóli Hafnafjarðar
Börn fædd árið 1947, mæti í skólanum miðvikudaginn
1. september kl. 2 e.h.
Börn sem voru í 7 og 8 ára bekkjum s.l. vetui', mæti
fimmtudaginn 2. september kl. 10 árd.
Tilkynna ber um þau böim, sem ekki mæta á tilsettum
tíma. — Viðtalstími skólastjóra kl. 10-—12, sími 9185.
SKÓLASTJÓRINN.