Vísir - 31.08.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 31.08.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 31. ágúst 1954 TXSIB 'KVStiv*”\ WWtfWWVUWWVWVWWWWWftWWtftfWWtfWWWW Lifamdi - - - daudur (Cftir P. Potter 10 yVV^ATWVL^n/VWWVWW^JWWWVWWVWWV^'WVWW að dyrunum og þegar hurðin var opnuð í hálfa gátt ýtti hann á með báðum höndum svo að hurðin skall á þilinu. Gamla konan stóð fyrir innan með olíulampa í hendinni. — Þú vissir að eg var að koma, sagði hann og hélt vísifingr- inum upp að nefinu á henni. — Hversvegna stóðstu ekki tilbúin í dyrunum Hvað á það að þýða að tefja mig svona? Hvað geng- ur að þér? — Afsakið þér, yðar hágöfgi, sagði gamla konan. — Maður veit aldrei hvað koma skal á þessum síðustu og verstu tímum. Hér hefir lögreglan gert aðsúg í nágrenninu. Mér datt í hug, yðar hágöfgi að .... — Haltu kjafti, sagði Schmidt. — Þú ert ekki hér til að láta lA^vwwvi^wwwuvvwwvvwwwvwwAAAn^vwuvv^ruvw^ sjáanlega ekið frá Hegyshalom um leið og lestin fór þaðan. Það var enginn vandi að komast hraðar en lestin. Þeir voru báðir í rússneskum einkennisbúningum. — Ég skýt ef þið reynið að flýja, hafði Schmidt sagt. Hann talaði þýzku; þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði hina hörðu og skipandi rödd hans. — Og ég hitti vel. Takið tösk- urnar ykkar og komið inn í bílinn. Þó María hefði sagt að hún sklidi ekki þýzku, tók hún töskuna og kom til mín. Engan ótta var á henni að sjá. Áður hafði henni legið við að æðrast, er hún vissi af dr. Schmidt í sömu lestinni. En nú var hún róleg þó að hann miðaði á hana byssu. Mér skildist hve lítið ég þekkti hana í rauninni ennþá. Ég varð að setjast fram í hjá Ottó, sem lét sem hann hefði aldrei séð mig fyrr. Dr. Schmidt og Hermann settust hjá Maríu í aftursætið með skammbyssurnar í hendinni. Við ókum niður að-Dóná og svo norður með ánni. Fórum framhjá mörgum lögregluþjónum, en ég hafði vit á að kalla ekki á hjálp. Þó að lögregluþjónarnir hefðu þorað að rannsaka rússneska herbíl mundu þeir aldrei hafa trúað sögu minni, og ef þeir hefðu skipt sér af þessu mundu þeir hafa afhent greifafrúnni mig — og þá hefði ég orðið að gera grein fyrir morði Strakhovs majórs, auk morðs Marcel Blaye. Ég hélt fyrst í stað að dr. Schmidt mundi fara með okkur eitthvert út í sveit. Við fórum út Thokoly-ut, framhjá Park- klúbbnum og yfir járnbrautarteinana, en svo sveigði Ottó til vinstri og ók niður Mexkoi-ut, sem liggur samhliða járnbraut- inni. Gatan endar í lakasta sóðahverfinu í Budapest. Þar eru glæpamannahverfi, með leiguhjöllum, sláturhúsum, olíuhreins- isstöðvum og áburðargerðum, og þar eiga bófar frá Istanbul og Berlín eins konar ólöghelgaðan griðastað. Ottó beygði inn í blindgötu milli tveggja leiguhjalla og svo sem tuttugu metrum neðar lagði hann bílnum í pOrt, með skíðagarði í kring. Dr. Schmidt hafði ekki sagt orð við hann alla leiðina, svo að Ottó hlaut að þekkja leiðina sjálfnr. Mér datt í hug það sem Strakhov hafði sagt með svo mikilli fyrir- litningu um Ottó og hans líka. „Alveg eins og krakkar.“ Rúss- inn hafði séð að Ottó talaði við dr. Schmidt á Hegyshalom, og ef hann hefði ekki verið eins sigurviss og hann var, hefði hon- um kannske dottið í hug að ekki væri allt með felldu, og ekki stofnað lífi sínu í beinan voða. Hermann hoppaði úr bílnum og barði á næstu dyr. Schnell, sagði Schmidt þegar enginn svaraði. Ottó notaði bílblístruna. — Hættu þessu, flónið þitt sagði Schmidt. —■ Ætl- arðu að tilkynna öllum nágrönnunum að við séum hérna? Hermann barði á dyrnar með skammbyssunni. Gluggi á fjórðu hæð var opnaður og gömul kona stakk út hausnum. — Wie heissen Sie? kallaði sú gamla. — Erltu vitlaus, flónið þitt? kallaði Hermann. — Nein, nein, hrópaði Schmidt og vatt sér út úr bílnum. — Asni! Hann kallaði til konunnar í glugganum: — Opnið þér undir eins. Það er eg sem ræð hérna. Skiljið þér það! Við heyrðum að glugginn var látinn aftur. Dr. Schmidt gekk IVUWUUWWUVVVVWVlAfVUVMAWIMnAWWUVUWUVWWA i Frá barnaskólunum Börn fædd 1947, 1946 og 1945, eiga aS sækja skóla í september. öll börn, fædd 1947, er ekki hafa verið inn- rituð, eiga að koma í skólana til skráningar fimmtu- dag 2. sept. kl. 2—4 e.h. Einnig eiga að koma á sama tíma þau börn, fædd 1946 og 1945, sem flytjast milli skóla eða fluzt hafa til Reykjavíkur í sumar. Kennarafundur er sama dag kl. 1,30. öll börn fædd 1947, 1946 og 1945, eiga að koma til kennslu í skólana laugardaginn 4. sept, sem hér segir: kl. 2 e.h. böm fædd 1947, kl. 3 e.h. hörn fædd 1946, kl. 4 e.h. börn fædd 1945. Ath. | Böm fædd 1947 09 1946, i,sem eiga heima á neðan greindum svæðum, eiga ',ekki að koma í skóla, fyrr en auglýst verður sér- [staklega. Ur skólahverfi Aitsturbæjarskóla (A. Böm, sem eiga heima milli Miklubrautar og [Reykjanesbrautar, svo og ofan (austan) Löngu- [hlíðar, milli Flókagötu og Miklubrautar. Ur Laugarnesskólahverff [B. Böm sem eiga heima á svæði því, sem takmark- |ast af Sogavegi að norðan frá Vatnsgeymi að }Grensásvegi og þaðan af Suðurlandsbraut inn að , Elliðaám. Böm úr Blesugróf sækja Laugarnesskóla. Fræðslufulltrui. * MJtsalan stendur sem hæzt LAUGAVEG 10 - SlMl 3087 Afgreiðslustúlka óskast. Skólavörðustíg 3, Sími 80292. MARGT A SAMA STAÐ LAUGAVEG 10 — SIMl 3387 Stúlha óskast strax til aðstoðar við bakarí. Jón Símonarson h.f. ititvvl Mjög lítið notuð ferðaritvél (Mercedes) til sölu. Verð kr. 1200. Til sýnis á Nesveg 51. Sími 4973 kl. 6—8. WVUVWVWVWWUVWAAAAAflAAAAlWVVlAlWUVVVVVWWVVtfV I ■ Skjólabúar. pað er drjúgur spölur inn í Miðbæ, en til að koma smáauglýsingu f Visi þarf ekki að fara lengra en í ]%fesbúð9 Nesvegi 39. Sparið fé með því að setja smáauglýsingu í Vísi. TARZAN C & SuttCUfkó Copr t#Sð. K4(*r Itlf e Burrouths. Ine,—Tm. Rr U 3. P»t OIT. Distr. by i’nited Feature Syndicate, Inc. Þegar Tarzan hafði gert sér íulla grein fyrir þessari túbnun, náði hææ sér í stóran stein. Sí£c.n ka-'aoi hann honum út á fl;ótið til þess að b-ina athygli varð- mannsins aö íljótinu. Ura leiS ag v.arðmaðurixm heyrði skvampið skeið hann fram á fljóts- bakkann til þess að vita hvað hafi valdið skvampinu. Þegar haim rak höfuðið fram af. bakkanum greip Tarzan leiftur snöggt um hnakka hans, því ef hann gæti ekki þaggað niður í varðmann- inum, nú var honum allt glatað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.